Dagur - 13.11.1990, Page 4

Dagur - 13.11.1990, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 13. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Það verður ekki bæði sleppt og haldið Um langt árabil hefur verið rætt um nauð- syn þess að draga úr ríkisútgjöldum. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja allra stjórnmálaflokk- anna um nauðsyn slíks niðurskurðar hefur lítið miðað í rétta átt. Nýir útgjaldaliðir hafa ávallt gert meira en að gleypa þann tiltölulega litla sparnað sem náðst hefur á afmörkuðum sviðum ríkisrekstrarins. Þetta stafar m.a. af því að íslenska velferðarkerf- ið hefur þanist hraðar út en nokkurn óraði fyrir. í stað þess að dregið hafi úr ríkisum- svifum, hafa þau aukist ár frá ári. Sífellt stærri hluti heildartekna ríkissjóðs fer í beinan rekstrarkostnað svo og til að greiða vexti og afborganir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna umframeyðslu ríkissjóðs mörg undanfarin ár. í fjárlögum ríkisins fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir að heildarútgjöld þess nemi um 100 milljörðum króna. Af þeirri upphæð er einungis gert ráð fyrir að verja um 9 millj- örðum til fjárfestinga. Hinir milljarðarnir, 91 að tölu, fara í „ríkishítina“ ef svo má segja og má glögglega af því sjá í hvílíkt óefni er komið. Umræðan um niðurskurð ríkisútgjalda hefur ávallt einkennst af miklum tvískinn- ungi. Á sama tíma og einhugur er um að draga úr útgjöldunum eru uppi óteljandi skoðanir um hvar eigi að skera niður. Um leið og hróflað er við einhverri ríkisstofnun- inni bera yfirmenn hennar, starfsfólk og jafnvel viðskiptavinir sig aumlega og láta sem heimurinn sé að farast. í leiðinni er gjarnan bent á að vitlegra væri að draga úr umsvifum einhverrar annarrar ríkisstofn- unar sem ekki sé eins nauðsynleg og ómissandi og þessi. Þennan söng þekkja allir. Það virðist sem sagt hvergi mega skera niður án þess að sú ráðstöfun valdi mikilli og látlausri óánægju. Þó má alls ekki orða það að hækka skatta eða leggja á nýja til að reyna að ná betra jafnvægi í ríkis- fjármálunum. Þetta gengur auðvitað ekki til lengdar. í þessu eins og öðru verður ekki bæði sleppt og haldið. Annaðhvort verður að draga mjög verulega úr útgjöldum ríkis- ins á næstu árum eða auka skattaálögur til mikilla muna frá því sem nú er. Að öðrum kosti stefnir rekstur íslenska velferðarkerf- isins í gjaldþrot fyrr en varir. BB. Eitt opið bréf - til sr. Hjálmars Jónssonar prófasts á Sauðárkróki Um leið og ég færi þér bestu þakkir fyrir síðast er við sáumst á Löngumýri vil ég flytja þér bar- áttukveðjur vestur í Skagafjörð- inn og vona jafnframt að þú fáir prófkjörið, sem er alltof sjald- gæfur viðburður með þeim af- leiðingum, að margir þingmenn lifa í þeirri trú að þeir eigi að vera eilífir augnakarlar á þingi hvort sem kjóscndum líkar betur eða verr. Þannig forðast menn öll prófkjör í mínu kjördæmi nema Alþýðuflokkurinn en vægi hans skiptir máski litlu máli innan um stóru númerin á svæðinu. Kratar bagsa þó við að halda uppi ein- hverjum snefil af lýðræði hins almenna kjósanda. Þannig er því sum sé varið hjá sjálfstæðismönn- um í Norðurlandskjördæmi eystra, að ekkert fá þeir pröfkjörið þó þeir liafi fyrir löngu komist að því, að þeir eigi vitran mann og öfgalausan sem Tómas Ingi Olrich cr og gæti dugaö vcl á þingi, jafnvel leitt þá áleiðis nokkuð, ef ekki til sigurs. Hann mun hins vegar eigi hagmæltur að því að ég best veit en það þykir góður kostur á þeim bæ. Framsóknarmcnn fengu einu sinni prófkjör meö skelfiiegum afleiðingum því sá sem tapaði var nefnilega hagmæltur og orti heil- an flokk að auki. Annars ætlar að steypast yfir okkur hvílíkt kraðak af flokkum í næstu kosningum, að meintir kjósendur vita vart í þennan hcim né annan (sem máski er haldreipið okkar sr. Hjálniar minn). Þaö verða Þjóðarflokkur, Konur, Heimastjórn, Menn, Borgarar, Framsókn, Sjálfstæði, Kratar og Allaballar, þ.e. þeir sem ekki veröa orönir alvöru sósíaldemókratar, og máski flciri. Þetta minnir óneitanlega á ástandiö í Weimar-lýðveldinu sáluga forðum daga. Því vaknar sú spurning hvað við aumir menn og afdalaklerkar cigum til bragðs að taka. Ein leiöin er að gcra eins og þú að halla sér að stórum og sterkum flokki allra stétta þó svo í þingflokki þeirra væntanlegum verði nánast ein stétt alisráðandi (lagarcfir), slatti af annarri stétt (hagrefir) svo og einn kennari til þess að kjóscndur gleymi því ekki að þetta sé flokkur allra stetta. Þess vegna er það trúa nn'n að þeir hefðu bara gott af því að fá einn guðref inná þing svo þeir láti ekki freistast um of. Það blasir við að það verði af sem áður var er hið háa Alþingi endurspeglaði þverskurð þjóðar- innar er þar sátu allt frá bændum og verkamönnum niður í lands- höfðingja (ath. kratar í Norður- landskjördæmi eystra bjóða reyndar upp á lögfræðing m.a. í fyrsta sæti í prófkjöri en hann er bara svo afskaplega alþýðlegur, að ég gæti vel hugsað mér að kjósa hann). Þegar þú ert kominn inn á þing minn elskanlegur, serr. ég vona svo sannarlega að rætist, langar mig til að ýja að þér nokkrum erindum til umhugsunar sem mér sýnast til heilla horfa fyrir lands- lýð a.m.k. ekkjur og munaðar- leysingja, sem við í okkar stétt eigum sérstaklega aö hlúa að. I. Ættum við ekki að stuðla að stofnun lífeyrissjóðs allra landsmanna. Fyrir er mýgrútur af slíkum sjóðum, sumum harla áumum. Viö náum íslendingar flestir á svipuðum aldri, verðum sirka álíka hrumir í restina og jafndauðir að lokum. Unt fram- haldið er víst best að segja lítið nema það að hann Þórhallur mið- ill tjáði mér, að engin væru þar krítarkortin og þar af leiðandi enginn gulur gluggapóstur, sem er útaf fyrir sig gífurlegur gleði- gjafi i eilífðinni. II. Síviliseraðar nágranna- þjóðir okkar hafa nokkuð seni þær kalla prógressíva skatta, sem þýðir (prógressívur má stundum útleggja framsóknarlegur eins og þú veist) að þær skattleggja Þegar þú ert kominn inn á þing minn elskanlegur, sem ég vona svo sannarlega að rætist, langar mig til að ýja að þér nokkrum erindum til umhugsunar sem mér sýnast til heilla horfa fyrir landslýð a.m.k. ekkjur og munaðar- leysingja, sem við í okkar stétt eigum sér- staklega að hlúa að. þegna sína prósentuvís eftir tekj- um og eignurn. Þetta kallaði okk- ar ástsæli alþýðuleiðtogi Jón Baldvin að klípa lúxusliðið áður en hann bættist sjálfur í þann hóp. Með þessu móti mætti stoppa nokkuð í gatið á vesalings ríkiskassanum þar sent Pétur og Páll láta greipar sópa og nú síðast áðurnefndur ástsæll alþýðuleiö- togi sem heimtar 70 milljónir til þess að draga okkur út á Evrópu- fenið þar sem hormónaket og holdakjúklingar fást á spottprís. III. Væri ekki ráð að draga tannlæknaþjónustuna inní trygg- ingarnar svo almenningur njóti góðs af henni á viöráðanlegu verði. Sjálfur hef ég ekki látið gera viö gebissið í mér í langan aldur illu heilli þar sem of margar mínar krónur hverfa á dularfull- an hátt í eitthvað annað m.a. til að greiða niður sektirnar af gulu miðunum. Þó mættum við prestar ýmis- legt af tannlæknum læra. Þar er hver mínúta dýrmæt og engum tíma á glæ kastað. Þar gefur hvcr stund gull í mund o.s.frv. Hann Guðjón vinur minn sagðist hafa farið með lítinn son sinn til tann- læknis um daginn, sem ekki er í frásögur færandi. nema hvað að sá stutti harðneitaði að láta vaða upp í sig svo ekki rak né gekk. Að því loknu fór tannlæknirinn náðarsamlegast fram á kr. rúm- lega þrjú þúsund og fimm hundruð, sem hann kallaði aðlögunargjald sjúklings af því að barnið hélt sér saman. Dýr myndi Hafliði o.s.frv. o.s.frv. Ekki fylgdi sögunni hve langur tími fór í þetta þref en hitt veit ég að gaman væri að endurskoða gjaldskrá sóknarpresta í ljósi þessa slíkir gullinmunnar sem við erum margir hverjir. Við gætum t.d. hugsað okkur að setja kr. 100 á samtalsmínútur í sálusorgun sem gerir kr. 6.000 á klst. og ef það fara u.þ.b. 10 tímar í meðal- hjónaskilnað yrði það dálagleg summa og nokkur búhnykkur fyrir þjónustu sem fram að þessu hefur verið ókeypis. Einnig mætti endurskoða prísinn fyrir jarðar- farir en þar fá klerkar kr. 7.000 fyrir 3-5 sólarhringa vinnu að meðaltali. Þér til skemmtunar og fróðleiks vil ég skjóta því hér að, að dýralæknar fá kr. 2.000 fyrir að sprauta hund inn í eilífðina en það er án ræöu og kistulagningar. Mér býður í grun að ofantalin erindi verði þó ekki vænleg í kosningabaráttunni í Skagafirði en það má þá alltaf fara markaðs- og frjálshyggjuleiðina. Það hefur stundum hvarflaö aö mér í þung- lyndisköstunum (sem einkennast af því að mér finnst allir reyna að græða á mér í hvívetna) að fara þá leið í prestskapnum. Hvernig litist þér á eftirfarandi auglýsing- ar: Tek að mér almennar jarðar- farir - Góðar ræður - Er ódýrari, eða Tek að mér aö messa í tíma og ótíma - Kenni linar en hinir, eða Gifti á hvaða tíma sólar- hrings sem er, við allar hugsan- legar aðstæður - útvega hesta, fallhlífar og froskbúninga, eða Eg fermi börnin - Færibanda- vinna - Fljót og örugg þjónusta. Sóknarprestur í Örri Framsókn. Þetta gæti ef til vill dugað þeim í baráttunni um brauðið þarna fyrir sunnan. Svo minnst sé á kosningar þá ætlum viö bráðum að kjósa hér í Eyjafirði fram eða Eyjafjarðar- sveit eins og það á senn að heita þó ég hefði kosið að kalla það Grundarþing sem lætur auðvitað miklu betur í munni og eyrum. Tveir listar eru í boði. Á öðrum eru bændur, samvinnumenn og hjú en á hinum hjú, samvinnu- menn og bændur. Og ef þetta er ekki þverpólitísk kosning þá skil ég ekki merkingu þeirra orða. Jæja. minn elskanlegur. Þetta verður að duga að sinni. Gaman hefði verið að fjalla um væntan- legt vígslubiskupskjör. Mér þótti svolítið ótímabært að þú skyldir birta álit þitt í blaðinu um daginn. Ég er þér reyndar ekki sammála um væntanlegan kandi- dat á Hólastól þó sr. Bolli fari vissulega fallega fyrir altari. Um þetta fjöllum við máski betur síðar. Með friðarkveðju, gjört á Syðra-Laugalandi á allrasálnamessu. Hannes Örn Blandon. Höfundur cr Drottins smuröi til Grundarþinga. P.s. Mikið er ég annars feginn að þú byrjaðir ekki á þessu brölti þínu starfandi Dómkirkjuprest- ur. Þá hefðiröu aldeilis fengið orð í eyra frá henni Bryndísi minni hans Jóns.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.