Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 13. nóvember 1990 t Minning: Magnús J. Kristinsson deildarstjóri Fæddur 15. október 1920 - Dáinn 24. október 1990 Föstudaginn 2. nóv. sl. var kvaddur frá Háteigskirkju fóstur- bróðir minn og frændi, Magnús J. Kristinsson, rafmagnseftirlits- maður. Hann lést á Landspítál- anum miðvikudaginn 24. október eftir stutta og stranga sjúkdóms- legu en óvæginn og alvarlegur sjúkdómur dró brátt úr þreki hans og lífskrafti uns yfir lauk. Þegar ég og bróðir minn, Kristján, sátum við sjúkrabeð fósturbróður okkar á afmælisdegi hans, 15. október sl., var þegar Ijóst að hverju stefndi, en daginn áður höfðum við hitt hann ánægðan og æðrulausan á heimili sonar hans, Inga, enda þá umvaf- inn ástúð og umhyggjusemi ætt- ingja og náinna vina. Þar voru einnig staddir góðir vinir hans og starfsfélagar hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins og auðheyrt var á máli þeirra að þar naut hann mikillar viðurkenningar og trausts, ekki einungis sem fær og reyndur fag- maður í sinni grein- og deildar- stjóri Raffangaprófunar. heldur kom það jafnframt fram að hin mannlegu viðskipti voru að þeirra áliti ekki síður mikilsmetin enda var Magnús skarpgreindur og víðlesinn og því viðræðugóður um menn og málefni og í kunn- ingjahópi gat hann oft verið orð- heppinn og hnyttinn í tiltali og tilsvörum. Magnús var fæddur á Akureyri 15. október 1920, sonur hjón- anna Kristins J. Helgasonar bif- reiðastjóra og Pálínu G. Sig- mundsdóttur, en hún lést þegar hann var á öðru ári og var hann þá tekinn í fóstur af Jóhannesi Jónassyni sem bjó ásamt systur sinni, Margréti, og móður þeirra, Hólmfríði Einarsdóttur, í Aðal- stræti 32. Örlögin réðu því svo seinna að móðir mín, Gunnlaug Kristjánsdóttir, sem þá var ekkja með okkur þrjú systkinin, giftist Jóhannesi Jónassyni, síðar yfir- fiskmatsmanni og verkstjóra, að Magnús tengist óvænt fjölskyldu okkar og fluttist ári seinna að Eyrarlandsvegi 20 þar sem stjúp- faðir okkar byggði myndarlegt einbýlishús sem var fullbyggt á árunum 1927-28. Um það leyti fæddist hálfbróðir okkar, Mikael Jóhannesson eða 16. júlí 1927, og býr hann þar enn með konu sinni, Hrönn Björnsdóttur. Magnús féll fljótt vel inn í systkinahóp okkar enda félags- lyndur og skemmtilegur ungling- ur og var ásamt okkur fundvís á ýmsa leiki og uppátæki enda voru skemmtanir sem nú eru sjálfsagð- ar ekki í boði á þeim árum og því sjálfgert að nota hugmyndaflug- ið. A sumrin var leikvöllurinn all- víðfeðmur, þar sem voru óbyggðu túnin rétt ofan við húsið en á vet- urna skíðabrekkur og skautasvell rétt við bæjardyrnar. Á unglings- árum Magnúsar starfaði hann með bróður mínum, Kristjáni, bæði í skátahreyfingunni og Svif- flugfélagi Akureyrar, svo og fleiri félögum síðar á lífsleiðinni. Magnús var snemma bráðger og hafði mikla námshæfileika, sem komu fljótt í Ijós þegar hann var í barnaskóla en þar skaraði hann fram úr og var oft með þeim efstu í sínum bekk. Námsbrautin að barnaskóla loknum íá því greið í gegnum gagnfræðaskóla og iðnskóla, sem hann lauk á til- settum tíma með besta vitnis- burði. Hann var mjög ungur eða 16 ára þegar hann hóf rafvirkja- nám hjá Samúel Kristbjarnarsyni rafvirkjameistara á Akureyri og að því loknu og í framhaldi af því eða á árunum 1940-41 fór hann að læra rafvélavirkjun hjá Ingólfi bjargmundssyni, raffræðingi, en lokaprófið tók hann svo í því fagi 1943 eða 44 með hæstu einkunn. Árið 1949 byrjar Magnús að vinna hjá Gefjuni, fyrst sem almennur rafvirki en seinna sem rafvirkjameistari og yfirmaður Rafmagnsdeildar til ársins 1969 en árið 1970 flytur hann búferlum með fjölskyldu sína til Isafjarðar og byrjar starf sem rafmagnseftir- litsmaður en flytur síðan til Reykjavíkur árið 1976 að hann nokkru síðar byrjar störf hjá Raf- magnseftirliti ríkisins þar sem hann vinnur m.a. síðustu árin sem deildarstjóri Raffangapróf- Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 2, norðurhl., Akureyri, þingl. eigandi Tryggvi Sveinsson, föstud. 16. nóv., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Sjávargata 4, Hrísey, þingl. eigandi Birgir Sigurjónsson, föstud. 16. nóv., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Fjölnisgata 4 b, N-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Ákason, föstud. 16. nóv., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Ævar Guð- mundsson hdl. og Sigríður Thorla- cius hdl. Fjölnisgata 4 b, O-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Ákason, föstud. 16. nóv., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Ævar Guð- mundsson hdl., Ingvar Björnsson, hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. Stórholt 9, n.h., Akureyri, þingl. eig- andi Birgir Antonsson, föstud. 16. nóv., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Kristján Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. unar allt þangað til hann veikist síðla þessa árs. Áriö 1942, 23. maí, kvæntist Magnús Sigríði Ingimarsdóttur frá Akureyri, hún hafði þá stuttu áður misst mann sinn og átti tvær dætur af fyrra hjónabandi, þær Ingu Sigurðardóttur og Vilhelm- ínu Sigurðardóttur. Fyrstu hjú- skaparár þeirra hjóna voru oft mjög erfið vegna veikinda þeirra beggja svo og annarra erfiðleika sem steðjuðu að þeim en sam- band þeirra var mjög kært og þau virtu og studdu hvort annað í lífs- baráttunni. Sigríður heitin var kjarkmikil dugnaðarkona og mikil húsmóðir en hún lést í Reykjavík 23. apríl 1976. Þau Magnús og Sigríður eign- uðust 6 börn og þau eru: Margrét Hólmfríður sjúkraliði, f. 19. apríl 1942. Gunnlaug Jóhanna gjald- keri, f. 3. apríl 1948. Kristín Pálína sjúkraliði, f. 21. septem- ber 1949. María Ingibjörg, f. 27. júní 1951, lést II. ágúst 1952. Magnús Jóhannes kennari, f. 11. júní 1954. Ingi Kristinn við- skiptafræðingur. f. 30. október 1955. Barnabörnin eru orðin 16 og barnabarnabörnin eru 5. Magnús J. Kristinsson átti tvö hálfsystkini, þau Huldu Auði Kristinsdóttur og Jón Gunnar Kristinsson, en hann lést 3. júní 1985. Síðustu árin var Magnús í sambúð með Svölu E. Waage sjúkraliða og nutu þau góðra stunda er þau ferðuðust saman utanlands og innan og heimsóttu þá gjarnan vini og ættingja hvor annars. Að lokum koma upp í hugann á þessari stundu ljúfar minningar frá æskuárum okkar sem oft tengjast fósturbróður mínum og frænda. Um frændsernina er það að segja að um hana vissi ég ekki fyrr en síðar þegar ég komst til vits og ára en móðurafi Magnús- ar. Sigmundur Baldvinsson á Akureyri, og föðuramma mín, Kristín frá Hrísey, voru systkini. Við hjónin færum öllum aðstandendum Magnúsar einlæg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðmundur J. Mikaelsson. tMinning: Halldór Benediktsson Fjalli rcs Fæddur 28. nóvember 1908 - Dáinn 29. október 1990 Þaö cr naumast harmsefni þótt aldraður maður, sem átt hefur viö langvarandi veikindi að stríða og allir vissu að engin von var um bata, kveðji þennan heim. Þó er það svo að þegar lát góðs vinar og granna berst, er sem strengur bresti í brjósti þeirra er í nálægð standa. Ljúfar minningar um liðna samfundi og samverustund- ir leita á hugann. E.t.v. er það þá fyrst, sem menn finna best, hvers virði það cr sérhverjum cinstakl- ingi að hafa átt trúan vin. Og þó veit ég ekki hvort Halldór á Fjalli átti marga slíka. Hitt veit ég að fáum lá illt orð til hans. Ég var minntur á það, eftir lát Halldórs, að á fimmtugsafmæli hans árið 1958 mælti ég nokkur orð. Mér var einnig tjáð að Þóra hafi þakkað mér fyrir spjallið og jafnframt óskað þess, að ég endurtæki þau orð er þá v.oru töluð, á kveðjustund. Undirslíkt gat ég auðvitað ekki gengist. Og get ekki nú. Ég man eigi hvernig orð fcllu þá. En við bón Þóru vil ég gjarnan verða og hefði hún þó ekki þurft til að koma. Halldór Benediktsson var fæddur að Fjalli í Sæmundarhlíð. þar ólst hann upp og þar stóð vagga hans nær alla stund. For- eldrar hans voru Benedikt Sig- urðarson bóndi og söðlasmiður, listfengur og annálaður söngmað- ur. Mikill drengskaparmaður. Hann var helsti forgöngumaður að stofnun Bændakórsins, er starfaði í Skagafirði árið 1916- 1926, og síðar cinn af stofnend- um karlakórsins Heimis, og kona hans Sigurlaug Sigurðardóttir frá Stóra-Vatnsskarði, búforkur mikill, gæflynd en glaðlynd öðl- ingskona. Börn þeirra hjóna, auk Halldórs, voru doktor Jakob, þjóðkunnur lærdómsmaður og Margrét húsfreyja á Stóra-Vatns- skarði. Hún lést ung frá eigin- manni og tveimur kornungum son- um. Þeim eldri fjögurra ára, Bene- dikt, sem ólst upp hjá föður sín- um og býr á föðurleifð sinni. Hinn yngri, Grétar var fárra vikna, fór að Fjalli og ólst þar upp. Hann býr nú á Akureyri. Heimili þeirra Benedikts og Siguriaugar var menningar- heimili og nutu þess bæði skyldir ög vandalausir. Er ekki að efa aö þess nutu systkinin í ríkum mæli. Auk sinna eigin barna tóku þau Fjallshjón fjögur fósturbörn og ólu þau upp til fulls þroska. Halldór kvæntist Guðrúnu Þóru Þorkelsdóttur frá Miðsitju í Blönduhlíð, dóttur hjónanna Þorkels Jónssonar og Unu Gunn- laugsdóttur. Þóra er .nikil dugnaðarkona til orðs og æðis og reyndist bónda sínum vel. Hún dvelur nú á sjúkrahúsi, farin að heilsu. Halldóri og Þóru varð ekki barna auðið, en þau tóku kjörbarn, Margréti, sem er gift og búsett í Reykjavík. Hefur sú fjölskylda reynst þeim hjónum frábærlega vel. Halldór á Fjalli naut lítillar skólagöngu í æsku. Auk barna- fræðslu nam hann í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Hauka- dal. En hann var greindur, víðles- inn og margfróður. Hann var óskólagenginn menntamaður, eins og raunar fleiri íslendingar sem fæddir eru á fyrstu áratugum þessara aldar. Hann var hlédræg- ur og frábitinn því að láta á sér bera, eða seilast til metorða. En íhygli hans og skýr hugsun, ásamt einstakri prúðmennsku, aflaði honum trausts samferðamanna. Á hann hlóðust trúnaðarstörf. Hann sat lengi í sveitarstjórn og var oddviti í nokkur ár, þá kominn á sjötugsaldur. Hann var lengi í forsvari í málefnum Varmahlíðar. En öll uppbygging þar var Halldóri alla tíð mikið hjartans mál. Löngum var á brattann að sækja hjá þeim félög- um, sem að þeim málum unnu, einkum varðandi skólamál. Póli- tísk öfl innan sýslu fengu oft meiru ráðið en hinir baráttuglöðu hug- sjónamenn gátu sætt sig við. Þó hygg ég að síðustu árin hafi hann sætt sig við það sem unnist hefur. Halldór á Fjalli var hugsjóna- maður. Hann var frjálslyndur og víðsýnn, rakinn félagshyggju- maður, ótrauður samvinnumaður og var í aldarfjórðung deildar- stjóri Seyludeildar Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var hrein- skiptinn og sjálfstæður í skoðun- um, lét eigi mata sig, þoldi illa fordild og flysjungshátt og hat- aði allt óréttlæti. Hann var vel máli farinn, hélt skoðunum sín- um hispurslaust fram, var þó eng- inn málskrafsmaður. Hann hlífð- ist eigi við að hafa uppi gagnrýni, ef honum þótti eigi rétt horfa. En sú gagnrýni var ævinlega reist á fullum drengskap og einlægri hollustu við málstaðinn. Halldór var svarinn andstæðingur alls þess, er hann taldi geta sært eða skert fullveldi hins unga íslenska lýðveldis og var því andvígur dvöl erlendis herliðs á íslenskri grund. Og leyndi ekki þeirri skoðun sinni. Halldór á Fjalli var hagur mað- ur í höndum og anda. Hann var smiður góöur að náttúrufari og vann um skeið að verklegum framkvæmdum ýmsum m.a. hús- byggingum og fórst það vel úr hendi. Hann var einn af stofnendum karlakórs Heimis árið 1927 og eru nú aðeins tveir úr þeim hópi ofar moldu. Hann söng með kórnum til vors 1984, eða í 57 ár. Hann var í stjórn kórsins í 19 ár þar af formaður í eitt ár. Frá Fjalli var löngum torfarin leið ökutækja á vetrum á æfingastað. En Halldór lét það sjaldan aftra för sinni. Hann var alla tíð einn af máttarstólpum kórsins, heil- steyptur og hygginn og fullyrða má að hann unni þeim félagsskap og mat hann ntikils. Hann var heiðursfélagi kórsins. Halldór á Fjalli var í hærra lagi á vöxt, þrekvaxinn nokkuð, yfir- bragðið karlmannlegt, sposkur á svip á stundum, glettinn og gam- ansamur í góðra vina hópi. Hæg- ur í framgöngu og mikið prúð- menni. Hann var, alla stund, trúr sínum æskuhugsjónum. Hand- tak hans var hlýtt, svo var og maöurinn allur. Hann var gæða- drengur. Við sem eftir stöndum, þökkum samfylgdina. Konráð Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.