Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 19

Dagur - 20.10.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 20. október 1990 - DAGUR - 19 aferlendum vetfvangi Þú átt að taka þér frí um helgar Það er ekki hollt að taka vinnuna með sér heim - og ekki heldur að taka heimilið með sér í vinnuna. Milli fjölskyldulífs og vinnu eiga að vera skörp skil. Það er ekki heppilegt að taka vinnuna með sér heim um helgar. Það er ekki heldur heppilegt að þeytast um á laugardögum til að ljúka innkaupum eða öðru því, sem ekki tókst að koma í verk í vikunni. Um helgar er best að hvílast og taka lífinu með ró, eins og fólk gerði hér áður fyrri. I þá gömlu góðu daga notaði fólk helgarnar til að slaka á, fara í gönguferðir, fara í kirkju, heimsækja ættingja og vini - eða í stuttu máli sagt, til að gera allt annað en það gerði aðra daga vikunnar. Nýleg rannsókn í Ameríku sýnir, að þetta er lík- legt til að valda heilsutjóni. Rannsóknin leiddi í ljós, að Ameríkumenn eyða að meðaltali 13 stundum um hverja helgi í vinnu, sem ekki gafst tími til fyrr í vikunni. Hún sýndi einnig, að konur eyða um það bil tveimur og hálfri klukkustund lengri tíma en karlar til heimilisstarfa og fastra verkefna. Foreldrar vinna sérstaklega mikið um helgar. Þeir nota 66 prósent meiri tíma til heimilis- starfa, 42 prósent meiri tíma til Hann James Bond, sá sem við þekkjum úr kvikmyndunum, kann vel að meta hraðskreiða bíla, fagrar konur og lífshættuleg ævintýri. Nú hefur það komið fram, að supermaðurinn hlaut nafn sitt eftir manni sem raun- verulega var til, en hafði áhuga fyrir allt öðru - fuglum. Ian Fleming, höfundur Bond-bók- anna, var sem sé mikill aðdáandi James Bond fuglafræðings frá Fíladelfíu. James Bond var einn helsti sérfræðingur heimsins um fugla- l'ífið á Karíbahafi. Hann heim- sótti meira en 100 eyjar þar í haf- inu og náði þar 294 fuglategund- um af þeim 300 tegundum, sem þar er að finna. Árið 1933 skrifaði Bond helsta ritverk sitt og sýnir þar fram á m.a., að fuglarnir á Karíbahafi eru komnir þangað frá Norður- Ameríku en ekki frá Suður- Ameríku, eins og áður var talið. Snemma á sjötta áratugnum vantaði Ian Fleming, sem var áhugamaður um fuglafræði, nafn á hetjuna í njósnasögu, sem hann var byrjaður að skrifa. Þá kom Fleming James Bond í hug, en hann hafði heimsött Bond á Jamaíka. Mörgum árum síðar skrifaði Fleming konu fuglafræðingsins bréf og útskýrði m.a., að „þetta stutta, órómantíska, engilsax- James Bond - kannski hefur hann gæs í sigti, en hvers konar gæs? matargerðar og 52 prósent meiri tíma til þvotta en barnlaust fólk. - Það verður að líta þennan missi frítíma mjög alvarlegum augum, sagði Peter G. Hanson læknir í viðtali við tímaritið Psy- chology Today. - Ef fólk fær ekki tíma til að hvílast og endurnýja ■ þrótt sinn um helgar, er hætt við. neska og mjög svo karlmannlega nafn, var einmitt það sem ég þurfti á að halda. í staðinn hefi ég boðið Bond að nota nafnið Fleming til hvers sem vera skal. Kannski finnur hann einhvern daginn nýja, ógeðslega fuglateg- und, sem hann vill hæðast að.“ James Bond kvikmyndanna vinnur svo mikið, að þrívegis hef- ur hann skipt um handhafa aðal- hlutverksins, en lifir enn og í góðu gengi. Bond raunveruleik- ans lést aftur á móti í febrúar 1989 eftir að hafa lifað friðsömu lífi innan um fuglana á Karíba- hafi. þegar til lengri tíma er litiö, að afleiðingin verði andleg og lík- amleg þreyta. Hanson er því hlynntur, að fólk reyni að vinna meira af þeim störfum, sem hafa hlaðist á helg- arnar, á morgnana og kvöldin aðra daga vikunnar. Hann er því einnig meðmæltur, aö skörp skil séu gerð milli fjölskyldulífs og vinnu, þannig að menn t.d. taki ekki vinnuna með sér heim. - Taki maður t.d. einhverja skýrslu með heim frá vinnustað til aö lesa hana í hvíldarstólnum, þá er hvíldarstóllinn ekki lengur stóll, þar sem maður hvílist. - Styttu frekar kaffitímana eða vertu aðeins lengur á vinnu- stað, en hvíldu þig ærlega, þegar þú ert heima, segir Hanson. Við rannsóknina var cinnig spurt eftir því, hvað fólki dytti helst í hug að gera, ef það hefði meiri raunverulegan frítíma um helgar. Konurnar svöruðu því til, að þær hefðu áhuga fyrir að nota meiri tíma til bóklesturs og til að borða utan heimilisins, karlarnir vildu nota meiri tíma til sinna tómstundaiðkana, og foreldrar af báðum kynjum vildu helst nota meiri tíma til samveru með börn- um sínum. (Fakta 2/90. - Þ.J.) (Fakta 2/90. - Þ.J.) NORDISK FILMKONTAKT Nordisk Filmkontakt er nýstofnuö miðstöö fyrir nor- rænar stuttmyndir og heimildarmyndir, sem kvik- myndagerðarmenn á Noröurlöndum hafa komið á fót og nýtur fjárstuðnings úr norrænum menningar- sjóðum. Nordisk Filmkontakt á að starfa sem upplýsinga- og dreifingarskrifstofa, og er mikilvægur hlekkur í auk- inni norrænni samvinnu á sviði kvikmyndagerðar. Miðstöðin tekur til starfa á næstunni í Kaupmanna- höfn. Til þess að byggja upp starfsemina og veita henni forstöðu leitum við nú að FORSTJÓRA sem ráðinn verður fyrst um sinn til tveggja ára til reynslu. Við leitum að hugmyndaríkum og úrræðagóðum stjórnanda, með mikinn áhuga á kvikmyndum og víðtæka þekkingu á menningar- og félagsmálum, sem og áhuga á alþjóðlegri menningarmiðlun. Frekari upplýsingar fást hjá Axel Helgeland, s (03) 836865 (eftir kl. 17.00). Skriflegar umsóknir sendist fyrir 5. nóvember til: Nordisk Filmkontakt, Axel Helgeland, formanns bráðabirgðastjórnar, 0vre Storgate 59, 3018 Drammen. James Bond var fuglafræðingur r N AKUREYRARB/ER ATVINNUMALANEFND AKUREYRARBÆJAR óskar að ráða starfsmann til að vinna að atvinnuþróun bæjarins. Sóst er eftir dugmiklum, framsýnum aðila, sem getur unnið sjálfstætt. Um er að ræða braut- ryðjandastarf, sem krefst stöðugrar árvekni og frumkvæðis. Góð menntun, reynsla og þekking á íslensku atvinnulífi nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri í síma 96-21000 og formaður atvinnumálanefndar. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna- stjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember n.k. og skal umsókn send starfsmannastjóra á umsóknar- eyðublöðum,sem fást hjá starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, sími 96-21000. Bæjarstjórinn á Akureyri. Atvinna Háseta vantar! Háseta vana línubeitingarvél, vantar á vs. Núp BA-69. Upplýsingar í síma 94-1200 eða 985-22203. Atvinna Getum bætt við starfsfólki við saumastörf, við- gerð á voð og fleira. Um er að ræða vinnu allan daginn eða hluta úr degi og 1 starf á kvöldvakt. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900(220). ✓ Alafoss hf. Akureyri Lagerstjóri Óskum eftir að ráða lagerstjóra til fyrirtækisins. Um er að ræða stjórnun á lager sem sendir vörur til margra landa, auk vörudreifingar innanlands. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða þekkingu á tölvu- skráningu, auk góðrar tungumálakunnáttu, að minnsta kosti ensku. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 24. október n.k. og gefur hann nánari upplýsingar í síma 21900 (220). ~ Álafoss hf. Akureyri Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar^S1 96-24222 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.