Dagur - 24.10.1990, Page 6

Dagur - 24.10.1990, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 24. október 1990 Húsvíkingar til Dalvíkurkirkju: - „Framkoma barnanna til fyrirmyndar,“ segir Hafliði Jósteinsson Vetrarstarfið hjá sunnudaga- skólanum við Húsavíkurkirkju er hafið. Tvo sunnudaga hefur skólinn verið haldinn með hefðbundnum hætti og sl. sunnudag brugðu sunnudaga- skólabörn, umsjónaraðilar frá kirkjunni og foreldrar sér í fjölskyldumessu til Dalvíkur. Einn virkasti sunnudagaskóla- maðurinn á Húsavík, Hafliði Jósteinsson, fékkst til að taka nokkrar myndir fyrir okkur í ferðinni, segja ferðasöguna og frá starfsemi sunnudagaskól- ans. „Pessi heimsókn í Dalvíkur- kirkju var fyrirhuguð á síðasta starfsári en henni var frestað af ýmsum ástæðum. Á sunnudaginn fór síðan mikill fjöldi barna og foreldra og forráðamanna barna, alls á annað hundrað manns í tveim stórum rútum í ferðina. Sóknarpresturinn, sr. Sighvatur Karlsson og Steinunn Þórhalls- dóttir úr sóknarnefnd, voru með auk tveggja kvenna sem unnið hafa við barnastarfið; þær heita Jónasína Kristjánsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir. Þetta var svo stór hópur barna að gott var að nokkrir væru til staðar til að halda utan um hann. Hólmfríður S. Benediktsdótt- ir, stjórnandi æskulýðskórsins sem hóf æfingar í haust, kom með kórinn og var þetta frum- raun hans. Lofar hún mjög góðu og þetta er verulega virðingarvert og gott starf sem Hólmfríður er að fara af stað með. Foreldrar sumra barnanna í kórnum keyrðu til Dalvíkur og voru við- staddir messuna. Aðstæður voru eins góðar og hægt er að hugsa sér, veðrið og allt lagðist á eitt með að gera þetta alveg frábært ferðalag. Það var mjög vel tekið á móti okkur á Dalvík, mikil stemmning og líf og fjör. Dalvíkingar efuðust um að nokkurn tíma hefðu verið eins mörg börn saman komin í kirkj- unni. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og börnin glöð og hress. Börnin sýndu okkur það, eins og þau hafa gert hér í sunnudags- skólanum, að þau hafa þaðan gott veganesti og þau voru alveg til fyrirmyndar. Það komu ekki upp nokkur vandræði á nokkurn hátt. Á heimleiðinni hrósaði ég börnunum og sagði að þau þyrftu að fá að heyra að þau hefðu kom- ið prúðmannlega fram, alveg eins og umræðurnar þegar hlutirnir eru á hinn veginn, það er víst nóg af þeim. Börn og foreldrar lýstu því yfir að þau væru mjög ánægð með ferðina, enda tókst hún í alla staði mjög vel og var öllum er að henni komu til sóma. í kirkjunni á Dalvík voru sr. Jón Helgi Þórarinsson og fólk sem vinnur með honum í sunnu- dagaskólanum. Leikið var á hljóðfæri af kennara og nemend- um Tónlistarskólans á Dalvík, þetta var mjög góður tónlistar- flutningur. Hlín stjórnaði keðju- söng, sem við þyrftum að læra til fulls til að geta tekið upp hjá okkur. Markmið sunnudagaskóla er að kenna börnunum að þekkja Jesú, og setja efnið fram í Ungt listafólk lék á hljóðfæri við messuna. Myndir: Hafliöi Jósteinsson. Maður lifir ekki af brauði einu saman - en biti og sopi getur verið vel þeginn eftir kirkjuferðina. aðgengilegu formi. Því þó að efnið sé mjög gott getur það farið fyrir ofan garð og neðan ef það er ekki sett fram í aðgengilegu formi fyr- ir börnin. Þetta tekst mjög vel hjá sr. Jóni Helga og hans aðstoðarfólki og mér fannst börnin njóta efnisins alveg til fullnustu.“ - Fórst þú ekki nýlega í Skál- holt á námskeið fyrir leiðbein- endur í sunnudagaskólum? „Jú, við sr. Sighvatur fórum í Skálholt. Þarna hittist fólk sem er að vinna að sama verkinu, við sunnudagaskóla. Fólk ber saman bækur sínar og lærir af þeim sem geta miðlað af sinni reynslu. Við fáum hugmyndir til að vinna úr, hver heima hjá sér. Þetta eru bráðnauðsynleg námskeið og ég er þakklátur sóknarnefnd fyrir að hafa fengið að fara á þau. Von- andi getum við nýtt það efni sem við urðum okkur úti um til að auka fjölbreytnina. í haust var ákveðið að gera vissar breytingar á sunnudagaskólanum þannig að hann er ekki alla sunnudaga kl. 11. Á næstunni verður t.d. fjöl- skyldumessa í kirkjunni og á henni verður létt og skemmtilegt form. í Dalvíkurkirkju sýndi það sig að þó að messan stæði í fimm stundarfjórðunga gekk allt ljóm- andi vel og börnin voru hin bestu. Börnin sem fóru með okkur í ferðina voru á aldrinum þriggja til tíu ára. Ég vil nota tækifærið til að færa öllum sem sáu til þess að ferðin tækist svona vel þakk- læti, bæði bílstjórum og öllum sem þarna lögðu hönd að velli. Ég vona að þetta starf verði áfram blómlegt og skemmtilegt, til gleði og ánægju öllum sem að því koma og í því taka þátt. Að foreldrar og forráðamenn barn- anna finni hjá sér löngun til og ánægju af að koma í kirkjuna með börnunum sínum, til að eiga með þeim skemmtilega stund fyr- ir hádegi á sunnudögum." IM Sunnudagaskólabörn frá Húsavík á leið til Dalvíkur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.