Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 17
t
Minning:
Rósa Jónsdóttir Thorlacius
ljósmóðir
Fædd 9. febrúar 1900 - Dáin 16. desember 1990
Mér er ljúft að minnast móður-
systur minnar, hún var næstelst
13 systkina frá Öxnafelli en 10
komust til fullorðinsára. Rósa
Jónsdóttir fæddist að Öxnafelli,
Eyjafirði, 2. febrúar 1900. Faðir
hennar Jón bóndi Thorlacius,
sem var sonur Þorsteins Thorlacius
hreppstjóra Einarssonar Thorla-
ciusar prests að Saurbæ í Eyja-
firði Hallgrímssonar prests í
Miklagarði.
Föðurmóðir Rósu var Rósa
Jónsdóttir ljósmóðir í Leyningi,
Bjarnasonar. Jón faðir Rósu var
albróðir séra Einars Thorlaciusar
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. En
Ólöf hálfsystir þeirra bræðra var
móðir Vilhjálms Þórs og þeirra
systkina. Móðir Rósu var Þuríð-
ur Jónsdóttir og voru foreldrar
hennar Jón Tómasson bóndi í
Holti í Hrafnagilshreppi og kona
hans, Þórunn Randversdóttir frá
Leyningi. Rósa ólst upp í hópi 10
systkina og þau voru þessi:
Þorsteinn sem alla sína tíð átti
heima á Öxnafelli ókvæntur og
barnlaus. Hann lést 1984.
Rósa var næst honum í röð-
inni.
Álfheiður ógift en eignaðist
einn dreng. Hún lést 1985.
Ester gift Jóhanni Brynjólfs-
syni múrarameistara ættuðum úr
Húnaþingi, þau voru barnlaus
bjuggu á Akureyri en síðan á
Skjaldarvík. Jóhann lést á Hlíð á
þessu ári.
Hallgrímur bóndi að Öxnafelli
kvæntur Sesselju Andrésdóttur
frá Hálsi í Kjós og eiga þau einn
son.
Margrét, gift Bergsveini
Guðmundssyni byggingameistara
ættuðum frá ísafirði. Þau eignuð-
ust 4 börn. Þau eru bæði látin.
Bergsveinn lést 1988 og Mar-
grét lést 1989.
Jón vistmaður á Elliheimilinu
Grund, ókvæntur og barnlaus,
lést 1989.
Einar iðnverkamaður á Akur-
eyri kvæntur Hrund Kristjáns-
dóttur. Þau eignuðust tvö börn.
Þórunn giftist Þorsteini Guð-
mundssyni byggingameistara frá
Borgarfirði eystra. Þau bjuggu í
Reykjavík og eignuðust fjórar
dætur. Þórunn lést 1984.
Yngst er Þóra gift Þorsteini
Jónssyni frá Syðri-Tjörnum. Þau
búa að Moldhaugum og eiga sjö
börn.
Rósa útskrifaðist úr Ljós-
mæðraskóla íslands vorið 1930.
Gaman var að hlusta á sögurn-
ar sem hún sagði okkur frá þess-
um tíma, hún kunni þá list að
segja frá. Tobba vinkona hennar
og skólasystir sem var hinn mesti
æringi setti líf í þennan ung-
meyjahóp og við veltumst um af
hlátri því það var fátt sem þeim
datt ekki í hug.
Haustið 1930 tók Rósa við
ljósmæðrastörfum í sýslunni af
Sigurlínu Einarsdóttur ljósmóð-
ur.
Fyrsta barnið sem hún tók á
móti var á Finnastöðum í Sölva-
dal hjá Kára og Fríði. Við það
tækifæri var Steingrímur læknir.
Hann hrósaði henni og sagði: Þú
ert bara eins og gömul ljósmóðir.
Konurnar í sveitinni höfðu trölla-
trú á Rósu. Börnin sem hún tók á
móti urðu yfir 100 á 10 ára tíma-
bili.
Hún var konan sem kom með
ljósið í bæinn þegar rnest lá á.
Rósa giftist árið 1932 Benedikt
Júlíussyni bónda Gunnlaugsson-
ar frá Hvassafelli sem var bóndi
þar og konu hans Hólntfríðar
Árnadóttur. Benedikt og Rósu
var 4 barna auðið, sem eru:
Halla fædd 1933, gift Björgvin
Rúnarssyni. Þau eignuðust 4
börn en 1 dó í vöggu. Þau búa á
Dvergasteini.
Haukur fæddur 1935, hann
kvæntist Rögnu Rósberg Hauks-
dóttur. Þau slitu samvistum 1973.
Þeim var 2ja barna auðið, einn
son átti hún áður sem Haukur
gekk í föður stað. Hann býr með
syni sínum á Akureyri.
Þuríður fædd 1936. Hún giftist
Ólafi Kristjánssyni. Þau eignuð-
ust 1 son en slitu samvistum 1979.
Einar fæddur 1940 kvæntur
Álfheiði Björk Karlsdóttur. Þeim
varð 4 barna auðið og búa á
Akureyri.
Benedikt og Rósa bjuggu góðu
búi að Hvassafelli sem var reisu-
legt og myndarlegt býli. Mann-
margt var þar eins og áður tíðk-
aðist. Margar hendur unnu þar
samhent. Alfheiður systir Rósu
bjó þar ásamt syni sínunt Atla
Benediktssyni, einnig voru alin
upp þar börn Pálma bróður
Benedikts eftir fráfall hans. Bragi
Pálmason og Hólmfríður Júlía
Pálmadóttir.
Þetta myndarlega heimili tók
okkur systkinunum opnum örm-
um og gaf okkur þær bestu bern-
skuminningar sem við eigum og
aldrei munu fölna. Móðir okkar
Margrét, sem þær systur kölluðu
ávallt Möggu, gat ævinlega þegið
gestrisni þeirra hjóna og dvöl fyr-
ir börn sín og sjálfa sig. Aldrei
fáum við það fullþakkað. í einni
af þessum sumardvölum man ég
að Rósa-bjó um okkur mömmu
upp á „kvisti" þar var nú sætt að
vakna í sólskini og flugnasuði.
Ég lá vakandi og heyrði hvern-
ig Deutz dráttarvélin ók bank-
andi og skellandi undir gluggan-
um með brúsana glamrandi og
fulla af mjólk á leið niður á veg
fyrir mjólkurbílinn. Þá áttum við
von á Rósu að hún kæmi upp
brakandi tréstigann með sæta-
brauð á bakka og kaffi handa
okkur, „þvílíkir dagar“, tilfinn-
ingin lifir.
Dalurinn og fjöllin eru mér
hugstæð. Síðan þá hefur átthaga-
ást mín lifað og blómgast. Óll
atvikin og stemmningin sem
fylgdi þeim gætu fyllt heila bók.
Rósa og Benedikt bjuggu að
Hvassafelli í 30 ár. Nokkrum
árum eftir lát Benedikts flutti
Rósa með dóttur sinni Þuríði og
systur sinni Álfheiði til Akureyr-
ar. Það nýttust kraftar hennar við
að gæta dóttursonar síns með
systur sinni, því ævinlega voru
þær saman og Þuríður vann úti.
Sama hlýjan og gestrisnin
mætti okkur ævinlega á heimili
þeirra. Gaman að finna hvað þær
systur voru tengdar sterkum
böndum og voru sem einn maður
Ijúfar og samrímdar.
Eftir lát Heiðu árið 1984 fór að
halla undan fæti hjá Rósu, heils-
an að bila en Þuríður dóttir henn-
ar hlúði að móður sinni af mikilli
alúð og samviskusemi. Á dánar-
beði sýndi Rósa styrk sinn þar
sem hún var umvafin af börnunt
sínum sem vöktu yfir henni til
hinstu stundar.
Nú þegar ljóssins hátíð er
gengin í garð kveð ég frænku
mína.
Guð blessi og styrki alla ástvini
hennar. Hafi hún þökk fyrir allt
og allt.
Gréta Berg.
VIÐ STYÐJUM
FLUGELDASÖLU
H JÁLPARSVEITAR SKÁTA
AKUREYRI
GARÐVERKSF
SKRÚÐGARÐYRKJUMEISTARAR
VERKTAKAR - RÁÐGJÖF ■ HÖNNUN
Kæru vinir!
Þakka innilega þann heiður og hlýhug sem
þið auðsýnduð mér á sjötugs afmæli mínu
þann 29. nóvember síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll!
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR.
Jólatré
Sjálfsbjargar
verður haldið að Bjargi, Bugðusíðu 1, í dag,
föstudaginn 28. desember kl. 13.30.
Allir velkomnir.
Nefndin.
Dansleikur
verður haldinn í Hamri, félagsheimili Þórs
laugardaginn 29. des. og hefst kl. 21.00.
Hljómsveitin Hreinir sveinar leikur fyrir dansi.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
Þórsarar og aðrir velunnarar félags-
ins velkomnir.
Veitingar verða seldar á staðnum.
Nefndin.
Til sölu:
Einbylishús við
Borgarsíðu.
Til afhendingar fullbúið
í júní-júlí 1991.
Hafnarstræti 108
Símar 11444-26441
Móðursystir mín,
ANNA JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
áður til heimilis að Ægisgötu 21,
lést aðfaranótt 23. desember.
Útförin verður frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 2. janúar kl.
13.30.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Eisa Halldórsdóttir.
Innilega þökkum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RÓSU JÓNSDÓTTUR THORLACÍUS,
fyrrum Ijósmóður og húsmóður í Hvassafelli,
Tjarnarlundi 15 g.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Handlækningadeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun og
hlýju.
Halla Benediktsdóttir, Björgvin Runólfsson,
Haukur Benediktsson,
Þurfður Benediktsdóttir,
Einar Benediktsson, Álfheiður Björk Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.