Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 13. nóvember 1990 218. tölubiað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Loðnuveiðarnar: Loðnu vart fyrir vestan Kcnnarar við Lundarskóla fóru til Reykjavíkur í náms- og kynnisferð sl. föstudag. Foreldrar bnrnanna í skólanum tóku að sér alla kennslu þennan dag sem hcppnaðist með ágætum. Mynd; Goiii Aukakjördæmisþing KFNE á Húsavík: Þrjú efstu sæti listans óbreytt - 167 fulltrúar völdu 7 frambjóðendur í bindandi kosningum Loðna hefur fundist út af Vest- fjörðum og eru nokkur loðnu- Karlmaður á Akureyri: Úrskurðaðurí 30 daga gæsluvarðhald Karlmaður á miðjum aidri er í gæsluvarðhaldi á Akur- eyri eftir að hann var hand- tekinn af lögreglunni á Akureyri sl. föstudag vegna meintra sifjaspella. Málið er talið mjög alvarlegt og hefur maðurinn verið úrskurðaður til 30 daga gæsluvarðhalds- vistar meðan mál hans er í rannsókn. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri barst kæra á hendur manninum fyrir meint sifjaspell sl. fimmtudag. Dag- inn eftir var ntaðurinn hand- tekinn. Eftir fyrstu yfirheyrslu var maðurinn úrskurðaður til 30 daga gæsluvarðhaldsvistar. Ekki fengust nánari upplýsing- ar um máliö enda er það allt á mjög viðkvæmu stigi, að sögn Daníels Snorrasonar, rann- sóknarlögreglumanns. Húsavík: Iraibrotíblómabúð Innbrot var framið í verslun á Húsavík aðfaranótt sunnu- dags og þaðan stolið fjár- munum. Annars var allt rólegt um helgina að sögn lögreglu. Innbrotið var framið í Blómabúðina Muru. Farið var inn um glugga á austurhlið hússins, brotin upp skrifborðs- skúffa og þaðan stolið nokkr- um tugum þúsunda króna. Eftir er að meta skemmdirnar sem unnar voru við innbrotið en þær eru ekki miklar utan þeirra sem gerðar voru til að ná fjármununum. Kveikt hafði verið á kertum víða urn versl- unina, en sem betur fer höfðu þjófarnir þá fyrirhyggju að slökkva á kertunum áður en þeir yfirgáfu innbrotsstað. Rannsókn innbrotsins er á frumstigi,___________IM Haraldur og Guðlaugur hf.: Samið um bygg- ingu 10 íbúða Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt þá ákvörðun hús- næðisnefndar bæjarins að ganga til samninga við Har- ald og Guðiaug hf. um bygg- ingu íbúða fyrir félagsiega íbúðakerfið. Um er aö ræða tíu íbúðir í litlu fjölbýlishúsi við Vestur- síðu 16 - 18. Húsnæðisnefndin var búin að samþykkja að ganga til santninga við Harald og Guðlaug, en meirihluti bæjarstjórnar vísaði þcirri ákvörðun nefndarinnar til bæjarráðs, sem hefur nú sam- þykkt hann. EHB I skip komin á miðin. AÖ sögn I Hjálmars Viihjálmssonar, sem er um borð í rannsóknarskip- inu Bjarna Sæmundssyni, er loðnan blönduð, en fremur smá. Eftir því sem næst verður kom- ist eru norðlensku loðnuskipin ekki komin vestur, en búist er við að þau leggi í 'ann um miðja þessa viku. Loðnuveiðin hefur minnkað töluvert á svæðinu út af Langanesi, en þær fréttir bárust í gær að þar hefði aftur orðið vart við góða loðnu. Að sögn Sverris Leóssonar, útgerðarmanns Súlunnur EA, er ætlunin að Súlan fari á miðin fyrir vestan og er við það miðað að hún landi í Krossanesverksmiðj- unni um leið og hún verður til- búin í slaginn. Hluti af tækjabúnaði verk- smiðjunnar var prófaður um helgina, en hún var þó ekki prufukeyrð að því marki sem stefnt var að. óþh Framsóknarmcnn á Norður- landi eystra héldu kjör- dæmisþing og aukakjördæmis- þing á Húsavík um síðustu helgi. Á aukakjördæmisþing- Innbrotafaraldur var á Akur- eyri um helgina að sögn rann- sóknarlögreglunnar á Akur- eyri. Tveir piltar á tvítugsaldri hafa verið handteknir og sæta nú 7 daga gæsluvarðhalds meðan máíin eru í rannsókn. Aðfaranótt sunnudagsins sl. var brotist inn í Sundlaugina á Akureyri. Tveir ungir menn voru handteknir á staðnum og færðir í fangageymslu. Er líða tók á sunnudaginn fóru að berast til lögreglunnar á Akureyri tilkynn- ingar um innbrot og þjófnaði. Auk sundlaugarinnar var brotist inn í Háskólann, í skrifstofu- og verslunarhúsnæði að Furuvöllum 13, hvar brotist var inn hjá Skafta hf., Hljóðmyndum, Fræðsluskrif- stofu Norðurlands, Sálfræðideild skóla og inn á skrifstofu Kristínar Aðalsteinsdóttur, kennara. Jafn- framt var bifreið stolið við Hamragerði, sem fannst óskemmd. Töluverðar skemmdir urðu á öllum innbrotsstöðum. Huröum var sparkað upp en litlu stolið. „Strax beindist grunur að mönnunum tveimur sem hand- teknir voru við innbrotið í sund- inu fór fram prófkjör um skip- an frambjóðenda í sjö efstu sæti framboðslista Framsókn- arflokksins í kjördæminu, til alþingiskosninganna í vor. lauginni. Þeir eru utanbæjar- menn, nýsloppnir af Litla-Hrauni með reynslulausn. Krafa var lögð fram um gæsluvarðhald og dóm- ari hefur úrskurðað mennina í 7 Þrjú efstu sæti framboðibstans verða óbreytt frá síðustu alþing- iskosningum. Þau Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, og Valgerður daga gæsluvarðhald, meðan verið er að upplýsa öll málsatvik," sagði Daníel Snorrason, rann- sóknarlögreglumaður á Akur- eyri. ój Sverrisdóttir, alþingismaður, hlutu nærri einróma kosningu í fyrstu tvö sætin. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Öngulsstöðum, skipar þriðja sæti listans. I fjórða sæti er Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri, Daníel Árnason, fyrrverandi sveitar- stjóri á Þórshöfn í 5. sæti, Guð- laug Björnsdóttir frá Dalvík í 6. sætinu og Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður, í 7. sætinu. Á kjördæmisþinginu á laugar- dag fór fram kjör til stjórnar kjördæmissambandsins og í mið- stjórn Framsóknarflokksins. Stjórn kjördæmissambandsins skipa Hákon Hákonarson, for- niaður, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson, Kolbrún Þormóðs- dóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Ari Teitsson og Valdimar Bragason. I varastjórn kjördæmissambands- ins eru Guðlaug Björnsdóttir, Egill H. Bragason, Kristján Karl Kristjánsson og Sigfríður Þor- steinsdóttir. í miðstjórn voru kjörin þau Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Ari Teitsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Hákon Há- konarson og Bjarni Áðalgeirs- son. Fulltrúar yngri manna í mðstjórn eru Bragi V. Bergmann, Kristján Karl Kristjánsson og Sigfús Karlsson. Tuttugu og fimm manns, víðs- vegur úr kjördæminu, gáfu kost á sér í framboð á aukakjör- dæmisþinginu. Eitt hundrað sex- tíu og sjö fulltrúar flokksfélaga í kjördæminu tóku þátt í auka- kjördæmisþinginu, sem fór fram á Hótel Húsavík. Sjá nánar um kjördæmisþingið- á bls. 5 EHB Eyjafjarðarsveit: Utankj örstaðakosniiig hófst á föstudag Atkvæðagreiösla utan kjör- staða, vegna sveitarstjórnar- kosninga í sveitarfélögunum sem um áramótin sameinast í Eyjafjarðarsveit, hófst síðast- liðinn föstudag. Kosið er hjá hreppstjórunum í sveitarfé- lögunum þremur auk þess sem kosið er hjá öllum sýslumönn- um landsins og borgarfógetan- um í Reykjavík. Kosningarnar fara fram næst- komandi laugardag og eru tveir listar í kjöri. Kosnir verða sjö aðalmenn í hina nýju sveitar- stjórn sem tekur við um áramót. Að sögn Harðar Adólfssonar, formanns yfirkjörstjórnar, er gert ráð fyrir að kosið verði í fé- lagsheimilunum þremur, þ.e. Laugarborg í Hrafnagilshreppi, Freyvangi í Öngulsstaðahreppi og Sólgarði í Saurbæjarhreppi. Kjörfundur skal lögum sam- kvæmt standa frá kl. 9 til kl. 23 en heimilt er að hætta kjörfundi fyrr ef mjög dregur úr kjörsókn þegar fram á kvöld kemur. Hörð- ur sagðist reikna með að atkvæð- um úr kjördeildunum þremur verði blandað saman og þau talin á einum stað. Um 650 manns eru á kjörskrá í hreppunum þremur. JÓH Innbrotafaraldur á Akureyri: Tveir ungir menn gripnir og úrskurðaðir í 7 daga gæsluvarðhald

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.