Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 9
r'O'T' j- AC - Cii » r(i Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 9 ííí--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- íþróttaannáll ársins 1990 verð- ur með svipuðu sniði og í fyrra. Rennt verður yfir það helsta sem gerðist í íþróttaheiminum norðanlands á árinu og nokkrir einstaklingar segja frá því sem þeim er minnisstæðast. í stað þess að fjalla um það helsta sem gerðist í hverri grein verð- ur litið á hvern mánuð fyrir sig. JANÚAR ■ Prátt fyrir árstíma var ýmis- legt að gerjast í knattspyrnu- heiminum. Halldóri Áskelssyni var boðið að fara og æfa með belgíska 1. deildarliðinu Lokeren og feðgarnir Sigurður Lárusson og Lárus Orri Sigurðsson ákváðu að skipta úr ÍA yfir í Þór. Heimir Guðjónsson ákvað að skipta úr KR yfir í KA, Gústaf Ómarsson úr Leiftri í Breiðablik og Guð- bjartur Magnason úr Prótti Nes- kaupstað í Tindastól. Þá skipti Henning Henningsson úr FH í KS og Hörður Benónýsson ákvað að leika með Leiftri en hann var áður búinn ákveða að þjálfa 4. deildarlið HSÞ-b. Leiftursmenn misstu hins vegar Hafstein Jakobsson sem ákvað að skipta í KA. Loks var Viðar Sigurjóns- son var endurráðinn þjálfari HSÞ-b og Örnólfur Oddsson ráð- inn þjálfari Einherja á Vopna- firði. ■ Nýtt knattspyrnulið var stofn- að á Sauðárkróki. Liðið hlaut það þjóðlega nafn Þrymur og ákvað að taka þátt í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Þá ákvað Narfi frá Hrísey að senda lið í 4. deildina. ■ Konráð Þorsteinsson, úr TBA, var valinn í unglingalands- lið íslands í badminton. Hann fór með liðinu til Austurríkis og keppti þar á Evrópumóti ungl- ingalandsliða í lok mánaðarins. ■ í mánuðinum bárust fréttir af því að árið áður hefði verið eitt besta ár í sögu sundsins á Akur- eyri. Akureyrska sundfólkið bætti 74 Akureyrarmet og 4 ungl- ingamet á árinu. ■ Nýr skíðaþjálfari var ráðinn til Ólafsfjarðar og var það sænsk kona að nafni Viktoría Westberg. ■ Misklíð kom upp í körfu- knattleiksliði Tindastóls á Sauð- árkróki. Ákveðið var að Bo Heiden yrði sendur heim en hann hafði verið óánægður með þá ákvörðun að láta Kára Marísson hætta með liðið. ■ Þorvaldur Örlygsson var kjör- inn íþróttamaður Norðurlands af lesendum Dags. FEBRÚAR ■ KA-menn náðu góðum árangri á Afmælismóti Júdósambands íslands. Komu þeir heim með 6 verðlaun, 2 gull, 2 silfur og 2 brons. ■ Helgi Jónsson frá Akureyri setti íslandsmet í bekkpressu á íslandsmóti í greininni. Helgi keppti í 52 kg flokki og lyfti 72 kg sem var bæði unglinga- og full- orðinsmet. Norðlendingar stóðu sig einnig vel á Unglingameist- aramóti Islands í kraftlyftingum sem haldið var í Kópavogi. Þeir unnu tvo flokka af fjórum og hlutu silfurverðlaun í hinum tveimur. ■ Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Nottingham Forest í ensku 1. deildinni og Eyjólfur Sverrisson kom inn á sem varamaður í leik Stuttgart og argentíska iandsliðsins skipuðu 21 árs leikmönnum og yngri. Eyjólfur skoraði tvö mörk í 3:2 sigri Stuttgart. ■ KA vann annað punktamót KSÍ í innanhússknattspyrnu. Lið- ið lagði Fram 8:6 í úrslitaleik. ■ Stefán Arnarson knattspyrnu- markvörður ákvað að skipta í Tindastól úr KR, Hinrik Þór- hallsson var ráðinn þjálfari 4. deildarliðs UMSE-b og Erling Aðalsteinsson skipti í Völsung. Austri frá Raufarhöfn ákvað að senda lið í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og Völsungar frá Húsavík ákváðu að vera með í 3. deildinni en það hafði verið óvíst. ■ Þrír blakmenn úr KA, Stefán Jóhannesson, Stefán Magnússon og Sigurður Arnar Ólafsson, ákváðu að keppa með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu en þeir ætluðu ekki að gefa kost á sér vegna mikils kostnaðar sem því var samfara. ■ Gísli Sigurðsson, UMSS, sigr- aði á íslandsmótinu í fimmtar- þraut og bætti eigið íslandsmet verulega. Þóra Einarsdóttir, UMSE, sigraði í kvennaflokki á sama móti. ■ Handknattleiksdómararnir Guðmundur Lárusson og Guð- mundur Stefánsson frá Akureyri komust í sviðsljósið þegar þeir dæmdu leik Vals og Gróttu á alþjóðlegu móti í Garðabæ. Þor- björn Jensson, þjálfari Vals, var svo óánægður með dómgæsluna að hann gekk af lcikvelli með lið sitt og hlaut þriggja mánaða leikbann fyrir vikið. MARS ■ Fiinleikastúlkur frá Akureyri náðu ágætum árangri á móti í almennum fimleikum á Seltjarn- arnesi. Stúlkurnar voru á aldrin- ■ UMSE vann 8 meistaratitla og 21 verðlaun alls á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, 22 ára og yngri, sem fram fór í Laugardalshöll. ■ Vetraríþróttahátíð var sett á Akureyri. Veðurguðirnir voru í aðalhlutverki á hátíðinni lengi vel en hún þótti heppnast ákaf- lega vel að öðru leyti. ■ KA eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara í karlaflokki í júdó, þá Baldur Stefánsson og Frey Gauta Sigmundsson. Þeir voru jafnframt fyrstu Akureyr- ingarnir til að verða íslandsmeist- arar síðan Jón Hjaltason vann það afrek árið 1979. ■ í Sjallanum á Akureyri fór fram íslandsmót unglinga og B- mót fullorðinna í vaxtarrækt. Akureyringar unnu þrenn gull- verðlaun á mótunum, Jóhann V. Gunnarsson í -70 kg flokki ungl- inga, Auður Hjaltadóttir í opn- um flokki kvenna og Guðmundur Marteinsson í +80 kg flokki karla. Óðinn Árnason og Guðmundur Pétursson. ■ Norðlendingar áttu góðu gengi að fagna á Unglingameist- aramóti íslands á skíðum og áttu þeir menn í efstu sætum í flestum greinum. Þá höfðu Akureyringar mikla yfirburði í flokkasvigi á sama móti og unnu fjórfalt, eða í öllum flokkum. Akureyringar gerðu einnig góða hluti á skíða- landsmótinu í Bláfjöllum. Valdi- mar Valdemarsson og Guðrún H. Kristjánsdóttir urðu íslands- meistarar í stórsvigi og Haukur Eiríksson í 30 km göngu og tví- keppni. Einnig sigraði a-sveit Akureyrar í boðgöngu karla. Bikarkeppni SKI lauk með lands- mótinu og urðu Valdemar og Guðrún bikarmeistarar í alpa- greinum og Haukur í skíða- göngu. Þá áttu Akureyringar tvo sigurvegara í yngri flokkum, Hörpu Hauksdóttur í flokki 15- 16 ára stúlkna og Hildi Þorsteins- dóttur í flokki 13-14 ára stúlkna. ■ Metþátttaka var á Andrésar ■ Þorvaldur Örlygsson var val- inn íþróttamaður Akureyrar 1989 með miklum meirihluta atkvæða. ■ Sveit Norðurlandskjördæmis eystra vann glæsilegan sigur í Skólakeppni FRÍ í frjálsum íþróttum sem haldin var í Reykjavík. ■ Völsungar urðu íslandsmeist- arar í 3. deild handboltans er þeir unnu stórsigur á Víkingi-b í úrslitaleik, 34:24. ■ Freyr Gauti Sigmundsson vann silfur- og bronsverðlaun á Norðurlandamóti 21 árs og yngri í júdó sem fram fór í Finnlandi. Freyr Gauti vann brons í -78 kg flokki og silfur í opnum flokki. ■ 9 Grenvíkingar voru valdir í landslið í borðtennis. ■ Júdómenn úr KA náðu frá- bærum árangri á íslandsmóti drengja yngri en 15 ára í Grinda- vík. Þeir unnu 11 titla af 17 en Ármenningar komu næstir með 3 titla. ■ Akureyringar áttu þrjá efstu menn í tveimur flokkum í íslandsgöngunni. Haukur Eiríks- son sigraði í flokki 17-34 ára og Sigurður Aðalsteinsson í flokki 35-49 ára. ■ KA-menn urðu síðan meistar- ar meistaranna í knattspyrnu með 1:0 sigri á bikarmeisturum Fram á gervigrasinu í Laugardal. íslandsmótið í knattspyrnu hófst í mánuðinum og byrjuðu bæði Akureyrarliðin illa í 1. deildinni. ■ 150 keppendur frá 11 félögum mættu til leiks á Hængsmótinu, íþróttamóti fyrir fatlaða sem Lionsklúbburinn Hængur sér um framkvæmdina á. Mótið var jafn- framt íslandsmót fatlaðra. ■ Erlingur Kristjánsson, KA, var kjörinn besti varnarmaðurinn Auður Hjaltadóttir stóð sig frábærlega í vaxtarræktinni og varð íslands- nicistari í 52ja kg flokki. Akureyrskt skíðafólk gerði það gott á árinu. Valdimar Vaidemarsson og Guðrún H. Kristjánsdóttir urðu íslandsmeistarar í stórsvigi og bikarmeistar- ar í alpagreinum. Valdimar var auk þess kjörinn skíðamaður ársins. um 10-14 ára og komu þær heim með 7 gullverðlaun. ■ Körfuknattleiksmaðurinn James Lee hætti með Tindastól eftir að hann meiddist. ■ Akureyringar unnu 4 gull og 1 brons á íslandsmótinu í kraftlyft- ingum. Helgi Jónsson var í mikl- um ham á mótinu og setti 7 íslandsmet, 5 fullorðinsmet og 2 unglingamet. ■ Völsungar tryggðu sér sigur í b-riðli 3. deildar Islandsmótsins í handknattleik og sæti í 2. deild með því að bursta Fram-b 32:24 á Húsavík. ■ Körfuknattleiksmaðurinn Eirík- ur Sigurðsson úr Þór lagði skóna á hilluna eftir aukaleik Þórs og Víkverja um sæti í úrvalsdeild- inni sem Þór vann með yfirburð- um. Eiríkur lék 330 leiki fyrir Þór á 20 ára ferli. ■ Þröstur Guðjónsson var sæmdur Gullmerki íþróttasam- bands fatlaðra. APRIL ■ Tveir Akureyringar urðu íslandsmeistarar í vaxtarrækt, Auður Hjaltadóttir í -52 kg flokki og Hanna Birna Sigur- björnsdóttir í -57 kg flokki. ■ Guðrún H. Kristjánsdóttir sló í gegn á alþjóðlegum skíðamót- um í tengslum við Vetraríþrótta- hátíðina. Hún vann þrjú mót sem haldin voru sömu helgina. ■ Fjórir Akureyringar voru sæmdir Gullmerki ÍSI í lokahófi Vetraríþróttahátíðarinnar á Akureyri, þeir Þröstur Guðjóns- son, Ingólfur Ármannsson, Helgi Jónsson var atkvæðamikill í lyftingunum og setti fjölmörg íslandsmet. Andar leikunum í Hlíðarfjalli. 742 þátttakendur mættu til leiks og er þetta stærsta skíðamót sem haldið hefur verið á landinu. Akureyringar og Siglfirðingar hlutu langflest verðlaun á leikun- um. ■ Þróttarar hótuðu að mæta ekki til leiks í úrslitaleik Bikar- keppninnar í blaki, milli KA og Þróttar, ef hann yrði á Akureyri eins og ákveðið hafði verið. Eftir mikla rekistefnu var leikurinn færður til Húsavíkur og unnu Þróttarar öruggan sigur í þremur hrinum. Skömmu áður höfðu Þróttarar tryggt sér Islandsmeist- aratitilinn. ■ Tryggvi Heimisson frá Akur- eyri varð íslandsmeistari í ólympískum lyftingum eftir harða keppni við Bubba Mort- hens í 75 kg flokki. á lokahófi 1. deildarfélaganna í handknattleik. Erlingur varsíðan endurráðinn sem þjálfari hand- knattleiksliðs KA. ■ Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrir Stuttgart í 4:0 sigri á Núrnberg. ■ Tindastóll varð íslandsmeist- ari í körfuknattleik stúlkna. Úrslitakeppnin fór fram á Sauð- árkróki. ■ Sturla Örlygsson var ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Þórs í körfuknattleik. ■ Helgi Jónsson krækti í brons- verðlaun á Evrópumótinu í kraft- lyftingum sem haldið var í Vals- heimilinu. Hann keppti í -52 kg flokki og lyfti samtals 317,5 kg. ■ Grenivíkurskóli var útnefndur „besti borðtennisskóli landsins" eftir að stúlkur úr skólanum unnu báða stúlknaflokkana á Grunn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.