Dagur - 22.11.1990, Síða 3
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 3
-i
fréttir
»
©
»
»
»
I
»
Rottufaraldur á Akureyri?
„Aldrei heyrt á slíkt miimst
- segir Svanberg Þórðarson, meindýraeyðir
66
„Aldrei heyrt á slíkt minnst,“
sagði Svanberg Þórðarson,
dýraeftirlitsmaður og meindýra-
eyðir á Akureyri, þegar hann
var spurður um meintan rottu-
faraldur á Akureyri. Húsmóðir
við Hjallalund hafði hringt til
Dags og kvartað undan mein-
dýrum þessum.
Að sögn Svanbergs hefur ögn
borið á músum á haustdögum og
fyrstu dögum vetrar, en ekki
rottum. „Lítið hefur orðið vart
við rottur í sumar og haust á
Akureyri. Eitur var sett í brunna
í júm'mánuði og einnig í lok októ-
ber. Raunareru bæjarstarfsmenn
að vinna að þessum málum
einnig nú. Eitt og eitt rottutilfelli
kemur inn á borð til okkar. Oft-
ast er þá um að ræða að skólp-
lagnir hafa gengið í sundur í eldri
Akureyri:
Bæjarfógeti vonast eftir
að fá Útvegsbankahúsnæðið
„Ég vona sannarlega að við
fáum þetta húsnæði til umráða
sem fyrst,“ sagði Elías Elías-
son, bæjarfógeti á Akureyri,
þegar hann var spurður um
hvort til stæði að bæjarfógeta-
og sýslumannsembættið myndi
fá gamla Útvegsbankahúsnæð-
ið við Hafnarstræti á Akureyri
til umráða.
Fógetaembættið er til húsa á
hæðunum yfir gamla afgreiðslu-
sal Útvegsbankans við Hafnar-
stræti 107. Fyrir löngu er orðið
alltof þröngt um starfsemina og
því horfir fógeti vonaraugum til
þess að fá afnot af húsnæði
Útvegsbankans. Til þess að svo
megi verða þarf ríkið hins vegar
að kaupa húsnæðið af íslands-
banka, sem telst vera eigandi
þess eftir samruna Útvegsbanka,
Alþýðubanká, Verslunarbanka
og Iðnaðarbanka.
„Eg veit ekki annað en málið
sé í Stjórnarráðinu. Fjárveitinga-
valdið ræður þessu. Ég held að
menn séu inn á því að kaupa
þetta húsnæði. Ríkið á húsið að
öðru leyti og því færi vel á að það
eignaðist einnig þennan hluta
þess. Sjúkrasamlagið kom undir
embættið um síðustu áramót og
það er í leiguhúsnæði út í bæ. Við
reiknuðum með að fá það hingað
inn,“ sagði Elías.
Elías sagði að ef húsnæðið yrði
keypt fyrir embættið væru uppi
ýmsar hugmyndir um nýtingu
þess. Til greina kæmi t.d. að
flytja innheimtuna niður á jarð-
hæð. óþh
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Ákveðið að kaupa
nýjan slökkvibíl
Bæjarstjórn Húsavíkur hefur
samþykkt tillögu um heimild
til kaupa á slökkvibifreiö fyrir
Slökkvistöð Húsavíkur.
Það er Jón Ásberg Salómons-
son, bæjarfulltrúi og slökkviliðs-
stjóri, sem lagði tillöguna fram.
Er hún þess efnis að bæjarráði
verði veitt fullt umboð og heimild
til að taka ákvörðun um kaup á
slökkvibifreið. Áætlað kaupverð
með vsk. er 13-15 milljónir
króna. f tillögunni felst ósk um
að bæjarstjóri leggi kauptilboð
fyrir bæjarráð eins fijótt og tök
eru á og að bæjarráði verði heim-
ilaðar nauðsynlegar lántökur
vegna kaupanna. IM
Samtök sjómanna og útvegsmanna:
Vilja veðurfregnir
á samtengdum rásum RÚV
Páll Bergþórsson, veðurstofu-
stjóri, segir að af hálfu Veður-
stofunnar sé áhugi fyrir að
auka veðurfréttaþjónustu við
sjófarendur og raunar lands-
menn alla. Hann segir að sam-
tök sjómanna og útgerðar-
manna hafi farið þess á leit við
Veðurstofuna að hefja útsend-
ingar veðurfregna á Rás 2 og
standi nú yfír viðræður við
Ríkisútvarpið um að koma til
móts við þær óskir. Þá segir
Páll það hafa komið til tals að
útvarpa veðurfréttum með
öðru sniði en verið hefur í
þeim tveim fréttatímum Ríkis-
útvarpsins sem hafa mesta
hlustun, hádegisfréttum og
kvöldfréttum.
Að sögn Páls Bergþórssonar er
of snemmt að segja til um hvort
samningar takist milli Veðurstof-
unnar og Ríkisútvarpsins um
útsendingar veðurfrétta á Rás 2.
Hann segir að samtök sjómanna;
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið, Landssamband smábáta-
eigenda og Sjómannasambandið
auk Landssambands íslenskra
útvegsmanna liafi sýnt mikinn
áhuga á að veðurfréttir yrðu
sendar út í samtengingu Rásar 2
og Rásar 1.
Eins og flestum er kunnugt eru
aðalveðurfréttatímar Veðurstof-
unnar sendar út á Rás 1. ítarleg-
ustu veðurfregnirnar eru kl.
12.45, 16.15 og 18.45. Sjómenn
fullyrða að hlustun á Rás 2 í
þeirra stétt sé nokkuð almenn og
því fari veðurfregnatímar tíðum
framhjá þeim.
„Ég veit ekki hvað kemur út úr
þessu, en ég reyni hvað ég get til
að koma þessu máli í kring,“
sagði Páll. óþh
hverfum bæjarins. Rottur sleppa
þar út og grafa sig upp á yfirborð
jarðar. Ég vil beina því til húseig-
enda að gæta þess að ristar á
niðurföllum séu á sínum stað og
einnig að gæta þess að frágangur
á þakrennum við jörðu sé í lagi.
Rottur vilja smjúga á ótrúlegustu
stöðum. Verði þeirra vart ber
fólki að láta meindýraeyði vita
og við komum og gerum viðhlít-
andi ráðstafanir. Embætti mein-
dýraeyðis hefur unnið mikið starf
við að eyða rottum og músum og
það starf hefur skilað sér. Okkar
starf að þessum málum í dag er
mest fyrirbyggjandi," sagði Svan-
berg Þórðarson. ój
Þessir glaðbeittu en gáfulegu nemendur Menntaskólans á Akureyri fengu
viðurkenningu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna en þeir komust allir í
úrslit. Piltarnir tveir sem hvíla í fanginu á hinum eru þeir Frosti Pétursson og
Birgir Orn Arnarson úr 4X, en þeir fengu viðurkenningu á efra stigi. Hinir
nemendurnir níu fengu viðurkcnniugu á neðra stigi. Frá vinstri: Sigvaldi
Heiðarsson 2U, Kristbjörn Gunnarsson 1B, Ari Eiríksson 2X, Davíð Þór
Bragason 2X, Þórarinn Stefánsson 2V, Aðalsteinn Arnarson 2X, Stefán
Jónsson 2X, Jan Wilm 2T og Jóna Finndís Jónsdóttir 1A. Þess má einnig
geta að ræðulið MA er komið í 4ra liða úrslit í Morfís keppninni. Mynd: Goiii
Raufarhöfn:
Vilja íbúarnir stinga
sér til sunds í vetur?
Nú á að láta á það reyna hvort
Raufarhafnarbúar vilja stinga
sér til sunds uni hávetur. Sund-
laugin verður opnuð í tilrauna-
skyni 1. desember næstkom-
andi en hingað til hefur hún
aðeins verið opin yfír sumar-
mánuöina.
„Við ætlum að skoða hvernig
þetta kemur út. Það er náttúrlega
ófært að byggja svona dýrt hús og
nota það ekki nema liluta úr
árinu. Þetta er mjög fín innilaug
og við ætlum að reyna að hafa
hana opna,“ sagði Sigurbjörg
Jónsdóttir, sveitarstjóri Raufar-
hafnarhrepps.
Hún sagði að það væri dýrt að
kynda laugina og hreppsnefndin
væri að skoða kostnaðarhliðina.
Fyrirhugað er að opna sundlaug-
ina 1. desember og sjá hvernig
aðsóknin verður og hvernig fjár-
hagsdæmið kemur út.
Aðspurð sagði Sigurbjörg að
sundkennsla í skólunum hefði
farið fram í lauginni á vorin og
eftir það hefði hún verið opin fyr-
ir almenning yfir sumarmánuðina
en hún hefur alltaf verið lokuð
yfir veturinn. SS
ALLA FIMMTUDAGA!
Vikulega að sunnan.
Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum.
Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum.
Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri,
sími 24131.
EIMSKIP
111