Dagur - 15.12.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990
Fljúgandi furðuhlutir
Á myndinni sésl óþekktur hlutur sem myndaður var úr flugvél sem var að
fljúga á milli Barcelona og Maiquetía árið 1963. Skugginn af hlutnum og
flugvélinni sést á myndinni.
Hvort sem menn trúa í blindni á
fljúgandi furðuhluti (FFH) eða
neita tilvist þeirra með öllu þá
eiu samt sem áður alltaf að
koma upp dæmi sem þrjóskast
við að sýna fram á tilvist þeirra.
Frásagnir af FFH eru ekki ein-
ungis staðreynd heldur er það
nokkuð sem endurnýjast stöð-
ugt. Frásagnir frá öllum heims-
hornum og hinum ólíkustu
menningarsvæðum berast okk-
ur stöðugt til eyrna.
Þegar það fólk er athugað
sem segir frá slíkum tilvikum,
kemur í ljós að stórt hlutfall
þess er mjög áreiðanlegt og
eðlilegt fólk. Jafnvel segja vfs-
indamenn og vel menntað fólk
frá því að hafa séð slík fyrir-
bæri. Það þarf ekki að líta
lengra til baka en síðastliðins
sumars þegar sagt var frá því í
fréttum að nokkrir eðlisfræð-
ingar ásamt fleira fólki í Belgíu
hefðu nokkur kvöld í röð, virt
fyrir sér á himni það sem virtist
vera FFH. En FFH eru eitt og
túlkun þeirra annað. Sú skýring
að þessi fyrirbæri séu frá öðrum
hnöttum hefur náð yfirhöndinni
í huga almennings, hvort sem
það er raunhæft eða ekki. Fólk
dregur þar með þá ályktun að
þetta hljóti að vera farartæki
vitsmunavera frá öðrum hnött-
um.
Þetta er á vissan hátt mjög
heillandi hugmynd en hún hefur
farið verulega í taugarnar á vís-
indalega þenkjandi fólki og
reyndum vísindamönnum. Þar
sem þeir eru vanir að hugsa í
stjarnfræðilegum vegalengdum
geimsins þá sjá þeir enga mögu-
leika á að hér sé um að ræða
gesti utan úr geimnum. Þetta er
auðvelt að skýra með einföldu
dæmi. Ef við hugsum okkur að
þykktin á einu spilakorti tákni
fjarlægðina á milli tungls og
jarðar, þá þyrfti meira en
tuttugu kílómetra þykkan spila-
bunka til að tákna vegalengdina
til næstu sólstjörnu í geimnum!
Með þetta í huga má sjá að ef
við ætium okkur að áætla að um
sé að ræða gesti utan úr geimn-
um þá verðum við einnig að
áætla að þeir kunni verulega
mikið meira fyrir sér heldur en
við ef þetta er hægt á annað
borð.
Það er einmitt þarna sem við
rekumst á vegg, þar sem rann-
sóknir hafa sýnt að ferðalög um
slíkar óravegalengdir eru
ómögulegar... og með það að
forsendu verður að draga þá
ályktun að FFH hljóti að vera
tómur þvættingur og hjátrú.
Þetta mætti skoða sem hlutlausa
ályktun vísindalega sinnaðra
manna.
En áður en við hættum að
reyna að reikna dæmið til enda
skulum við velta svolitlu fyrir
okkur. Þetta málefni minnir
óneitanlega á það þegar vís-
indamaður einn á síðustu öld
sem var að fást við kátóðu-
geislalampa komst að því að
innpakkaðar Ijósmyndafilmur
eyðilögðust algerlega ef þær
voru geymdar nálægt lampan-
um þegar straumur var á
honum. En eina ályktunin sem
vesalings maðurinn gat dregið
af þessu var að hengja þyrfti
upp viðvörun á vegg rannsókn-
4rstofunnar sem á stóð: „Forð-
ist að geyma ljósmyndaplötur
nálægt katóðugeislalampan-
úm...“ og þar með glataði hann
tækifærinu til þess að uppgötva
röntgengeislann!
Stundum mætti jafnvel halda
að snillingarnir sjálfir gengju
með bundið fyrir augun þegar
þeir fara að kanna það sem er
algerlega óþekkt. í bókinni
„Hinir fordæmdu“ segir Charles
Fort frá Antonie Lavoisier sem
er einn af frumkvöðlum nútíma
efnafræði: „13. september 1768
heyrðu franskir bændur sem
voru við störf úti á ökrum
skyndilega hvin mikinn í lofti og
þegar þeir litu til himins sáu
þeir steinhnullung skella til
jarðar af miklu afli. Franska
vísindaakademían bað efna-
fræðinginn mikla um skýringar
en Lavoisier var þess fullviss að
steinar féllu aldrei ofan úr
skýjunum og sagði það eitt að
sjónarvottunum hlyti að skjátl-
ast eða þá að þeir færu vísvit-
andi með lygar. Það var ekki
fyrr en á nítjándu öld sem
akademían viðurkenndi tilvist
loftsteina!"
En hvað gæti okkur sést yfir
með því að hella okkur ekki út í
það að rannsaka af fullri alvöru
FFH? Er ekki hægt að draga
aðra ályktun en þá að við verð-
um að afneita þeim vegna þess
hve ótrúlegir þeir eru? Senni-
lega mætti segja það mistök hjá
okkur ef við ætluðum okkur að
skilgreina FFH eins og einn
nítjándu aldar breskur eðlis-
fræðingur skilgreindi dáleiðslu-
tilraunir samtímamanna sinna.
Hann sagði að þær væru: „Að
hálfu leyti sýndarmennska og
restin léleg rannsókn." Nú í dag
eru þessar sömu dáleiðsluað-
ferðir hins vegar viðurkenndar
og notaðar á mörgum sviðum
sem ná allt frá læknisfræði til
lögfræðirannsókna. Hinn gamli
efagjarni eðlisfræðingur var
hins vegar alls ekki einn um að
fordæma dáleiðslu. Árásir vís-
indamanna voru bæði margar
og hatrammar og létu þeir með-
al annars þau tilmæli falla þegar
dáleiðsla var notuð við upp-
skurði í stað svæfingar að sjúkl-
ingarnir væru forhertir svikarar
sem létu aflima sig og skera úr
sér innvortis meinsemdir án
þess að sýna nokkur merki um
nokkur óþægindi. Þá er ekki
laust við að mann langi til að
spyrja: Hvað er eiginlega hægt
að grafa höfuðið djúpt ofan í
sandinn? Það er ekki nokkur
vafi á að margar frásagnir af
FFH eru engu ótrúlegri en
dáleiðslan var á sínum tíma.
Taka má dæmi úr nútíma eðlis-
fræði sem er hið furðulega
bylgju- og efnisagna-tvíeðli
ljóssins. Þessi samlíking hentar
einmitt vel vegna þess að FFH
virðast haga sér á svipaðan hátt.
í aðra röndina lítur út fyrir að
FFH séu algerlega efniskenndir
hlutir og þeir hafa verið Ijós-
myndaðir með misjöfnum
árangri þó engar verulega góðar
nærmyndir hafi náðst. Þeir sjást
á radar, brjóta trjágreinar og
skilja eftir sig holur í jörðinni
og fullyrt er að byssukúlur kast-
ist af þeim. Það er einnig vand-
lega staðfest að þeir hafa stöðv-
að bílvélar og truflað rafkerfi
stórborga. Athugun á meira en
fjögur hundruð (ilfellum um bíl-
vélastöðvanir af völdum FFH
taka af allan vafa um efnislegar
verkanir þeirra.
En samt sem áður virðast
FFH búa yfir verulega óefnis-
kenndum eiginleikum. Þeirgeta
birst um stundarsakir til þess
eins að því er virðist að brjóta
lögmál efnisheimsins. Að
minnsta kosti virðast þeir brjóta
þau lögmál sem við þykjumst
þekkja. Þeir geta náð ótrúlegri
hraðaaukningu, hangið í lausu
lofti og horfið skyndilega fyrir
augum manna en virðast ekki
stoppa lengi á sama stað. Þetta
einkenni hefur verið kallað
„Cheshire-kattar einkennið“,
eftir ketti Lísu í Undralandi
sem einnig birtist skyndilega úr
engu. Hann stoppaði einungis
stutt á sama stað og hvarf jafn
skyndilega og hann birtist.
John Stuart Mill sagði eitt
sinn að veigamesta orsökin fyrir
því að eitthvað er ekki kannað
til hlítar væru fyrirfram
ákveðnar skoðanir. Það er
greinilegt að þessi hæfileiki
FFH til að birtast og hverfa þeg-
ar minnst varir er næg ástæða
fyrir suma til að hafna algerlega
tilvist FFH.
Samt er kötturinn þarna og
alltaf virðist hann vera að segja
okkur eitthvað. Það er svo sem
ekki undarlegt að ekki hafi ver-
ið gert meira úr þessu máli þeg-
ar menn velta því betur fyrir
sér. Maðurinn er ef til vill ekki í
stakk búinn til að taka til athug-
unar að það sé ef til vill stað-
reynd að til séu þróaðri og
þroskaðri verur en hann. Og
hver vill ekki viðurkenna að
það er verulega yfirgripsmikil
tilhugsun. Ef til vill yfirgrips-
meiri en landamæri ímyndunar-
aflsins ná yfir.
Bakþankar
Okkur finnst gott framsóknar-
mönnum að hafa þjóðarsátt um
jólin og ekki er síður notalegt af
því að vita að ríkisstjórnin okkar
hefur aldrei verið vinsælli en
núna. Það er að þakka stjórn-
visku okkar. Við höfum líka
fundið nokkuð svona örugga
leið til að ná vjnsældum og við-
halda þjóðarsátt. Við vorum svo
heppnir í þetta sinn að rétt áður
en sáttargjörðin var staðfest
hafði Ólafur Ragnar fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, gert „tíma-
mótasamning" við háskóla-
menntaða ríkisstarfsmenn og
það sem hann taldi ennþá mikil-
vægara þó, „endurvakið gagn-
kvæmt traust" milli þessara
aðila eins og hann sagði rétti-
lega. Þessi tímamótasamning-
ur var gerður af þeirri list að
þegar aðrir síðar sömdu um
kaup sitt og kjör var því lofað að
ríkisstjórnin myndi ekki standa
við samningsgerð sína við
BHMR enda væri það liður í að
byggja upp traust milli ríkis og
launþega. Eftir að sú yfirlýsing
var út gefin var hægt að efna til
þjóðarsáttar. Það varð okkur
líka til happs að opinbert andlit
BHMR vakti ekki tiltakanlega
samúð hjá „almenningi“ og þar
að auki gátum við dálítið ýtt
undir það sem var þó á
almannavitorði að ríkisstarfs-
menn eru hinar verstu afætur
og einkum þeir sem eru í þessu
sérstaka félagi, gott ef þetta er
ekki að meginuppistöðu kenn-
arahyski og vísindakuklarar
sem engin þörf er fyrir og hefur
aldrei unnið fyrir kaupinu sínu
Ívað þá það eigi skilið aö fá
auphækkun sem það þar að
auki hafði samið um við fjár-
málaráðherra.
Enda var það eins og við
manninn mælt aö þegar í Ijós
kom að við höfðum brotið lög á
þessu fólki og sett lög á dóms-
úrskurð svo sem vera ber í
réttarríki, urðum við vinsælli en
nokkru sinni fyrr. Við höfðum
„makkað“ rétt. Þetta voðalega
fólk sem við höfðum í þjónustu
okkar i gustukaskyni reyndist
enga formælendur eiga í öðrum
stéttum og Önnur launþega-
samtök tóku lagasetningunni
fagnandi svo sem vera ber. Þar
með er líka brautin rudd fyrir hið
nýja siðgæði í launa- og samn-
ingamálum.
Við erum líka svo heppnir,
framsóknarmenn, að hafa I
landinu „óháðar" reiknistofur
að sýna fram á meö margföld-
un hvað yfir hefði dunið ef
staðið hefði verið við samninga
við BHMR. Það gleymdist að
vísu í þetta sinn að samhæfa
þær áður en útkomurnar voru
birtar. Þjóðhagsstofnun brást
ekki frekar en fyrri daginn og
reiknaði sig umsvifalaust upp í
40% verðbólgu, sem var ein-
mitt sú tala sem við og
Ásmundur og Þórarinn og Einar
Oddur höfðum pantað en hins
vegar iáðist að láta hagdeild
Seðlabankans vita hver talan
ætti að vera svo þeir fóru í
reiknings-„loftfimleika“ og kom-
ust að fáránlegri niðurstöðu.
Þetta skipti að vísu ekki máli en
við sendum þó Ásmund og
Þórarin niður eftir til þeirra að
sitja yfir þeim þangað til þeir
fengju viðunandi verðbólgu nú
og svo hringdi hann Jón banka-
ráðherra í Jóhannes seðla-
bankastjóra að segja honum að
treyst væri á „óháð“ álit Seðla-
bankans svo að þeir yrðu að
læra margföldunartöfluna upp á
nýtt á þeim bæ. Jóhannes
sagðist ætla að reyna það.
Þegar fram liðu klukkustundir
voru Ásmundur, Þórarinn og
Jón búnir að fá „óháða" niður-
stöðu frá Seðlabankanum sem
þeir gátu sætt sig við og með
sæmilega kurteisu orðalagi. Þá
þurfti ekki lengur vitnanna við
og allar „óháðar" reiknistofur
ríkisins orðnar sammála um að
4,5% hækkun launa BHMR fé-
laga, sem samið hafði verið um,
mundi valda a.m.k. 200% verð-
bólgu ef ekki fyrr þá að minnsta
kosti seinna. Nú var voða gám-
an að fylgjast með vinsældalist-
unum.
Nú hefur okkur réttilega verið
bent á að ekki muni vera treyst-
andi á að nota BHMR fólk lengi
í vinsældabaráttunni en til allrar
hamingju eru til í þjónustu ríkis-
ins ýmsir hópar sem njóta ekki
teljandi samúðar annarra, fleiri
kennarar og alls konar lýöur
annar. Upplagt aö setja á þá
bráðabirgðalög ef vinsældirnar
ætla að fara aö dvína þegar líð-
ur fram á vorið. Við getum látið
hann Ólaf okkar Ragnar gera
„tímamótasamninga" við þá'
tii að „endurvekja traust á milli
aðila" og svo getum við látið
kratana þrengja dálítið að
bændum sem eru ærulausir
hvort sem er. Ef illa fer höfum
við framsóknarmenn hvergi
komið þar nærri frekar en fyrri
daginn.
Það er gott að hafa frið og
þjóðarsátt um jólin. Það er líka
gott að hafa allar þessar vin-
sældir og það er ekki síður
gaman að hafa fundið óbrigðult
ráð til að viðhalda þeim. Það
þarf ekki annað til en hið forn-
kveðna, að velja andstæðinginn
af kostgæfni, brjóta á honum
lög og fara síðan í mörg og dýr
feröalög og hafa konuna með
svo sem kveðið er á um í þjóð-
arsáttinni.
Að svo mæltu ætla ég svona
í laumi að bregða mér út í
kartöflugarð fyrir áeggjan frú
Guðbjargar að taka upp dálítiö
neöan í pott af kartöflum til að
hafa með jólamatnum. Ég ætla
að pukra við þetta I myrkrinu
svo að enginn frétti af því. Ég
vildi síður það yrðu sett bráða-
birgðalög á þennan tekjuauka.
Ég er nú einu sinni ríkisstarfs-
maður og verð að fara að öllu
með gát.
Gleðileg jól.
Kr.G.Jóh.