Dagur - 24.10.1990, Síða 12

Dagur - 24.10.1990, Síða 12
Háseti af Sléttbak fluttur til lands með þyrlu: „Læknirinn sýndi fádæma kjark“ I fyrrinótt veiktist sjómaður illilega um borð í frystitogaran- um Sléttbaki EA-304 frá Akureyri, þar sem hann var að veiðum fyrir Suðurlandi. TF- Sif, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, sótti manninn og hann er nú á Borgarspítalanum. „Maðurinn veiktist hastarlega og því var gripið til þess í samráði við lækna að senda TF-Sif eftir honum. Maðurinn er nú undir læknishöndum á Borgarspítalan- um. Þyrlan kom hér yfir okkur um kl. 4.00 um nóttina og allt gekk vel fyrir sig þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Súld var, lág- skýjað, hvasst og töluverður sjór. Glannalegur ökumaður: Tekiim á 154 km hraða á Ólafs- fjarðarvegi Góða veðrið og betri færð veldur því að ökumönnum hættir til að aka of hratt þessa dagana. Lögreglan tók þrjá ökumenn fyrir of hraðan akst- ur í gær og þar af einn fyrir ofsaakstur. „Okkar menn voru úti við í gær með radarinn og stöðvuðu þrjár bifreiðar sem ekið var of hratt. Ein þeirra var tekin á móts við Hámundarstaði, hvar hún flaug eftir veginum á 154 km hraða. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfinu á staðnum,“ sagði Gunnar Randversson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. ój Grímsey: Bátarnir fengu 35 tonn í síðustu viku - sautján tonna bátur bættist í flotann fyrir skömmu í raun og veru er ekki annað hægt en dást að færni flugmannanna og læknirinn Alma Möller, sem seig niður til okkar og bjó um manninn, sýndi fádæma mikinn kjark. Að hanga neðan í þyrlu í vitlausu veðri um hánótt, sem hún gerði, er ekki allra,“ sagði Kristján Halldórsson, skipstjóri Sléttbaks, hvar hann var staddur um borð í skipi sínu á Grindavík- urdýpinu. ój Verð á íbúðarhúsnæði á Akur- eyri er nú 5-7% hærra en var í lok síðasta árs. Sé miðað við lánskjaravísitöluna er verðið um 2-3% lægra. Þessi verð- þróun er hliðstæð verðþróun á fjölbýlishúsaíbúðum á Reykja- víkursvæðinu á þessu tímabili. í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins og Matsmannafélags íslands segir að efnahagsþróun hafi verið heldur óvenjuleg á þessu ári. Verðbólga hafi mælst í eins stafs tölu og þannig verið minni en um 20 ára skeið. Þetta atriði ásamt húsbréfakerfinu hafi þótt líklegt til að hafa nokkur Bátar frá Grímsey hafa aflað ágætlega undanfarið, og í síð- ustu viku lönduðu þeir tólf bát- ar sem leggja upp hjá Fisk- áhrif á fasteignamarkaðinn en margir spáðu því þegar á árið leið að fasteignaverð færi að standa í stað. Samkvæmt könnun á 1. árs- fjórðungi ársins var verð um 0,6% hærra en á síðasta ársfjórð- ungi síðasta árs. Hér er átt við fjölbýlishúsaíbúðir í Reykjavík en verðþróun hefur verið sú sama á íbúðarhúsnæði á Akureyri, eins og áður segir. Bráðabirgðaniður- stöður liggja nú fyrir um sölu fasteigna á 2. og 3. ársfjórðungi í ár og bendir flest til að við lok 3. ársfjórðungs hafi íbúðaverðið hækkað um 5-7% frá síðasta árs- fjórðungi 1989. JÓH verkun KEA samtals þrjátíu og fimm tonnum. Sautján tonna bátur bættist í flota Grímseyinga fyrir skömmu, Magnús EA, og hefur hann aflaö vel. Einar G. Þorgeirsson, verk- stjóri, segir að aflinn í síðustu viku verði að teljast mjög þokka- legur á tólf báta. Bátarnir þurfa ekki að fara langt til veiða, þeir eru á færum og línu nema einn, sem er á snurvoð. Síðastnefndi báturinn, Magnús EA, er sautján tonn að stærð, stálbátur, sem kom til Grímseyj- ar fyrir þremur vikum. Eigandi Magnúsar er Sigfús Jóhannesson, útgerðarmaður í Vogi. Tveir til þrír menn eru á Magnúsi í róðri. Báturinn var smíðaður á Seyðis- firði fyrir þremur árum, en núverandi eigandi keypti hann frá Rifi. Jafnframt seldi hann eldri bát, sem bar sama nafn. Þær miklu hafnarframkvæmdir sem staðið hafa yfir í Grímsey á þessu ári hafa þegar sannað gildi sitt, og eru sjómenn mjög ánægð- ir með það skjól sem nýja höfnin veitir. Búið er að ganga frá garð- Reinhard Reynisson tók við starfi sveitarstjóra á Þórshöfn um síðustu mánaðamót en hann var áður sveitarstjóri í Reykhólahreppi í Barða- strandasýslu. Þar snerist lífið um landbúnað og þörunga- vinnslu en nú er það ftskurinn sem öllu máli skiptir. Dagur hafði samband við nýja sveitarstjórann á Þórshöfn og innti hann eftir helstu málum sem að hans mati væru á döfinni hjá hreppnum. Hann nefndi fyrst áframhaldandi gatnagerðarfram- kvæmdir. Ný vatnsveita var lögð á Þórshöfn 1987-88 og næsta sumar verður væntanlega lokið við frágang gatna eftir þær fram- kvæmdir. í öðru lagi talaði Reinhard um hafnarmálin. Hann segir nauð- synlegt að dýpka höfnina en byrj- inum sunnan við höfnina, og ver- ið að smíða bryggju. Dýpkun stendur yfir í höfninni, en bátum hefur verið hleypt upp að bryggj- unni til legu yfir nætur. EHB að var á þeim framkvæmdum fyr- ir fáeinum árum en ekki náðist alls staðar það dýpi sem stefnt var að. Þá var ekki lokið við brimvarnargarð og sagðist Rein- hard vonast til að fjárveiting fengist tii þessara mála fyrir næsta ár. „Síðan er þetta hér eins og hjá mörgum sveitarsjóðum að við þurfum að halda fast um budd- una. Það hefur verið reynt að veita ákveðna þjónustu og tölu- vert verið fjárfest en það er ekki hægt að halda uppi miklum fram- kvæmdum ár eftir ár. Þessir litlu sveitarsjóðir eru ekki digrir og menn verða stundum að slá af,“ sagði Reinhard. Hann sagði þó að staða sveitar- sjóðs væri alls ekkert slæm og gott hljóð í mönnum á Þórshöfn. SS Jóhann Sigurjónsson, sjávarliffræðingur: Sér fram á stöðvun hvaia- raimsókna á næstu tveim árum fbúðarhúsnæði á Akureyri: Verðhækkun á árinu um 5-7% Þórshafnarhreppur: Gatnagerð og dýpkun hafriar helstu málin nái tillögur í Qárlagafrumvarpi fram að ganga Kaldbakur á Grenivík: Kaupir fisk frá Dalvík Jóhann Sigurjónsson, sjávar- líffræðingur, segist sjá fram á stöðvun hvalarannsókna á haf- svæðinu í kringum ísland inn- an tveggja ára, nái tillögur í fjárlagafrumvarpi fyrir 1991 fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir um helmings skerðingu á framlögum til hvalarannsókna miðað við núgildandi fjárveit- ingar. Þetta kom m.a. fram f máli Jóhanns á aðalfundi Útvegs- mannafélags Norðurlands á Akureyri í gær. Jóhann gerði útvegsmönnum grein fyrir ýmsum rannsóknum á hvalastofnum á svæðinu ísland - Austur-Grænland - Færeyjar. Fram kom í máli hans að vísinda- menn telja sig geta sagt með nokkurri vissu að hrefnustofninn á umræddu svæði séu um 28 þús- und dýr og 11.500 langreyðar. Um stofnstærð annarra teg- unda sagði Jóhann að væri erfið- ara að segja til um vegna skorts á upplýsingum. Af þeim sökum væri örðugt að kveða upp úr um hversu mikið magn fisks hvala- tegundir í norðurhöfum ætu. Þó væri vitað að þar væri um gríðar- legt magn að ræða. Til marks um það sagði Jóhann að þann tíma á hverju ári sem hvalategundir, t.d. langreyður, hrefna, steypi- reyður, sandreyður og hnúfubak- ur, væru á norðurslóðum, ætu þær um 2% af þyngd sinni á dag. Jóhann sagði að um síðustu aldamót hafi verið gengið nálægt hnúfubaksstofninum, en hann hafi náð sér vel á strik og talning árið 1987 hafi leitt í ljós að hann teldi um 2000 dýr. Hann áætlaði út frá þessari tölu að margt benti til að hnúfubaksstofninn hefði náð sömu stofnstærð og fyrir síð- ustu aldamót. óþh Frystihús Kaldbaks hf. á Greni- vík hefur undanfarið fengið töluvert af fiski frá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík. Með því móti hefur verið hægt að halda átta stunda vinnudegi í frystihúsinu. Togarinn Frosti er í siglingu, og mun hann landa erlendis í byrjun næsta mánaðar. Ekki er því von á að hann landi á Greni- vík á næstunni. Sjöfnin er á rækjuveiðum. Línubátar hafa því séð frystihúsinu fyrir afla, auk þess sem hefur verið keypt frá Dalvík, en bátarnir hafa aflað þokkalega undanfarið. Hrafnhildur Áskelsdóttir, verkstjóri hjá Kaldbak, segir að í síðustu viku hafi vinna fallið nið- ur í einn og hálfan dag, en að öðru leyti hafi verið unnin dag- vinna í frystihúsinu. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.