Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990 tómstundir Hannsi í hlutverki „Guðmundar“ með leikfélagi Öngulsstaðahrepps, kominn til að mótmæla námslánum áður en hann fór að sletta úr klauf- um fyrir alvöru, þ.e.a.s. Guðmundur. Leíklistín er áhugamál - hún er kreíjandi en einnig hvfld frá öðrum störfum, segir Hannes Blandon Við spjölluðum yfir kaftí og ristuðu brauði á mánudags- síðdegi. Fórum að tala um kynni okkar af Finnlandi og Hannes að segja frá gömlum leiðsögumanni, sem hann hafði kynnst. Sá hafði barist í heimsstyrjöld og Vetrar- stríðinu og áður en varði hafði Hannes brugðið sér í gervi þessa korporáls af Kirjálaeiðinu, sem eineygður, einhent- ur og gamall sagðist aftur fara á móti Rússunum ef þeir kæmu. Hannes Blandon stóð á fjölunum í Samkomuhús- inu í gærkvöld, í hlutverki eins af þremur utangarðs- mönnum sem leikrit Jóhanns Ævars Jakobssonar, Leikritið um Benna, Gúdda og Manna fjallar um. En Hannes er ekki leikari að atvinnu. Hann er prestur. Fæddur og alinn upp í þéttbýlinu fyrir sunnan en kom norður til að boða orð Guðs í Ólafsfírði. Síðar færði hann sig um set og stundar nú prestskap í innri byggðum Eyja- fjarðar. Ólíkir heimar. Borgarbarn úr Kópavogi. Ein- angrað sjávarpláss, þar sem allt snýst um sjó og físk. Sveitahérað með gróna bændamenningu. En eitt eiga þessir heimar sameiginlegt. Áhuga fyrir leiklist. Presturinn Hannes Biandon eins og hann kom blaðamanni fyrir sjónir | yfir kaffi og ristuðu brauði. Manni, Benni, Gúddi - Gestur, I'rainn, Hannes á „öskuhaugunum“. Leikhiisið er hvíld frá daglegum störfum, segir Hannes um tómstundaiðju sína. Hannes Blandon er áhugamaður um leiklist. Hvar sem hann hefur farið; um bernskuveg þéttbýlis- ins, um sjávarströnd við Ólafs- fjörð eða sveitir Staðarbyggðar hefur hann túlkað persónur úr leikbókmenntum. Brugðið sér úr því hlutverki sem hann hefur val- ið sem starfsvettvang. Úr hlut- verki prestsins yfir í hlutverk leikhúsmannsins. Það er hans tómstundaiðja. Ef af hverju fæst prestur við leiklist? Eiga þessir heimar, heimur kristinnar kirkju og heimur leikhússins, eitthvað sameiginlegt? Hannes segist hafa alist upp við leiklistaráhuga. Foreldrar sínir hafi starfað með Leikfélagi Kópavogs og á þeim tíma hafi verið sett upp ýmis leikrit. Mörg þeirra hafi verið í léttum dúr en það hafi viss stemmning fylgt hverri uppfærslu. „Tilstandið í kringum uppfærslurnar var spennandi,“ segir Hannes og rifj- ar upp bernskuárin. „Móðir mín sendi mig í ballett. Hún hafði sjálf áhuga á slíku en ég var aldrei reglulega vel vaxinn til að stunda þá listgrein og tók engum framförum. Var samt í ballett í þrjú ár. Ég tók síðan þátt í upp- færslu á Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu þegar ég var ellefu ára. Lék frampartinn af asna. Annar strákur var undir ábreiðu fyrir aftan mig og lék afturpartinn. Þetta var skemmti- leg lífsreynsla fyrir barnið og hápunkturinn var þegar Thor- björn Egner kom sjálfur í leikhúsið til okkar.“ Og Hannes heldur áfram. „Þá hef ég senni- lega verið búinn að fá bakter- íuna. Síðar var ég í Herranótt í M.R. Lék á hljóðfæri í Bubba kóngi, verkinu sem skapaði Davíð Oddsson.“ Hannes er ekki fjarri því að með túlkun sinni á Bubba kóngi hafi Davíð skapað sér að einhverju leyti þá ímynd sem síðan hefur loðað við hann. „Hann nýtur þess sem stjórn- málamaður að hafa leiklistar- bakteríuna í sér.“ En nýtur presturinn þess á sama hátt og stjórnmálamaður- inn? „Ég er ekki frá því,“ segir Hannes. Hann rifjar upp kennslu- stundir í guðfræði með Þóri Kr. Þórðarsyni, prófessor. „Þórir Kr. opnaði Gamla testamentið fyrir okkur. Gamla testamentið var á sinni tíð flutt með söng og dansi. Miklu máli skiptir hvernig menn setja hlutina fram. Tjá þá rétt. Presturinn getur nýtt sér ýmsa tækni leikhússins í starfi sínu. Bæði kirkjuathafnir og það sem fram fer í leikhúsinu er sjónræns eðlis." Hannes segir að í Ólafs- firði hafi hann hreinlega verið tekinn með í leiklistarstarfsem- ina. „Ólafsfirðingar voru afskekktir og urðu því að vera sjálfum sér nógir um flest. Þegar leikrit var sett upp voru allir sót- raftar á sjó dregnir, sem hægt var að nota á leiksviðinu og fengust til að vera með.“ Hannes hefur leikið með Leik- félagi Öngulsstaðahrepps, meðal annars hlutverk Lenna, þroska- hefta farandverkamannsins í meistaraverki Steinbecks, Af músum og mönnum. Síðan með Leikfélagi Akureyrar, verkstjór- ann sem deildi nokkrum hand- tökum við pakkhúsið og þar með lífsbjörg lítilmagnans í Fátæku fólki Tryggva Emilssonar. Og nú leikur hann utangarðsmann, sem hefur skaddast á höfði og lent utan alfaraleiðar. Er þetta ástríða? Hannes segist vera að læknast af henni en leik- listin hafi tekið meiri tíma en sig hafi órað fyrir. „Þetta er mitt áhugamál. Ég safna ekki frí- merkjum og er ekki með bíla- dellu. En ég er ómenntaður fúsk- ari í leiklistinni. Augu mín hafa opnast fyrir því að ekki er nóg að stíga á sviðið til að verða góður leikari. Mér finnst að ég hafi minna vit á leikhúsi eftir því sem kynni mín af því hafa orðið nán- ari og ég hef starfað meira að því. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna með góðu fagfólki í leikhúsi eins og Sunnu, Þráni og Gesti.“ Hannes segir að sér finnist þægilegt að fara úr daglegum störfum yfir í allt annað verkefni. Að því leyti sé leikhúsið hvíld þótt það sé krefjandi á öðrum sviðum. En fyrst og fremst finnist sér skemmtilegt að vinna í leikhúsinu. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.