Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 13.11.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 - DAGUR - 7 Guðlaugur Halldórsson kom á óvart og glímdi til úrslita í -86 kg flokki. Körfuknattleikur: Sturla í banni Sturla Örlygsson, þjálfari og lcikmaður úrvalsdeildarliðs Þórs í körfuknattlcik, var á dögunum dæmdur í tvcggja leikja bann af aganefnd KKI. Sturla v;ir útilokaður frá lcik Hauka og Þórs fyrir rúmri viku en dómarinn vildi þá meina að hann Itefði slegið til eins leik- manna Hauká. Fyrir þetta hlaut hann bannið. Sturla lék því ekki með Þórsurum gegn Njarðvík- ingum á sunnudagskvöldið og hann. missir einnig af lcik Grind- víkinga og Þórs sem fram fer í kvöld. Knattspyrna: Bjarni í Stjömuna Handknattleikur: Kristinn handarbrotmn - vafasamt hvort hann spilar meira í vetur Kristinn Hreinsson, fyrirliði handknattleiksliðs Þórs, hand- arbrotnaði í leik Þórs og ÍH á laugardaginn. Kristinn verður í gipsi í 10 vikur og óvíst er hve- nær hann getur leikið hand- knattleik að nýju. Svo gæti jafnvel farið að hann yrði ekki meira með Þórsurum í vetur. .Kristinn sagði að bátsbeinið í úlnliðnum hefði brot'nað eftir samstuð við markvörð ÍH. „Hemmi (markvörður Þórs) átti sendingu fram völlinn og mark- maðurinn kom út úr teignum. Þar hljóp ég á hann og höndin bögglaðist einhvern veginn á milli." Kristinn sagði að þetta kænii sér illa. bæði vegna handboltans og eins vegna þess að hann er í skóla og á erfitt með að skrifa. „Maður skrifar lítið nema að hreyfa allan líkamann með,” sagði Kristinn Hreinsson. Knattspyrna: Sverrir í KA? - Freyr Gauti og Baldvin með gull Haustmót Júdósambands Islands var haldið í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands á laugardaginn. Fimm keppend- ur frá júdódeild KA tóku þátt í mótinu og náðu þeir mjög góð- um árangri, m.a. tveimur gull- verðlaunum. Baldur Stefánsson glímdi í -65 kg flokki. Þetta var tvímælalaust einn erfiðasti þyngdarflokkur þessa móts en þrátt fyrir það sigr- aði Baldur með yfirburðum og var hvað eftir annað klappað lof í lófa fyrir glæsilega tækni. Baldur hefur undanfarin ár glímt í -60 kg flokki en hefur nú hækkað sig upp um flokk og virðist það eiga mjög vel við hann. Freyr Gauti Sigmundsson glímdi í -78 kg flokki. Hann sigr- aði örugglega og kom það fáum á óvart enda er Freyr Gauti nú að flestra áliti verðugur arftaki Bjarna Friðrikssonar sem júdó- maður númer eitt á íslandi. Jóhann Gísli Sigurðsson glímdi í -86 kg flokki. Jóhann keppti nú á júdómóti eftir nokkurra ára hlé og stóð sig mjög vel, vann til bronsverðlauna. Guðlaugur Halldórsson glímdi í -86 kg flokki. Guðlaugur hefur verið frá æfingum um nokkurra mánaða skeið vegna vinnu en kom á óvart á mótinu vegna vasklegrar framgöngu. Hann glímdi til úrslita en tapaði naum- lega eftir harða baráttu. Torfi Ólafsson glímdi í þunga- vigtinni og var mikil spenna fyrir viðureign hans og Bjarna Frið- rikssonar en þeir glímdu til úr- slita. Torfi byrjaði glímuna mun betur og sótti stíft en Bjarni varð- ist kröftuglega. Það var síðan reynsluleysið sem varð Torfa að falli er hann gaf Bjarna færi á sér i gólfinu en þar er Bjarni sterk- astur og náði hann að halda Torfa í fastataki og sigra. Rétt er að geta þess að allir þessir keppendur kepptu að sjálf- sögðu í fullorðinsflokki þrátt fyr- ir að aðeins þeir Guðlaugur og Torfi séu komnir í þann flokk. Knattspyrnumaöurinn Bjarni Jónsson hcfur ákveöið að leika með Stjörnunni úr Garðabæ á næsta tímabili. Bjarni, sem hefur um árabil verið einn af burðarásum KA-liðsins, sagði í samtali við Dag að aðstæður hjá honum væru þannig að hann gæti ekki leikið með KA-liðinu næsta sumar, m.a. vegna atvinnu sinnar. Bjarni er 25 ára gamall og hefur leikið 81 leik í deilda- keppni fyrir KA. Hann sagði að sér litist ágætlega á að leika með Stjörnunni. „Þetta er ungur hópur og aðstæður eru ágætar hjá liðinu. Hins vegar er mjög erfitt að fara frá KA og alveg öruggt að ég á eftir að sakna félaga minna þar. En ég á von- Svo gæti farið að Sverrir Sverr- isson, leikmaður Tindastóls, gerist leikmaður með KA en menn frá því félagi hafa talað við hann og hann segist vera volgur fyrir því að slá til. Sverrir Sverrisson er bróðir Eyjólfs Sverrissonar sem leikur með Stuttgart í Þýskalandi og er hann uppalinn í liði Tindastóls á Sauðárkróki eins og Eyjólfur. Þegar Dagur talaði við Sverri í gær sagðist hann ekki vera búinn að fá upphringingu frá neinu öðru félagi en KA. „Þeir eru búnir að tala við mig, en það er ekkert frágengið í þessu sambandi. Mér líst vel á þetta, en ég er ennþá að gera þetta upp við mig. Ég býst samt við að gefa endanlegt svar fljót- lega og meiri líkur eru á að það Haustmót júdósambandsins: Góður árangur KA-manna andi eftir að spila aftur með þeim,“ sagði Bjarni Jónsson. Bjarni Jónsson. verði jákvætt en neikvætt,“ sagði Sverrir Sverrisson. SBG Sverrir Sverrisson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.