Dagur - 22.11.1990, Page 11

Dagur - 22.11.1990, Page 11
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 11 Pórunn Valdimarsdóttir og Megas í rabbsódíu um Reykjavík: Sól í Norðurmýri - píslarsaga úr Austurbæ Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út bókina Sól í Norðurmýri eftir þau Þórunni Valdimarsdótt- ur og Megas. Varla þarf að kynna þau tvö: Megas, skáld ljóða og laga, og sagnfræðinginn Þórunni, en fyrir ári sendi hún frá sér bókina Snorri á Húsafelli sem til- nefnd var til íslensku bók- menntaverðlaunanna. í sögu Megasar kannast margir við sjálfan sig, því hún er sann- ferðug úttekt á heimi íslenskra barna á árunum upp úr sfðari heimsstyrjöld. Hver man ekki sokkabandakotin óþægilegu, skólahjúkkurnar skeleggu með lýsiskönnur á lofti, nauðungar- Ijósaböð eða klígjuna við kekkj- óttri flöskumjólk? En í sögu litlu píslarinnar er líka að finna ljúfar minningar um lystireisur í Tívólí og út í Nauthólsvík, um pissubíl- inn og hasarblaðahungrið, svo nokkur dæmi séu tekin um fjöl-. breytilegt efni bókarinnar. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Hér er ekki verið að útskýra heiminn eða bera á borð óskeikulan sannleik um liðna tíma. Sannleikurinn í þessari bók er jafn tvíræður og skyrhræring- ur. Allir vita að skyrhræringur er annar í munni föður sem kann að meta hann en í munni barns sem hatar hann. Samt er heimildar- gildi sögunar einstætt. Þau Þór- unn Valdimarsdóttir og Megas hafa bæði lagt bernskuminningar sínar, drauma og ímyndunarafl að veði í ævintýralega og töfrandi bók. Þetta er ekki ævisaga, held- ur fantasía eða rabbsódía um Reykjavík - umhverfi og atvik - í lífi lítillar píslar." Sól í Norðurmýri er 236 bls. prýdd miklum fjölda mynda. Auk hf/Jón Ásgeir Hreinsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Leiðrétting - við umsögn um afmælis- tónleika í Akureyrarkirkju í umsögn, sem birtist í Degi mið- vikudaginn 21. nóvember um tónlistarflutning í hátíðarguðs- þjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. nóvember vegna afmælis kirkjunnar, er meinleg yfirsjónarvilla. Þar segir, að Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, hafi leikið á orgelið í lokaverkinu. Hið rétta er, að Dorota Dagný Tómasdótt- ir var við orgelið og leysti hlut- verk sitt vel af hendi, en Björn Steinar Sólbergsson stýrði verk- inu af öryggi, eins og heyra mátti af góðum flutningi þess. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutað- eigandi beðnir afsökunar. Haukur Ágústsson. Þrætubók - ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson Komin er út ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson og nefn- ist hún þrætubók. Hún er 64 blaðsíður að stærð og hefur að geyma rúmlega þrjátíu ljóð. Þar þrætir höfundur við Stein, Shake- speare og Donne - svo ekki sé minnst á Aðalstein Ingólfsson - skopast að ýmsum góðskáldum íslenskum, túlkar að nýju nokkr- ar vel kunnar þjóðsögur og goð- sagnir og heyr glímu við guð almáttugan. Á kápusíðu segir að ljóð Hall- bergs höfði til vitsmuna lesenda jafnt og tilfinninga, enda mun það satt vera að hann sé eitt þeirra skálda íslenskra, sem snerpa ljóð sín vitsmunlegri umræðu. En skopið er aldrei langt undan, eins og þeir vita, sem lesið hafa fyrri bækur höfundar. Hallberg hefur verið búsettur í New York í þrjátíu ár, þar sem hann hefur stundað þýðingar, rit- stjórn og önnur störf við alfræði- bækur ogtímarit. Síðustu tuttugu árin hefur hann auk þess ritað umsagnir um nýjar íslenskar bækur í ársfjórðungsritið World Literture Today (áður Books Abroad), sem University of Oklahoma gefur út. Hann hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabæk- ur, sem verið hefur vel tekið. Útgefandi þrætubókar er Brú, en Stensill hf. prentaði. Dreifingu annast íslensk bókadreifing. smanna 19. nóvember til 8. desember Nú er kjörið tækifæri til að gera hagstæð innkaup Vöruhús, Byggingavörudeild, Raflagnadeild, og útibú^ Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Grímsey, Hrísey og Grenivík

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.