Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 16
MHM Akureyri, þriðjudagur 13. nóvember 1990 Kodak Express Gædaframköllun ★ Persónuleg jólakort með þínum myndum. ^fv^Lénuai^Pedíornyndir^ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Norðurland vestra: Finun óhöpp í umferðinni - ísmgu Töluvert var um umferðar- óhöpp sl. föstudagskvöld á Norðurlandi vestra. Meðal annars varð að flytja mann suður til Reykjavíkur eftir að hann ók bifreið sinni á brúar- handrið. Þrjú óhöpp urðu á svipuðum slóðum í V.-Húnavatnssýslu með stuttu millibili á föstudagskvöld- ið. Mikil ísing myndaðist á vegin- um í svokölluðum Múla sem er skammt austan Hvammstanga- afleggjarans. Þriggja bíla árekst- kennt um ur varð, bíll hafnaði á brúarhand- riði og einn lenti út af. Einu meiðslin urðu á ökumanni bifreiðarinnar sem lenti á hand- riðinu, en bílar skemmdust mikið. Á Sauðárkróki urðu tvö óhöpp á föstudagskvöld. Harður árekst- ur tveggja bifreiða á gatnamótum Skagfirðingbrautar og Sæmund- arhlíðar og á Aðalgötu var síðan ekið á kyrrstæðan bíl sem kastað- ist á annan svo að þrír bílar skemmdust. SBG Sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson vígði minnisvarða um Jón Sveinsson (Nonna) að Möðruvöllum í Hörgárdal sl. sunnu- dag, en Nonni var fæddur að Möðruvöllum. Athöfnin fór fram í Möðruvallakirkju og við varðann hvar sóknarprest- urinn og konur úr Zontaklúbbi Akureyrar töluðu. Rakin var saga varðans og helstu atriði úr ævi Nonna. Mynd: Goiii Lítill afli hjá togaraflotanum að undanfórnu: „Þurfum að leita til ársins 1970 til að fínna samanburð“ - sagði Hákon Guðmundsson, 1. stýrimaður á Akureyrinni EA-10 Verklok við Blönduvirkjun: Jákvæðar undirtektir við Átaksverkeöii - á fundi tólf sveitarfélaga Á fundi fulltrúa tíu sveitarfé- laga í A.-Húnavatnssýslu og tveggja í Skagafirði sl. föstu- dag, var kynnt hugmynd um að koma á fót Átaksverkefni í lík- ingu við það sem er í vestur- sýslunni. Undirtektir voru jákvæðar, en ákveðin svör verða að hafa borist frá sveit- arfélögunum fyrir 26. nóvem- ber. „Aflinn er lítill, aðeins kropp,“ sagði fyrsti stýrimaður á Sléttbak EA-304, Þorberg- ur Torfason, en skipið var að veiðum á Látragrunni. Togara- flotinn er dreifður um allan sjó í leit að fiski. ÖII skilyrði eru eins góð og best er á kosið, en fiskinn vantar á togslóðir. „Við þurfum að leita allt til ársins 1970 til að finna saman- burð. Já, þetta er svart og dauðinn algjör,“ sagði Hákon Guðmundsson, fyrsti stýri- maður á Akureyrinni EA-10. Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. hafa aflað lítið að undanförnu. Skipin hafa komið með um 60 tonn eftir 11-12 daga veiðiferð, sem telst mjög lélegt. Að vísu kom gamli Sólbakur með þokkalegan afla til heimahafnar um helgina, eða 130 tonn, sem var að mestu góður þorskur af austursvæðinu. „Vægt til orða tekið, þá er afl- inn enginn. Dauði er um allan sjó og flotinn á siglingu fram og til baka í leit að fiski. Við eyðum mikilli olíu þessa dagana. Kostn- aðurinn við veiðarnar er mikill. Við erum að kippa af Sporða- grunninu til austurs. Hversu langt er ekki vitað. Fréttir vantar. Öll skilyrði í sjónum eru góð. Hiti sjávar góður og loðna af öllum stærðum í göngu. Aflinn er það lítill, að við verðum að leita allt til ársins 1970 til að finna samanburð. Þeim gengur best sem nudda á litlu. Sjómenn eiga vart orð yfir þetta,“ sagði Hákon Guðmundsson. ój Tveir fulltrúar frá tólf sveitar- félögum voru boðaðir á fundinn og sagði Valgarður Hilmarsson, formaður héraðsráðs, að mæting hefði verið góð. Á fundinum kynnti Ófeigur Gestsson, bæjar- stjóri á Blönduósi, störf nefndar sem fjallaði um verklok við Blönduvirkjun á kjördæmis- grundvelli og Helgi Ólafsson, formaður Átaksverkefnisins í V,- Húnavatnssýslu, kynnti vinnu þeirra þar. Síðan var hugmyndin um stofnun slíks Átaksverkefnis meðal þessara tólf sveitarfélaga kynnt og Valgarður sagði undir- tektir hafa verið góðar án þess að nokkur tæki afstöðu. Reiknað er með að slíkt verk- efni, sem til að byrja með er aðeins hugsað um sem tilraunar- verkefni í eitt ár, verði kostað af sveitarfélögunum og Byggða- stofnun. Gert er ráð fyrir einum starfsmanni og lögð var fram kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á fjórar milljónir. Ef af þessu verður mun það trúlega fara af stað um áramót að sögn Valgarðs. SBG Húsavík: Framkvæmdum við útiverk að ljúka dælubrunnur byggður á hafnarsvæði Útiverkum á vegum Húsavík- urkaupstaðar er nú að Ijúka og er sumaraukinn kærkominn til að ganga frá ýmsum smáverk- efnum og lagfæringum, að sögn Pálma Þorsteinssonar, bæj art æknifræðings. Lokið er við að slétta um 350 m kafla af bakkanum norðan Þorvaldsstaðaár. Rof var í bakk- anum vegna ágangs sjávar en vegur og grjótvörn hafa verið gerð í fjörunni neðan bakkans og nú er búið að keyra mold í Hofsós: Iimibátamir veiða vel - beitingamenn vantar Beitingamenn vantar nú á Hofsós, en fimm línubátar leggja upp hjá hraðfrystihús- inu þar og veiða vel þessa dag- ana. Unnið var í aðgerð um helgina, en aðalveiðislóðin er í Húnaflóa. Að sögn Gísla Kristjánssonar, framkvæmdastjóra hjá hrað- frystihúsinu sem Fiskiðja Sauðár- króks er með á leigu, er veiðin með eindæmum góð hjá línubát- unum um þessar mundir og spilar veðrið þar stóran þátt. Tíu manns eru í að beita fyrir þessa fimm báta og Gísli sagði að með þessari góðu línuveiði ykist atvinnan mikið. Beitingin og aðgerðin kæmu til viðbótar við vinnsluna og núna vantar beit- ingamenn meðan veðrið helst svona gott. SBG bakkann, ýta honum niður og slétta. Drif sf. annaðist fram- kvæmdina og Þórður Sigurðsson vann hið vandasama verk með ýtunni. Fyrirhugað er að breiða nót yfir bakkann og síðan að sá í moldina næsta vor til að halda henni í skefjum. Tvær milljónir voru á fjárhagsáætlun til þessa verks og er kostnaðurinn innan þeirra marka. Eftir er að vinna við smálagfæringar utar í bakk- anum, en það verður unnið neð- an úr fjörunni næsta sumar. í sumar voru framkvæmd jarð- vegsskipti í Baughól og síðan Árgötu, lagnavinnu í þessurn göt- um er nýlega lokið og þær voru síðan lagfærðar fyrir veturinn. Fyrr í sumar var skipt um jarðveg í hluta Vallholtsvegar og hafnar- framkvæmdum sem hófust í vor var lokið í júní. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu dælubrunns á hafnar- svæðinu, sunnan við Naustavör. Helgi Hafliðason er arkitekt byggingarinnar sem mun í fram- tíðinni setja sérstakan svip á umhverfið. í framtínni mun skólpi því sem nú fer í innri höfn- ina verða dælt í lögn sem liggur út fyrir Norðurgarð en í fyrsta áfanga verður skólpinu safnað saman í þennan brunn og því dælt út í ytri höfnina. Brunnurinn er því fyrsti áfangi í því verkefni að koma öllu frárennsli úr bæn- um út fyrir Norðurgarð. IM Hálshreppur: Enn heímtíst fé aí'íialli Síðastliðinn föstudag fundu bændur úr Hálshreppi í Fnjóskadal þrjú lömb á Bleiks- mýrardal en segja má að þetta hafi verið allra síðustu leitir haustsins. Farið var á bfl upp úr Bárðardal og inn á Sprengi- sandsleið en þaðan gengu tveir menn norður Bleiksmýrardal- inn með þessum árangri. Sem kunnugt er gengu leitir í Þingeyjarsýslum mjög erfiðlega í haust vegna snjóa og veðrahams. Því vantaði á mörgum bæjum fé af fjalli eftir fyrstu göngur. Að sögn Hermanns Herberts- sonar, bónda á Sigríðarstöðum í Hálshreppi og annars mannanna sem fundu lömbin á Bleiksmýr- ardal, verður það að teljast til tíðinda að lömb finnist á þessum árstíma á dalnum. „Lömbin voru ágætlega á sig komin og þau höfðu þarna eitthvað ofan í sig. Snjó hefur líka tekið mikið upp en ég býst við að hafi verið hart á þeim fyrr í haust þegar snjórinn var meiri,“ sagði Hermann. Lömbin voru rekin um 15 km leið nórður dalinn en síðan flutt á bíl til byggða. Að sögn Hermanns eru ekki fleiri skipulagðar leitir á dag- skránni í haust en heimtur á bæj- um á þessu svæði eru nú orðnar líkt og í meðalári. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.