Dagur - 26.09.1990, Qupperneq 12
Verslunarhúsnæði KEA á Hauganesi:
Leigt þremur konum
Þijár konur á Hauganesi, Soffía
Ragnarsdóttir, Softía Jóns-
dóttir og Björk Brjánsdóttir,
hafa tekið verslunarhúsnæði
Kaupfélags Eyfírðinga á
Hauganesi á leigu til eins árs
frá 1. október að telja. Frá
þessu var gengið í gær.
Fyrr í sumar var tekin um það
ákvörðun að hætta matvöruversl-
un undir merki Kaupfélags Ey-
firðinga í verslun þess á Hauga-
nesi og í kjörbúð KEA í Höepfn-
er á Akureyri og var jafnframt
ákveðið að selja eða leigja versl-
anirnar. Jón Víkingsson hefur
þegar tekið verslunina í Höepfner
á leigu og þær stöllur á Hauga-
nesi tóku síðan verslunina þar á
leigu í gær.
Húsnæði verslunar KEA á
Hauganesi er á einni hæð, 210
fermetrar að gólffleti, og kjallari
er undir því að hluta. Leigutakar
kaupa ekki lager verslunarinnar.
Eins og áður segir gerir leigu-
samningurinn ráð fyrir leigu til
eins árs frá fyrsta næsta mánaðar
að telja. Að þeim tíma liðnum
geta aðilar framlengt samninginn
ef áhugi og vilji er fyrir því. óþh
MA settur á sunnudag:
Skólasetning fer fram
í Glerárkirkju
Menntaskólinn á Akureyri
verður settur í Glerárkirkju
nk. sunnudag, 30. september,
klukkan 14.00. Þetta er í fyrsta
sinn í sögu skólans sem skóla-
setning fer fram annars staðar
en á Sal gamla skólahússins.
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari, segir að ástæðan sé sú að
„Salur“ sé fyrir löngu orðinn of
lítill. Ekki var unnt að hafa
skólasetningarathöfn í Akureyr-
arkirkju, því þar standa yfir við-
gerðir.
Þrjú til fjögur hundruð manns
hafa komið á skólasetningar
Menntaskólans á Akureyri
undanfarin ár, en þeir sem til
þekkja vita að húsrými á Sal er
alltof lítið til að rúma þann
fjölda, Þar sem Akureyrarkirkja
er lokuð vegna viðgerða og fram-
kvæmdir hafa tafist, var leitað til
Glerárkirkju.
Samkvæmt upplýsingum frá
skólameistara eru 190 nemendur
skráðir í 1. bekk M.A. í haust. í
2. bekk verða 159 nemendur, í 3.
bekk 128 og í 4. bekk 113
nemendur. Alls setjast því 590
nemendur á skólabekk um mán-
aðamótin; 351 stúlka og 239
piltar. Hlutfall kynjanna skiptist
því þannig að stúlkur eru 59, en
piltar 41 af hundraði. „Þetta hef-
ur haldist svipað nú í allnokkur
ár, stúlkur hafa verið íleiri
piltum. Hlutfallið hefur verið í
kringum 60 á móti 40. Þessi þró-
un hófst þegar upp úr 1970,“ seg-
ir Tryggvi Gíslason.
í fyrrahaust voru nemendur
við Menntaskólann á Akureyri
585 talsins. EHB
Gæðingurinn skrúbbaður í skrjáfandi blíðunni.
Mynd: Golli
Hækkun á olíuverði um 30-40%:
„Dökkt útlit hjá útvegsmömuim,
sjómömuim og þjóðiimi aM“
segir Sverrir Leósson, form. Útvegsmannafélags Norðurlands
Rétt er að rætt er um að verður. Það eina sem getur hjálp-
olíuverð hækki á bilinu 30- að okkur er að deilan við Persa-
er um að
bilinu 30-
40%. Slík hækkun þýðir ekk-
ert annað en dökkar hliðar hjá
útvegsmönnum, sjómönnum
og þjóðinni allri,“ sagði Sverr-
ir Leósson, formaður Útvegs-
mannafélags Norðurlands.
í kjarasamningum milli
útvegsmanna og sjómanna eru
reglur um að skiptaprósenta
hreyfist eftir olíuverðinu og ljóst
er að ef verður af þessari miklu
olíuverðshækkun, þá verður
kaupskerðing sjómanna á bilinu
8-10%.
„Erfitt er að vera með alhæf-
ingu um kaupskerðingu sjó-
manna, þegar ekki er vitað
nákvæmlega hver hækkun olíu
flóann leysist sem fyrst. Spurn-
ingin er hvort ráðamenn vilja
taka þá áhættu að keyra þessa
verðhækkun strax í botn. Ef deil-
an leysist þá lækkar olíuverðið
strax aftur.
Ég held að ekki sé hægt að fara
fram á að ríkið greiði þessa
hækkun niður, það myndi þýða
meiri og þyngri skatta á þjóðina.
Mitt álit er að ekki eigi að taka
verðhækkunarskrefið svona stórt
strax, allar forsendur geta breyst
á tiltölulega stuttum tíma. Vissu-
lega er erfitt að taka á þessu máli,
mönnum er orðið svo tamt að
vitna í þjóðarsáttina, en ljóst er
að stóralvarlegt er, ef þetta nýja
olíuverð helst í lengri tíma. Fyrir
eyland sem Island, sem þarf að
koma öllum aðföngum til og frá
landinu með flutningatækjum
sem eru knúin af olíu og á allt sitt
undir flotanum og sjávarfanginu,
þá vigtar olían stórt,“ sagði
Sverrir Leósson. ój
Staða sveitarstjóra Hvammstangahrepps:
Fimmtán umsóknir bárust
Bæjarlistamaður Akureyrar fékk ekki inngöngu í
Félag íslenskra myndlistarmanna:
99
«6
segir Kristjana F. Arndal, myndlistarkona
Bæjarlistaiiiaðui Akureyrar.
Kristjana F. Arndal, fékk í
vor synjun um inngöngu í
Félag íslenskra myndlistar-
manna skömmu áður en hún
var útnefnd til bæjarlista-
manns. „Mér sýnist á öllu að
gengið sé út frá strangri úti-
lokunarstefnu þegar fjallað er
um aðild að Félagi íslenskra
myndlistarmanna og afar
undarlega sé unnið að öllum
málum þar að lútandi,“ sagði
Kristjana.
Að sögn Kristjönu fékk hún
neitun um aðild að Félagi
íslenskra myndlistarmanna, en
á fundinum voru aðeins 13
félagar. „Sýningarnefnd FÍM
bað mig um að senda inn
umsókn og eftir neitun bað hún
mig um að senda inn ítrekun
fyrri umsóknar. Þetta mun ég
gera, umsókn vcrður send. Nú
vinn ég að minni myndlist, það
er allt sem skiptir máli, ég verð
með sýningu 1991. Forsendur
fyrir neitun hef ég ekki fengið
fram.
FÍM er hagsmunaféiag mynd-
listarmanna á íslandi sern sjálf-
sagt er að vera í, en vegna þess
að svona fór, þá hef ég snúið
mér til ntíns fagfélags í Svíþjóð,
KRO, en þar starfaði ég að
myndlist og að ntálefnum
myndlistar um árabil.
Ég er ntjög forviða á þessari
neitun FÍM, því að þau félaga-
samtök myndlistarmanna sem
ég er í. í Svíþjóð, eiga að veita
sjálfkrafa aðild að FÍM, þurfi
listamaður að hafa aðseturs-
skipti einhverra hluta vegna þ.e
flytja miili landa. Mér hefur
virst sem einangrunarstefna ríki
hér hjá myndlistarmönnum á
fleiri sviðum. Þar sem ég hef
verið í skólurn erlendis, þá er
það hefð að kennarar eru
fengnir að utan til að veita nýj-
um straumum inn í skólana, hcr
er heist lokað fyrir slíkt og þá er
ég sérstaklega að fjalla um
Myndlistarskólann á Akureyri,
sem ekki hefur viljað nýta
menntun mína og kunnáttu.
Hvað viðkentur starfslaunum
Akureyrarbæjar tii listamanns
finnst mér að ekki skuli rugla
sarnan starfslaunum og heiðurs-
launum. Það er tvennt ólíkt
hvort listamaður nýtur starfs-
launa eða heiðurslauna,1' sagði
Kristjana F. Arndal ój
Fimmtán höfðu í gær sent inn
umsókn um stöðu sveitarstjóra
Hvammstangahrepps, en frest-
ur til að sækja um stöðuna rann
út í gær.
Guðmundur Haukur Sigurðs-
son, oddviti hreppsnefndar
Hvammstangahrepps, sagði í gær
að þessi tala ætti trúlega eftir að
hækka, því líkur væru á að ein-
hverjar umsóknir væru í pósti.
Guðmundur sagðist ekki geta
gefið upp nöfn umsækjenda, rétt
væri að hreppsnefndarmenn
fengju að kynna sér umsóknirnar
áður en umsækjenda væri getið í
fjölmiðlum. Hann sagðist reikna
með að hreppsnefnd kynnti sér
umsóknirnar í næstu viku og reynt
yrði að hraða ráðningu nýs sveit-
arstjóra í stað Þórðar Skúíasonar,
sem eins og kunnugt er hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
óþh
Akureyri:
Töluvert um hraöakstur
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
fímm ökumenn í gær fyrir of
hraðan akstur, bæði innan
bæjarmarkanna og utan
þeirra. Að sögn varðstjóra var
enginn ökumannanna á ofsa-
hraða en hann sagði þó óþarf-
lega mikið um akstur yfír há-
markshraða.
Slökkviliðið á Akureyri var
ræst út í gær. Þar var um að ræða
brunaboða á Fjórðungssjúkra-
húsinu sem hafði farið í gang án
tilefnis og enginn eldsvoði þar á
ferðinni. Mörg fyrirtæki eru með
eldvarnakerfi tengd inn á
slökkvistöð og fara þau oft í gang
af ýmsum ástæðum.
Lögreglan hefur líka þurft að
sinna mörgum útköllum vegna
þess að viðvörunarkerfi í
bönkum, stofnunum og fyrirtækj-
um fara í gang án þess að um inn-
brot sé að ræða. I þessum tilfell-
urn þarf þó að sjálfsögðu að
grennslast fyrir um hvað gangi á.
SS