Dagur - 15.12.1990, Page 6

Dagur - 15.12.1990, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUDI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÚLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960). IIÍIGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÖLÁFÚR HÁLLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Leifsstöðvarœvintýri fœrtupp í Þjóðleikhúsinu Flugstöð Leifs Eiríkssonar er af mörgum talin dýrasta bygging íslandssögunnar. Kostnaður við byggingu flugstöðvarinnar reyndist margfalt hærri en ráð var fyrir gert í upphafi og fram- kvæmdin í heild samfellt klúður. Vegna veru bandarísks herliðs á Keflavíkurflugvelli var fyrirfram frá því gengið að Bandaríkjastjórn greiddi helm- ing áætlaðs kostnaðar við byggingu hinnar nýju flug- stöðvar. Ótrúlega óskynsam- legir samningar af Islands hálfu gerðu það hins vegar að verkum að íslenska þjóðin bar ein og óstudd skaðann af óráðsíunni og fyrirhyggju- leysinu við byggingu Leifs- stöðvar. Svo sem flestum er í fersku minni vildi Bandaríkjastjórn vita, áður en verkið var hafið, hvað það myndi kosta - og greiða síðan tilskilinn hluta þeirrar upphæðar. Þar af leið- andi setti Bandaríkjastjórn ákveðið „þak“ ágreiðslur sínar þegar í upphafi; tiltók ákveðna upphæð að hámarki sem sitt framlag til byggingarinnar. Vel má vera að þessi bandaríski varnagli í samstarfssamningn- um um framkvæmdina hafi ekki verið sleginn af klókind- um einum saman, heldur hafi fyrirhyggjan ráðið ferðinni. Á hinn bóginn er alls eins víst að nágrannar okkar í vestri hafi fregnað að hér á landi sé það regla en ekki undantekning að framkvæmdir á vegum hins opinbera fari gersamlega úr böndum kostnaðarlega séð - og þess vegna talið nauðsyn- legt að setja slíkt ákvæði inn í samninginn. Það kom líka á daginn að þetta „litla" samn- ingsákvæði sparaði bandarísk- um skattgreiðendum nokkur hundruð milljónir. Enginn var hins vegar kallaður til ábyrgð- ar hér á landi vegna óráðsíunn- ar. Þjóðin varð bara að borga brúsann - og helst með bros á vör og án þess að spyrja óþægilegra spurninga. Þetta er rifjað upp hér því enn einu sinni er sagan að endurtaka sig. Alþingi sam- þykkti á sínum tíma fjárveit- ingu til nauðsynlegs viðhalds, og að hluta til endurbygging- ar, á Þjóðleikhúsi allra lands- manna. Áætlaður kostnaður vegna fyrsta áfanga fram- kvæmdanna nam 315 milljón- um króna. Nú þegar er kostn- aðurinn hins vegar kominn í tæpar 500 milljónir króna - og verkhlutanum hvergi nærri lokið. Fram hefur komið í frétt- um að af þessum 500 milljón- um króna hafa hvorki meira né minna en rúmar 140 milljónir farið í að greiða kostnað við hönnun, stjórn og eftirlit vegna framkvæmdanna! Er nema von að almenningi blöskri? Flugstöðvarævintýrið hefur nú verið sett upp í sjálfu Þjóð- leikhúsinu, í örlítið smækkaðri mynd. Sú staðreynd sýnir að íslensk stjórnvöld hafa ná- kvæmlega ekkert lært af reynsl- unni. Þau bjóða nú þjóðinni öðru sinni að sjá „stykki sem koiféll" fyrir fáum árum, eins og sagt er á leikhúsmáli. Það er í sjálfu sér lítilsvirðing við skynsama áhorfendur. Auk þess er uppfærslan allt of dýr. BB. Þar eru sko repúblikanar alvöru repúblikanar - og demókratarnir líka Þegar það barst í tal heima að við værum að fara til Utah nefndu margir tvennt. í fyrsta lagi hvort við yrð- um ekki mormónar af því að dveljast hér og í öðru lagi að við gætum þá heyrt í Mormónakórnum hinum fræga. Um þann söng verður seinna talað. Frá því er skemmst að segja að aðeins í eitt skipti hefir verið reynt að hafa sérstök áhrif á trúarskoðanir okkar. Það var vottur Jehóva - einn af 55 hér í bænum - og hafði hann svipað erindi og félagar hans hafa haft við okkur heima á Islandi. Heimamenn hér - sem vilja fremur kallast Latter Day Saints eða hinir síðari daga heilögu heldur en mormónar - hafa ekki reynt að boða okkur sína kenningu. Ekki verður hjá því komist að vita af trú þeirra, trúrækni og lífsskoðunum yfirleitt. En trúboð hafa þeir ekki í frammi. Aftur á móti höfum við bundið vinskap við tvo afbragðsmenn sem voru trúboðar heima á Akureyri fyr- ir svo sem tveimur árum. Þeir heita Todd og Jay og biðja reyndar fyrir kveðju til allra sem vilja taka henni. Einkum segjast þeir muna eftir krökkunum í Lunda- hverfinu. Það er meðal annars til marks um greiðvikni og vin- semd þessara manna að annar þeirra gerðist sjálfboða- liði svo sem klukkutíma á hverjum degi til að hjálpa Signýju Valdimarsdóttur í barnaskólanum hennar-rétt sisvona af því hann frétti af því að þar væri íslensk stúlka sem ekki talaði ensku. Ég á nú eftir að sjá skólapilta á íslandi bregðast svona við. Hér um slóðir er fólk heldur íhaldssamt í flestum efn- um og er til marks orðtak sem gárungar hafa um Utah: „Þar eru sko repúblikanar alvöru repúblikanar - og demókratarnir líka.“ Hér eru nýafstaðnar kosningar af ýmsu tagi og meðal annars til fulltrúaþings í flestum kjördeildum og baráttan um atkvæðin var býsna hörð. Einn demókrati situr á þinginu fyrir Utah og var gerð hörð hríð að honum. Honum var meðal annars fundið til foráttu að hafa greitt atkvæði með auknum sköttum þegar verið var að berja saman fjárlög, hann er mótfall- inn dauðarefsingu til handa eiturlyfjasölum og morð- ingjum og fleira misjafnt er tínt til um þennan mann. Hann hafði og hefir enn hins vegar (í augum allmargra kjósenda) augljósan kost umfram keppinaut sinn; hann er karlmaður en hún er kona. Þessa varð mjög greini- lega vart í kosningabaráttunni að þetta kvenkyn þykir hálfgerður löstur á frambjóðanda - flokksfélagar báð- ust hálfpartinn afsökunar á þessu óheppilega kynferði síns manns (konu). Hún tapaði nú samt. Það er dálítið merkilegt að fylgjast með því sem fólk setur á odd þegar verið er að tala um hlutverk og gerðir ríkisstjórnarinnar hér um slóðir. Hrepparígur er hér nokkur og auðheyrt á mörgu að menn hér í vesturríkj- unum (vestan sléttanna) þykjast jafnokar hinna sem austar búa - það er líka jafn auðheyrt að þeir þykjast fyrir borð bornir í mörgu tilliti. Hér fer mönnum sem víða annars staðar að þeim þykir sinn fugl fegurstur og merkilegastur - undir niðri er þessi nagandi ótti um að grasið sé þrátt fyrir allt grænna annars staðar. Það er eiginlega sama hvort ég er að lesa Daily Herald hér í Provo eða Dag, mér dettur stundum í hug þessi vísa: Sjaldan var ’ann með hýrri há honum gramdist það mest að sjá hve allt var fánýtt í fórum hans en feitt undir kúnni nágrannans. Af lestri blaða sem eru gefin út hér vestan Kletta- fjalla verður ekki margt lært um alþjóðamál. Ögn var skrifað um sameiningu Þýskalands á dögunum og þá helst vegna þess að hérlendir virtust sjá í þessu nýja ríki nokkra ógnun við stöðu og veldi Bandaríkja Norður- Ameríku. Þess sá ég getið í lítilli grein í bæjarblaðinu hér að maður í Sovétríkjunum hefði fengið Nóbels- verðlaun fyrir friðsemd sína; meira var sagt frá því að tveir Bandaríkjamenn höfðu líka fengið Nóbelsverð- laun, þótt það væri fyrir allt annað. Miklu meira var gert úr veitingu friðarverðlauna í meiriháttar blöðum svo sem Wall Street Journal en slík blöð eru ekki í hverju húsi hér. Ég hefi svo sein ekki reynt að segja neinum frá skynsamlegum framförum í byggðamálum á íslandi; en mikið afskaplega þótti mér vænt um að sjá hvað íbúar í Eyjafirði fram eru yfirleitt viturt fólk. Því hefir stund- um verið fleygt að hrepparígur mundi ævinlega verða mannvitinu yfirsterkari þegar kæmi til sameiningar sveitarfélaga - það verður þó ekki í framfirðinum. Og þótt ég sé úr Öngulsstaðahreppi (reyndar af Asnakjálk- anum) hefði mér fundist langsamlega smekklegast að kalla þessa nýju „stórsveit“ Grundarþing, það er þó einhver svipur á þvílíku nafni. Nú verður að vona að fleiri átti sig á því að „sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér“ og það á við um miklu fleira en sveit- arfélög. Einhvern veginn fór mér svo að þegar ég var að lesa bunka af Degi sem mér barst á dögunum fannst mér sumt merkilegra en annað. Ekki vóru það mér tíð- indi að álverið skyldi sett annars staðar en á Dysnesi. Það vissi ég snemma í sumar. En í þessum blöðum var sagt frá vaxandi gengi sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, fisktæknabraut á Dalvík, auknum umsvifum Sæplasts (ekki síst á Dalvík) og náttúrlega nýjungum frá DNG. Jafnvel sveitamaður eins og ég þóttist finna svipaða (sjávar)lykt af þessu öllu saman og fór að hugsa um hvort þetta væru nú ekki þættir sem mætti snúa saman í það reipi sem menn eiga að draga við hið ramma Reykjavíkurvald. Mér datt það sisvona í hug. Valdimar G.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.