Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 - DAGUR - 5 Innri markaður Evrópubandalagsins: Hvaða áhrif hefur hann á íslensk fyrirtæki? - kynningarfundur á Akureyri Nú stendur yfir röð funda, víðs vegar um landið, þar sem fjallað er um sameiginlegan innri mark- að Evrópubandalagsins og áhrif sem hann hcfur á íslensk fyrir- tæki. Fundirnir eru sex talsins. Pegar hafa veriö haldnir þrír fundir; í Hafnarfirði, á Egilsstöð- um og á ísafirði. Frummælendur á fundunum eru: Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra; Jón Steindór Valdimarsson, EB-sérfræðingur Félags ísl. iðnrekenda; Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofn- unar; Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs og Gunnlaugur Sigmunds- son, framkvæmdastjóri Próunar- félagsins. Umræðuefni á fundunum eru annars vegar áhrif sem breytingar á markaðsaðstæðum í Evrópu hafa á íslensk fyrirtæki þegar markaðir Evrópubandalagsríkja verða sameinaðir í árslok I992. Hins vegar er fjallað um hlutverk þjónustustofnana atvinnuveg- anna. Efni fundanna höfðar til stjórnenda fyrirtækja og allra þeirra sem láta sig varða málefni Evrópubandalagsins sem tcngjast íslensku atvinnulífi. Næsti fundur verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, föstudag- inn 16. nóvember kl. 15.00. Fundarstjóri verður Heimir Ingi- marsson formaður atvinnumála- nefndar Akureyrar. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar tekur þátt í undirbúningi fundar- ins. A fundinum verður dreift vönduöu riti sem Iðntæknistofn- un og iðnaðarráðuneytið hafa gefið út í sameiningu og heitir „Hvað um þig? íslensk iðnfyrir- tæki og innri markaður EB 1992". Ritið hefur hagnýtt gildi fyrir alla sem hyggja að endur- skipulagningu í rekstri fyrirtækis síns m.t.t. innri markaðarins. í ritið skrifa átta mismunandi sér- fræðingar á sviöi rekstrar og stjórnunar auk þess sem þar er listi til aðstoðar við stefnumótun fyrirtækis. Á fundunum, sem eru öllum opnir, er fyrirspurnum svarað og hvatt til umræðu. Allar nánari upplýsingar veitir Emil B. Karlsson, Iðntæknistofn- un íslands í síma 91-687000 og Sigurður P. Sigmundsson, Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 96-26200. Spor í rétta átt - hugleiðing að loknum fundi A.N. um lífeyrissjóðamál Fyrir skömmu var haldin á Akur- eyri ráðstefna á vegum Alþýðu- sambands Norðurlands þar sem rætt var um stofnun eins lífeyris- sjóðs fyrir allt Norðurland. Lögð var á fundinum fram skýrsla líf- eyrisnefndar A.N. sem í er að finna athyglisverðar upplýsingar um þetta hagsmunamál Norð- lendinga. í máli framsögumanna á fundinum kom fram að ekki sé líklegt né heppilegt að Dalvík- ingar og Ólafsfirðingar stofni sér- stakan lífeyrissjóð. Við þetta atriði og nokkur önnur á þessum fundi er nokkuö að athuga. Við mótmælum því að ekki sé heppilegt að Dalvíkingar og Ólafsfirðingar stofni með sér sér- stakan lífeyrissjóð. Við teljum að slíkur sjóður væri hvorki of smár né með minni áhættudreifingu en þeir sem fyrir eru. Pessi sjóður kæmi til með að verða stærri en ýmsir þeir sjóðir sem nú eru til staöar á Norðurlandi og hann yrði rekinn fyrir brot af rekstrar- kostnaði sjóða al' svipaðri stærð- argráðu. I framsögu sinni bar Kári Arn- ór KárasÖn, formaður lífeyris- nefndar A.N., saman rekstrar- kostnað sparisjóðanna á Dalvík og í Ólafsfirði við rekstrarkostnað líféyrissjóðarina á Norðurlandi. Pessi samanburður hans er óeðli- legur. Til þess eru stofnanirnar svo gjörólíkar að hægt sé að bera þær saman. Vilji Kári hins vegar gera einhvern samanburð þá er sjálfsagt að bera saman lífeyris- sjóðina á landinu hvað þetta varðar eða bankastofnanir og þá er ég viss um að sparisjóðirnir á Dalvík og í Ólafsfirði þola allan samanburð. Þriðja atriðið sem ástæða er til að gera athugasemd við er sam- anburður Þórarins V. Þórarins- sonar, framkvæmdastjórá VSÍ, á bæjarfélögum úti á landi þar sem hann nefndi sérstaklega til sög- unnar Dalvík og Suðureyri. Eg vil hvetja þann ágæta mann til að kynna sér atvinnulíf á stöðunum áður en hann fer út í svona samanburð. Honum er velkomið að koma hingað til Dalvíkur og kynna sér atvinnulífið enda þyk- ist ég nú viss um að hann þekki lítið til staðarins eða þeirra sem þar búa. Mér finnst ástæða til aö þakka Friðrik Friðriksson. lífeyrisnefnd A.N. fyrir vel unnin störf. Skýrslan er hin fróðlegasta og greinilega mikið í hana lagt. Vonandi er hér stigið fyrsta skref í þá átt að stofna einn lífeyrissjóð fyrir allt Norðurland. Petta er það skref sem við bæjar- og spari- sjóðsstjórar á Dalvík og Ólafs- firði bentum á fyrir cinu ári þegar rætt var sem mest um stofnun eins sjóðs fyrir þessi byggðarlög. Við sögðum að stofnun slíks sjóðs gæti orðið vísir að sameig- inlegum sjóði fyrir allan lands- fjórðunginn. Sú var alltaf fram- tíðarsýn okkar. „Vonandi er hér stigið fyrsta skref í þá átt að stofna einn lífeyrissjóð fyrir allt Norðurland.“ Ég vil hvetja aðildarfélög A.N. sem eiga eftir að fjalla um þessi mál á næstu mánuðum til að hrinda stofnun þessa sjóðs í framkvæmd. Pví fyrr því betra enda tími til kominn að við snú- um saman bökum og vinnum þetta mál til enda svo það mcgi verða heimabyggðunum lyfti- stöng í erfiðri glímu landsbyggð- arinnar við suðvesturhornið. Að lokum þykir mér ástæða til að vitna til skýrslu lífeyrisnefndar A.N. Par stendur; „Stór sjóður er líklegri til að geta veitt viðspyrnu aukinni ásælni höfuðbörgarvaldsins til umráða yfir fjármagni og sparifé landsbyggðarinnar ef við Norð- lendingar viljum tryggja áfram- haldandi yfirráð heimamanna yfir þeim sparnaði sem myndast í lífeyrissjóðakerfinu verðum við að sameinast um það verkefni." Ég er fullkomlega sammála þcss- um orðum og ítreka því áskor- un mína til aðildarfélaga A.N. um að samþykkja stofnun þessa sjóðs. Friðrik Friðriksson. Höfundur er sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. Að skorta kjark og þor Öll stöndum við einhvern tím- ann frummi fyrir því á lífsleið- inni að þurfa að standa upp og tjá okkur unt eitthvert þaö mál sem er ofarlega á baugi hjá okkur. En þorum við það? Eða látum við okkur nægja að sitja heima í eldhúsi og rífast þar? Hversu oft hefur sú staða ekki komið upp þar sem við sitjum og brennum í skinninu eftir-að koma á framfæri skoðunum okk- ar en þorum það ekki? Okkur skortir kjark til að tjá okkur en horfum aðdáunaraugum á þá sem þora og geta. Ráöa má bót á þessu atriði. Pað eru ekki mörg félagasam- tökin sem bjóöa upp á slíkt. En það gerir JC. Skammstöfunin JC stendur fyrir Junior Chamb- er sem er alþjóöahreyfing ungs fólks á aldrinum 18-4(1 ára, ein- staklingti sem hafa metnað og vilja til að þroska sjálfa sig f uppbvggilegum félagsskap. JC hreylingin hefur starfað hér í 30 ár og hafa þúsundir einstaklinga notið félagslegrar menntunar innan hennar. Með markvissu námskeiðahaldi og öflugri þáttlöku í JC starfi öðl- umst við leikni og þjálfun til að koma liam og tjá okkur. I stuttu máli má segja að JC hreyfingin se hreyfing sem gefur einstakl- ingnum tækifæri til að þroa for- ystuhæfileika sína, öðlast félags- lega ábyrgðartilfinningu. vin- átlu og koma ;i jákvæ'ðum breyt- ingum. Starfsemi JC félaga Félagið mitt. ,IC Súlur. var stofnað9. mars 1980 á Akureyri og er þetta 12. starlsár þess. Við höfum látið að okkur kveða í byggðarlaginu, sett upp vcgvísa á tveimur stöðum á leiöinni í bæinn, við aöstoöum aldraða, höldum skemmtanir fyrir börn- in, héldum borgarafund og tók- um virkan þátt í Yrkjuverkefn- inu. I ár numum við vinna að landsverkefninu Bærinn okkar. Við fclagar í JC Súlum tökum einnig virkan þátt í öllu því sem JC getur boðið upp á á nám- skeiðum. s.s. ræðumennsku en ekki síst í mannlegum samskipt- um. ,IC er opið fólki með vilja og metnað. .IC er ópólitískur félagsskapur. opinn öllum án tillits til trúarbragða eða litar- háttar. Þitt er valið Ef þú átt erfitt með að tjá þig á fundum. átt erfitt með að svara ef á þig er yrt eða hefur einfald- lega áhuga ;í að þroska metnað þinn og sköpunarhæfileika, þá er JC rétti félagsskapurinn. Par er aöaláherslan lögð á að þroska einstaklinginn til að tak- ast á við lífið og tilveruna. .IC Súlur heldur félagsfundi sína annan þriðjudag í mánuði. Kynningarfundur veröur hald- inn í kvöld. þriðjudaginn 13. nóvember. kl. 20.30 í Aðal- stræti 54. Hafiröu áhuga á að kynnast okkur og félagsskap okkar. þá cndilega láttu sjá þig eða hafðu samband við undirrit- aða. Betri einstaklingar leiða af sér bætt samlélag. Kósa I). Benjamínsdóttir. 1 loluiKlm cr lorscli JC’Súlnn. lúúd-lúúl. Ilorfl til Jrcimtíöar WW ® f S) m*-. c W,- L / Arnor Benónýsson Sigurður Arnórsson Vegna prófkjörs á vegum Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördœmi-egstra Jýrir komandi Alþingiskosningar höldum við fundi á ejiirtöldum stöðum: ÓLAFSFJÖRÐUR 13. nóvember 14. nóvember 16. nóvember 17. nóvember 17. nóvember 19. nóvember 21. nóvember DALVIK REYKJADALUR RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN MÝVATNSSVEIT HÚSAVÍK KÓPASKER AKUREYRI Tjarnarborg kl. 20.30. Víkurröst kl. 20.30. Breiöamýri kl. 20.30. Félagsheimilið kl. 14.00. Félagshe'miliö kl. 17.00. Hótel Reynihlíð kl. 20.30. Félagsheimiliö kl. 20.30. Staöur og fundatími auglýst síöar. Staöur og fundatími auglýst síðar. Allir hjartanlega velkomnir! Arnór Benónýsson, Sigurður Arnórsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.