Dagur - 26.09.1990, Síða 1

Dagur - 26.09.1990, Síða 1
o Fundað á mörgum vígstöðvum um málefni Hraðfrystihúss Olafsflarðar hf.: Sæberg hf. sýnir áhuga og kaupfélagsmenn ræða máiín Útgerðarfyrirtækið Sæberg hf. í Olafsfirði hefur sýnt áhuga á kaupum á lilut Hlutafjársjóðs í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, en forsvarsmenn þess hafa þó ekki lagt fram formlegt tilboð í tæplega 50% hlut sjóðsins í fyrirtækinu. Gunnar Sigvaldason hjá Sæbergi hf. sagðist í gær ekki geta tjáð sig um málið, enda væri það ekki á því stigi. Hann lagði áherslu á að ekki hefði verið lagt fram kauptilboð, forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu aðeins „kynnt sér rnálið", eins og hann orðaði það. Gunnar sagði aðspurður að þeir Sæbergsmenn hefðu komið að þessu máli eftir að hluthafa- fundur í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. hafnaði framkomnu tilboði Gunnars Þórs Magnús- sonar í það. Riða staðfest á bæ í Vind- hælishreppi Sigurður Sigurðsson, dýra- læknir á Keldum, segir að það sem af er þessu ári hafi um 30 færri ný riðutilfelli greinst en í fyrra. Greinst hefur riða á um tíu bæjum á árinu, þar sem riðan var ekki áður, en á sl. ári bættust tæpir 40 bæir í landinu í hóp riðu- bæja. Sigurður segir að í haust hafi verið staðfest riða á einum bæ í Vinhælishreppi í Húnaþingi og grunur sé um nýtt riðutilfelli á bæ einum í Skagafirði. Úr því átti að skera með rannsókn í gær. óþh Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss hf. ritar forseta bæjarstjórnar Akureyrar bréf: „Ómaklega vegið að fyrirtækinu í umræðum“ Ólafur Ólafsson, forstjóri Ála- foss hf., segir í bréfi sem hann sendi til forseta bæjarstjórnar Akureyrar, að sér finnist ómaklega að fyrirtækinu vegið í umræðum á fundi bæjar- stjórnar í byrjun þessa mánað- ar. „Okkur finnast fullyrðingar þessar ekki beint samboðnar virðingu bæjarfulltrúa," segir Ólafur. „Við hjá Álafossi höfum alltaf viljað starfa í góðri sam- vinnu við bæjaryfirvöld á Akur- eyri, og í bréfinu sem sent var forseta bæjarstjórnar lýsir Ála- foss yfir vilja til viðræðna um rekstur fyrirtækisins í bænum og vilja okkar um framtíðarupp- byggingu fatadeildarinnar." Ölafur kveðst ekki skilja í bæjarfulltrúum að ráðast á fyrir- tækið eftir að flutningar nokk- urra stjórnunar- og skrifstofu- Eins og fram hefur komið hef- ur Kaupfélag Eyfirðinga form- lega óskað eftir við forsvarsmenn Hraðfrystihússins að það fái tæki- færi til að kynna sér málefni Hraðfrystihússins. í gær var haldinn fundur á Akureyri þar sem Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, hitti Jón Þórðarson, stjórnarformann Hraðfrystihúss- ins og Bjarna Kr. Grímsson, bæjarstjóra í Ólafsfirði og stjórn- armann í Hraðfrystihúsinu, að máli. Magnús Gauti sagði að á fundinum hefðu málsaðilar skipst á upplýsingum um málið, en eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar. Magnús Gauti sagði að tvær ástæður lægju að baki áhuga KEA á að skoða þessi mál. Ann- ars vegar að efla hlut sjávar- útvegs í starfsemi KEA og hins vegar að taka virkari þátt í atvinnulífi Ólafsfirðinga, en margoft hafi komið fram ósk um það á félagsfundum KEA í Ólafs- firði. „Ég legg á það áherslu að á þessu stigi höfum við aðeins ósk- að eftir að fá tækifæri til að kynna okkur þessi mál. Þetta er alls ekki komið á stig samningavið- ræðna, aðeins er um að ræða könnunarviðræður og miðlun upplýsinga. Við fórum gagn- kvæmt yfir þær upplýsingar sem við höfðum og hvaða frekari upp- lýsingar við þyrftum að fá. Síðar verður farið yfir þær upplýsingai og þær metnar," sagði Magnús Gauti. Það er víðar fundað um málefni Hraðfrystihússins. Dagur hefur fyrir því heimildir að á stjórnarfundi Hlutafjársjóðs í gær átti m.a. að ræða um málefni HÓ, en sjóðurinn er þar stærstur hluthafa með 95 milljónir, eða rúmlega 49 prósenta hlut. Á stjórnarfundinum átti m.a. aö ræða með hvaða hætti yrði staðið að sölu á hlut sjóðsins í HÓ, ef hann yrði á annað borð seldur í þessari lotu. Ólafsfjarðarbær er annar stærsti hluthafinn í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar með 32 milljón- ir og Skeljungur og Trygginga- miðstöðin eiga 10 milljóna hlut hvort fyrirtæki. Af öðrum smærri hluthöfum má nefna Gunnar Þór Magnússon og Sæberg hf. Utgerðarfyrirtækið Sæberg hf. í Ólafsfirði er öflugt sjávar- útvegsfyrirtæki á staðnum og gcr- ir þar út tvö skip, ísfisktogarann Sólberg ÓF-12 og frystiskipið Mánaberg ÓF-42. óþh Rólað mót hækkandi sól! A.m.k segja sumir að vorið sé komið. Mynd: Goiii Kristján Jóhannsson, óperusöngvari: „Bjóst við að Akureyringar myndu hugsa hlýlegar til mín en þetta“ - segir hann og vísar til útbreiddra sögusagna Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, er « stuttri heim- sókn á Akureyri ásamt eigin- konu sinni, Sigurjónu Sverr- isdóttur, og börnum þeirra. Þau halda aftur utan í dag enda næg verkefni framund- an hjá Kristjáni. Við náðum tali af söngvaranum í gær og var gott í honum hljóðið, nema hvað hann kvaðst ekki sáttur við þær tröllasögur sem honum höfðu borist til eyrna frá Akureyri. „Mér þykir verst að hafa ekki komið með barnapíuna með mér, sem ég á að hafa barnað, til að geta sýnt á henni bumb- una og gert þannig Akureyring- um til hæfis,“ sagði Kristján og vísaði þar til útbreiddrar gróu- sögu í bænum. „Ég bjóst við að Akureyring- ar myndu hugsa hlýlegar til mín en þetta og frekar ræða um sigra mína í stað þess að velta sér upp úr svona lygasögum, en þaö hefur kannski veriö ósk- hyggja. Ég bið samt að heilsa þeim,“ bætti hann við. Kristján er á förum til Mont- pellier í Frakklandi þar sem hann mun syngja í óperunni II Trovatore. Þaðan liggur leiðin til Napólí á ftalíu með viðkomu í Múnchen og syngur hann þar hlutverk í Grímudansleiknum. Þetla er verkefnaskráin fram að jóium. íslendingar fá væntanlcga að sjá Kristján í sjónvarpsupptöku frá óperunni Cavaleria Rusti- cana sem mun vera á dagskrá Stöðvar 2 í vetur og þá er að koma út myndband með honum í þeirri sömu óperu sem hugsan- lega verður komið á markað á íslandi fyrir jól. Við ræddum um hinn mikla óperuáhuga á íslandi og víöar sem kviknaði eítir útsendingu frá tónleikunum með Pavarotti, Domingo og Carreras. Aðspurður sagði Kristján að hann heföi ábyggilega tekið sig vel út á sviði með þeim en áreiðanlega ekki gert þessum söngvurum neinn greiða með nærveru sinni. „Þetta var mjög skemmtileg og óvænt uppákoma en hún hefði þurft að eiga sér stað fyrr, meðan þeir gátu enn sungið. Það var alveg ljóst að báðir þeir spönsku cru í mjög miklu ólagi en Pavarotti syngur ennþá eins og unglamb,“ sagði Kristján. SS starfa séu um garð gengnir. „Álafossi hf. var send bókun frá atvinnumálanefnd 10. maí sl. og formaður fyrri nefndar stóð sig með mikilli prýði, en síðan hefur ekkert heyrst frá atvinnu- málanefnd fyrr en 22. ágúst, að fyrr bókun var endurtekin. Síðan heyrist ekki neitt fyrr en miklu ^moldviðri er þyrlað upp í blöðum. Þess ber að geta að núverandi formaður atvinnu- málanefndar hefur aldrei talað við mig, hvorki fyrir eða eftir flutningana. Ég heyrði aðeins í honum í gegnum fjölmiðla. Við viljum vinna með bænum, ef bær- inn hefur áhuga, hvenær sem er. Við viljum byggja upp á Akur- eyri, og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar í bænum er mjög gott. Við höldum tryggð við það, og ætlum ekki að hlaupa burt með framleiðsluna. Hinsvegar erum við tilneydd, eins og marg- oft hefur komið frarn, til að spara og hagræða í rekstri eins og unnt er, til þess höfum við siðferðis- lega skyldu,“ segir Ólafur Ólafs- son. Sjá bréf Álafoss hf. til forseta bæjarstjórnar á bls. 2. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.