Dagur - 15.12.1990, Side 16
16 - DAGUR - Laugárdaguí* I5f desehrtbér 1990
bílar
i
HAGKAUP
Akureyri
Mitsubishi Galant 4WD.
Afturhlerinn opnast vel og góðar hirslur eru í bílnum.
Mítsubishi Galant 4VVI)
eru sífellt aö batna. Galantinn er
nefnilega hljóðlátur og hefur
óvenjugóða fjöðrun sem gæti
verið enn betri með stífari demp-
urum.
Galantinn kom fyrst á markað-
inn í þessum búningi 1987 en 5
dyra hlaðbakur ári síðar. Bíllinn
sem ég ók var GLSi og því ríku-
lega búinn tækjum og tólum eins
og títt er um bíla með svona
marga stafi á skottlokinu. Frá-
gangur er ágætur og stjórntækj-
um og mælum mjög vel fyrir
komið. Loftræsi- og miðstöðvar-
kerfið er sérlega öflugt og þægi-
legt.
Sætin eru góð, rýmið nægilegt
bæði í fram- og aftursætum, en
farangursrýmið er talsvert minna
en í eindrifsútgáfunni, þar sem
afturdrifið tekur talsvert pláss og
því verður farangursrýmið
grynnra. Afturhlerinn opnast
hins vegar vel og nokkuð gott er
að lesta og losa bílinn. Óvenju-
margar hirslur eru fyrir smádót
en ekki allar stórar.
Vélin í Galantinum er 2.0 lítra
112 liö. Hún er hljóðlát og þýð-
geng og á auðvelt með snúning,
kann jafnvel best við sig um 4000
sn/mín. Bíllinn er á hinn bóginn
nokkuð þungur svo það veitir
ekkert af vélaraflinu. Gírkassinn
er ágætur og gírhlutföllin heppi-
leg, þótt e.t.v. kunni einhver að
hafa áhuga á lægri 1. gír á al-
drifsbíl. Gírskiptingin var svolít-
ið stirð en bíllinn var líka nærri
glænýr.
Fjöðrunin og hljóðeinangrun
frá vegi var það sem kom mest á
óvart. Galantinn fjaðrar ágætlega
og líklega er aldrifsbíllinn ekki
síðri en sá með framdrifinu, því
aldrifsbíllinn er talsvert þyngri.
Hann liggur vel á vegi og er rás-
fastur. í beygjum er hann stöðug-
ur og nær hlutlaus við allar venju-
legar aðstæður. Sjálfstæð fjöðrun
er á öllum hjólum í aldrifsbíln-
Stjórntækjum er vel fyrir komið í Galant.
koma í heimsókn
kl. 16.15-18.15 í dag
VeríÖ velkomin.
Ég átti þess kost að grípa aðeins í
fjórhjóladrifinn Galant á dögun-
um. Bíllinn hafði skráningar-
númer sem byrjaði á bókstöfun-
um OJ-(bara). Það er hins vegar
ekki hægt að segja um bílinn
sjálfan því hann er hinn ánægju-
legasti að flestu leyti. Bíllinn var
hlaðbakur eins og innflytjandinn
Hekla hf. kýs að nefna 5 dyra
bíla.
Aksturinn var fremur stuttur
en þó nægilega langur til að sýna
og sanna að japanskir aldrifsbílar
Gerð:
Mitsubishi Galant GLSi 4WD, 5-dyra fólksbíll, vél að framan,
aldrif.
Vél og undirvagn:
4-strokka, fjórgengisbensínvél, vatnskæld, yfirliggjandi knastás,
bein eldsneytisinnspýting, slagrými: 1997 cm; borvídd: 85,0 mm,
slaglengd: 88,0 mm, þjöppun 9,0:1, 109 hö við 5500sn/mín, 159 Nm
við 4500.
Drif á öllum hjólum, 5 gíra gírkassi, mismunadrif með sjálfvirkri
læsingu milli fram- og afturása.
Sjálfstæð fjöðrun að framan með þverarmi að neðan og
gormlegg.
Að aftan þverarmar, gormar og demparar.
Jafnvægisstangir að framan og aftan.
Aflstýri, aflhemlar, diskar að framan og aftan, handbremsa á
afturhjólum.
Hjólbarðar 195/65 R 14 H, eldsneytisgeymir 62 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 454,0 cm; breidd 169,5 cm; hæð 143,9 cm; hjólahaf 260,0 cm;
sporvídd 146,0/145,0 cm; eigin þyngd ca. 1.338 kg; hámarksþyngd
1.840 kg.
Framlciðandi: Mitsubishi Motors Corporation, Japan.
Innflytjandi: Hekla hf. Reykjavík.
Umboð: Höldur sf. Akureyri.
Verð: Ca. kr. 1.500.000.
um, og hefur það örugglega já-
kvæð áhrif á fjöðrun og aksturs-
eiginleika Galantsins.
Aldrifsbúnaðurinn er einfaldur
og líklega nokkuð öruggur, þ.e.
venjulegt mismunadrif milli
ásanna með seigjulæsingu
(Visco) og 50/50 átaksdreifingu
milli ásanna. Búnaðurinn virtist
vinna vel á venjulegum malarvegi
og aldrei varð vart þvingunar í
drifbúnaðinum.
Diskabremsur eru svo á öllum
hjólum, sem virtust óaðfinnan-
legar, enda þarf góðar bremsur á
aldrifsbíla, svo ökumenn fari sér
síður að voða. Vökvastýrið er
nægilega nákvæmt og ekki of létt.
Mitsubishi Galant fæst í nokkr-
um útgáfum fyrir utan þennan
sem hér er lýst og má þar nefna
sérstaklega Galant GTI 16V
Dynamic 4. Sá hefur 144 ha vél
og fjórhjólastýri, auk aldrifs.
Galant GLSi 4WD er að
mörgu leyti afbragðs bíll með
góða og örugga aksturseigin-
leika, aldrif og sérlega góða
miðstöð, og verður því að teljast
hinn ágætasti kostur ef menn eru
í bílahugleiðingum í skammdeg-
inu.
Vélin er þýðgeng og hljóðlát.
Umsjón:
Úlfar
Hauksson
A