Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 13 poppsíðon f Living Colour hafa sannað rækilega svo ekki verður um villst að blökkumenn geta rokkað. Living Colour hafa sannað að: Svartir geta líka rokkað New York borg er stærsta borg Bandaríkjanna og einhvern tím: ann stærsta borg heimsins. í bíómyndum höfum við kynnst henni sem borginni þar sem inn- flytjendahverfin illræmdu Harlem og Bronx eru, sömuleiðis að þar er miðstöð allra peningaviðskipta í Kauphallarstræti (Wall Street) og að þar er Mekka hins amer- íska listamanns. Núna telst New York þó ekki vera háborg banda- rískrar dægurtónlistar því Los Angeles ber ótvírætt þann titil. Það er þó ekki þar með sagt að ekkert hafi verið að gerast í New York því það virðist nánast regla að þar komi upp nýjungar með vissu millibili. Það þarf ekki nema að minna á að þar varð breiktón- listin til og sömuleiðis rapp og þar fæddist ameríska pönkið með hljómsveitum eins og Ramones, Dictators og fleirum, sem síðan má rekja tilurð hins svokallaða speed/trash metalrokks til. Það nýjasta sem rekja má til New York og hefur náð hylli annars staðar í Bandaríkjunum er hið svokallaða fönkrokk eða fönk- metal en Living Colour á einmitt ekki minnstan þátt í þeirri hylli. Það hefur verið útbreidd skoðun í Bandaríkjunum og víðar að fönki sem birtist á fyrri plötunni Vivid (1988) hrundið af stað nýrri tónlistarstefnu sem hvítir menn ekki síður en svartir hafa tekið upp. Lög af Vivid eins og Cult of Personality og Open letter (to a Landlord) náðu miklum vinsæld- um og breiðskífan sjálf náði inn á topp tíu listann. Svo minnst sé á fleiri sem fetað hafa í fótspor Living Colour og náð vinsældum má nefna 24-7 Spyz og Bad Brains sem eru blökkumannasveitir eins og Liv- ing Colour og Faith no More og Red hot chilli peppers sem skipaðar eru hvítum mönnum. Nýlega kom á markað önnur breiðskífa Living Colour og nefn- ist hún Time’s Up. Hafa viðbrögð gagnrýnenda verið flest mjög jákvæð en salan hefur ekki verið eins góð og á Vivid a.m.k. ekki ennþá. ÞykirTime’s Up vera rök- rétt framhald af Vivid og sýna að hljómsveitin hafi þroskast milli (óeirra. Er umsjónarmaður að sumu leyti sammála því en finnst þó eftir að hafa hlustað rækilega á Time’s Up að hún standist ekki samanburð við Vivid hvað varðar grípandi lagasmíðar enda erfitt að fylgja eftir eins góðri plötu og Vivid reyndist vera. blökkumenn gætu ekki spilað rokk og að það ætti hreinlega ekki við þá. Þessu hefur verið haldið fram þrátt fyrir að einn fremsti gítarleikari allra tíma og brautryðjandi í rokkgítarleik af þyngri gerðinni, Jimi Hendrix, hafi verið blökkumaður. Með stofnun Living Colour vildu Vernom Reid gítarleikari og félagar hans einmitt afsanna þessa kenningu snarlega auk þess að koma á framfæri fleiri og e.t.v. mikilvægari baráttumálum blökkumanna. Það er svo ekki ofsögum sagt að henni hefur tek- ist ætlunarverk sitt rækilega vel því ekki aðeins hefur hljómsveit- inni tekist að afsanna kenning- una ofangreindu heldur hefur þessi viðleitni hennar til að blanda saman kröftugu rokki og Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Hitt og þetta George Michael Sjónvarpsauglýsing sem George Michael hannaði og bjó til sjálfur fyrir nýju plötuna sína Listen Without Prejudice Vol. 1., hefur verið bönnuð í Bretlandi. Er orsökin fyrir banninu sú að í auglýsingunni sést baksvipur nakins pars og þótti það heldur mikið af því góða að mati siða- postula. Hefur Michael því þurft að breyta auglýsingunni á jóann hátt að aðeins sést í ber bök parsins. f Bandaríkjunum og Ástralíu virðast menn hins vegar ekki vera eins siðvandir því þar hefur auglýsingin birst án at- hugasemda. Van Morrison Hann Van Morrison, gamla brýnið sem verið hefur að í nær þrjátíu ár, lætur aldeilis ekki deigan síga. Fyrr á þessu ári kom út tvö- föld safnplata með kappanum og nú hefur hann sent frá sér nýja plötu. Nefnist hún Enlightenment og semur Morrison allt efnið á henni auk þess að stjórna upp- tökum. Til áð fylgja plötunni eftir mun Morrison halda í tónleikaferð nú síðar í október um Bretlands- eyjar og mun hann væntanlega ekki skilja heimaland sitt frland útundao. Clannad Meira af tónlistarfólki frá eyjunni grænu. Clannad hefur sent frá sér nýja skífu undir nafninu Anam og er að sögn þeirra sem heyrt hafa afturhvarf hjá hljómsveitinni til mun þjóðlegra efnis eftir að hún hafði poppast mikið á síðustu plötum. Þá hefur orðið sú breyt- ing á skipan Clannad að Paul Brennan hefur yfirgefið hljóm- sveitina. Pet Shop Boys Vinsældapoppararnír í Pet Shop Boys koma með nýja skífu nú þann 22. október sem kallast Behaviour. Inniheldur hún m.a. lagið So hard sem notið hefur vinsælda nú nýverið og sömu- leiðis lag sem kallast How can you expect to be taken seriously en það hefur nú þegar vakið umtal því texti þess mun vera ádeila á suma poppara sem lagt hafa hin- um ýmsu málum lið með spili sínu og segir í textanum að hug- ur fylgi ekki máli heldur séu þeir aðeins að auglýsa sjálfa sig með því að láta bendla nöfn sín við góðgerðir. Hvað sem sannleiks- gildi þessarar ádeilu líður þykir Ijóst að Pet Shop Boys sjálfir hafa fengið dágóða auglýsingu fyrir vikið. Og fyrst minnst er á tónlist af keltneskum ættum má minna á nýju plötu The Waterboys Room To Roam sem nú ætti að vera fáanleg. Public Image Ltd. Public Image Ltd. eða P.I.L. eins og hún er nefnd í daglegu tali, með Johnny Lydon í broddi fylk- ingar, sendi frá sér nýtt lag undir nafninu Don’t ask me nú fyrir skömmu. Innan skamms er síð- an von á tvöfaldri safnplötu með hljómsveitinni sem kallast PIL Greatest Hits... So far, eða í laus- legri þýðingu, Bestu lög PIL... til þessa. Framsóknarfólk á Dalvík Aðalfundur Framsóknarfélags Dalvíkur verður í Jónínubúð þriðjudaginn 23. okt. kl. 20.30. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, lagabreitingar, kosning fulltrúa á kjördæmisþing, kosning fulltrúa á flokksþing, til- nefning fulltrúa til kjörnefndar v/alþingiskosninga, önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 22. október 1990, kl. 20.-22 veröa bæjarfulltrúarnir, Heimir Ingimarsson og Þórarinn E. Sveinsson til viötals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. FRÁ HÚSNÆÐISNEFND AKUREYRARBÆJAR Almennar kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum um sex 3ja og 4ra herbergja almenn- ar kaupleiguíbúðir í Tröllagili. Réttur til að kaupa/leigja almenna kaupleiguíbúð er bundinn eftir- farandi skilyrðum: A) Umsækjandi skal hafa fullan lántökurétt hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins skv. 12 gr. laga nr. 86/1988. í því felst m.a. að viðkomandi skal hafa greitt iðgjöld til lífeyrissjóða í samtals 20 mánuði á undanförnum 24 mánuðum. B) Umsækjandi skal hafa nægar tekjur til að standa straum af kostnaði við kaup/leigu. Við úthlutun verður tekið tillit til húsnæðisaðstæðna og fjölskyldu- stærðar umsækjenda. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á húsnæðis- skrifstofunni í Skipagötu 12, 3. hæð, sími 25392. Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00 til 15.30. Umsóknarfœstur rennur út þann 26. október 1990. rl/ÍN uió HRRFNRGIH Um helgina í Vín Okkar vinsæla kaffihlaðborð sunnudag. Vínarís og ísréttir. í gródurhúsi: Pottablóm, mesta úrvalið, besta verðið. ★ Vélsleðasýning í Vín. Sýnum hina glæsilegu '91 línu. Mest seldi sleðinn til fleiri ára. Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 b, sími 96-22840.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.