Dagur - 24.10.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 24. október 1990 - DAGUR - 5
ozta stoou6. .
ckki að bcrjast fyrir bzttum kjörum cð T
ganga úr skugga um hvort það fái nú örugg
lcga grcitt samkvzmt kjarasamningum."
Misrétti kynjanna í launamálum
„Þctta ár hjá Alþýðusambandinu brcytti sýn
’minni á misrétti kynjanna á vinnumarkaðin-
um. Bzði komst ég áþrcifanlcga að þcssu í
gcgnum útgcfnar tölur Kjararannsókna-
ncfndar og þá varð ég sjálf fyrir því að fá
minna greitt, cn ég taldi mig ciga að fá."
Vinnan hjá Alþýðusambandinu vari'
skemmri en til stóð. Lilja gerði athugascir
við launakjör sín þar scm mikill munur vr|
á hennar launum og launum Ara. Auk þc'I
_ EUki tekið mark á konu
Piftir ."ib ég kom hcim fór ég að lcita mér að
J tiíiu í sjávarútvegsgciranum. Mig langaði
■ið vinna fyrir sjávarútvcginn kannski af
V vcim ástzðum, í fyrsta lagi skrifaði ég loka-
I itgerð mína um málcfni hans og þá hef ég
■ >ann bakgrunn að hafa alist upp í sjávar-
■plássi og unnið í fiskvinnslu. Eg rcyndi sam-
■ fcllt í tvo mánuði að fá vinnu og fékk yfir-
lieitt þau svör að ástandið vzri mjög svart og
■iví ckki hzgt að ráða nýtt fólk til starfa.
^inn zttingi minn, háttscttur í valdakcrfi
^ívarútvcgsins, var þó mjög hreinskilinn
HL mig og sagði: „Því miður, þá getum við
| -áðið þig af því þú ert kona. Karlarnir
j im bransa taka cinfaldlcga ekki mark
u.“ Ég býst því við að kynferð-
. ^crið meginástzðan fyrir
J .t var að fá vinnu, þrátt f'
f hzft mig í efnahagslcgi'
' varútvcgsins. Pað hafa
l.zðingar gcrt.
J Ég gafst einfaldlcga
I jóllcga fékk ég upphrii
■ skrifstofu, scm ég hafð
liér boðin staða hagfrzc
| imbandinu. Ég sló til.“
Steinrunnin verkalýðsforusta
f Par á bz störfuðu tveir hagfræðingar, auk
' Ásmundar Stcfánssonar, forscta Alþýðu-
i sambandsins. Hinn var Ari Skúlason.
k enn starfar hjá ASÍ. „Ég starfaði hjá /-
Vtzpt ár. Ég var ckki sett í neina ákye?
^ "^ka, cn sá um þau verkefni
“.................• r.,rtta verk "
Mikið lótið með fyriitœkin
É viiisléWna áikuievti.
Rangfærslum LBju Mósesdóttur svarað
Pann 13. október sl. birtist í blaði
ykkar viðtal við Lilju Mósesdótt-
ur, lektor við Háskólann á Akur-
eyri. í viðtalinu er víða komið
við, og meðal annars rekur Lilja
þar kynni sín af íslenskri verka-
Íýðshreyfingu og störf sín og
starfslok sem hagfræðingur
hjá Alþýðusambandi íslands. Par
sem Lilja kýs rangfæra ýmis atriði
í frásögn sinni af störfum sínum
og starfslokum hjá ASÍ er hér
óhjákvæmilegt að koma að leið-
réttingum. Það hefur þó ekki ver-
ið gert opinberlega fyrr, þrátt fyr-
ir umfjöilun fjölmiðla um málið á
sl. ári, ekki af því að Alþýðu-
sambandið hafi þar eitthvað að
fela, heldur af tillitssemi við Lilju
Mósesdóttur, sem var að hefja
starfsferil sinn sem hagfræðingur
á íslenskum vinnumarkaði með
störfum sínum hjá ASÍ.
Svo sem fram kemur í viðtal-
inu var Lilja ráðin til starfa hjá
ASÍ haustið 1988, nánar tiltekið
þann 1. nóvember 1988. Hún
hafði því starfað í rétt rúma 9
mánuði er hún sagði upp störf-
um. Við ráðningu var rætt við
hana um vinnutilhögun og skipt-
ingu starfa, og henni gerð grein
fyrir ýmsum atriðum, sem eru
sérstök fyrir vinnustað eins og
skrifstofu ASÍ. Vinnustaðurinn
er fámennur og sérfræðingar ein-
ungis teljandi á fingrum annarrar
handar, en störfin sem vinna þarf
ákaflega mismunandi, og álag og
streita geta orðið gífurleg. Pví
verða allir að sætta sig við að
ganga í hvaða störf sem er, þegar
á þarf að halda. Hér ríkir ekki sú
akademíska friðsæld, sem fólk,
sem kemur úr löngu háskólanámi
er vant. Vísindastörfin verður að
vinna í tengslum við og í ígripum
með öðrum störfum, sem kalla
að. Skrifstofa Alþýðusambands-
ins starfar undir stjórn fram-
kvæmdastjóra og forseta ASÍ, en
í raun er það miðstjórn sam-
bandsins sem leggur línur um
störfin. Eins og gefur að skilja er
málum raðað í forgangsröð og
hafa þau verkefni sem miðstjórn
og þing ASÍ ákveðið að unnin
séu forgang umfram önnur. Þessi
atriði virtist Lilja ekki geta sætt
sig við, og eins og kemur fram í
viðtalinu taldi hún sig verða fyrir
einhvers konar niðurlægingu,
sem hún síðar hefur tengt kyn-
ferði sínu.
Þegar Lilja sagði upp störfum
gaf hún ýmsar ástæður fyrir upp-
sögn sinni, en launin voru ekki
einn af þeim þáttum sem hún þá
nefndi. Hún var beðin að endur-
skoða afstöðu sína og setja fram
kröfur sínar um skilyrði fyrir
áframhaldandi störfum. Það
gerði Lilja stuttu síðar með bréfi
þar sem hún setti fram kaup-
kröfu, kröfu um vinnutilhögun
og kröfu um valdastöðu. Varð-
andi vinnutilhögun óskaði Lilja
eftir því að henni yrðu ekki falin
umfangsmikil verkefni sem
Lára V. Júlíusdóttir.
tengdust félagslegum réttindum,
sbr. sjúkrasjóði, og að hlutfalls-
leg skipting milli þjónustuverk-
efna og stefnumarkandi verkefna
yrði sú sama hjá henni og hinum
hagfræðingnum. Varðandi valda-
stöðu sína vildi hún að völd
hennar yrðu aukin þannig að í
nefndastörfum héldist sama
hlutfall milli ritarastarfs og full-
trúastarfs og gerðist hjá hinum
hagfræðingnum. Þannig háttar til
að sérstök nefnd skipuð af mið-
stjórn ákveður launakjör starfs-
fólks ASÍ. Þegar forseta og hag-
fræðingi barst þetta bréf var ljóst
að kröfur um vinnutilhögun og
valdastöðu féllu ekki að því vinnu-
fyrirkomulagi sem hér tíðkast,
þar sem allir verða að leggjast á
eitt til að ná settum markmiðum í
þeirri vinnu sem hér þarf að
vinna, og þar er ekki hægt að
aðgreina það hvaða verkefni eru
félagsleg og hvar stefnumark-
andi, oftast fer það saman, eða
hvaða hlutfall sé milli þjónustu-
verkefna og stefnumarkandi
verkefna hjá einstökum starfs-
mönnum. Ennfremur þurfa störf
að vinnast án þess að starfsmenn
séu uppteknir við að velta fyrir
sér valdastöðum og hlutföllum
milli starfa sem starfsmenn
nefnda og sem fulltrúar í
nefndum. Lilju var ítarlega gerð
grein fyrir þessu við ráðningu.
Því var henni tjáð, þegar málið
kom upp að nýju að þessar kröf-
ur yrði ekki hægt að uppfylla. Því
kom aldrei til þess að launakrafa
hennar væri tekin til umfjöllunar
af launanefnd miðstjórnar, og
uppsögn hennar stóð.
Síðar hefur Lilja reynt að
tengja uppsögn sína ágreiningi
um launakjör og kynjamisrétti og
hefur meðal annars gripið til
samanburðar við laun þess hag-
fræðings sem fyrir var í starfi og
laun skrifstofustjóra ASÍ máli
sínu til stuðnings. Sá hagfræðing-
ur er forstöðumaður hagdeildar
ASÍ og hefur margra ára starfs-
reynslu. Lilju var fullkunnugt um
launakjör hans er hún hóf störf,
og gerði enga athugasemd við
þann mun sem yrði á laununum.
Það er rétt að laun skrifstofu-
stjóra voru hækkuð nokkru áður
en Lilja sagði hér upp störfum.
Sömuleiðis voru laun nokkurra
annarra starfsmanna hækkuð,
meðal annars nokkurra þeirra
kvenna sem hér starfa. Tengdist
þetta ákveðinni samræmingu á
Íaunakjörum stárfsmanna í hús-
inu, og náði ekki til sérfræðinga
ASÍ. Þótt grunnlaun skrifstofu-
stjóra hafi hækkað lítillega upp
fyrir laun hagfræöings ber þess að
geta að hagfræðingur var í lífeyr-
issjóði starfsmanna ríkisins á
þessum tíma, en skrifstofustjóri
ekki. Þennan mun er skylt að
meta þegar laun eru borin
saman. Samkvæmt upplýsingum
tryggingafræðings samsvarar
þessi munur 11,8%. Án þess að
til standi að gera samanburð á
hæfni eða starfsreynslu Lilju og
umrædds skrifstofustjóra má geta
þess að auk þess að hafa að baki
fjögurra ára háskólanám hefur
skrifstofustjóri 14 ára starfsreynslu
við skrifstofustörf, kennslu og
blaðamennsku, þar af hafði hann
starfað í sex ár innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Það urðu mér mikil vonbrigði
að Lilja Mósesdóttir skyldi
ákveða að hætta að vinna hjá
Alþýðusambandinu, enda hafði
ég hlakkað til þess að konum
fjölgaði í sérfræðingaliði launa-
fólks. En mig óraði ekki fyrir að
hún myndi síðar sverta þennan
vinnustað sinn og bera hann út
vegna kynjamisréttis. Ég get
fyllilega tekið undir það sjónar-
mið að ekki er auðvelt að vinna
þau störf sem hér eru unnin, erf-
itt að vera kona í störfum hér, og
lítið næði til að sinna nákvæm-
lega því sem maður helst vildi.
En að Lilja Mósesdóttir hafi hætt
hér störfum vegna misréttis kynja
í launum er beinlínis rangt.
Henni voru greidd hér þau laun
sem nýútskrifaðir hagfræðingar
fá á almennum vinnumarkaði (að
hennar sögn helmingi hærri en
lektorslaun við Háskólann á
Akureyri), henni voru búin eins
góð vinnuskilyrði hér og hægt
var, keýpt handa henni ný tölva,
hún fékk m.a. að aðlagast þeim
verkefnum sem unnin eru á skrif-
stofu ASÍ og hún kostuð og send
á skóla Norræna menningar- og
fræðslusambandsins á þeim stutta
tíma sem hún var hér. Hún átti
þess alla kosti að vinna sig hér
upp sem hagfræðingur heildar-
samtaka launafólks á íslandi, en
hún sneri frá eftir aðeins níu
mánuði vegna þess að hún vildi
ekki vinna í þeim erli sem hér er
og óskaði að geta sinnt fræði-
störfum í meira næði. Að reyna
að koma sökinni af þeirri ákvörð-
un yfir á ASÍ segir mest um hana
sjálfa.
Lára V. Júlíusdóttir.
Höfundur er framkvæmdastjóri A.S.Í.
Húseignir
á Skagaströnd
Kauptilboð óskast í 2 skála að Strandgötu 34 á
Skagaströnd, samtals 301 m2 að stærð. Brunabóta-
mat er kr. 7.291.000.00. Skálarnir verða til sýnis í
samráði við Vilhelm Jónsson, Bogabraut 9, Skaga-
strönd, (sími: 95-22729).
Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrif-
stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík.
Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl.
11.00, 30. október 1990, þar sem þau verða opnuð
í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7 SÍMI 26844
r
■n
Félag verslunar-
og skrifstofufólks, Akureyri
Slmi 21635 - Skipagötu 14
60 ára afmælisfagnaður
Félags verslunar- og skrifstofufólks verður hald-
inn í Bláhvammi, Skipagötu 14, laugardaginn 3.
nóvember kl. 19.30.
Matseðill:
Blandaðir sjávarréttir í brauðkænum
Svínahamborgarahryggur m/rauðvínssósu
Marineraðar ferskjur m/rjóma
Skemmtiatriði ★ Dansað til klukkan 3
Hljómsveit Birgis Marinóssonar
Miðaverð kr. 2.400.00.-
Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrif-
stofu félagsins eigi síðar en þriðjudagskvöld 30.
október. Sími 21635.
Félagar fjölmennnum á afmælisfagnaðinn.
Stjórnin.
V_____________________________________________/
Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður í 1,8% og
af Einingabréfum 2 niður í 0,5% sé tílkynnt um innlausn með
engum fyrirvara, Innlausnargjald af Einíngabréfum 1 og 3 lækkar
niður í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn með 30 daga fyrirvara.
Sölugengi verðbréfa þann 24. okt.
Einingabréf 1 5.127,-
Einingabréf 2 ............ 2.783,-
Einingabréf 3 ............ 3.372,-
Skammtímabréf ............ 1,726
áál KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700