Dagur


Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 4

Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 4
áS^DBLI, fo'apafíóð ;iykarbrúi] •■'■iK.U, 'fíiluvcrðurerii/ ,"Ja “gregJmuii ^'w-^ShtaT F» /» ° ‘VKKir sfjarðark dfcslBÚr3S£S!2!&** 1,7 SíluOsrðjr: lornarinnar 4 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990 Óiafur bekkur verður nú þriðja fleyta í flota Sæbergs hf. Rekstur togarans hefur verið mjög erfiður og hvflir á fjórða hundrað inilljóna króna skuld á skipinu. Sæberg hf. hefur umboð fyrir Olís í Ólafsfirði. Að sjálfsögðu hefur Olís séð skipum Sæbergs, Mánabergi og Sólbergi, fyrir olíu og nú færast olíuviðskipti Ólafs bekks frá Skeljungi yflr á Olís. Hér var áður veldi Magnúsar Gamalíelssonar. Nú er þar m.a. til húsa rækju- vinnsla Hraðfrystihússins, sem færist yfir á herðar Sæbergs. Ekki hefur verið ákveðið hvort og þá með hvaða hætti rekstur frystihússins, þ.m.t. rækju- vinnslunnar, verður stokkaður upp. Sólbergið ÓF-12 var keypt nýtt til Ólafsfjarðar árið 1974 og hefur reynst mikil happafleyta og lagt grunninn að veldi Sæbergs hf. Móðurskipið, verslunarhúsnæði Valbergs hf. við Aðalgötu. Valberg hf. var stofnað árið 1961 og fljótlega byrjað á byggingu þessa húss, þar sem æ síðan hefur verið verslað. í þessu húsnæði við Strandgötu er byggingarvöruverslun Valbergs. í húsinu hefur frá fornu fari verið verslað. Gamlir Ólafsfirðingar minnast Binnabúð- ar, verslunar sem var kennd við Brynjólf Sveinsson. Ólafsfirðingar nokkuð sáttir við uppstokkun á útgerð og fiskvinnslu á staðnum: Vonir bundnar við Sæberg Með kaupum Sæbergs hf. á 17% hlut Ólafsfjarðarbæjar og 49% hlut Hlutafjársjóðs í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar hf. á fyrirtækið orðið 70% hlut í frystihúsinu á móti ýmsum fyrirtækjum og ein- staklingum. Þetta þýðir að rekstur frystihússins færist yfir á herðar Sæbergs hf. að langmestu leyti. Sömuleiðis yfirtekur Sæberg hf. rekstur Útgerðarfélags Ólafsfjarð- ar hf., sem gert hefur út togarann Ólaf bekk. Ólafsfjarðarbær átti 30% hlut í Útgerðarfélaginu og Hraðfrystihúsið 70%. Sæberg hef- ur keypt hlut bæjarins í Útgerðar- félaginu. Með þessari uppstokkun í útgerð- armálum í Ólafsfirði fer ekkert á milli mála að Sæberg hf. og Valberg hf., sem eru nátengd fyrirtæki, eru stærstu atvinnuveitendur í Ólafsfirði. Ætla má að hjá þeim starfi um 170 manns. í áhöfnum þriggja togara, Sólbergs ÓF-12, Mánabergs ÓF-42 og Ólafs bekks ÓF-2 eru á sjöunda tug manna. í frystingu, rækjuvinnslu og loðnubræðslu má ætla að vinni um 90 manns þegar allt er í fullum rekstri. Pá er ótalinn verslunarrekst- ur Valbergs hf., en í tveim verslun- um vinna um 15 manns, þar af um helmingur í fullu starfi. Mörgum kann að finnast sem upp- gangur -berg fyrirtækjanna í Ólafs- firði hafi verið með ólíkindum. Pað Aflinn er frystur um borð í Mána- berginu. Sæberg hf. keypti það árið 1987, en áður hét það Merkúr. má til sanns vegar færa. Á um 30 árum hefur styrkur þeirra aukist jafnt og þétt og þeir sem til þekkja segja að enginn annar aðili í Ólafs- firði hafi getað tekið á sig allar þær byrðar sem á Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. hvíla. Að Valbergi hf. og Sæbergi hf. standa sömu aðilar. Valberg var stofnað 7. desember árið 1961 af nokkrum einstaklingum í Ólafsfirði og þá þegar hófst verslunarrekstur á þess vegum. Byggt var verslunarhús við Aðalgötu 16 og þá fékk Valberg einnig til umráða verslunarhúsnæði við Strandgötu 4, þar sem áður var til húsa svokölluð Binnabúð, verslun kennd við Brynjólf Sveinsson. Versl- unarrekstur Valbergs hf. hefur ekki breyst umtalsvert í tímans rás. í versluninni við Aðalgötu er matvöru- deild, nýlenduvöru- og gjafadeild. Vöruúrvalið þar þykir gott og nánast hver sentímetri í versluninni er gjörnýttur. í versluninni við Strand- götu eru hins vegar seldar byggingar- vörur og ýmis stærri raftæki. Formaður stjórnar Valbergs hf. er Sigurður Guðmundsson, en aðrir í stjórn eru Sigvaldi Þorleifsson, útgerðarmaður og fiskverkandi og Jón Þorvaldsson. Framkvæmdastjóri Valbergs með prókúru er Gunnar Pór Sigvaldason, sonur Sigvalda Þor- leifssonar. Sigurður Guðmundsson hefur yfirumsjón með versluninni í Valberg en Jón Porvaldsson er á skrifstofunni og sér um þá hlið mála. Sæberg hf. var stofnað 1. október 1970. Núverandi formaður stjórnar er Ásgeir Ásgeirsson, en aðrir í stjórn eru Sigurður Guðmundsson og Jón Þorvaldsson. Framkvæmdastjóri og prófkúruhafi er sá sami og í Valbergi hf., Gunnar Þór Sigvaldason. Segja má að útgerð Sæbergs hf. hafi byrjað fyrir alvöru með kaupum á Sólbergi ÓF-12, 500 tonna skuttog- ara frá Frakklandi, árið 1974. Útgerð skipsins hefur alla tíð gengið vel og skipið hefur „malað þeim Sæbergs- mönnum gull,“ eins og einn viðmæl- andi Dags orðaði það. Afli skipsins fer nú að mestu leyti á tvo staði í Ólafsfirði, til fiskverkunar Sigvalda Þorleifssonar og fiskverkunar Sæ- unnar Axelsdóttur (sem er eiginkona Ásgeirs Ásgeirssonar formanns stjórnar Sæbergs hf.). Þá hefur tölu- vert af afla skipsins farið í gáma á markað erlendis. Mánabergið, 1000 tonna Spánar- togara, sem áður hét Merkúr, keypti Sæberg hf. árið 1987. Aflinn er fryst- ur um borð og segja heimildir að útgerð skipsins gangi allvel. Þriðja skipið, sem nú bætist í fiski- skipaflota Sæbergs hf., er Ólafur bekkur. „Bekkurinn“ var smíðað árið 1973 og er einn þeirra frægu Japanstogara. Hann var lengdur og endurbættur í Póllandi árið 1987. Sú viðgerð reynd- ist kostnaðarsöm og rekstur skipsins hefur verið afar erfiður síðan. Samkvæmt síðasta uppgjöri eru skuldir á skipinu rúmar 300 milljónir króna. Heimildamaður Dags, sem vel þekkir til reksturs á Ólafi bekk og Hraðfrystihúsinu, segir að hefði Sæberg hf. ekki komið inn í dæmið nú, hefðu Ólafsfirðingar þurft að horfa á eftir Ólafi bekk úr byggðar- laginu. Þetta er ekki síst stutt þeim rökum að skipið er á sóknarmarki í ár og færist yfir á aflamark á næsta ári með tilheyrandi skerðingu á kvóta. Þessi kvótasamdráttur er talið að hefði riðið rekstri skipsins að fullu Ljóst er að Sæbergs-manna bíður erfitt verkefni við að samræma veið- ar og vinnslu ísfisktogaranna tveggja og frystihússins. Samkvæmt heimild- um Dags eru skuldir á frystihúsinu nálægt 140 milljónum króna. En öllum þeim sem Dagur hefur talað við ber saman um að geti Sæbergs-/Valbergsmenn ekki komið rekstri Ólafs bekks og frystihússins á réttan kiöl, þá sé það ekki á færi aðila í Ólafsfirði. Bent er á að þeir hafi gætnina og skynsemina að leið- arljósi í peningamálum, sem sést best á því hversu vel til hefur tekist með verslunarrekstur undir nafni Val- bergs og útgerð Sólbergs og Mána- bergs undir nafni Sæbergs. En hvert er viðhorf Ölafsfirðinga til þessara breytinga í fyrirtækja- rekstri í Ólafsfirði? „Hljóðið í Ólafs- firðingum er yfirleitt gott. Menn trúa því að rekstrarlega geti þetta aldrei gengið hjá neinum öðrum en Sæ- bergs-mönnum, þeir hafi sýnt það að þeir kunni að reka fyrirtæki. Hins vegar finnst sumum varhugavert hversu stór hluti atvinnulífsins á staðnum færist með þessu undir einn aðila,“ voru orð heimildamanns Dags í Ólafsfirði. óþh Með kaupum á 17% hlut Ólafsfjarðarbæjar og 49% hlut Hlutafjársjóðs í Hraðfrystihúsinu á Sæberg nú um 70% hlut í því.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.