Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990 fréftir f- Aramótab ren n u r á Norðurlandi Að vanda kveðja Norðlend- ingar gamla árið með viðeig- andi bálköstum. Dagur hefur tekið saman yfirlit yfir brennur vítt og breitt um Norðurland. Hvammstangi Björgunarsveitin Káraborg stendur fyrir áramótabrennu og verður hún á Höfða. Þar verður einnig hefðbundin flugeldasýn- ing. Skagaströnd Að venju verður efnt til hefð- bundinnar áramótabrennu á veg- um félagasamtaka á staðnum. Blönduós Að venju verður áramótabrenna á Blönduósi og einnig ber að geta flugeldasýningar á vegum Hjálp- arsveitar skáta, sem hefst kl. 20.30. Sauðárkrókur Sauðkrækingar halda sína árlegu áramótabrennu. Það er Sauðár- króksbær sem stendur fyrir því að brenna gamla árið út á viðeig- andi hátt. Fljót/Yarmahlíð Bæði í Fljótum og í Varmahlíð í Skagafirði verður gamla árið brennt út á viðeigandi hátt með bálköstum. Það er ungmennafé- lagið sem stendur fyrir brennunni í Fljótum en flugbjörgunarsveitin hefur veg og vanda að brennunni í Varmahlíð. Akureyri Á Akureyri verða tvær gamlárs- brennur í ár. Önnur þeirra verð- ur á Bárufellsklöpp og hin skammt frá Gúmmívinnslunni. Stefnt er að því að kveikja í brennunum um kl. 20 á gamlárs- kvöld. Ólafsfjörður Það eru kiwanismenn sem hafa umsjón með gamlársbrennu í Ólafsfirði. Þeir ráðgera að kveikja í brennunni, sem er stað- sett fyrir vestan Ósinn, um kl. 20 á gamlárskvöld. Dalvík Eins og mörg undanfarin ár verð- ur kveikt í áramótabálkesti aust- ur á sandi á gamlársdag. Verði veður skaplegt er gert ráð fyrir að tendra bálið um kl. 17. Ef að lík- um lætur sjá skátarnir um að staðfesta áraskiptin með kyndl- um í Böggvisstaðafjalli. Siglufjörður Ef veður leyfir er gert ráð fyrir að kveikja í áramótabrennu á innri höfninni á gamlárskvöld. Það er Siglufjarðarbær sem stendur fyrir brennunni. Hrísey Áramótabrenna er fastur liður í Hrísey og verður hún að þessu sinni staðsett fyrir ofan þorpið. Gert er ráð fyrir að tendra bálið um kvöldmatarleytið. Húsavík Sótt hefur verið um leyfi fyrir einni áramótabrennu á Húsavík. Það eru Húsavíkurbær og íþróttafélagið Völsungur sem standa fyrir brennunni og verður hún norðan við bæinn, á hefð- bundnum stað rétt hjá skeiðvell- inum. Kveikt verður í brennunni kl. 20. Mývatnssveit íþróttafélagið Eilífur í Mývatns- sveit stendur fyrir áramóta- brennu á íþróttavellinum við Reykjahlíðarþorp. Kveikt verður í brennunni um kl. 21. Reiknað er með að smábrenna verði við Álftagerði, en heimafólk á bæjunum þar er vant að safnast saman við bálköst á gamlárs- kvöld. Oft eru einnig smábrenn- ur á fleiri stöðum í sveitinni og víða í Suður-Þingeyjarsýslu mun fólk vant því að vera með smá- brennur um kvöldið. Kópasker Samkvæmt venju verða Kópa- skersbúar með áramótabrennu og reikna með að kveikja í henni um kl. 21. Raufarhöfn Á Raufarhöfn verður áramóta- brenna, og að venju á Höfðan- um. Þórshöfn Áramótabrennan á Þórshöfn verður á hefðbundnum stað, rétt innan við þorpið. Vopnafjörður Áramótabrennan á Vopnafirði verður með hefðbundnum hætti og er kösturinn á Búðaröxl. óþh/kg/IM Bráðabirgðatölur um íbúaflölda 1. des. 1990: íbúiim flölgar á Norðurlandi eystra en fækkar á Norðurlandi vestra íbúum á Norðurlandi eystra fjölgaði um 0,1% á árinu 1990 en fækkaði um 0,2% á Norðurlandi vestra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands. íbúum á höfðuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,6% á árinu, um 0,8% á Suðurlandi og um 0,7% á Suðurnesjum. Ibúum fækkaði hins vegar á Vesturlandi um 0,1%, á Vestfjörðum um 0,5% og á Austurlandi um 0,05%. Á Norðurlandi vestra var mesta fjölgun á árinu á Hvamms- tanga, um 3,1%. Á Siglufirði fjölgaði um 0,8%, um 0,6% á Sauðárkróki og um 0,5% á Blönduósi. í Höfðahreppi (Skagaströnd) fækkaði fólki um 4,8%. Á Norðurlandi eystra varð fjölgunin mest á Dalvík, eða 2,2% og um 0,7% á Akureyri. í Ólafsfirði fækkaði um 1,9% og á Húsavík um 0,4%. í suður-Þing- eyjarsýslu hélt fólksfækkun áfram og varð 1,4% á árinu. íbúum í sýslunni hefur fækkað um 310 síðan 1983 þegar þeir urðu flestir. í Skútustaðahreppi fækk- aði íbúum um 6,9%, í Norður- Þingeyjarsýslu varð fækkun minni en undanfarin ár, um 0,6%. Á Austurlandi fjölgaði um 4,7% á Egilsstöðum og á Djúpa- vogi um 1,9%. Á Seyðisfirði fækkaði fólki um 5,0% um 3,2% á Eskifirði og um 1,9% í Vopna- firði og á Neskaupstað. Á þessum áratug hefur það einkennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum. Á hverju ári undanfarin 7 ár, 1984- 1990, hefur fólki fjölgað meira þar en sem nemur heildarfjölgun landsmanna, því að bein fækkun varð í öðrum landshlutum samanlögðum um alls 1.185. Fækkaði í þeim um 141 árið 1984, um 172 árið 1985, um 396 árið 1986, um 89 árið 1987, um 10 árið 1988, um 322 árið 1989 og um 45 árið 1990. -KK íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar: Veitir styrki og viðurkermingar til íþróttafélaga og afreksfólks í íþróttum I íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar hefur að undan- förnu verið rætt um að stofna sérstakan afreks- og styrktar- sjóð sem hefði m.a. að mark- miði að veita styrki til íþrótta- félaga á Akureyri sem viður- kenningu fyrir góðan árangur og drengilega keppni. Jafnframt hefði slíkur sjóður að markmiði að veita íþrótta- og tómstundafélögum á Akureyri styrki og viðurkenningar fyrir gott og öflugt félags- og unglinga- starf. Síðast en ekki síst væri markmið slíks sjóðs að veita viðurkenningar til einstaklinga fyrir góða ástundun og gott for- Eyjafjarðarsveit: Sameinmgarhátíð 5. janúar - fimm umsóknir komnar um stöðu sveitarstjóra Ákveðið hefur verið að fyrsti formlegi fundur nýrrar sveitar- Útgerðarfélag Akureyringa: HaJldór Hallgrímsson ráðinn skipstjóri á Sólbak Allir togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem gerðir eru út á aflamark, eru að veið- um milli jóla og nýárs. Kald- bakur, Harðbakur, Svalbakur og Sléttbakur héldu til veiða aðfaranótt 27. desember. Nýr skipstjóri fór með Svalbak, ívan Brynjarsson, en Halldór Hallgrímsson fv. skipstjóri á DeMiskipulag Ártorg — Sauðárkróki Hér með er auglýst eftir athugasemdum varð- andi deiliskipulag af Ártorgi á Sauðárkróki. Deiliskipulagið verður til sýnis í afgreiðslu Bæjar- skrifstofunna á Sauðárkróki alla virka daga frá kl. 08.00-17.00 til og með 18. janúar 1991. Svæðið afmarkast að norðan af Hegrabraut, að austan af Víðimýri, að vestan af Sauðárhæð og að sunnan af Tjarnarbraut. Athugasemdir við deildiskipulagið þurfa að hafa bor- ist byggingafulltrúanum á Sauðárkróki eigi síðar en 18. janúar 1991. Byggingafulltrúinn Sauðárkróki. Svalbak tekur við Sólbak EA 307 um n.k. áramót. Skipið er gert út sem frystitogari. Að sögn Vilhelms Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. mun Halldór Haligrímsson, skip- stjóri, taka við Sólbak hinum nýja um áramótin, en hann hefur lengstan starfsaldur núverandi skipstjóra hjá Útgerðarfélaginu. Bragi Ólafsson verður 1. stýri- maður og Stefán Ásmundsson yfirvélstjóri, en aðeins þennan fyrsta túr, því ráðgert er að ráða nýja yfirmenn í allar stöður í stað þeirra manna er komu með skip- inu þegar það var keypt. „Ivan Brynjarsson, sem áður var 1. stýrimaður hjá Halldóri, tekur við Svalbak sem skipstjóri. Jón Guðmundsson verður 1. stýrimaður, en hann var 2. stýri- maður áður. Fleiri tilfærslur eða ráðningar eru ekki fyrirhugaðar í bráð,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son. ój stjórnar í Eyjafjarðarsveit verði haldinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Hrafna- gili laugardaginn 5. janúar næstkomandi. Þangað verður öllum íbúum hins nýjar sveit- arfélags, Eyjafjarðarsveitar, boðið auk fjölda annarra gesta, s.s. Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Mikið verður um dýrðir í tilefni af sameiningu hreppanna þriggja. Á fundinum verður frumflutt tónlist sem sérstaklega er samin af þessu tilefni en á hátíðinni verður bæði kórsöngur og lúðrasveitarleikur. Birgir Þórðarson, oddviti Öngulsstaðahrepps, segir að á þessum fyrsta fundi verði kosinn oddviti sveitarfélagsins og vara- oddviti og væntanlega gerðar ein- hverjar samþykktir. Hann segir að nú þegar hafi sveitarstjórnin komið saman til þriggja óform- legra funda en strax í janúar verði hafist handa við að móta skipulag hins nýja sveitarfélags. Meðal þeirra mála sem fljót- lega koma til umfjöllunar er ráðning sveitarstjóra en um ára- mót rennur umsóknarfrestur um starfið út. í gær höfðu fimm umsóknir borist og vitað er um nokkrar umsóknir sem eru vænt- anlegar. JÓH dæmi á sviði íþrótta svo og fyrir félagsstörf. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá íþrótta- og tóm- stundaráði. Þar segir ennfremur, að þótt fyrrnefndur sjóður hafi ekki verið formlega stofnaður enn, var á fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs fyrir yfirstandandi ár gert ráð fyrir nokkru fé til styrkveitinga til afreksfólks í íþróttum svo og til íþrótta- og tómstundafélaga fyrir vel unnin störf. íþrótta- og tómstundaráð hef- ur því ákveðið að efna til 'sam- komu á Hótel KEA á morgun, laugardaginn 29 des. kl. 10.30 árdegis og bjóða til hennar vænt- anlegum styrkhöfum og öllu því akureyrska íþróttafólki sem unnið hefur íslandsmeistaratitil á árinu, svo og forráðamönnum viðkom- andi félaga. Þar verða þessir styrkir og viðurkenningar veitt nteð formlegum hætti. Melgerðismelar: Loftferða- kannar orsakir slyssins Ekki liggur endanlega Ijóst fyrir hvaö olli hörmuiegu slysi á Melgerðismelum í Eyjaflrði 22. desember þeg- ar sviffluga steyptist til jarð- ar og átján ára piltur beið bana. Rannsókn slyssins er í höndum Loftferðaeftirlits. Að sögn sjónarvotta er þó ljóst að annar vængur svifflug- unnar brotnaði af og þá skipti engum togum að hún steyptist niður. Pilturinn sem fórst hét Er- lendur Árnason til heimilis að Jörvabyggð 9 á Akureyri. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.