Dagur


Dagur - 22.11.1990, Qupperneq 5

Dagur - 22.11.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 5 Um memungarmisrétti Þótt efnahagsleg verðmæti séu' það sem allt snýst um í opinberri umræðu um byggðamál væri það mikil skammsýni og raunar blinda á samhengi hlutanna að átta sig ekki á þýðingu „menningar- verðmætanna" fyrir eflingu lands- byggðarinnar. Sem betur fer virðast augu sífellt fleiri vera að opnast fyrir því að fjölbreytni í mannlífi, þjónustu og framboði á störfum er forsenda þess að ungt fólk festi yndi í sinni heimabyggð eftir að hafa skoðað sig um í heiminum. Það er greinilega ekki nóg að það hafi bærilegar tekjur ef einhæfnin ræður ríkjum að öðru leyti. Þar skipta menningar- verðmætin ekki minnstu máli. En þau skilgreinir Páll Skúlason prófessor sem „gæði eða verð- mæti sem lúta að því sem fólki finnst gott eða skemmtilegt í þeim skilningi að það skerpir lífs- skynjun þess, löngun til þess að vera til... Hér er um að ræða fyrirbæri sem stuðla að aukinni lífsfyllingu manna, þekkingu þeirra og skilningi, veita tilfinn- ingum þeirra útrás og gera þeim kleift að þroskast á marga vegu...“ Landsmenn eru sem betur fer sammála um það í meginatrið- um að skapa eigi fólki aðstöðu til að njóta menningar og lista og að gefa eigi sem flestum kost á því að spreyta sig á þeim vettvangi. Til þess þarf að verja fjármunum úr opinberum sjóðum, m.a. af því að það gildir um mörg ágæt menningarverðmæti að þau hafi ekkert markaðsgildi. Þannig hef- ur réttilega verið bent á að íslensk tunga, dýrasta eign þjóð- arinnar, sé fullkomlega verðlaus - enda enginn markaður fyrir hana, og það sama á við fleira gott. Vonandi má fullyrða að enginn verulegur ágreiningur sé um það hlutverk ríkisins í menn- ingarmáium að leggja sómasam- lega rækt við slík „verðlaus" menningarverðmæti sem eru dýr- mætari en flest annað. Það er á hinn bóginn lítið fagn- aðarefni að skoða hvernig þess- um mikilvægu gæðum er misskipt milli íbúa landsins. Til þess að fá gleggri yfirsýn yfir þessi mál fékk menningarmálanefnd Akureyrar Byggðastofnun á Akureyri til þess að gera á þeim nokkra úttekt, einkum þó samanburð milli Akureyrar og Reykjavíkur. Slík athugun er vissulega á ýmsan hátt vandkvæðum bundin eins og kemur fram hjá Byggðastofnun í athugasemd sem fylgdi saman- Þröstur Ásmundsson. tektinni. Þar segir að „hafa verði í huga að ákveðinn hluti framlaga í Reykjavík sé til starfsemi sem er ætlað að þjóna landinu öllu.“ Og að „nær útilokað sé að flokka hvað af þessum framlögum er vegna staðbundinna þarfa og hvað vegna þessa þjóðmenning- arhlutverks.“ Nokkrar niðurstöður þessarar athugunar eru settar fram á með- fylgjandi súluritum. Hvað sem öllum fyrirvörum líður eru niður- stöðurnar mjög sláandi og segja okkur svart á hvítu að nánast öll menningarstarfsemi á vegurn rík- isins fer fram í Reykjavík. Að vísu kann einhverjum að þykja að svona eigi þetta að vera. Þeir munu spyrja hvort Sinfóníu- hljómsveitin eigi kannski að vera í Trékyllisvík? Eða á Akureyri? Á kannski Þjóðskjalasafnið að vera fyrir norðan? Eða Þjóðleik- húsið? - Þannig verður spurt. Svarið er: Nei, ekki endilega. Málið snýst um annað. Þær stað- reyndir sem hér eru settar fram eru ekki bara „menningarlegar" staðreyndir heldur líka félagsleg- ar og efnahagslegar. Þegar við gerum kröfu um að vissum hluta af því fjármagni sem varið er til þessa málaflokks sé beint inn í okkar hérað er það í fyrsta lagi af þeirri skiljanlegu ástæðu að hér veitir okkur ekkert af þeirri ánægju sem felst í því „að skerpa lífsskynjunina“ og „auka lífsfyll- inguna", m.a. með blómlegu menningarstarfi. En við viljum líka breyta þessum hlutföllum til þess að efla byggðarlagið í efna- hagslegum og félagslegum skiln- ingi. Það er því lullkomlega eðlileg krafa að Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sem er þjónustusvæði fyrir um 10 prósent þjóðarinnar njóti í einhverju þeirrar fjölþættu þjónustu sem ríkið veitir á sviði menningarmála og kostuð er af skattpeningum okkar allra. Mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki vond viðmiðunarregla að urn 10 prósent af heildarútgjöld- um ríkisins til þessa málaflokks fari í þetta hérað til reksturs safna, leikhúss, listaskóla og ann- arra menningarstofnana. Slík starfsemi væri að sjálfsögðu ekki eingöngu til að fullnægja stað- bundnum þörfum heldur gæti hún haft merku þjóðmenningarhlut- verki að gegna. Ég sé engin hald- bær rök sem hægt er að færa fram gegn svo einfaldri réttlætiskröfu. Niðurstaða mín er þessi: Jafn- stórt byggðarlag og Eyjafjarðar- svæðið á ekki lengur að sætta sig við ekki neitt í menningarmálum frá hendi ríkisins. Héraðsnefnd Eyjafjarðar hefur hér verk að vinna og á að fara fram á beinar viðræður við rfkisvaldið um þessi mál - og raunar mörg önnur. Það verður athyglisvert að heyra ofan í þingmannsefni og aðra á: þeirri málglöðu tíð sem nú fer í hönd hvaða hugmyndir þeir hafa um breytt hlutföll í útgjöldum rík- isins til þessara mála. Þeir sem hafa , engar hugmyndir um hvcrnig á að taka á þessum málum eða eru algerlega metnaðarlausir um i þessi mál - þá á ekki að kjósa. Eftir síðustu hrakfarir lands- byggðarinnar í stjórnmálum er kominn tími til að tala skýrt um hvað við viljum. Borgarstjórinn í Reykjavík telur sér skylt að kom- ast á þing til að gæta hagsmuna Reykjavíkur, svipað segir bæjar- stjórinn í Hafnarfirði um sín framboðsmál. Sú heimskulega árátta Akureyringa að vilja ekki senda sína menn og konur á Alþingi hefur komið þeim í koll. Við getum ekki endalaust kosið menn á þing sem hafa meiri áhyggjur af því að einhverjar sauðkindur verði atvinnulausar í Arnarneshreppi en af atvinnu- leysi hér á Akureyri með tilheyr- andi stöðnun og brottflutningi fólks. Ef við ekki sinnum okkar hagsmunum sjálfir gerir það auð- vitað enginn fyrir okkur. Þröstur Asmundsson. Höfundur er formaður menningarmála- nefndar Akureyrarbæjar. I'rnmlon til mcnnini'urmálu á íbúu I9SS-19S9 (kr. n föslu vciðlugi scpt. I9S9) ii li im 1*1x7 mxx ivxv II ilnfuðborg í 1 f.vjafjurður llcildarfrnmlon til mcmiingarmnla I9SS-I9S9 (|nis. kr. n IVistii vcrölnni scpt. I9S9) illl IVXð 11X7 IVKX IVX j ■ Krvkj uik n Akurrvri j ■ Sofn ólilgr. I I Snfu sUömII i Krykjavik I ! Snfn slaðsrlt a Akurryri ! .Sliifnknsmaftarfranilog lil nicnningarmála i Kcykjavik ng a Akurcyri IVX5-XV (á fnslii vcrftl. scpl IVVfl) 21X1.1100 j 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 --------------------------------------- 60.000 -------------- 40.000 -- 20.000 + 1985 1986 1987 19X8 1989 I.4IHI.IIIHI I.200.IHHI I.MHI.IHMI 800.000 600.000 400.000 200.000 0. IVX5 Ný bók eftir Friðrik Hauk Hallsson: Viöamikil rannsókn á mnnnlífi við herþorpið á Miðnesheiði Um þessar mundir er að koma út hjá forlagi höfundanna á Akureyri bókin Herstöðin - Félagslegt umhverfi og íslenskt þjóðlíf eftir Friðrik Hauk Hallsson. Bókin er 556 blað- síður að stærð, pappírskilja í stóru broti, með 15 töflum og listum. Hún er prentuð í Biele- feld í Þýskalandi og mun fást í flestum bókabúðum hérlendis. í bókinni birtast niðurstöður af umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á mannlífinu í nágrenni herþorpsins á Miðnes- heiði. Hlustað er á mál þeirra sem tengjast Vellinum á einn eða annan hátt og þeir bókstaflega „teknir á orðinu“ með aðferðum mannvísindanna. Jafnframt er fjallað um gangvirki bandaríska hersins eins og það birtist t.d. í „dauðasiðfræði“ herforystunnar eða í hvunndeginum í herstöð- inni. Bróðurpartur bókarinnar er helgaður þeim tveim málum sem liggja frásögumönnum þyngst á hjarta þegar fjallað er um banda- ríska herinn. Þessi mál snerta konur og hermenn („ástandið") og spurninguna um þróun íslenskrar tungu („ameríkani- seringuna“). Auk þess eru marg- breytileg viðhorf hvers og eins til Bandaríkjamanna brotin til mergjar, enda veita slík viðhorf mikilvæga vitneskju um forsend- ur mismunandi afstöðu til banda- ríska hersins. „Andlegur og líkamlegur hórdómur“ Friðrik Haukur Hallsson, höfundur bókarinnar, er félags- fræðingur að mennt og hefur síð- astliðin tíu ár lagt stund á rann- sóknir, aðallega um íslensk málefni, við háskólann í Biele- feld í Vestur-Þýskalandi. Höf- undurinn er Akureyringur og hann hefur sent Degi kynningar- bækling um bókina sem við gluggum hér í. Eins og gefur að skilja er efni bókarinnar mjög viðamikið og höfundurinn skiptir því niður í marga kafla. Yfirlitskaflarnir nefnast: „Hversdagsleg áhrif“, „Herstöðvar Bandaríkjanna", „Herinn og Suðurnesin", „Viðhorf", „Tungutak í herstöð- inni“ og „Konur og hermenn“. Þessir kaflar greinast síðan niður í fjölmarga undirkafla. Lítum þá á brot úr kynningu Friðriks Hauks á kaflanum sem ber yfirskriftina „Konur og hermenn" og vænlegur er til að vekja athygli: „Eitt meginstefið í andófinu gegn hernáminu og herstöðinni var allajafnan „að andlegum og líkamlegum hórdómi hernámsins yrði létt af landinu". íslenskar konur sem höfðu - að því er menn töldu - alltof náin kynni af bandarískum hermönnum, eink- um í skemmtanalífi og kynlífi, urðu þar með að holdtekju ofangreinds hórdóms. Makaval, skemmtan og almennt líkami íslenskra kvenna hefur aldrei á þessari öld skipt jafn miklu máli á opinberum vettvangi og einmitt í samhengi við breska og síðan bandaríska hernámið. Frá endurkomu bandaríska hersins hefur ástand- Haraldur Ingi Haraldsson. ið í félagslegu umhverfi herstöðv- arinnar á Miðnesheiði myndað þungamiðju þessa hórdóms. Makaval, líkami og svo framveg- is getur þó ekki orðið viðfangs- efni þessarar rannsóknar í sjálfu sér, heldur sú tilfinning, sem ger- ir það að þessu viðkvæma siða- broti, sem og þær félagslegu kringumstæður, sem magna upp róttækustu viðbrögð samfélags- ins, útskúfunina." SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.