Dagur - 15.12.1990, Page 13

Dagur - 15.12.1990, Page 13
Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 13 finnst mér ég alltaf sjá eitthvað nýtt, þetta er svo fallegur staður. En þó að ég sé mikill Húsvíkingur í mér er ekki þar með sagt að ég geti ekki farið eitthvert annað og átt þar heima í einhver ár. Við megum ekki festa okkur algjörlega, ekki jarðbinda okkur. Það er mín skoðun en það má hamingjan vita að fólk má hafa aðra skoðun. Söngvarinn þarf að gæta sín vel t.d. á því hvað hann borðar og hvað hann drekkur. Þessi árstími er mjög erfiður þegar svo margir eru illa kvefaðir og fólk er að mæta í söngtíma og syngja kvefið sitt í mann. Sagði ekki Kiljan að íslendingar einir þjóða þætt- ust ekki vera veikir þegar þeir væru kvefað- ir? í lok nóvember söng ég á tónleikum á Akureyri sem heppnuðust að mínu mati fremur vel. Meiningin var að endurtaka tón- leikana í Húsavíkurkirkju vikuna eftir en þá var söngkonan komin með kvef!“ Brúðkaupsferð á fertugsafmælinu - Þú fórst í söngferð til Danmerkur í haust. „Já það var alveg furðulegt. Meðan ég var í Bloomington var hringt í Magnús minn, það var gamall skólabróðir minn sem er búsettur í Álaborg og var að spyrja hvaða lög ég ætlaði að syngja í Danmörku. Við skildum ekki neitt og hlógum bara að þessu. Eftir að ég kom heim hringdi þessi skóla- bróðir aftur og sagði að ég væri þarna á blaði, ætti að koma út og syngja á „Focus pá Island“. Ég hafði engan áhuga á þessu og sagðist ekki koma nema ég fengi að syngja á tónleikum, Magnúsi manninum mínum yrði boðið með, og að ég fengi að syngja á elli- heimilum. Fyrst ég gerði svona miklar kröf- ur hélt ég að þetta væri úr sögunni, en það var sótt um styrk til elliheimilanna í Álaborg og það voru þau sem buðu okkur Magnúsi í þessa brúðkaupsferð á fertugsaf- mælinu mínu. Þetta var alveg dásamleg ferð, við hjónin höfum aldrei farið svona tvö saman og nutum þess til hins ítrasta. Það var mjög gaman að syngja fyrir gamla fólkið en það sem að brást var undirleikar- mn á tónleikana. Ég sendi prógramm eins og ég hef sungið með þessum fínu píanistum sem hér hafa verið en það var of erfitt fyrir píanistann þarna úti, svo ég fór án þess að fá að syngja á tónleikum. Ég söng sex sinnum á elliheimilum og kaffihúsi þessa viku, einn- ig hélt ég fyrirlestur um íslenska tónlist. Mér var ágætlega tekið og þetta var virkileg skemmtiferð. í þessum fyrirlestri sagði ég frá því að það væri enginn söngvari á íslandi sem lifði af list sinni, því hér er enginn söngvari á laun- um sem söngvari. Þó að menn sem verða stórmeistarar í skák fari á kaup mennta- skólakennara þá gerum við ekkert fyrir söngvarana okkar, þeir mega syngja við jarðarfarir og síðan eiga þeir bara að kenna. Þetta er sorglegt. Við eigum ballettflokk og fleira en engan söngvara á launum. Ég held að Danir hafi ekki trúað mér. Ég tek ofan fyrir fólkinu í íslensku óper- unni sem hefur verið að reyna að brjótast eitthvað áfram, þó að gagnrýna megi ýmis- legt eins og það að láta alltaf sama fólkið syngja þá hefur það unnið mikið starf. Ég hélt að söngvarar væru ekki svona hógværir, en svona er ástandið. Mér finnst líka furðu- legt að ekki skuli vera skólaópera í Reykja- vík með alla þessa tónlistarskóla." - Hvernig upplifir þú þá staðreynd að hafa náð fertugsaldrinum? „Mér finnst allt í lagi að vera orðin svona gömul. Ég upplifi þetta mest í gegnum börnin mín sem eru að verða stór. Það er aldeilis munur á að eiga stór börn en lítil börn. Lítil börn þurfa svo mikla aðhlynn- ingu og maður gerir ósköp lítið annað með- an börnin eru smá en að sinna þeim. Nú hef ég miklu meiri tíma fyrir sjálfa mig. Svo er annað, ég er ekki eins viðkvæm fyrir því sem sagt er. Við dýrkum of mikið æskuna og það að vera ungur, ég er ekki hrædd við hrukkur." Það á enginn að láta traðka á sér - Hvað um framtíðina? „Hún kemur bara svona frá ári til árs. Það er ýmislegt sem mig langar til að gera. Við erum þrjár að kenna söng á Eyjafjarðar- svæðinu, Margrét Bóasdóttir, Þuríður Bald- ursdóttir og ég. Þetta eru kjarnorkukonur og við eigum okkar drauma um að koma einhverju upp. Það er ágætis leikhús á Akureyri og nýi leikhússstjórinn hefur drauma um að koma upp óperu svo kannski eiga þessir draumar allir eftir að rætast. Ég veit ekki livað ég verð mikið við kór- stjórn sem er mjög slítandi og erfitt verk. Ég ætla að halda áfram að læra tónleika- prógrömm og syngja svona út um hvippinn og hvappinn. Maður verður alltaf að læra eitthvað, það þýðir ekkert að syngja gömlu lögin frekar en fyrir málara að mála alltaf sömu myndina." - Hvað mundir þú segja við konu sem stæði í sömu sporum og þú stóðst í fyrir tíu árum, konu með fjölskyldu sem langaði í erfitt nám erlendis? „Ég veit ekki hvort ég mundi ráðleggja nokkrum að gera það sem ég hef verið að gera. Ef einhvern langar í háskóla er ekki nóg að hafa mikla og flotta rödd, það þarf að vera músikant og með langskólanám í tónlist að baki. En að fara erlendis á nám- skeið og í söngtíma til góðra kennara er annað mál.“ - Vill Hóffí segja eitthvað að lokunt? „Við höfum ekki efni á að hneykslast á hvað þessi eða hinn velur sér í lífinu. Ég hef verið svo heppin að eignast sérstaklega góða tengdaforeldra sem alltaf hafa hvatt mig til frekara náms og föður sem lét ekki eftir mér að hætta í tónlistarskóla þegar ég var ungl- ingur, ásamt því að eiga eiginmann sem er ekki karlrembusvín. Þessu fólki er ég ákaf- lega þakklát fyrir að hafa hjálpað mér, svo og Ingvari blessuðum Þórarinssyni sem hef- ur stutt mig með ráðum og dáð. Við verðum að lifa okkar lífi og reyna að gera það eins vel og við getum, reyna að særa ekki hvert annað en samt alls ekki að láta traðka á okkur. Það á enginn að láta traðka á sér.“ IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.