Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 28.12.1990, Blaðsíða 20
Bestu nýársóskir til allra viðskiptavina okkar með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Bautirm, Smiðjan, Bautabúrið, Laxdalshús. Sjávarútvegsráðuneytið: Loðnuleithefst2.jan. - loðnuveiðileyfi afturkölluð Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að senda rannsóknar- skipin Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson til frekari mælinga á stærð Ioðnustofns- ins þann 2. janúar nk. Einnig verða sex loðnuskip send í þennan rannsóknarleiðangur Akureyri: Nokkuð harður árekstur í gær Um miðjan dag í gær varð nokkuð harður árekstur tveggja fólksbíla á mótum Gránufélagsgötu og Glerár- götu á Akureyri. Engin slys urðu á fólki, en bílarnir eru töluvert mikið skemmdir. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri hefur umferðin gengið vel um jólin og ekki er vitað af nein- um umtalsverðum umferðar- óhöppum í bænum. Sömu sögu höfðu löggæslumenn á þéttbýlis- stöðum við Eyjafjörð að segja í gær um umferðina um hátíðarn- ar. óþh Akureyri: Sjö vélsleða- menn kærðir Lögreglan á Akureyri kærði sjö vélsleðamenn á annan jóla- dag fyrir hávaða og of hraðan akstur. Lögreglunni bárust fjölmargar kvartanir vegna ónæðis af völd- um vélsleða um jólin. Hún gekk í málið á annan dag jóla og kærði sjö stjórnendur vélsleða. Að sögn lögreglu teljast vél- sleðar vera torfærutæki og óheimilt er að vera á þeim á göt- um Akureyrar, nema frá heimili og út fyrir bæinn. Þá er 40 km hámarkshraði á vélsleðum, en lögreglumaður sem Dagur ræddi við í gær, sagði að sumir vélsleð- anna hafi brunað um á götum bæjarins á að minnsta kosti tvö- földum þeim hraða. óþh og verða þau skipum Hafrann- sóknastofnunar til aðstoðar. Að sögn ráðuneytismanna verður afstaða tekin til frekari loðnuveiða á grundvelli nánari upplýsinga um stærð loðnustofns- ins, en á meðan hefur sjávarút- vegsáðuneytið afturkallað öll önnur leyfi til loðnuveiða. Samkvæmt bergmálsmælingum t' nóvember sl. mældist hrygning- arstofn loðnunnar aðeins 360 þúsund lestir. í ljósi þeirra niður- stöðu beindi sjávarútvegsráðu- neytið þeim tilmælum til útgerð- armanna loðnuskipa að skipin hættu loðnuveiðum til áramóta og var farið að þeim tilmælum og flotanum siglt í land. óþh Hjálparsveit skáta er með fimm sölustaði á Akureyri, í félagsheimilinu Lundi, Glerárgötu 28, við Hagkaup, Versl- unarmiðstöðina Sunnuhlíð og við verslunina Síðu. KA-menn selja flugeldana í KA-heÍmilinu við Dalsbraut og Þórs- arar í Hamri. Mynd: Golli Akureyri: Þrír bítast á flugeldamarkaðnum - mikil samkeppni skáta og íþróttafélaganna KA og Pórs Þrír aðilar selja skrautflugelda fyrir áramótin á Akureyri eins og undanfarin ár, en það eru Hjálparsveit skáta á Akureyri, íþróttafélagið Þór og Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Smári Sigurðsson hjá Hjálpar- sveitinni segir að skátar hafi lagt mikla vinnu í flugeldapökkun og undirbúning sölunnar undanfarn- ar vikur. Sölustaðir hjálparsveit- arinnar eru fimnt á Akureyri, í félagsheimilinu Lundi, Glerár- götu 28, við Hagkaup, Verslun- armiðstöðina Sunnuhlíð og við verslunina Síðu. Stærstu sölu- staðir þeirra eru í Lundi og Gler- árgötu. Smári segir að hjálparsveit skáta eigi í mikilli samkeppni við íþróttafélögin Þór og K.A., en þessi áramót eru þau þriðju frá því að þau hófu að selja flugelda á Akureyri. Óneitanlega hafi stórt skarð verið höggvið í fjár- öflun Hjálparsveitarinnar þegar fleiri urðu um hituna. „Við selj- um vandaða flugelda í fjölbreyttu úrvali, fjölskyldupakka og staka flugelda, blys og innidót. Þetta hefur verið nánast eina fjáröfl- unarleið okkar undanfarin 20 ár, Innbrot á Egilsstöðum: Jólamaturiim skrapp til Eskiíjarðar Jólamat fjölskyldu var stolið á aðfaranótt Þorláksmessu. Fimm ungir menn neðan af fjörðum létu greipar sópa í ólæstri geymslu fjölskyldunnar sem býr í fjölbýlishúsi á Egils- stöðum. Þjófarnir náðu í svínahamborg- arhrygg, hálft Fjallalamb, tertu- botna, 75 laufabrauðskökur og 25 kg af kartöflum í geymslunni. Ekki létu þeir heldur sláturkút-. inn í friði, en náðu sér í slátur- keppi sem þeir skildu eftir hálf- étna á gólfinu. Lögreglan á Egils- stöðum rakti slóð þjófanna til Eskifjarðar, og gómaði þá þar daginn eftir af sinni alkunnu snilld. Náði lögreglan þýfinu óskemmdu, að undanskildu laufabrauðinu sem allt hafði lent í mask og mél. Hélt lögreglan nteð útsæðiskartöflurnar og jóla- matinn heim til fjölskyldunnar á Egilsstöðum, sem mun hafa gætt sér á hinum víðförulu kræsingum urn jólin og orðið gott af. Ekki er vitað hvort þjófarnir liðu af hungri á jólunum. Síðan var allt nteð ró og spekt á Egilsstööum unt jólin, og taldi lögreglan að menn hefðu mikið haldið sig heima við veisluborð. Ef til vill hefur fólk verið að gæta matarbirgða sinna. Rúður voru brotnar bæði í íþróttahúsinu og barnaskólanum. IM Dags-listinn yfir söluhæstu bækur og hljómplötur: Bjöm Pálsson og Sólin skinu skært góð sala á bókum og plötum á Norðurlandi Bækur og hljómplötur seld- ust vel fyrir jólin enda sígildar jólagjafir. Innlendir rit- höfundar og tónlistarmenn eru alls ráðandi á metsölulist- um en stundum hafa erlendir reyfarar og skífur sem njóta vinsælda víða um heim skot- ist inn á slíka lista. Dagur hefur fylgst með hljómplötu- og bóksölu á Norðurlandi í desembermánuði og birt lista yfir tíu söluhæstu titla einu sinni í viku. Síðustu sölufréttir fengust í bókabúðum og hljómplötuverslunum í gær og í Ijós kom áð litlar breytingar höfðu orðið á Dags-listanum frá 21. desember. Fimm mest seldu bækur á Norðurlandi eru þessar: 1. Ég hef lifað mér til gamans/ Gylfi Gröndal 2. Tár, bros og takkaskór/Þor- grímur Þráinsson 3. Bubbi/Silja Aðalsteinsdóttir 4. Saga Akureyrar/Jón Hjalta- son 5. Kristján/Garðar Sverrisson Á hæla þessara bóka koma Neistar frá sömu sól, íslensk samtíð og Þá hló þingheimur. Bóksalar á Norðurlandi voru almennt ánægðir með söluna. Þeir sögðu að þaö væri dálítið erfitt að henda reiður á tölur eftir aö virðisaukaskattur var felldur niður á bókunt en þó virtist salan hafa vcriö ívið meiri en í fyrra. Lokalistinn yfir fintm sölu- hæstu plötur á Norðurlandi er þessi: 1. Síðan skein sól/Halló, ég elska þig 2. Bubbi Morthcns/Sögur af landi 3. Sléttuúlfarnir/Líf og fjör í Fagradal 4. Todmobile/Todmobile 5. Ný dönsk/Regnbogaland Síðan koma Rokklingarnir, Rúnar Þór og platan Gling gló. Erlend poppgoð sjást hvergi á sveinti. Söluntenn í hljómplötu- verslunum á Norðurlandi sögðu að salan hefði verið svipuð og fyrir jólin í fyrra. En á toppi Dags-listans í ár eru því hljóm- sveitin Síðan skein sól og ævi- ntinningar Björns Pálssonar á Löngumýri sem Gylfi Gröndal skráði. SS/ój og við höfurn ekki farið inn á aðr- ar leiðir. Það er þó alveg ljóst að við verðum að fara inn á fleiri fjáröflunarleiðir, því við erum skuldbundnir vegna kaupa á vél- um og verkfærum. Útköllum hjá Hjálparsveitinni hefur fjölgað mikið, það sem af er árinu hafa verið tuttugu og fimnt útköll og hjálparleiðangrar," segir Smári. Þór og K.A. selja svonefnda K.R. flugelda, en þeir eru fluttir inn af samnefndu félagi. Ólafur Ólafsson hjá K.A. segir að flug- eldasalan hafi gengið ágætlega hjá þeint í fyrra. „Við erunt aðal- lega að hugsa um að þjóna okkar fólki og stuðningsmönnum, og erurn ekki í neinu stríði við einn eða neinn. Við erum nteð gott úrval, K.R. flugeldarnir hafa gengið vel og þeir eru á góðu verði. Þetta eru misdýrir fjöl- skyldupakkar, innidót og rakett- ur, en pakkarnir seljast alltaf best,“ segir Ólafur. Flugeldasala K.A. er í félagsheimilinu við Dalsbraut. Árni Gunnarsson hjá Þór segir að salan hjá félaginu verði með svipuðu sniði og í fyrra, þ.e. bæði fjölskyldupakkar, stakir flugeld- ar, innidót og blys. Árni segir flugeldasöluna mikilvæga fjáröfl- un fyrir Þór. „Þetta tengist líka skrautsýningunni okkar á þrett- ándanum, því við kaupum flug- elda í hana gegnunt K.R. Þessi tvö ár sem við höfunt selt flug- elda hafa komið ágætlega út. Við reiknum með að vera búnir að fá nokkurn veginn þann markað sem við eigum völ á, aðallega stuðningsfólk Þórs, foreldrar barna og unglinga sem æfa með félaginu og fleirum,“ segir hann. Eins og áður sagði eru ekki fleiri aðilar sem selja skrautflug- elda fyrir gamlárskvöld í bænum. Verslanirnar Eyfjörð og Sandfell selja þó neyðarhandblys og fall- hlífarflugelda til notkunar í björgunarbátum og skipum, og er alltaf nokkur sala í slíku fyrir áramót hjá þeim og öðrum sem flugelda selja. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.