Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 7
Skálað í koníaki í jarðgöngunum milli Ólafsfjarðar og Eyjafjarðar að lokinni
síðustu sprengingunni. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra er
fremst á imndinni.
Snjór í Gerðahverfi á útmánuðum.
ingshafinn sex milljónir á þrjá
einfalda miða en hinn sem átti
einn einfaldan miða með sama
riúmeri hlaut 2 milljónir króna.
16. Boðið var upp á kaffi,
hnallþórur og koníak í Ólafsfirði
í tilefni þess að samgönguráð-
herra sprengdi síðustu sprenging-
una í Múlagöngunum. Bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar bauð til kaffi-
samsætis í félagsheimilinu Tjarn-
arborg og Krafttak, sem annast
jarðgangagerðina, bauð upp á
dýrindis koníak inni í göngunum
að sprengingunni lokinni.
20. Mest atvinnuleysi í febrúar
var á Norðurlandi vestra. í
febrúar voru skráðir 64 þúsund
atvinnuleysisdagar á landinu öllu
sem var um 21% fækkun frá
janúarmánuði. Atvinnuleysi á
Norðurlandi vestra var 4,9% í
febrúar.
21. Guðjón Steindórsson ráð-
inn útibússtjóri íslandsbanka á
Akureyri. A bankaráðsfundi í
gær var gengið frá ráðningu
Guðjóns í stöðu útibússtjóra
bankans á Akureyri. Guðjón
Steindórsson er Akureyringur,
fæddur 1949 og hefur starfað að
bankamálum í tæp tuttugu ár.
22. „Allir sparipeningarnir
farnir í snjómokstur," sagði Auð-
ur Eiríksdóttir, oddviti Saurbæj-
arhrepps, en mikil snjóþyngsli
hafa verið í Eyjafirði að undan-
förnu.
24. Tvennt var flutt á sjúkra-
hús eftir að eldur kom upp í
Lundargötu 17 á Akureyri.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en talið er að hann hafi komið
upp í herbergi á efri hæð hússins.
Kona var flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið vegna gruns um
reykeitrun og einnig drengur á
þriðja ári.
29. Aðeins sjö manns sóttu
námskeið fyrir atvinnulausa sem
verkalýðsfélögin á Akureyri,
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og
atvinnumálanefnd Akureyrar
stóðu fyrir. Þessi litla þátttaka
olli nokkrum vonbrigðum vegna
þess að milli 70 og 80 einstakling-
um voru send kynningarbréf.
30. Frá og með 1. apríl verða
breytingar á stjórnskipulagi
Kaupfélags Eyfirðinga. Að sögn
Magnúsar Gauta Gautasonar,
kaupfélagsstjóra, miða þær að
markvissari og skilvirkari yfir-
stjórnun og einnig er tilgangurinn
með þeim að skera niður
kostnað. Þá verður starfsmönn-
um á skrifstofum fækkað um 27
frá 1. apríl.
31. Mikið tap varð á rekstri
Kaupfélags Eyfirðinga á árinu
1989. „Taprekstur annað árið í
röð er alvarlegur hlutur og leita
verður allra leiða til að snúa
þessu við,“ sagði Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri en
hann upplýsti rekstrarafkomu
félagsins á fundi Akureyrardeild-
ar þess á fimmtudagskvöld.
APRIL
3. Meira en 80 milljónum hef-
ur verið varið til snjómoksturs á
Norðurlandi eystra frá áramót-
um. Mestur kostnaður er við veg-
ina fyrir Ólafsfjarðarmúla og yfir
Öxnadalsheiði að sögn Sigurðar
Oddssonar, umdæmistæknifræð-
ings, hjá Vegagerð ríkisins á
Akureyri.
Hafís lokar hefðbundnum sigl-
ingaleiðum og kom Mánafoss,
strandflutningaskip Eimskipa-
félags íslands, til Akureyrar á
sunnudagsmorgun, tveimur sól-
arhringum á eftir áætlun, eftir
óvenju stranga siglingu. Er
Mánafoss var staddur úti fyrir
Straumnesi varð að snúa honum
við vegna hafíss og sigla suður og
austur fyrir land til Akureyrar.
4. „Þetta var mjög enda-
sleppt,“ sagði Bjarni Aðalgeirs-
son, útgerðarmaður Aðalbjargar
ÞH á Húsavík, um nýafstaðna
loðnuvertíð. Er loðnuvertíðinni
lauk voru um 100 þúsund tonn
eftir af loðnukvótanum. Á fimm
mánaða veiðitímabili veiddist
einungis vel í tvo en hinir þrír
fóru að mestu í árangurslausa
leit.
5. Útibú Kaupfélags Eyfirð-
inga á Grenivík jók verslun sína
um 29% fyrstu þrjá mánuði árs-
ins miðað við sama tíma í fyrra.
Pétur Axelsson, útibússtjóri,
sagði að bjartsýni hefði vaxið
vegna aukningar og stækkunar
fiskiskipastólsins á Grenivík og
hafi þess greinilega orðið vart í
meiri verslun.
Útgerðarfélagi Norður-Þingey-
inga var bjargað frá gjaldþroti á i
síðustu stundu. í gær var verið að
reyna að koma í veg fyrir síðara
uppboð á togaranum Stakfelli.
Skuldir vegna togarans námu
um 500 milljónum en með víð-
tækum björgunaraðgerðum tókst
að lækka þær um 200 milljónir og
tryggja þannig rekstrargrundvöll
skipsins.
6. Villa í tölvuforriti varð til
þess að Akureyrarbær þarf að
endurgreiða 50 milljónir króna,
sem bærinn. hefur fengið
ofgreiddar af staðgreiðslufé
skatta frá ríkinu.
„Ég lít á stöðina fyrst og fremst
sem byggðamál,“ sagði Björn
Benediktsson í Sandfellshaga í
viötali um Silfurstjörnuna í Öxar-
firði. Uppbygging stöðvarinnar
er á lokastigi og verður fyrsta lax-
inum slátrað þar í vor.
10. Eigið fé Sparisjóðs Svarf-
dæla jókst um 25% á síðasta ári
og hagnaður eftir skatta var rúm-
ar 3 milljónir króna. Innláns-
aukning sjóðsins frá fyrra ári var
33,2% og numu heildarinnlán
tæpum 419 milljónum. Aukning
útlána varð 55,8% eða 558 millj-
ónir króna á sama tíma.
11. Tap Slippstöðvarinnar hf.
á Akureyri nam tugmilljónum
króna á síðasta ári og útistand-
andi skuldir fyrirtækisins eru um
170 milljónir króna. Þar af eru 42
milljónir útistandandi hjá Hrað-
frystihúsi Keflavíkur sem fengið
hefur greiðslustöðvun.
„Ég lít á þessa ferð sem æfingu
í útivist," sagði bandaríski tann-
Eldisker hjá Silfurstjörnunni í Öxarfiröi.
Richard Lowell vid tjald sitt framan við Strandgötuna á Akureyri.
Raðsmíðaskip Slippstöðvarinnar rennur á flot.
Nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar
liggur nær Mbúið við bryggju:
Iifað í stöðugn von
um að kaupandi finnist
Eitt er það skip sem hvað oft-
ast var allra skipa í fréttum í
upphafi ársins. Hér er átt við
nýsmíðaskip Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri. í ársbyrjun
vonuðust menn til að þetta
skip, sem hvflir þungt á stöð-
inni, væri að seljast til
Meleyrar á Hvammstanga en
þær vonir áttu eftir að bresta.
Allt þetta ár hefur því verið
leitað kaupanda, bæði hér
innanlands og erlendis, en á
meðan liggur skipið nær full-
búið við bryggju í Slippstöð-
inni.
Fiskveiðasjóður var í stóru
hlutverki í hugsanlegri sölu
skipsins til Meleyrar. Fyrir síð-
ustu áramót hafnaði sjóðurinn
láni til Meleyrar til kaupanna og
þá hófst þrautargangan. Byggða-
stofnun fjallaði um málið og var
reiðubúin að lána fyrirtækinu
140 milljónir, þ.e. 40% af kaup-
verði, ef ríkisstjórnin beitti sér
fyrir að annað jafnhátt lán kæmi
á móti úr sjóðakerfinu. Aftur
fór málið fyrir stjórn Fiskveiða-
sjóðs sem gaf grænt ljós á 140
milljóna króna lán. Þá virtist
málið í höfn og forsvarsmaður
Meleyrar sagðist í viðtali við
blaðið ekki trúa því að málið
stoppaði eftir þetta. Svo fór nú
samt.
Þegar lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs var skoðað ofan í kjölinn
kom í ljós að hér var aðeins um
að ræða lán á 1. veðrétti en
stjórn Byggðastofnunar hafði í
sinni samþykkt einnig gert skil-
yrði um 1. veðrétt. Þetta kost-
aði að stofnunin fór fram á
endurnýjun umsóknar Meleyrar
en þá var forsvarsmönnum
fyrirtækisins nóg boðið og féllu
þeir þá frá öllum sínum fyrirætl-
unum í lok marsmánaðar, eftir
margra mánaða þrautargöngu
um kerfið.
Ekkert hefur gerst í sölumál-
um þessa skips síðan þetta var
en úr verkefnamálum stöðvar-
innar rættist verulega þegar
samningur var gerður um smíði
togskips fyrir Ós hf. í Vest-
mannaeyjum og er þessi smíði
nú aðal verkefni stöðvarinnar.
JÓH
læknirinn Richard Lowell, sem
tjaldað hafði í krikanum norðan
Torfunefsbryggju og sunnan
Strandgötu. Richard er mikill úti-
lífsmaður, hefur meðal annars
ferðast um hálendi Norður-
Ameríku og auðnir Alaska. í
íslandsferðinni hyggst hann róa á
kajak til Ólafsfjarðar og ganga á
gönguskíðum á Vaðlaheiði eða
Kaldbak.
12. Breytingar verða í útgerð-
inni á Dalvík. Stjórn Kaupfélags
Eyfirðinga hefur samþykkt að
selja Samherja hf. 64% í Söltun-
arfélagi Dalvíkur. Á sama fundi í
stjórn Kauptélagsins var ákveðið
að kaupa 48,7% hlut Dalvíkur-
bæjar í Útgerðarfélagi Dalvík-
inga hf.
19. „Þarna eignumst við ey-
firska reiðhöll,“ sagði Ingvi Bald-
vinsson, formaður hestamanna-
félagsins Hrings, um kaup hesta-
manna á refaskálanum í Ytra-
Holti við Dalvík. Refaskáli þessi
tilheyrði áður loðdýrabúinu á
Böggvisstöðum, sem nú er gjald-
þrota. Hestamenn keyptu skál-
ann á 8,5 milljónir króna af
Landsbankanum.
21. Á fjórða hundrað manns
eru atvinnulaus á Akureyri og
margir óttast um sumarvinnu
skólafólks í bænum. Atvinnu-
lausum fækkaði um 39 frá síðustu
mánaðamótum en hljóðið í
atvinnurekendum er dauft og lít-
ið virðist vera framundan hjá
mörgum fyrirtækjum.
24. Rekstur Útgerðarfélags
Akureyringa skilaði 91,5 milljón
króna hagnaði á síðasta ári, sem
er umtalsvert betri afkoma en
árið áður. Eiginfjárstaða batnaði
einnig á árinu og nemur raun-
hækkun eigin fjár um 12,6% á
þessu tólf mánaða tímabili.
Aurskriða féll á húsið Aðal-
stræti 18 um kl. 17.30 á föstudag
og gjöreyðilagði það ásamt öllu
innbúi. Mikil mildi var að enginn
var í húsinu þegar skriðan féll en
eigandi þess, Elva Ágústsdóttir,
dýralæknir, var í vitjun er nátt-
úruhamfarirnar áttu sér stað.
Húsið var 95 ára gamalt timbur-
hús, hæð og ris á hlöðnum kjall-
ara.
24. Milli 20 og 30 tunnur, sem
innihalda úrgangsefni er falla til
við framleiðslu á steinull, fundust
grafnar á lóð Steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki. í
tunnunum má meðal annars
finna urea- og resiefni, auk