Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 13. nóvember 1990 íþróttir Handknattleikur 1. deild KA-ÍR 27:20 ÍBV-Víkingur 26:27 Grótta-Fram 25:19 Víkingur 10 10-0-0 247:210 20 Valur 10 8-1-1 238:214 17 Stjarnan 10 7-0-3 241:229 14 FH 10 5-2-3 232:223 12 Haukar 9 6-0-3 205:204 12 KR 10 3-5-2 234:230 11 KA 10 4-1-5 235:215 9 ÍBV 9 3-1-5 221:217 7 Grótta 10 2-1-7 210:225 5 ÍR 10 2-1-7 219:237 5 Selfoss 10 1-2-7 198:233 4 Fram 10 0-2-8 201:240 2 2. deild Ármann-UBK 21:25 Völsungur-ÍH 20:17 ÍBK-UMFA 23:16 Þór-ÍH 26:15 Þór 7 6-1-0 165:131 13 HK 6 5-1-0 144: 90 11 UMFN 7 5-1-1 167:135 11 UBK 7 5-1-1 154:122 11 ÍBK 8 4-0-4 176:172 8 Völsungur 7 3-1-3 145:154 7 Ármann 9 2-1-6 169:196 5 UMFA 7 2-0-5 126:148 4 ÍH 9 1-0-8 168:200 2 ÍS 7 1-0-6 116:176 2 Úrvalsdeild — úrslit Þór-UMFN 94:101 KR-ÍBK 84:96 UMFT-Haukar 108:95 ÍR-UMFG 67:102 Snæfell-Valur 77:60 A-riðill UMFN 9 6-3 804:705 12 KR 9 6-3 737:717 12 Haukar 9 4-5 736:749 8 Snæfell 9 2-7 698:812 4 ÍR 9 0-9 595:887 0 B-riðill ÍBK 9 8-1 911:802 16 Tindastóll 9 8-1 925:818 16 Grindavík 9 5-4 757:732 10 Þór 9 3-6 863:851 6 Valur 9 3-6 742:783 6 Rúnar Sigtrygg<i.son og féiagar í Þór eru efstir í 2. deild handboltuns. Mynd: Goiii -------------------m Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Villuvandræði hjá Stóluninn - en unnu þó Hauka 108:95 Haukar biðu ósigur á heima- velli Tindastóls á Sauðárkróki sl. sunnudag, í villumiklum leik. Ivan Jonas og Jón Arnar skoruðu mest, en leikurinn endaði 108:95. Leikurinn fór af stað með miklum látum og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan 19:8 fyrir Tindastól. Glæsilegt var að sjá samspil Péturs Guð- mundssonar og Ivan Jonas undir körfu Hauka og mörg stig Stól- anna fengust á þann hátt að Pétur gaf á Ivan sem fór upp og skor- aði, en um leið var brotið á hon- um og eitt vítaskot fékkst að auki. Eftir tíu mínútur var staðan 34:20 og minnstur varð munurinn 48:38 á 16. mín. Staðan í hálfleik var 60:48 fyrir Tindastól og þá hafði Ivan gert 31 stig fyrir Stól- ana og Jón Arnar hjá Haukum 20 stig fyrir sína menn. Seinni hálfleikur fór líkt af stað og sá fyrri Stólarnir héldu sínu forskoti. Á 4. mín. byrjuðu svo fimmvilluvandræðin. Pétur Guðmundsson var fyrstur til að fá fullt hús í villum og á þeirri sjöundu lenti Ivan Jonas í því sama með því að fá fyrst á sig villu og síðan tæknivíti fyrir að malda í móinn. Nú fóru Haukar að sækja meira og sóknir Stól- anna voru kraftlausar. Þegar Haraldur Leifsson Tindstælingur var farinn út af með 5 villur á tíundu mín. náðu Haukar sér á strik í leiknum og komust allt niður í fjögurra stiga mun, 87:83. Það virtist ekki skipta þá miklu að missa Mike Nobel út af með fimm villur, en nær Stólunum komust þeir ekki og stigamunur- inn jókst jafnt og þétt aftur og leikurinn endaði 108:95. Á síð- ustu mínútunni lentu þeir Henn- ing Henningsson og ívar Ás- grímsson í villuvandræðum og alls fóru því sex útaf með fimm villur í ieiknum. Bestu leikmenn voru hjá Tindastól: Valur Ingimundarson, Ivan Jonas og Einar Einarsson auk þess sem Sverrir Sverrisson og Karl Jónsson gerðu góða hluti. Hjá Haukum var Jón Arnar Ingvarsson yfirburðamaður og ívar Ásgrímsson var einnig góður, Pálmar Sigurðsson sýndi einnig góðan leik. Stig Tindastóls gerðu: Ivan Jonas 39, Sverrir Sverrisson 15, Pétur Guðmunds- son 13, Einar Einarsson 13, Valur Ingi- mundarson 8, Karl Jónsson 8, Pétur V. Sigurðsson 6, Haraldur Leifsson 6. Stig Hauka gerðu: Jón Arnar Ingvarsson 39, Pálmar Sigurðsson 13, Henning Henningsson 11, ívar Ásgrímsson 10, Pétur Ingvarsson 10 . Mike Nobel 8, Sveinn Steinsson 2. Reynir Kristjánsson 2. Dómarar voru: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertson og dæmdu illa. SBG KDA: Litlar breytingar á stjóminni Aðalfundur Knattspyrnudóm- arafélags Akureyrar var hald- inn í fundasal ÍBA sl. tlmmtu- dagskvöld. Ein breyting varð á stjórn félagsins, Kjartan Tóm- asson var kjörinn gjaldkeri í stað Hauks Torfasonar. Stjórnin er þannig skipuð: Árni Arason, formaður, Rúnar Steingrímsson, varaformaður, Kjartan Tómasson, gjaldkeri, Valdimar Freysson, ritari og Þor- steinn Árnason, meðstjórnandi. Varamenn eru Magnús Jónatans- son og Eyjólfur Magnússon. Á fundinum voru lagðar, línur fyrir næsta sumar. Þá samþykkti fundurinn að reyna að koma á stórum fundi knattspyrnudómara á Norðurlandi til að ræða ýmis mál og samræma starfið. Coca-Colamót í innanhúss- knattspymu Dagana 23. og 24. nóvember verður haldið Coca-Cola mót í innanhússknattspymu í íþrótta- höllinni á Akureyri. Það er Reynir Árskógsströnd sem gengst fyrir mótinu. Leikið verður eftir nýjum regl- um KSI um innanhússknattspyrnu. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudag- inn 16. nóvember í síma 96-61990 hjá Garðari og veitir hann jafn- framt allar upplýsingar um mót- ið. Pétur Guðmundsson skoraði 13 stig gegn Haukum. Mynd: SBG Cedric Evans skorar 2 af 12 stigum sínum en til varnar er Rodney Robinson. Mynd: Golli Úrv Þórsart skapi -ogt Njarðvík sigraði Þór 101:94 þegar liðin mættust í úrvals- deildinni í körfuknattleik á Akureyri á sunnudagskvöldið. Staðan í leikhléi var 46:45, Þór í vil. Þórsarar sem léku án þjálfara síns, Sturlu Örlygsson- ar, lentu í miklum villuvand- ræðum í seinni hálfleik og má segja að það hafi ráðið úrslit- um. Stóran hluta af hálfleikn- um léku þeir án fjögurra leik- manna úr byrjunarliðinu og þrátt fyrir ágæta frammistöðu varamannanna reyndist þetta of mikil blóðtaka og Njarðvík- ingar fóru heim með tvö stig. Fyrri hálfleikur var allur í járn- um og liðin skiptust á að hafa 1-3 stiga forystu. Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið framan af en Þórsarar tóku við um miðjan hálfleik og leiddu með einu stigi Körfuknattleikur, 2. deild: Æskan byrjar með látum Fyrsta umferð í Norðurlands- riðli 2. deildar í körfuknattleik karla var leikin í Iþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Upparnir sem keppa sem Umf. Æskan í Staðarhreppi unnu flesta leiki, eða þrjá og eru því stigahæstir eftir þessa umferð. Fimm lið eru í riðlinum og því voru leiknir tíu leikir. Úrslit urðu sem hér segir: Æskan-Neisti 47:55 USVH-ÍMA 54:56 Æskan-Svarfdælir 59:51 Neisti-USVH 50:54 ÍMA-Svarfdælir 58:53 Æskan-USVH 38:31 Neisti-ÍMA 70:55 USVH-Svarfdælir 57:53 Æskan-ÍMA 64:47 Neisti-Svarfdælir 51:64

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.