Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 3
i
OCít'f .85 tunsbuíað-’ - fíUrW? - £
Sæplast og Samherji kaupa ríflega ijórðung
hlutabréfa í K. Jónssyni & Co:
Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 3
■
mm
Stórmarkaðuiv Lurtdi v/Viðjulund
Stórmarkaður, Glerárgötu 28
Söluskúr við Hagkaup
Söluskúr við Verslunarmiðstöðina
Sunnuhlíð
27.-30. desember kl. 9-22.00
oe 31. desember kl. 9-16.00
„Hugsum okkur að efla fyrirtækið“
- segir Porsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja hf.
Sæplast hf. keypti fyrir nokkru
15 prósent í Niðursuðu K.
Jónssonar & Co. hf. á Akur-
eyri. Samherji hf. kaupir að
öllum líkum jafnstóran hlut,
en Kristján Jónsson, aðaleig-
andi verksmiðjunnar, er er-
lendis og hefur ekki verið geng-
ið endanlega frá málinu við
Samherja. Upplýsingar um
verð hlutabréfanna hafa ekki
komið fram.
36 prósent hlutur í K. Jónssyni
& Co. hcfur verið til sölu um
tíma. Kristján Jónsson notaði
forkaupsrétt sinn, en eftir að
Sæplast hf. og síðar Samherji hf.
kaupa 15% hvort eiga Kristján
Innanlands-
flug gengið
ágætlega
u m jólin
- en veður hamlaði
flugi frameftir
degi í gær
Innanlandsflug gekk vel um
hátíðarnar þar til í gærmorgun
að éljagangur og hálka á flug-
brautum í Reykjavík hönduðu
flugi. Er leið á morguninn
herti síðan vind af vestri hér
fyrir norðan og því var ekki
unnt að fljúga sökum ókyrrðar
í lofti. Veður lægði er á daginn
leið og áætlað var að fyrsta vél
frá Reykjavík lenti á Akureyr-
arflugvelli um kl. 17.40 og að
unnt yrði að flytja þá 180 far-
þega sem biðu eftir fari til
Reykjavíkur um kvöldið.
Áætlunarflug Flugleiða milli
Akureyrar og Reykjavíkur hefur
gengið ágætlega um hátíðarnar
þar til í gær að veðrið raskaði
áætlun. Fjöldi farþega hefur ver-
ið svipaður og undanfarin ár
þrátt fyrir óvenju góða færð á
vegum. Sætanýting á leiðinni frá
Reykjavík til Akureyrar hefur
verið mjög góð þótt fáir farþegar
hafi farið suður í sumum ferðum.
Að sögn Flugleiðamanna á Akur-
eyri má síðan búast við flestum
farþegum héðan 2. og 3. janúar.
Hjá Flugfélagi Norðurlands
var sömu sögu að segja. Flug hef-
ur gengið vel miðað við árstíma
og nýting sæta með svipuðu móti
og verið hefur. Á sama hátt og
margir fljúga frá Reykjavík til
Akureyrar um jól er einnig áber-
andi aukning á ferðum fólks frá
Akureyri til hinna minni við-
komustaða Flugfélags Norður-
lands á þeim tíma.
Hjá Arnarflugi innanlands
fengust þær upplýsingar að flug
félagsins til Siglufjarðar hefði
gengið vel að undanförnu þótt
illa liti út með flug þangað í gær
eins og til annarra áfangastaða
flugfélaga á Norðurlandi. Að
sögn talsmanna flugfélaganna er
mikil aukning á ferðum frá
Reykjavík fyrir jól en síðan snýst
straumurinn við á annan í jólum
og fólk er að tínast til baka fram
eftir fyrstu viku af janúar. Lítið
er hins vegar um að fólk fljúgi
suður fyrir hátíðar en haldi út á
land að jólaleyfi loknu. ÞI
Jónsson og fjölskylda 70% hluta-
fjárins.
Niðursuða K. Jónssonar er
stærsta niðursuðuverksmiðjan á
landinu, með veltu upp á um
milljarð króna og hátt í hundrað
starfsmenn. Fyrirtækið er gamal-
gróið og meðal stofnenda Sölu-
samtaka lagmetis, en hefur sagt
sig úr þeim samtökum frá ára-
mótum eins og kunnugt er.
Pétur Reimarsson fram-
kvæmdastjóri Sæplasts hf. kveðst
vera bjartsýnn á framtíðina hjá
K. Jónssyni & Co. og fjárfesting-
una, en kaupin eru allmikil
stefnubreyting hjá Sæplasti. „Við
erum fyrst og fremst að ávaxta
okkar pund. Okkur þykir þetta
skemmtilegt og áhugavert fyrir-
tæki í útflutningi, stefnt er að
aukningu hlutafjár og að setja
hlutabréf á almennan markað
innan nokkurra ára. Við teljum
að góð ávöxtun geti orðið af þess-
ari fjárfestingu okkar,“ segir
Pétur.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja hf.,
segir að lítið sé urn málið að segja
í bili annað en að Samherji sé að
vinna að því. „Kristján Jónsson
verður fjarverandi þar til um
miðjan janúar. Pað er búið að
gera stjórnarsamþykkt um kaup-
in hjá Sæplasti, við erum að
skoða málið og vinna í því. Pað
er ákveðinn vilji hjá okkur að
ganga þarna inn. Kristján er að
opna fyrirtækið til að styrkja það.
Ég er persónulega þeirrar
skoðunar að K. Jónsson & Co. sé
mjög gott fyrirtæki, við hjá Sam-
herja getum vel hugsað okkur að
efla það,“ segir Þorsteinn Már.
EHB
Um leið og viö óskum
viðskiptavinum okkar árs
og friðar, þökkum við
viðskiptin á árinu sem er
að líða.
kaupmng
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
' . Ý V'"