Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 - DAGUR - 9 Handknattleikur: Erfítt hjá KA-mönnum - en þó 7 marka sigur á ÍR KA-mcnn sigruöu ÍR-inga með 7 marka mun, 27:20, þeg- ar liðin mættust í VÍS-keppn- inni í handknattleik á Akureyri á föstudagskvöldið. Sigur KA var þó alls ekki jafn sannfær- andi og tölurnar gefa til kynna því IR-ingar höfðu forystuna fyrstu 40 mínútur leiksins. Staðan í leikhléi var 13:14 ÍR í vil. ÍR-ingar spiluðu með þrjá varnarmenn úti á móti skyttunum og þetta virtist koma KA-mönn- um í opna skjöldu. Sóknarlcikur þeirra var ákaflega fálmkenndur framan af og varnarlcikurinn slakur. ÍR-ingar réðu því ferðinni allan fyrri hálfleikinn og náðu mcst 4 marka forystu, 7:3. KA- menn náðu nokkrum sinnum að jafna í framhaldinu og komust síðan yfir í fyrsta skipti þegar 17 mínútur voru til leiksloka. 18:17. Munaði þar mestu að vörnin small saman og þcgar við bættist ágæt markvarsla Axcls Stcfáns- sonar var eftirleikurinn auðveld- ur. IR-ingar virtust fara á taugum pg munurinn jókst smátt og smátt þar til flautaö var af. Lcikurinn í heild var slakur og handboltinn ekki í háum gæða- flokki. KA-menn áttu slæman dag ef síðustu mínúturnar eru undanskildar. Vörnin. sem hcfur verið aðall liðsins til þessa, var götótt allan fyrri hálfjeikinn en batnaði þegar á lcið og var ágæt síðustu mínúturnar. I sókninni var Hans drjúgur á köflum og Sigurpáll sýndi ágæt tilþrif og mikið öryggi í vinstra horninu. Þá varöi Axel vel. alls 13 skot, þar af 10 i seinni hálfleik. ÍR-liðið sýndi mikla baráttu en náði ekki að halda haus út allan leikinn. Hallgrímur Jónasson varði ágætlega í markinu en í sókninni bar mest á Róbert Rafns- syni sem skoraði mörg falleg mörk. Sigurpáll Aðalsteinsson skorar eitt af mörkum sínum og ullar á mark- manninn í leiðinni. Mymi: Goiii Mörk KA: Hans Guðmundsson II/.’. Sigurpnll Aöalslcinssnn 6. Guöniundur Guönnmdsson 4. Erlingur Krisljánsson .’. Pclur Bjarnason 2. Jóhanncs Bjarna- son I. Miirk ÍR: Róbcrl Raliisson 6. Ólaíur Gylfason 5/1. Maltliías Matlhiasson 4. Jóhann Ásgrímsson 3, Frosti Guölaugs- son 2. Dómarar: Gunnar Viöarsson og Sigur- gcir Svcinsson. Voru hvorki hclri nc vcrri cn aörir á vcllinum. Handknattleikur, 2. deild: Slakt á Húsavík Völsungur sigraði ÍH 20:17 í 2. deild Islandsmótsins í hand- knattleik á Húsavík á föstu- dagskvöldið. Staðan í leikhléi var 14:9. Leikurinn var frekar slakur af hálfu beggja liða. Völsungar léku þokkalega í fyrri hálfleik og eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í byrjun sigldu þeir framúr og náðu 5 marka forystu fyrir hlé. í seinni hálfleik datt leikur Völsunga nið- ur og Hafnfirðingarnir náðu að saxa á örlítið á forskotið. „Þetta var lélegur leikur hjá okkur. En við fengum tvö stig og það skiptir mestu máli. Við stefndum á að vera í hópi 6 efstu liða og á meðan við erum á þessu róli er þetta í lagi," sagði Arnar Guðlaugsson, þjálfari Völsungs. Haraldur Haraldsson var drýgstur Völsunga í þessum leik og skoraði 6 mörk. Ásmundur Arnarsson og Vilhjálmur Sig- mundsson skoruðu 5 hvor, Helgi Helgason 2 og Tryggvi Guð- mundsson og Kristinn Wium 1 hvor. Hjá ÍH skoruðu Jón Þórðarson og Hilmar Barðason 4 mörk hvor og Ingvar Reynisson 3. alsdeildin í körfuknattleik: ir misstu mann- Ur leik KA og IS í 1. deild karla. Mynd: Golli Blak, 1. deild karla: Fyrsti ósigur KA-manna „Ég er mjög óánægöur með okkar leik. Við spiiuðum ónákvæmt og einbeitingin var léleg hjá okkur,“ sagði Hauk- ur Valtýsson, fyrirliði KA, eft- ir að lið hans hafði tapað fyrir ÍS í fimm hrinu leik á Akureyri á laugardaginn. KA-menn komust í 2:1 og voru yfír lengst af í 4. hrinu en misstu hana niður og Stúdentar unnu síðan 5. og síðustu hrinuna nokkuð örugglega, KA-menn byrjuðu á því að vinna 15:12 en stúdentar svöruðu með 15:9 sigri. Þeir komust síðan í 12:3 í 3. hrinu en með mikilli baráttu náðu KA-menn að jafna og tryggja sér sigur, 16:14. Þeir voru síðan yfir framan af 4. hrinu en stúdentar náðu að jafna 9:9 og komast yfir. KA-menn jöfnuðu aftur, 12:12 en þá komu þrenn mistök í röð og því þurfti eina hrinu til viðbótar. Hana unnu stúdentar 15:7 og tryggðu sér þar með sigur í leiknum. Það var fyrst og fremst liðs- heildin sem brást hjá KA-mönn- um í þessum leik. Stúdentar voru mun ákveðnari og liðsheildin virkaði samstæðari hjá þeim. Þeir vörðust vel aftur á vellinum og KA-menn náðu ekki að brjóta þá niður. „Blokkin skilaði ekki nægilega miklu hjá okkur, við skoruðum ekki nægilega mikið úr henni. Svo vorum við að gera einföld mistök sem ekki eiga að sjást og því fór sem fór,“ sagði Haukur Valtýsson. ínn á bekkinn öpuðu 94:101 fyrir Njarðvík þegar gengið var til búningsklef- anna. I seinni hálfleik náðu Þórsarar 8 stiga forystu í upphafi, 55:47 en Njarðvíkingar náðu að jafna 59:59, náðu síðan forystunni og héldu henni til leiksloka að undanskildum stuttum kafla þar sem Þórsarar komust stigi yfir, 75:74. Það sem setti mark sitt á þenn- an leik var fyrst og fremst frá- munalega léleg dómgæsla. Allan seinni hálfleikinn og stóran hluta þess fyrri voru þeir gráklæddu í aðalhlutverkum og þá er illa komið. Þórsarar fóru verr út úr viðskiptum sínum við þá og mátti t.d. Cedric Evans yfirgefa völlinn snemma í fyrri hálfleik með fimm villur. A.m.k. tvær af þeim voru dæmdar algerlega út í bláinn. Auk hans fengu Konráð Óskars- son og Jón Örn Guðmundsson báðir 5 villur. Við þetta bættist svo að Guðmundur Björnsson var frá stóran hluta seinni hálfleiks vegna meiðsla og því vart við því að búast að liðið ynni leikinn. Þeir áttu þó ágætan dag að mörgu leyti. Jón Örn Guðmundsson átti stórleik í fyrri hálfleik en dalaði í þeim seinni. Guðmundur var sterkur þegar hans naut við og Konráð góður undir lokin. Þá var Evans sterkur í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni. Hjá Njarðvíkingum var Rodney Robinson góður en hann fór þó ekki í gang fyrr en Cedric Evans var farinn af velli. Teitur Örlygs- son og Friðrik Ragnarsson léku einnig ágætlega. Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 23, Konráð Óskarsson 23, Guðmundur Björnsson 15, Cedric Evans 12, Högni Friðriksson 8, Björn Sveinsson 7, Davíð Hreiðarsson 2. Hclgi Jóhannesson 2, Ágúst Guðmundsson 2. Stig UMFN: Rodncy Robinson 32, Frið- rik Ragnarsson 18, Teitur Örlygsson 17, ísak Tómasson 14, Ástþór Ingason 8, Gunnar Örlygsson 6, Kristinn Einarsson 4, Hreiðar Hreiðarsson 2. Dómurar: Árni Freyr Sigurlaugsson og Helgi Bragason. Dæmdu ótrúlega illa. Haraldur Haraldsson var atkvæða- mestur Völsunga. Blak, 1. deild kvenna: Völsungur lagði ÍS - en KA hársbreidd frá sigri Völsungur sigraði ÍS 3:1 í 1. deild kvenna í blaki á Húsavík á föstudagskvöldið. Leikurinn var mjög góður, sérstaklega af hálfu Völsungsliðið sem lék sennilega sinn besta leik það sem af er tímabilinu. Leikurinn var jafn og var hart barist í flestum hrinum. Völs- ungsstúlkurnar unnu þá fyrstu 15:13 og þá næstu 15:8. Þá bitu Handknattleikur, 2. deild: Þór ekki í vai)d- ræðum með IH Þórsarar sigruðu ÍH 26:15 í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik á laugardag. Leikur- inn fór fram í Iþróttahöllinni á Akureyri. Staðan í leikhléi var 13:9. Þórsarar höfðu undirtökin all- an tímann en gekk þó illa að hrista ÍH-inga af sér í fyrri hálf- leik. í seinni hálfleik skoruðu ÍH- ingar fyrsta markið en síðan komu fjögur í röð frá Þórsurum og þar með var allur vindur úr gestunum. Þeir komust lítið áleiðis gegn Þórsvörninni og þeg- ar staðan var 22:15 skoruðu Þórs- arar aftur fjögur mörk í röð og tryggðu sér stórsigur. ÍH-liðið er slakt og Þórsarar þurftu ekki á toppleik að halda til að tryggja sér tvö stig. Þeir léku þó ágætlega á köflum en duttu niður þess á milli. Liðið er mjög jafnt en þó ber að geta tveggja manna, markvarðarins Hermanns Karlssonar sem varði 15 skot, þar af 2 víti, og Sævars Árnasonar sem var frískur í horninu og skor- aði grimmt úr hraðaupphlaupum. Hjá ÍH var fátt um fína drætti en markvörðurinn Rósmundur Magnússon varði þó oft ágæt- lega. Mörk Þórs: Sævar Árnason 10, Páll Gíslason 5, Rúnar Sigtryggsson 5/3, Jó- hann Samúclsson 3, Ólafur Hilmarsson 2, Aðalstcinn Pálsson 1. Mörk ÍH: Ingvar Rcynisson 5/2, Barði Barðason 3, Hilmar Barðason 2. Björn Hannesson 2, Jón Þórðarson 2/1, Þórar- inn Þórarinsson 1. Dómarar: Guömundur Lárusson og Arn- ar Kristinsson. Dæmdu vel. stúdi'nur frá sér og unnu 15:11 en Völsungur tryggði sér bæði stigin með 15:4 sigri í síðustu hrinu. Eins og fyrr segir var þetta mjög góður leikur hjá Völs- ungsliðinu en það tapaði fyrr í haust 0:3 fyrir ÍS í Reykjavík. Ásdís Jónsdóttir og Jóna Óskars- dóttir léku vel fyrir Völsung en annars var þetta sigur liðsheildar- innar. KA nálægt sigri ÍS vann nauman sigur á KA, 3:2, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í blaki í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og KA-liðið hafði alla möguleika á að tryggja sér sigur en stúdínur skoruðu 4 síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. KA-liðið vann fyrstu hrinu 15:12 en ÍS þá næstu 15:11. Þær náðu síðan forystunni með 15:6 sigri en KA jafnaði, 15:12. Mikil barátta var í síðustu hrinu og komst KA-liðið í 14:12. Það dugði hins vegar ekki því ÍS-liðið náði að jafna og vinna 16:14. Leikurinn var mjög spennandi og ágætlega leikinn. KA-liðið lék sennilega sinn besta leik þrátt fyrir ósigurinn og hefur verið stígandi í liðinu upp á síðkastið. Birgitta Guðjónsdóttir er sterkur smassari og var áberandi í KA- liðinu en annars var það jafnt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.