Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990 Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 11 skólamótinu í borðtennis í Laug- ardalshöll. ■ Sigurður Matthíasson, spjót- kastari, var kjörinn íþróttamaður UMSE 1989. ■ Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, varð íslandsmeistari í sjöþraut kvenna. Gunnlaugur Skúlason, UMSS, varð íslands- meistari í 10 þúsund m hlaupi karla. ■ Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður úr Þór, skor- aði bæði mörk íslands í tveimur æfingaleikjum drengjalandsliðs- ins gegn Skotum sem lauk báðum með 1:1 jafntefli. Guðmundur kom einnig inná í leik Þórs og Vals í 1. deildinni og varð þar með yngsti leikmaðurinn sem leikið hefur í 1. deild, 15 ára og 290 daga. ■ Akureyrarliðin náðu sér ekki á strik í 1. deildinni og voru jafn- an í botnbaráttu. Það þótti tíð- indum sæta að íslandsmeistarar KA töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum. í 2. og 3. deild varð fljót- lega ljóst að norðanliðin myndu eiga erfitt uppdráttar. ■ Handknattleiksmaðurinn Jó- hann Samúelsson skipti úr Vík- ingi í Þór. ■ Freyr Gauti Sigmundsson, KA, hlaut bronsverðlaun á Opna Gautaborgarmótinu í júdó 14-18 ára. ■ Körfuknattleiksdeild Tinda- stóls gekk frá samningum við Dr. Milan Rozanek frá Tékkóslóvakíu um að þjálfa liðið. Einnig var rætt við rússneskan leikmann sem ákvað að leika með Tinda- stól en hætti síðar við. ■ Pro Kennex badmintonmótið var haldið á Akureyri en það er stærsta badmintonmót sem þar hefur verið haldið. Flestir bestu spilarar landsins voru meðal þátt- takenda. ■ Óðinn var sigursæll á Sund- meistaramóti Norðurlands sem fram fór í Mývatnssveit og vann stigakeppni félaganna með yfir- burðum. ■ Akureyringurinn Örn Arnar- son var valinn í landsliðið sem tók þátt í Evrópumeistaramóti unglingalandsliða í golfi í Grafar- holti. ■ Arctic Open golfmótið var haldið á Jaðarsvelli á Akureyri í leiðindaveðri. Á annað hundrað þátttakendur mættu til leiks, þar af um 30 útlendingar. John Drummond sigraði með yfirburð- um í keppni án forgjafar en Jón B. Hannesson í keppni með forgjöf. Jón Baldvinsson, sendi- ráðsprestur í London, fór holu í höggi á mótinu og hlaut að laun- um nýja og glæsilega bifreið. ■ UMSE hlaut 4 gull, 4 silfur og 5 brons á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum í Mosfellsbæ. ■ Þór sigraði í keppni b-liða á Tomma-mótinu í knattspyrnu sem haldið er á hverju ári fyrir 6. flokk í Vestmannaeyjum. Þórsar- arnir ungu létu ekki þar við sitja því bæði a- og b-lið þeirra tryggðu sér sæti í úrslitum Polla- móts KSÍ og Eimskips sem er óopinbert íslandsmót 6. flokks í knattspyrnu. A-liðið gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði í úrslita- keppninni en B-liðið hafnaði í 4. sæti. ■ Sigurbjörn Hreiðarsson frá Dalvík var valinn í drengjalands- liðið í knattspyrnu. Er hann fyrsti Dalvíkingurinn sem er valinn í landslið í knattspyrnu. Seinna í mánuðinum varð Sigurjón E. Sigurðsson fyrsti leikmaður Hvatar frá Blönduósi til að verða valinn í unglingalandslið. ■ Guðmundur Benediktsson lék mjög vel með íslenska drengja- landsliðinu í knattspyrnu á Norðurlandamóti í Finnlandi. Árangur norðanliðanna var dapur í knattspyrnunni ef Magni frá Grenivík er undanskilinn. Liðið tryggði sér glæsilegan sigur í 4. deild Islandsmótsins og hér skorar Kristján Kristjánsson, þjálfari og markahæsti maður liðsins. Guðmundur þótti yfirburðamað- ur í íslenska liðinu og vakti mikla athygli. Hann var iðinn við kol- ann í markaskoruninni og varð þriðji markahæsti maður mótsins. ■ KA dróst á móti búlgarska lið- inu CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Tveir miðar voru eftir í pottinum, Sofia og Bayern Múnchen. ■ Essó-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. flokk var haldið á Akur- eyri en það er stærsta mót sem haldið er fyrir einn flokk á ís- landi. Þátttakendur voru á sjötta hundrað frá 21 félagi en um 1000 manns komu við sögu við fram- kvæmd mótsins. Þórsarar héldu Pollamót öldunga í annað sinn og mættu 18 lið til leiks. ■ Seinni umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hófst og sátu KA og Þór í tveimur neðstu sætun- um. ■ Landsmót UMFÍ fór fram í Mosfellsbæ. Veður var með ein- dæmum leiðinlegt en metþátt- taka var á mótinu sem heppnað- ist vel að flestu leyti. UMSE hafnaði í 3. sæti í stigakeppni félaganna. ■ Fyrsta íslandsmótið í þríþraut var haldið að Hrafnagili í Eyja- firði. Sigurvegarar urðu Haukur Eiríksson og Birna Björnsdóttir. ■ Kristján Gylfason náði besta árangri frá upphafi á Akureyrar- mótinu í golfi. Hann lék 72 holur á 301 höggi og sigraði með yfir- burðum í karlaflokki. Andrea Ásgrímsdóttir vann í kvenna- flokki, Haukur Dór Kjartansson í unglingaflokki og Guðjón E. Jónsson í öldungaflokki án for- gjafar. Árni Björn Árnason sigr- aði í keppni með forgjöf. 123 keppendur tóku þátt í mótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. ■ Fyrri hluti Landsmótsins í golfi fór fram á Jaðarsvelli og heppnaðist mjög vel, árangur var góður og veður frábært. Ólafur Ingimarsson frá Húsavík sigraði í 2. flokki karla og Fjóla Stefáns- dóttir frá Akureyri í 2. flokki kvenna. ■ Matthías Sigvaldason varð fyrsti Ólafsfirðingurinn til að fara holu í höggi en það gerði hann á Meistaramóti Ólafsfjarðar í golfi. ■ Handknattleiksmaðurinn Hans Guðmundsson ákvað að skipta í KA. ■ Tækniráð Júclósambandsins valdi þá einstaklinga sem skör- uðu fram úr hvað tæknilega getu varðar á síðasta keppnistímabili. Þrenn af fernum verðlaunum fóru til KA-mannanna Freys Gauta Sigmundssonar, Smára Stefánssonar og Fjólu Guðna- dóttur. ÁGÚST ■ Mikið var að gerast í manna- ráðningum hjá norðlenskum íþróttafélögum í ágústmánuði. Körfuknattleiksdeild Tindastóls réði til sín erlendan leikmann, Tékkann Ivan Jonas sem m.a. hefur leikið með tékkneska landsliðinu. Körfuknattleiksdeild Þórs gekk frá samningi við bandaríska leikmanninn Cedric Evans, handknattleiksdeild KA samdi við 39 ára gamlan Tékka, Pavel Mikes að nafni og hand- knattleiksdeild Þórs skrifaði und- ir þriggja ára samning við danska þjálfarann Jan Larsen. Fljótlega eftir ráðningu hans tóku Þórsarar þátt í aukakeppni 4 liða um 2 sæti í 1. deild. Liðið sat eftir í 2. deild ásamt HK en Haukar og Grótta fóru upp. ■ Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir urðu íslandsmeist- arar í golfi á Landsmótinu sem fram fór á Jaðarsvellinum á Akureyri. Ólafur Gylfason frá Akureyri sigraði í 1. flokki karla og Rakel Þorsteinsdóttir, GS, í 1. flokki kvenna. Keppendur á mót- inu voru alls 307 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Garnla kempan Björgvin Þorsteinsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á mótinu. ■ A-sveit Akureyrar hafnaði í 3. sæti í Sveitakeppni íslands í golfi sem fram fór í Grafarholti. Þá sigraði Örn Arnarson frá Akur- eyri glæsilega í flokki 15-18 ára á Unglingameistaramóti íslands í golfi sem fram fór á Hólmsvelli við Leiru. Akureyringurinn Guðmundur Bencdiktsson átti frá- bært ár í knattspyrnunni og skoraði fjölmörg mörk fyrir yngri landslið íslands. Hann dvaldi um tíma hjá Ekeren í Belgíu og Stuttgart í Þýskalandi og hefur þegar fengið formlegt tilboð frá Ekeren. KA-menn unnu óvæntan sigur á CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða. Hafsteinn Jakobs- son t.v. skoraði eina mark leiksins. ■ Hvöt og Magni tryggðu sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar í knattspyrnu með sigri í Norður- landsriðlunum tveimur. ■ Þór varð Akureyrarmeistari í knattspyrnu þegar liðið sigraði KA 3:1 í framlengdum leik. Þór tryggði sér einnig Akureyrar- meistaratitil í knattspyrnu kvenna með því að sigra KA 2:1 á Akureyrarvelli. ■ Hlauparinn síungi, Sigurður P. Sigmundsson gerði sér lítið fyrir og vann Reykjavíkurhálf- maraþonið. Hann skeiðaði fyrst- ur í mark á tímanum 1:10.26 og var um þremur mínútum á undan næsta.manni. ■ Húsvíkingar gerðu það gott á meistarmótunum í frjálsum íþróttum. Arngrímur Arnarson hlaut þrenn gullverðlaun, ein bronsverðlaun og sérstakan verð- launaskjöld á meistaramóti 14 ára og yngri á Selfossi og í flokki 15-18 ára vann Hákon Sigurðsson fern gullverðlaun í hlaupagrein- um. ■ Kári Elíson setti íslandsmet í bekkpressu í 75 kg flokki, lyfti 175 kg og bætti eigið met um 1 kg. Lyftingamenn héldu til Grímseyjar og slógu þar upp bekkpressumóti. Hæst bar þar afrek Helga Jónssonar sem sló 17 ára gamalt met Kára Elísonar í 56 kg flokki, lyfti 85,5 kg. Hinn 14 ára gamli Jóhann Sigurðsson setti einnig met í flokki 17 ára drengja, lyfti 62,5 kg í 110 kg flokki. SEPTEMBER ■ A-sveit GA vann glæsilegan sigur í Sveitakeppni íslands í golfi 15-18 ára sem fram fór í Vestmannaeyjum. ■ Haraldur Júlíusson, GA, setti met á syðri helmingi Jaðarsvallar á Norðúrlandsmótinu í golfi. Hann lék á 31 höggi eða 4 undir pari en fyrra metið, 33 högg, átti Islandsmeistarinn Úlfar Jónsson. Akureyringar urðu sigursælir á mótinu, unnu 5 flokka af 8. ■ íslandsmótinu í knattspyrnu lauk og er óhætt að tala um svart sumar í sögu norðlenskrar knatt- spyrnu. Þórsarar féllu í 2. deild með 0:1 ósigri fyrir ÍA á Akur- eyrarvelli. Þórsarar léku síðast í 2. deild 1982. KA-menn enduðu í 8. sæti deildarinnar og voru einu stigi frá falli. ■ Tvö lið frá Norðurlandi féllu í 3. deild, KS og Leiftur. Liðin léku í Ólafsfirði í síðustu umferð og vann Leiftur stóran sigur, 4.1. Það dugði þó ekki til þar sem Grindvíkingar unnu óvæntan sig- ur á Fylki og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru í deildinni. Mark Dufficld lýsti því yfir að hann hyggðist reyna fyrir sér á ný í 1. deild og gekk síðar til liðs við Víði. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Tindastóls, lýsti því einnig yfir að tímabilinu loknu að hann væri hættur með liðið. ■ TBA féll mjög örugglega í 4. deild en liðinu gekk einstaklega illa í 3. deildarkeppninni og vann aðeins einn leik. Einherji frá Vopnafirði féll einnig í 4. deild. ■ Magni frá Grenivík tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í 4. deild og sæti í 3. deild með 2:1 sigri á Skallagrími á Grenivík. Magni var vel að sigrinum komið, var greinilega með lang- sterkasta lið deildarinnar enda var það eina lið landsins sem ekki tapaði leik á íslandsmótinu í ár. Seinna í mánuðinum var Kristján Kristjánsson endurráðinn þjálfari liðsins en hann lék einnig með því um sumarið og var með markahæstu mönnum deildarinn- ar. Hvöt frá Blönduósi átti lengi vel ágæta möguleika á sæti í 3. deild en Skallagrímur hafði betur á endasprettinum. ■ Guðmundur Benediktsson, Þór, og Þórður Guðjónsson, KA, voru í aðalhlutverkum þegar íslendingar töpuðu 2:3 fyrir Eng- lendingum á EM í knattspyrnu 18 ára og yngri. Þórður skoraði bæði mörk Islands úr vítaspyrnum sem Guðmundur fiskaði. Guðmundur þótti besti maður vallarins í lciknum. Guðmundur var ekki búinn að segja sitt síðasta orð því hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö þegar ísland sigr- aði Wales 6:0 í Evrópukeppni 16 ára yngri. ■ KA-menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu CSKA Sofia 1:() í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða á Akureyrarvelli. Það var Hafsteinn Jakobsson sem Körfuknattleikslið Þórs og Tindastóls mættu til leiks með nýja útlendinga. Cedric Evans t.v. og Ivan Jonas. Tindastóll er nú í efsta sæti úrvalsdeildar- innar og Jonas hefur skorað flest stig allra. I * skoraði mark KA cn Akureyrar- liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og hefði hæglega getað unniö stærri sigur. Með þessum sigri varð KA fyrst íslenskra félagsliða til að vinna sigur í sín- um fyrsta leik í Evrópukeppni. ■ Alfreð Gíslason var valinn í heimsliðið í handknattleik sem leikur gegn úrvalsliði Norður- landa í Gautaborg 8. janúar nk. OKTOBER ■ KA-menn féllu úr leik í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu er þeir töpuðu 0:3 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu. Leikhléið í leiknum varð 35 mín- útna langt þar sem rafmagn fór af leikvanginum og þurftu KA-ntenn að bíða í búningsherbergjunum í svartamyrkri. ■ Guðntundur Benediktsson hélt uppteknum hætti í lands- leikjunum. Hann skoraði mark íslands í 1:1 jafntefli gegn Belg- um f Belgíu. Hann hélt síðar til Belgíu þar sem hann æfði með 1. deildarliðinu Ekeren og kom aft- ur lieim með samningstilboð upp á vasann. Með honum til Ekeren fórSigþór Júlíusson frá Húsavík. ■ Ormarr Örlygsson var ráöinn þjálfari knattspyrnuliðs KA. Páll Gíslason skipti í KA úr Reyni. Sigurður Lárusson var ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Þórs næstu þrjú árin. Viöar Sigurjóns- son, þjálfari HSÞ-b, ákvað að ganga til liös við Þór og Aðal- steinn Aðalsteinsson úr Víkingi var ráðinn þjálfari Leifturs i Ólafsfirði. ■ Friörik Friðriksson, mark- vörður Þórs, var kjörinn knatt- spyrnumaður Akureyrar. ■ ísjandsmótið í blaki fór af stað og bar þar helst til tíðinda að Völsungur sendi lið í 1. deild kvenna eftir nokkurt hlé. ■ Pétur Guðmundsson. körfu- knattleiksmaður, gekk til liðs við Tindastól sem mætti til leiks með gífurlega sterkt lið. Einar Einars- son úr Keflavík hafði einnig gengið til liðs við Stólana. ■ Fjórir Akureyringar voru valdir í landslið í sundi. Elsa María Guðmundsdóttir var valin Arnar Guðlaugsson: Frábær árangur hjá Hákoní „Hér heima finnst mér hæst bera frábæran árangur hjá Hákoni Sigurðssyni sem varð fjórfaldur íslandsmeistari á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum og var valinn í unglingalandslið,“ sagði Arnar Guðlaugsson, þjálfari handknatt- leiksliðs Völsungs á Húsavík. Arnar nefndi einnig ágætan árangur 5. flokks Völsungs sem vann Norðurlandsriðilinn í knatt- spyrnunni annað árið í röð. „Okkur leiðist ekkert að setja Akureyringana aftur fyrir okkur. Síðan unnum við þriðju deildina í handboltanum á síðasta ári og það er auðvitað mjög eftirminni- legt.“ Af öðrum íþróttaviðburðum nefndi Arnar árangur síns gamla félags, Fram, í knattspyrnunni, ekki síst í Evrópukeppninni, og Heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu. „Annars fannst mér þetta heldur dauft íþróttaár þeg- ar á heildina er litið,“ sagði Árn- ar Guðlaugsson. Nói Björnsson: Fafl Þórs skelflleg niðurstaða Nóa Björnssyni, fyrirliða Þórs í knattspyrnu, var einungis eitt ofarlega í huga þegar hann var spurður um markverðustu atburði ársins í íþróttaheiminum: „Fall Þórs í 2. deild. Það var skelfileg niðurstaða. Eg er nokk- urn veginn búinn að ná mér núna en þetta var hátt fall,“ sagði Nói. Hann sagðist hafa séð fallið fyrir þegar Þór tapaði á heimavelli fyr- ir FH í 14. umferð. Ekki vildi hann nefna neitt armað minnis- stætt. „Þetta yfirgnæfir allt annað. En ég tel að það sé bjart framundan hjá okkur og á von á góðu sumri á næsta ári,“ sagði Nói Björnsson. SigurðurP. Sigmundsson: Ágættgengihjámínu félagí og sjálfUm mér „Ef við lítum fyrst á Norðurland er mér efst í huga ágætt gengi hjá mínu félagi og sjálfum mér. Eg átti gott „comeback" og er t.d. minnisstætt þegar ég vann hálf- maraþonið og Víðavangshlaup íslands. Krakkarnir stóðu sig vel og við áttum ágæta byrjun á Landsmótinu,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson, formaður UFA. „A landsvísu er mér minnisstætt metkastið hjá Einari Vilhjálms- syni í undankeppni Evrópumeist- aramótsins og eins vonbrigðin daginn eftir þegar verr gekk. Þá má nefna íslandsmet Péturs Guðmundssonar í kúluvarpinu," sagði Sigurður. Gylfi Kristjánsson: Landsmótið í golfi minnisstæðast Landsmótið í golfi er efst í huga Gylfa Kristjánssonar, blaða- manns og liðsstjóra körfuknatt- leiksliðs Þórs, en hann var móts- stjóri á Landsmótinu. „Það er manni minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fjölmenn- asta Landsmót frá upphafi, fram- kvæmdin gekk sérlega vel og veðrið var frábært framanaf en mótið endaði síðan í hálfgerðu fárviðri. Þá man ég vel eftir leik Þórs og Njarðvíkur í körfubolta sem fram fór í Njarðvík. Þeir höfðu ekki tapað lengi á heima- velli og Þór vann leikinn örugg- lega sem kom skemmtilega á óvart eftir slæmt gengi Þórsara. Lélegt gengi Akureyrarliðanna í knattspyrnunni og boltaíþróttun- um yfir höfuð kemur líka upp í hugann. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður mér helst minnisstæð fyrir hvað hún var leiðinleg," sagði Gylfi. Þorleifur Ananíasson: 1. deildarsæti Leeds langmerkilegast Þorleifur Ananíasson er liðsstjóri handknattleiksliðs KA og áhuga- maður um ensku knattspyrnuna. Hann var snöggur til svars. „Mér er efst í huga þegar Leeds komst í 1. deild í Englandi. Það er ekki spurning," sagði Þorleifur. „Það var þungu fargi af mér létt enda búinn að naga allar neglur í burtu. Þá fannst mér sérstaklega gaman þegar KA vann ÍBV í Eyjum í handboltanum á síðasta tímabili en það hafði ekki gerst í nokkur ár. Eg er ekki vonsvikinn yfir neinu sérstöku enda er þetta bara leikur og menn ættu ekki að taka ósigra of nærri sér.“ Guðbrandur Guðbrandsson: Velgengni Arsenal og frammistaða Eyjólfs Guðbrandi Guðbrandssyni, knattspyrnumanni úr Tindastól var efst í huga velgengni Tinda- stólsliðsins í sumar miðað við mannabreytingar sem á því urðu. „Þá er mér ofarlega í huga vel- gengni Arsenal á síðasta tímabili og sérstaklega minnisstæður sigur liðsins á Liverpool fyrir skömmu." Guðbrandur nefndi einnig góða frammistöðu Eyjólfs Sverr- issonar hjá Stuttgart og uppgang- inn í körfuknattleiknum á Króknum. SBG Þorsteinn Þorvaldsson: Dapurt gengi norðanfiðanna „Dapurt gengi norðanliðanna í knattspyrnunni er mér ofarlega í huga. Þetta má að mörgu leyti rekja til aðstöðuleysis og menn verða að fara að taka saman höndum til að bæta úr því,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson í Ólafs- firði. Þorsteinn sagðist vera hræddur um að sumarið væri vísir að því sem koma skyldi ef ekkert yrði að gert því aðstaðan á suð- vesturhorninu batnaði sífellt. „Það eina sem stendur upp úr er að við spiluðum okkar fyrsta leik á nýjum grasvelli. Þá má einnig nefna glæsilegan árangur Magna frá Grenivík.“ Þorsteinn bætti því við að hann væri bjartsýnn á framtíð íslenska landsliðsins í handknattleik. „Mér sýnist Þorbergur vera að gera góða hluti og á réttri leið. Við verðum bara að gefa þeim nægan tíma,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson. Jón Ingólfsson: Heimsmeistara- keppnin og Leeds „Af erlendum vettvangi er það sennilega Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, sérstaklega frammi- staða Kamerúnmanna. Þá er mjög eftirminnilegt að Leeds vann sér sæti í ensku 1. deildinni. Við ættum eiginlega að hafa það númer eitt,“ sagði Jón Ingólfsson á Grenivík. Af innlendum vett- vangi nefndi Jón sigur Magna í 4. deildarkeppninni og ágætan árangur íslensku félagsliðanna í Evrópukeppnunum í knatt- spyrnu. í a-landslið en Hlynur Tuliníus, Gísli Pálsson og Þorgerður Benediktsdóttir í unglingalands- liðið. Nóvember ■ Eyjólfur Sverrisson komst á beinu brautina hjá Stuttgart. Hann komst í byrjunarlið gegn Köln og átti þátt í tveimur mörk- um í 3:2 sigri. Var hann fastur maður í liðinu eftir þetta og stóð sig vel. ■ Knattspyrnumaðurinn Bjarni Jónsson skipti úr KA í Stjörnuna og Þórður Guðjónsson úr KA í ÍÁ. Sverrir Sverrisson úr Tinda- stól ákvað liins vegar að skipta í KA og Ólafur Adólfsson ákvað að fara af Króknum og á Skagann. Siguróli Kristjánsson, leikmaður Þórs, var ráðinn þjálf- ari knattspyrnuliðs Reynis frá Árskógsströnd. Þórsararnir Ólaf- ur Þorbergsson og Sverrir Heini- isson skiptu báðir í Magna Greni- vík og Rósberg Óttarsson úr Reyni í Leiftur. ■ Guðmundur Benediktsson var enn á faraldsfæti því honum var boðið til æfinga hjá Stuttgart. Þáði hann boðið og dvaldist hjá félaginu í hálfan mánuð. ■ Sundfélagið Óðinn hafnaði í 2. sæti í 2. deild Bikarkeppninnar í sundi. SFS sigraöi. Seinna í mánuðinum kom síðan í Ijós að Óðinn hafði hlotið sæti í I. deild þar sem liðið hlaut fleiri stig en þaö sent var í næst neðsta sæti í 1. deild. ■ Júdómenn úr KA náðu góð- um árangri á Haustmóti Júdó- sambandsins og unnu m.a. tvenn gullverðlaun. Það voru Freyr Gauti Sigmundsson og Baldur Stefánsson sem sigruðu í sínum flokkum. ■ Alfreð Gíslason lýsti því yfir að hann væri hugsanlega á heimleið og myndi þá leika með KA næsta vetur. Alfreð leikur nú með spænska liðinu Bidasoa. ■ íslandsmótið í handknattleik og körfuknattleik var í fullum gangi og þar vakti sérstaka athygli geysileg velgengni Tinda- stóls í körfunni og Þórs í 2. deild handboltans. Kristinn Hreinsson, fyrirliði handknattleiksliðs Þórs, handarbrotnaði í leik með liði sínu. DESEMBER ■ KA-menn gerðu það gott í Sveitakeppni Islands í júdó í Grindavík. Þeir unnu tvo flokka en máttu sætta sig við 3. sæti í þeim þriðja. Var þetta sjötta árið í röð sem KA sigrar í drengja- flokknum. ■ Lífið lék viö Eyjólf Sverrisson hjá Stuttgart. Hann var í byrjun- arliði allan mánuðinn, skoraöi sigurmark Stuttgart gegn 2. deildarliði í þýsku bikarkeppn- inni og síðar annað sigurmark gegn Frankfurt í deildakeppn- inni. ■ Knattspyrnumaðurinn Luka Kostic ákvað að skipta úr Þór í ÍA. Halldór Áskelsson tilkynnti opin félagsskipti úr Val. Ástæðan var óánægja með framkomu stjórnar knattspyrnudeildar Vals í hans garð. Þá skipti Þorvaldur Jónsson, markvörður Lcifturs, í Breiðablik. ■ KA-menn fóru á stúfana og leita nú að erlendum leikmönn- um til að leika með knattspyrnu- liðinu næsta sumar. Kjartan Ein- arsson skipti úr KA í ÍBK. ■ Sundfélögin Óðinn á Akur- eyri og Vestri á ísafirði syntu maraþonboðsund í 24 klukku- stundir. Vestri hafði betur og synti 106 kin gegn 104 Óðins- manna. ■ Akureyringurinn Valdimar Valdemarsson var kjörinn skíða- maður ársins. ■ Akureyrskir golfarar nutu góðs af veðurblíðunni og slógu upp aðventumóti og jólamóti. Rafn Kjartansson fór holu í höggi í seinna mótinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.