Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. október 1990 Borgarafundur JC Akureyrar um atvinnumál: „Vonleysi má ekki skjóta rótum“ - sagði Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar í framsöguræðu „Eyjafjöröur hefur sem betur fer upp á marga kosti að bjóða. Vonleysi má ekki skjóta rótum. Við verðum að koma í veg fyrir fólksflótta. Staðreyndin er sú að þegar á reynir geta allir gert aðeins betur í starfi og leik. Fyrir- tæki okkar verða að leggja áherslu á að hámarka arð- semi sína til að standast þá hörðu samkeppni sem nú er á flestum sviðum. Við verðum ávallt að vera vakandi fyrir því að bæta okkur og nýta nýja möguleika,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, í fram- söguerindi sínu á borgara- fundi JC Akureyrar um Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, sagði á borgarafundi um atvinnumál á Akureyri í fyrrakvöld að kostnaður Eyfirðinga vegna álmálsins sé að líkindum orð- inn 6-7 milljónir króna. Iðn- aðarráðuneyti hafl skuld- bundið sig til að greiða liluta af þessum kostnaði en þær greiðslur hafl ekki borist enn. í svari við fyrirspurn á fund- inum sagði Sigðurður að beinn kostnaður Iðnþróunarfélagsins vegna lóðarinnar á Dysnesi sé 2 milljónir króna. Þar sé um að ræða kostnað vegna mælinga á lóðinni, teikninga, útreikninga um vatnsöflun, hafnarmann- virki og annað slíkt. Gerður hafi verið samningur við mark- atvinnumál í fyrrakvöld þar sem þingmenn kjördæmisins sátu fyrir svörum. Sigurður vék í máli sínu nokkuð að framtíðarmöguleik- um í atvinnumálum. Hann sagði stjórnvöld miklu ráða um framtíð Slippstöðvarinnar og Álafoss en nauðsynlegt sé að knýja á um skýr svör við því hvaða möguleika þessi fyrirtæki hafi til þess að treysta afkomu sína. Sigurður sagði uppbyggingu Háskólans á Akureyri mjög stórt mál fyrir Eyjafjarðarsvæð- ið og Norðurland. Undir þetta tóku margir fundarmanna sem áherslu lögðu á að skólanum, sem og framhaldsskólunum, verði tryggðar sem mestar fjár- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt- isins og Landsvirkjunar um að ráðuneytið greiði um helming þessa kostnaðar en þessar greiðslur hafi enn ekki borist. Sigurður sagði að ef með væri talið öll laun starfsmanna félagsins, ferðakostnaður, fundahöld, móttaka gesta og annað þá væri þessi upphæð komin í um 6 milljónir. Við þetta megi síðan bæta kostnaði sveitarstjórnamanna á svæðinu vegna málsins og lauslega áætl- að sé heildarkostnaðurinn því um 6-7 milljónir. „Við ætlum nú að taka þessar tölur nákvæmlega saman, fara með þær til iðnaðarráðuneytis og kanna hvort ekki verður unnt að fá verulegan hluta þessa kostnaðar endurgreiddan," sagði Sigurður. JÓH veitingar til uppbyggingar. Mikill tími fór á fundinum í að ræða álmálið og þá niður- stöðu að þetta fyrirtæki mun ekki rísa við Eyjafjörð. Árni Steinar Jóhannsson krafði þing- mennina svara við því hvort þeir segi já við álveri á Keilis- nesi. Þeirri spurningu svöruðu Árni Gunnarsson, Halldór Blöndal og Valgerður Sverris- dóttir játandi en Valgerður tók fram að hún setti þau skilyrði að átak verði gert í byggðamálum. Þingmennirnir Málmfríður Sig- urðardóttir, Steingrímur J. Sig- fússon og Stefán Valgeirsson sögðust hins vegar segja nei við álveri á Keilisnesi en Steingrím- ur sagðist svara þessu á þennan veg miðað við núverandi aðstæður. Steingrímur og Árni voru báðir þeirrar skoðunar að setja hefði átt þau skilyrði í álmálinu í upphafi að útiloka Reykjanes sem möguleika fyrir verksmiðj- una. „Þarna voru fyrstu og stærstu mistökin í málinu en síðan voru það að mínu mati mistök að þrengja hringinn svo fljótt niður hvað varðar staði úti á landsbyggðinni að aðeins stóðu tveir eftir,“ sagði Stein- grímur. Fátt var um nýjar hugmyndir í atvinnumálum á þessum fundi en nokkrir þingmanna lögðu áherslu á að hugmyndir þurfi að koma frá heimamönnum sjálf- um. Á það var bent á fundinum að tryggja þurfi aukið fjármagn innan heilbrigðiskerfisins enda sé sé í því kerfi um að ræða stærstan hluta af íslensku fjár- lögunum. Flutningur stofnana út á land bar einnig á góma svo og uppbygging nýrra opinberra stofnana. Þar var bent á um- hverfisstofnun sem Steingrímur J. sagði að borist hefði í tal í ríkisstjórn þar sem mikill vilji sé til að finna henni stað á Akur- eyri. JÓH Kostnaður Eyfirðinga vegna álmálsins: Gæti í heild verið 6-7 milljóiiir króna Nýr þáttur í helgarblaði: Gamlar ljósmyndir - lesendur beðnir að bera kennsl á fólkið Við ætlum að glugga í mynda- safn Hallgríms Einarssonar og sona í helgarblaði Dags í vetur. Á Minjasafninu á Akureyri eru fjölmargar myndir geymd- ar og hefur reynst erfítt að flokka sumar þeirra því ekki hefur tekist að bera kennsl á fólkið sem er á þeim. Minjasafnið hefur oft reynt að fá fólk til að skoða myndirnar og athuga hvort það kannast við fyrirsæturnar og þótt það hafi borið einhvern árangur er þetta afar viðamikið verkefni. Dagur ætlar nú að leggja safninu lið og birta eina mynd í öðru hverju helgarblaði ásamt hausateikn- ingu og eru lesendur beðnir að merkja við þá sem þeir geta nafn- greint og senda Minjasafninu á Akureyri upplýsingarnar. Birting gamalla mynda, sem teknar eru allt frá aldamótunum 1900 og fram til 1940-50, ætti líka að hafa fróðleiks- og skemmtana- gildi fyrir lesendur. Þarna má sjá hina ýmsu tískustrauma í fatnaði, andlitssnyrtingu og hárgreiðslu. Og svo er aldrei að vita nema les- endur rekist á kunnugleg andlit. Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra útvegsmanna, og Jóhann Sig- urjónsson, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun, verða gestir aðalfundar Útvegs- mannafélags Norðurlands, sem haldinn verður nk. þriðju- dag, 23. október kl. 10 f.h. að Hótel KEA á Akureyri. Auk venjulegra aðalfundar- Fyrsta myndin í þessari syrpu birtist á blaðsíðu 16 í blaðinu í dag. SS starfa mun Kristján Ragnarsson skýra fundarmönnum frá því sem efst er á baugi í málefnum útgerðarinnar um þessar mundir og Jóhann Sigurjónsson mun ræða um ýmislegt er lýtur að hvölum, en eins og sjómenn hafa tekið eftir að undanförnu ber óvenju mikið á hvölum inni á fjörðum og miðunum úti fyrir Norðurlandi um þessar mundir. óþh Útvegsmannafélag Norðurlands: Kristján Ragnarsson og Jóhann Siguijónsson á aðalfundi á þriðjudag fréffir Haustlauf falla. Mynd: KL Hvammstangi: Brotist inn í Söluskálann Brotist var inn í Söluskálann á Hvammstanga aðfaranótt föstudags. Ekki var Ijóst hve miklu hafði verið stolið þegar blaðið fór í prentun, en að sögn Sigurðar Þorvaldssonar, eins af rekstraraðilum skálans, var eitthvað tekið bæði af pen- ingum og vörum. Lögreglan á Blönduósi rann- sakar málið, en Sigurður sagði að svo virtist vera sem þjófarnir hefðu haft lykil að skálanum, því engin merki voru þess að hurð eða gluggi hefðu verið brotin upp og engar skemmdir unnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn í Söluskálann á Hvammstanga, því þetta er þriðja innbrotið þar á nokkrum árum. Það síðasta var árið 1988. SBG Ný stjórnmálasamtök, Heimastjórnarsamtökin, stofnuð: „Hefði aldrei dottið til hugar að svo stór alda myndi rísa upp“ - segir Stefán Valgeirsson, alþingismaður Heimastjórnarsamtökin er heiti nýrra stjórnmálasamtaka, sem hafa verið stofnuð. Sam- tök jafnréttis og félagshyggju hafa haft frumkvæði að stofn- un þeirra. Fyrsti kynningar- fundur á hinum nýstofnuðu samtökum verður í Vín við Hrafnagil nk. föstudagskvöld. Grunnurinn að stofnun Heima- stjórnarsamtakanna var lagður á leynilegum fundi á Selfossi um síðustu helgi og að sögn Stefáns Valgeirssonar, alþingismanns, stendur þar að baki fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. „Það eru fjölmargir úr öllum flokkum sem hafa komið að máli við okkur og skorað á okkur að bjóða aftur fram. Mér hefði aldrei dottið til hugar að svo stór alda myndi rísa upp,“ sagði Stefán. Stefán sagði að í stórum drátt- um myndu Heimastjórnarsam- tökin hafa stefnumið Samtaka jafnréttis og félagshyggju að leið- arljósi. Hann sagðist ekki vita hvort Ásgeir Hannes Eiríksson, þing- maður Borgaraflokksins, yrði þarna í eldlínunni. „Fólk úr hverju kjördæmi velur sér forystu og fólk á framboðslista. Hugmyndin er að boðið verði fram í öllum kjördæmum, en Stefán vill ekki segja til um hvort hann leiði lista samtakanna í Norðurlandskjördæmi eystra, það verði ákvörðun stuðnings- manna þeirra í kjördæminu. „Það verður kjörin fram- kvæmdanefnd fyrir samtökin. Þetta er ekki eiginlegur stjórn- málaflokkur. Þetta eru samtök fólks sem þolir ekki það misrétti sem viðgengst," sagði Stefán. Hann sagðist vera raunsær á gengi samtakanna. „Það fer eftir svo mörgu, t.d. forystu í hverju kjördæmi. Ég er mjög bjartsýnn í mörgum kjördæmunum, ef fer svo fram sem horfir," sagði Stefán Valgeirsson. óþh Sauðárkrókur: Stuðlað að bættri umferðar- menningu Á mánudaginn næstkomandi hefst sjö daga eftirlit lögregl- unnar á Sauðárkróki til að stuðla að bættri umferðar- menningu á götum bæjarins. Ákveðin atriði verða tekin fyr- ir á hverjum degi og bílstjórar áminntir ef þeir brjóta af sér. „Við ætlum að taka alla næstu viku í þetta og leggjum áherslu á ákveðin atriði á hverjum degi. Við tökum stöðvunarskyldubrot, bílbelti og ljós, athugum skrán- ingarspjöld, skoðun og radar- mælingar verða einhverjar. í lokin ætlum við síðan að skoða málin og sjá hvort okkur hefur orðið eitthvað ágengt, þvt hér er ýmis- legt í umferðinni sem betur mætti fara,“ sagði Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, um komandi umferðarátak lög- reglunnar þar í bæ. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.