Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. desember 1990 - DAGUR - 5 FréttaannáJl ársíns Svo sem venja er um áramót er ætlunin að líta um öxl yfir farinn veg og rifja upp það helsta er var í fréttum Dags á árinu sem er að líða. Eftir nokkra yfirlegu ákváðum við að hafa þann háttinn á að taka hvern mánuð fyrir sig og miða fréttirnar við birtingardag þeirra. Dagsetningarnar fremst í hverri grein merkja því að fréttin hafi birst í Degi þann til- tekna dag. Eflaust verða ekki allir á eitt sáttir um hvaða frétt- ir eigi erindi í annál sem þennan. Því kann vel að vera að ein- hver sakni „merkilegrar“ fréttar frá árinu sem er að líða. Slíkt er ávallt matsatriði en lesendur eru beðnir að taka vilj- ann fyrir verkið. Fyrri hluti fréttaannálsins fer hér á eftir en síðari hlutinn verður birtur í blaðinu á morgun. Við vonum að sem flestir hafi ánægju af lestrinum. JANUAR 3. Talið er að tjón af völdum eldsvoða er varð í Krossanes- verksmiðjunni aðfaranótt gaml- ársdags nemi hundruðum millj- óna króna. Rannsókn á eldsupp- tökum er enn á frumstigi en að sögn rannsóknarlögreglu beinast augu manna að kyndiklefa í verk- smiðjunni miðri. Fyrsti Norðlendingur ársins fæddist á Blönduósi að morgni 2. janúar. Barnið er 13 marka stúlka og foreldrar hennar Por- björg Magnúsdóttir og Gylfi Guðjónsson á Skagaströnd. á Kópaskeri um bráðabirgðatölur Hagstofunnar um mannfjölda í Norður-Þingeyjarsýslu. íbúurp þar fækkaði um 301 á þessum áratug. Þessi mikla fækkun í Norður-Þingeyjarsýslu svarar til að íbúum Akureyrar hefði fækk- að um 490 og íbúum Reykjavíkur um 3380 á sama tíma. 10. Dularfullur hitapottur fannst um 11 mílur austur af Grímsey. Skipverjar á Þorleifi EA frá Grímsey fundu jarðhita á sjávarbotni austur af eynni. Hit- inn var svo mikill að hann klippti í sundur fremsta hluta trollpok- ans þegar þeir voru að rækjuveið- um. Mikið magn af kísilsalla kom Haraldur Bessason, rektor setur sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri Ungmenni njóta lífsins og busla í sundlaug Glerárskóla. 5. Sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri tók formlega til starfa 4. janúar við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Glerárgötu 36, húsnæði sem Kaupfélag Eyfirð- inga hefur látið deildinni ókeypis í té til næstu þriggja ára. Harald- ur Bessason, háskólarektor, minntist þess að hafa um tíma óttast að deildin yrði ekki að veruleika, en fagnaði því hversu málin leystust farsællega. Jón Þórðarson, forstöðumaður deild- arinnar, rakti aðdraganda að stofnun og uppbyggingu hennar og Svavar Gestson, menntamál- aráðherra, flutti ávarp. Aðstoðarforstjórar sænsku og hollensku álframleiðslufyrirtækj- anna sem standa að Atlantal- hópnum er hyggst reisa álver á íslandi áttu fund með sveitar- stjórnarmönnum við Eyjafjörð um hugsanlega staðsetningu álbræðslu við fjörðinn. Aðstoð- arforstjórarnir fóru í kynnisferð út með Eyjafirði og skoðuðu þá staði sem nefndir hafa verið varð- andi staðsetningu álvers. Leist þeim vel á aðstæður en töldu of snemmt að segja til um niður- stöður. Skiptaráðandanum á Akureyri bárust 72 gjaldþrotabeiðnir á árinu 1988. Að sögn Arnars Sig- fússonar, fulltrúa hjá embætti bæjarfógeta hafa alderi borist jafn margar gjaldþrotabeiðnir í sögu embættisins. Alls voru 25 bú tekin til gjaldþrotaskipta á árinu 1988, bú 10 fyrirtækja og bú 15 einstaklinga. 6. „Fæ ekki betur séð en við séum í útrýmingarhættu," sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti upp með pokanum og lagði ógur- lega fýlu af þannig að engu var líkara en skipverjar væru komnir upp á Námaskarð. 10. janúar er einnig greint frá því að Presthólahreppur sé eitt þriggja sveitarfélaga á Norður- landi sem sé í gjörgæslu vegna fjárhagserfiðleika. Hreppurinn fékk 18 milljónir króna að láni úr Lánasjóði sveitarfélaga sem mun vera einsdæmi að sögn fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þetta var bókstaflega eins og sprenging. Hann reif sig upp í um tvær mínútur og barði og lamdi allt sem fyrir var,“ sagði Armann Sveinsson, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal um mikið hvassviðri sem gekk yfir Norðurland. Hluti af fjárhúshlöðuþaki og skúrvegg fauk á bænum Hæringsstöðum í sömu sveit auk tjóns af völdum hvassviðrisins á fleiri bæjum í dalnum. 18. Samþykkt var á fundi Byggðastofnunar að lána fiskeld- isfyrirtækjunum Silfurstjörnunni og Miklalaxi 85 milljónir króna. Ákveðið var að lána fyrirtækjun- um þessa upphæð sem rekstrar- lán til bráðabirgða. Ákvörðun um þessa lánafyrirgreiðslu bygg- ist á því að ekki hafi enn verið gengið frá skipulagi rekstrar- fjármögnunar í fiskeldi og því séu það hagsmunir Byggðastofn- unar að rekstur þessara fyrir- tækja gangi með eðlilegum hætti. Fyrirtækin skulda Byggðastofnun hálfan milljarð króna. 23. Ný og glæsileg sundlaug við íþróttahús Glerárskóla var tekin í notkun á sunnudag. Fjöldi gesta var saman kominn. Blás- arasveit Tónlistarskólans lék nokkur lög en síðan tók Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, til máls og rakti byggingarsögu sundlaugar- innar. Einnig tóku til máls Sunna Árnadóttir, formaður Foreldra- félags Glerárskóla, Vilberg Alexandersson, skólastjóri og Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Kennsla hófst í sundlauginni strax næsta morgun. Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri kyrrsetti um helgina eignir raftækjaverslunarinnar Akurvík- ur hf. á Akureyri. Var það gert að kröfu Heimilistækja hf. í Reykjavík og var ástæðan vanskil Akurvíkur við Heimilistæki hf. þar sem innheimtuaðgerðir höfðu ekki borið neinn árangur. 24. Á annað hundrað kröfur bárust í þrotabú Híbýlis hf. Kröfuskrá í eignir þrotabúsins er löng enda kröfuhafar margir. Stærsti kröfuhafi er Akureyrar- bær og nema heildarkröfur bæjarins 37 milljónum króna. Aðrir stórir kröfuhafar eru Líf- eyrissjóður trésmiða, Lands- banki íslands, Vátryggingafélag íslands og Bæjarfógetaembættið á Akureyri. Hæsta krafa frá eig- anda fyrirtækisins er frá Páli Alfreðssyni vegna víxils að upp- hæð 25 milljónir króna. Stærsta vafaatriðið í máli þessu er krafa Bæjarsjóðs Akureyrar um að fá afhentan þann hluta fjölbýlis- hússins að Helgamagrastræti 53, sem bærinn gerir kröfu til. 25. Mikil eftirspurn er eftir atvinnu. Umsóknir um auglýst störf skipta á stundum tugum en lítið er um að auglýst sé eftir vinnu þar sem það þýðir ekki neitt. Dæmi eru um að 25 til 30 manns sæki um eitt og sama starfið. Flestir sækja um af- greiðslustörf og þar er einkum á ferðinni ungt fólk sem nýkomið er úr framhaldsskóla. 26. Vandi útgerðar á Húsavík er mjög alvarlegur. Rekstrar- stöðvun blasir við og síðdegis í gær boðaði bæjarstjórnin til fundar með útgerðarmönnum og bæjarráði. Milli 70 og 80 manns hafa atvinnu af útgerð báta yfir tuttugu tonn, sem eru níu talsins, auk fjölmargra er starfa við fisk- vinnslu og þá þjónustu sem útgerð þeirra tengist. 30. Miklar skemmdir urðu í eldsvoða sem upp kom í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Smárahlíð á Akureyri aðfaranótt Iaugar- dags. Engin slys urðu á fólki en að sögn slökkviliðsstjóra skall hurð nærri hælum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Þrír voru í íbúðinni, tvennt full- orðið og eitt barn. FEBRÚAR 1. Kjarnaútibú íslandsbanka verður til húsa að Skipagötu 14. Fulltrúar íslandsbanka komu til Akur,e.yrar í gær og héldu fund með starfsfólki útibúa bankans f bænum. f máli þeirra kom fram að aðalútibú íslandsbanka á Akureyri verði svonefnt kjarna- útibú. Útibúið við Hafnarstræti verði sameinað aðalútibúinu í vor og útibúið við Geislagötu í haust. Húsnæði útibúsins við Skipagötu verður stækkað og staða útibússtjóra auglýst laus til umsóknar. 3. Þjóðarsáttin verður til. Nýr kjarasamningur milli Alþýðu- sambands íslands og vinnuveit- enda var undirritaður aðfaranótt föstudags. Samningurinn gildirtil 15. september á næsta ári en er uppsegjanlegur í nóvember. í gærmorgun var síðan undirritað- ur samningur B.S.R.B. og ríkis- ins og er hann í meginatriðum hliðstæður A.S.Í. samningnum. Launahækkanir verða 1,5% 1. febrúar og 1. júní, 2% 1. des- ember, 2,5% 1. mars 1991 og2% 1. júní það ár. 8. Aðeins ein jörð hefur farið í eyði í Bárðardal á 50 árum. íbú- um þar fækkaði um sjö á síðasta ári. Egill Gústafsson, oddviti á Rauðafelli, sagði að Bárðardalur Krossanesverksmiðjan mikið í fréttum á árinu Krossanesverksmiðjan á Akureyri hefur verið mikið í fréttum allt árið 1990. Brun- inn í verksmiðjunni aðfara- nótt gamlársdags 1989 í kjölf- ar mikillu rekstrarerfiðleika varð til þess að bæjarstjórn Akureyrar varð að taka ákvörðun um framtíð fyrir- tækisins, sem hafði verið í mikilli uppbyggingu um nokk- urra ára skeið. Skömmu fyrir eldsvoðann hafði öllum starfsmönnum verið sagt upp vegna hráefnisskorts. Útlitið nreö loðnuveiðar eftir áramót þótti svart, og grcinilegt var að vaxandi erfiðleikar steðj- uðu að rekstrinum. í kjölfar brunans veltu menn þeim möguleika fyrir sér að selja Síldarverksmiðjum ríkisins tæki og vélar verksmiðjunnar, og kom máliö m.a. inn á borð hjá sjávarútvegsráðherra og stjórn S.R. Einnig voru uppi hug- rnyndir um að sameinast útgerðum loðnuskipa í hlutafé- lagi, og myndu skipin þá landa loðnu hjá Krossanesi til að Huguh að eldsupptökum í Krossanesi. tryggja hráefni. Þeirri hugmynd var hrint í framkvæmd á árinu og Krossanes hf. stofnaö með þatttöku fjögurra loðnuskipa. Um mitt árið kom í ljós að fyrri áætlanir unr kostnað við endurbyggingu Krossaness voru of Iágar, og var rætt um 55 til 60 milljónir kr. í því sambandi. Finna þurfti leið til að brúa þetta bil, og var haldinn hlut- hafafundur um málið. Skömmu síðar lýstu útgerðarmenn því yfir að þeir vildu ekki leggja fram fé til endurbyggingar Krossaness, en samkomulag útgerðanna hefði fyrst og fremst verið gert vcgna hráefnissölu. Það kom því í hlut Akureyrar- bæjar að axla aukinn kostnað. Scint á árinu slitnað svo endan- lega upp úr samkomulaginu við útgerðirnar um þáttiöku í hluta- félagi um Krossanes. í júlí var ákveðið að byggja minni verksmiðju í Krossanesi en áður var fyrirhugað, og átti aö bræöa í henni allt að 30 þús- und tonn á ári. Þetta var helm- ingi minna magn en áöur var rætt um. Bærinn lagði fram 200 milljónir sem aukiö hlutafé, og skuldsetning verksmiðjunnar var gerð viðráðanleg. Þegar þetta er ritað ríkir óvissa urn loðnuveiðar á næsta ári, cn ef marka má reynslu fyrri ára getur brugðið til beggja átta með loðnuveiðar. 1 því sambandi má nefna að á síðustu vertíð veiddist lítið sem ekkert fyrir áramót, en góð loðnu- ganga kom í janúar og met- bræðsla varð hjá S.R. á Siglu- firði, þrátt fyrir að ýmsir hefðu spáð því gagnstæða. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.