Dagur - 22.11.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 - DAGUR - 13
Þakkarávarp frá sóknamefiid og
sóknarprestum Akureyrarkirkju
Oröiö „stórkostlegt" hefir víða
heyrst af munni þeirra, sem
komu í Akureyrarkirkju og Safn-
aðarheimilið síðastliðinn laugar-
dag og sunnudag. Til allra þeirra,
sem stuðluðu að tilefni þessara
hátíðisdaga og unnu að fram-
kvæmd þeirra er hugsað með
miklu þakklæti.
Biskupum, kirkjumálaráð-
herra, aðkomuprestum, organista,
Kór Akureyrarkirkju, tónskáld-
inu Jóni Hlöðver Áskelssyni, lista-
fólki, öðrum sem aðstoðuðu og
ekki síst hinum mikla mann-
fjölda, sem fyllti húsakynnin, eru
færðar bestu þakkir. Kvenfélag
Akureyrarkirkju vann stórvirki
með því að veita af rausn mann-
fjöldanum öllum. Blóm, gjafir og
heillaóskir bárust víða að og fær-
um við þeim velunnurum, sem
þar stóðu að baki, bestu þakkir.
Saga Akureyrarkirkju kom út
á afmælisdegi kirkjunnar, mikið
verk og vandað. Höfundinum
Sverri Pálssyni, fyrrverandi
skólastjóra, þökkum við sérstak-
lega.
Síðast en ekki síst færum við
hönnuði Safnaðarheimilisins,
Fanneyju Hauksdóttur, og öllum
þeim sem að þeirri fögru bygg-
ingu unnu bestu þakkir.
Guð blessi ykkur öll!
Sóknarnefnd og
sóknarprestar.
Sextugsafmæli:
Sr. Ingólfur Guðmundsson
Sr. Ingólfur Guðmundsson, sett-
ur sóknarprestur í Akureyrar-
prestakalli, er sextugur í dag.
Hann fæddist að Laugarvatni í
Árnessýslu, sonur hjónanna
Guðmundar Ólafssonar, kennara
þar, og Ólafar Sigurjónsdóttur,
húsfreyju.
Ingólfur lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands vorið 1962, og
stundaði framhaldsnám í kenni-
mannlegri guðfræði í skóla Sam-
einuðu lúthersku kirkjunnar í
Pullach í V.-Þýskalandi 1966-
1967. Auk þess hefur hann lagt
stund á margvíslegt annað fram-
haldsnám.
Áður en Sr. Ingólfur lauk
guðfræðiprófi starfaði hann um
árabil í lögreglunni í Reykjavík,
og stundaði auk þess kennslu.
Hann vígðist til Húsavíkur 1.
október 1962, og þjónaði þar um
tíma. Því næst varð hann prestur
á Mosfelli í Grímsnesi um nokk-
urra ára skeið, stundakennari við
Kennaraháskóla íslands allmörg
ár og lektor þar frá 1972 til 1985,
æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar
1979 til 1981, námsstjóri í skóla-
þróunardeild menntamálaráðu-
neytisins um árabil og farprestur.
Sr. Ingólfur hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa, ritað greinar í
blöð og flutt útvarpserindi.
Eiginkona Sr. Ingólfs er Ás-
laug Eiríksdóttir, kennari og
bókavörður, frá Glitsstöðum í
Norðurárdal í Borgarfirði. Þau
eiga fjögur börn.
Sr. Bolli Gústavsson, Laufási.
II Síðbúin kveðja:
X Kristín Siguijónsdóttir
Fædd 1906 - Dáin 1990
Ég á eina minningu sem ég
gleymi aldrei. Það er eilíft sumar
í lofti og fallegt veður. Ég og
Kiddi, besti vinurinn minn og
frændi, stökkvum á hjólin okkar,
skóli er búinn. Rennum kapps-
fullir út úr bænum, yfir brúna,
fram í Garð. Við flýtum okkur,
megum engan tíma missa því við
vitum af gáfaðri tík með marga
hvolpa. Hendum hjólunum frá
okkur og hlaupum inn um dyr á
neðri hæð. Þar er Píla, rauðleit
og voldug. Og við hlið hennar
tísta hvolparnir agnarsmáu. Við
Kiddi leggjumst hjá þeim, strjúk-
um þeim og kitlum, kyssum þá
jafnvel og lyftum þeim upp í loft.
Svo þið eruð komnir, segir kona
og viö lítum við og sjáum að það
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
enn í dag, þrátt fyrir fjarlægðina
eftir að þau fluttu til Akureyrar
og árin sem liðin eru; hún var
mér svo góð í þessum stuttu
heimsóknum að ég hélt eitt sinn
að hún væri amma mín. Ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa
fengið, sem drengur, að kynnast
svona góðri konu.
Helgi Jónsson,
Ólafsfírði.
Bændur athugið!
Höfum til sölu grasköggla, blandaða með fiski-
mjöli.
Afbragðs fengieldisfóður.
Hafið samband við Pétur í síma 95-38233.
er bara hún Kristín; Kristín í
Garði. Lágvaxin kona og róleg
eins og fjöllin allt í kringum
fjörðinn hennar. Blíðlynd kona,
hugulsöm, traust. Mér leið alltaf
vel nálægt lienni. Svo gaf hún
okkur Kidda mjólk að drekka og
ekki brást meðlætið. Á meðan
stóð Nývarð reffilegur úti á túni
og leit eftir hrossunum sínum.
Síðan eru liðin mörg ár og nú er
Kristín dáin. Hún stendur mér
Parkinsonsfélag
Akureyrar og
nágrennis
heldur fund í Glerárkirkju laugard. 24. nóv.
kl. 14.00.
Friðrik Yngvarsson læknir, talar um þoi og þrek park-
insonssjúklinga.
Skemmtiefni og kaffiveitingar.
Stjórnin.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur í
hyggju að taka upp nám fyrir
samningsbundna bókagerðarmenn
á vorönn 1991, ef næg þátttaka fæst.
Innritun lýkur 30. nóvember.
Skólameistari.
Jólabasar
laugardaginn 24. nóv. kl. 15.00-17.00.
Laufabrauð, kökur, munir.
Kaffisala.
Skyndihappdrætti.
Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10.
Harmoniku-
unnendur
Dansleikur
verður í Lóni við Hrísalund, laugardaginn 24.
nóvember frá kl. 10.00 til 03.00.
Allir velkomnir
ARNÓR BENÓNÝSSON
er frambjóðandi í opnu prófkjöri
Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra.
Kosningaskrifstofa hans er
að Óseyri 6, Akureyri.
Síminn er 25002.
Opið alla daga frá kl. 16-
19. (Arnór hellir upp á
kaffið!)
Bjóðum upp á akstur
á kjördag.
Stuðningsmenn.
Arnór Benónýsson.
m
Framsóknarfóik
á Húsavík
Framvegis verður skrifstofa flokksins í Garðari, Garðars-
braut 5, opin á laugardagsmorgnum milli kl. 11.00-12.00.
Heitt á könnunni.
Lítum inn og ræðum málin.
Framsóknarfélag Húsavíkur.
Faðir okkar,
GÚSTAVJÓNASSON,
rafvirkjameistari,
lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 20. nóvember.
Ingibjörg Gústavsdóttir,
Bolli Gústavsson.