Dagur - 26.09.1990, Side 6

Dagur - 26.09.1990, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 26. september 1990 * I Safnahúsinu á Sauðárkróki má finna ýmislegt sem engan myndi gruna að væri þar innanstokks. Þar eru ekki einungis merk skjöl í einu stærsta héraðsskjalasafni landsins eða fágætar bækur á bókasafninu, heldur eru niðri í kjallara hússins í litlu herbergi geymd þau listaverk sem Listasafn Skagfírðinga á. Stundum er svo rykið dustað af dýrgripunum og þeir hengdir upp til sýnis í sal Safnahússins. Ein slík sýning stendur einmitt yfír núna, þar sem verk manna fæddra í Skagafírði, eða búsettra um lengri eða skemmri tíma, eru sýnd. Myndir: SBG Hluti sýningarsalarins í Safnahúsinu Safnahúsið á Sauðárkróki: „Einskonar immaðarleysingi“ - Listasafn Skagfirðinga skoðað Þann 27. apríl 1968 var sam- þykkt á aðalfundi Sparisjóðs Sauðárkróks að veita Bóka- og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga kr. 270.000 úr Menningarsjóði sparisjóðsins til stofnunar lista- safns, er staðsett yrði í hinum nýju húsakynnum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Þessi ákvörðun sparisjóðsins varð til þess að Listasafn Skag- firðinga var stofnað og fyrir þessa peninga voru fljótlega keyptar nokkrar myndir. Hjalti Pálsson, „Hlyngerði“, trérista eftir Jónas Guðvarðarson. héraðsskjalavörður, segir að lítið hafi farið fyrir safninu, þar sem fjárráð hafa aldrei verið mikil. Nær eini styrkurinn til Listasafns- ins er í gegnum fjáriög, en bæjar- sjóður Sauðárkróks hefur einnig einstöku sinnum lagt fram fé til kaupa á verkum. Verk eftir Kjarval og Ásgrím Yfir 100 verk eru til í safninu, höggmyndir, málverk, grafík, tréristur og fleira. Fyrsta verkið sem safnið eignaðist var pastel- mynd eftir Elías B. Halldórsson, „Við Gönguskarðsá" og er Elías sá listamaður sem safnið á flest verk eftir. Safnið hefur einbeitt sér dálítið að söfnun á verkum skagfirskra listamanna, en þó eru til verk eftir stórmenni eins og Ásgrím Jónsson og Kjarval. Einskonar munaðarleysingi „Listasafnið hefur verið einskon- ar munaðarleysingi, því hefur ekki verið nægur sómi sýndur og það lent undir stjórn hinna safn- anna,“ segir Hjaíti. Árlega stenduí safnið fyrir sýn- ingu í Sæluviku Skagfirðinga og þá er einhverjum listamanni boð- ið að sýna. Þess á milli eru oft myndlistarsýningar í sal Safna- hússins, enda er hann talinn ein- hver besti sýningarsalur sem finnst utan Reykjavíkursvæðis- ins. Þeir sem halda sýningar borga oft fyrir sig með eigin verk- um og þannig er talsverður fjöldi verka kominn til þess. Listasafnið hefur nú byrjað á því að leigja fyrirtækjum myndir úr fórum sínum til að hengja upp í húsnæði þeirra og að sögn Hjalta er það gert á þeim forsendum að myndirnar komast þá á framfæri í stað þess að liggjá í ryki niðri í kjallara og eins fæst dálítill pening- ur inn í leigu. Menningardauði hjá þjóðinni Kjallaraherbergið sem listaverk- in eru geymd í er ekki stórt og rekkinn um það bil 1,5 sinnum 6 metrar. Þegar farið er að skoða þær myndir sem í rekkanum eru, kemur í Ijós að verk eftir ótrúleg- asta fólk eru til. Verk eftir lands- og jafnvel heimskunna listamenn í bland við verk eftir fólk sem enginn þekkir. Grafík, vatnslitir, olía, pastel, blönduð tækni, allar þessar gerðir og fleiri til er hægt að finna í litlu kompunni, en því miður fá fáir notað þeirrar dýrðar eins og er nema á sýningum sem safnið heldur stundum. Meðal verka á sýningunni sem nú stendur yfir í Safnahúsinu eru myndir eftir Magnús Jónsson prófessor, Jón Stefánsson og Elías B. Halldórsson. Þessar myndir eru býsna háar í verði eins og fleiri myndir í safninu. Það eru því töluverð veraldleg verðmæti sem liggja í listaverk- um Listasafnsins auk þeirra and- Verkið „Duo“ eftir Jónas Guðvarð- arson. Geymslurými Listasafns Skagfirðinga. legu, en aðsóknin á sýningar hef- ur dofnað þrátt fyrir það. „Eg finn það núna á síðari árum að aðsóknin á sýningar hef- ur dofnað. Sennilega er það samt ekkert meira hér en annars staðar. Sýningar fyrir svona 10-15 árum drógu að sér á fjórða hundrað manns, en nú má teljast gott ef það koma tvö hundruð. Einhver menningardauði virðist vera að færast yfir þjóðina. Kannski er Sauðárkrókur líka kominn á þá stærðargráðu að mönnum finnst þetta ekki neitt merkilegt. Ef sett er upp sýn- ing á einhverjum litlum stað þá hópast menn á hana, en hér láta menn sér fátt um finnast. Þó held ég að menn vilji hafa myndlistar- sýningar og myndu ekki sætta sig við að þessi þáttur hyrfi úr bæjar- lífinu. Safnið þarfnast athygli og efl- ingar. Ef heimamenn sýna lit í því að gera eitthvað fyrir það gæti það aukið veg safnsins og orðið til þess að fleiri veittu því eftirtekt," sagði Hjalti. Aðstöðuleysi og fjárskortur Sýningarsalurinn í Safnahúsinu var fullgerður árið 1974 og marg- ar sýningar verið haldnar þar, bæði hópa og einstaklinga. Niðri í kjallara hússins er síðan lítið herbergi þar sem listamenn, komnir langt að, geta fengið inni meðan á sýningum þeirra stendur. Aðbúnaður til sýninga- halds á Sauðárkróki verður því að teljast með ágætum. „Það sem háir Listasafni Skag- firðinga helst er aðstöðuleysi og fjárskortur. Draumurinn er auð- vitað að fá góða geymsluaðstöðu og eitthvert fjármagn úr að spila, en hvort að sá draumur rætist verður tíminn að leiða í ljós.“ sagði Hjalti Pálsson að endingu. SBG^

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.