Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 20. febrúar 1991
-----------------------
Stórutjarnaskóli
Stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur
um landbúnaðar- og byggðamál
verður haldinn í Stórutjarnaskóla,
föstudaginn 22. febrúar kl. 21.00.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, Guðmundur Stefánsson og
Daníel Árnason mæta á fundinn.
Framsóknarflokkurinn.
__________________________________________/
AKUREYRARB/ER
Námskeið á vegum Iþrótta-
og tómstundaráðs:
Saumanámskeið verður haldið í félagsmiðstöð-
inni Lundarskóla fyrir mæður ungra barna.
Kennt að taka snið upp úr blöðum og sauma ein-
faldan fatnað. Það er velkomið að taka börnin
með. Það er ágæt aðstaða á staðnum fyrir þau.
Leiklistarnámskeið. Þar verður kennd
framsögn, listræn tjáning, „sirkus“atriði o.fl.
Dansnámskeið. Þar verða kenndir ýmsir
skemmtilegir dansar.
Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu íþrótta-
og tómstundaráðs, Strandgötu 19 B, sími 22722.
íþrótta- og tómstundaráð Akureyrarbæjar
—
AKUREYRARB/íR
Næsta vinabæjamót verður
í Lahti, Finnlandi,
25.-30. ágúst nk.
L A h r i
Þeir unglingar á Akureyri, sem hug hafa á að taka
þátt í vinabæjamótinu, geta sótt um þátttöku í
einhverri af þeim dagskrám, sem taldar eru upp
hér á eftir. Þar sem væntanlegir þátttakendur
þurfa að hafa einhverja reynslu að baki, þá bend-
um við þeim, sem litla reynslu hafa á viðkomandi
sviði, á að þau námskeið sem auglýst eru hér að
ofan í leiklist og dansi, verða að hluta miðuð við
þær dagskrár, sem í boði verða á vinabæjamót-
inu í Lahti.
Dansleikhús: Þátttakendur 15-25 ára.
Æfð upp dansatriði, sem byggja á innlendri þjóð-
sögu. Undirbúin kynning á íslenskri dansmennt.
Leiklistarhópur: Þátttakendur 14-25 ára.
Æft upp leikverk, til að sýna áhorfendum, sem
ekki skilja viðkomandi tungumál.
„Cirkus“: Þátttakendur 13-18 ára.
Æfð „cirkus“verkefni, notkun búnaðar, „akrobatik"
o.fl.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á
skrifstofu menningarmála, Strandgötu 19 B, sími
27245.
Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar
mmm^mmmmmmmmmmmmmmmtmmmmm^mmmmmmmamm
„Okkur er algjör
lífsnauðsyn að hafa
fólkíð héma með okkur“
- segir Fjóla Stefánsdóttir, hótelstjóri á Húsavík
Fjóla Stefánsdóttir tók við
stöðu hótclstjóra á Hótel
Húsavík nú í febrúar. Fjóla
hefur áður séð um rekstur
hótelsins ásamt Frímanni
Sveinssyni, matreiðslumcist-
ara, um eins árs skeið. Nýjum
herrum fylgja oft nýir siðir og
Dagur leit við á Hótel Húsavík
um daginn og spurði nýja hótel-
stjórann um deili á sjálfum sér
og sínum hugmyndum um
hótelrekstur.
Fjóla er Akureyringur. Hún er
fædd og uppalin á Akureyri og
þar bjó hún þar til fyrir fimmtán
árum að hún fluttist að Laxár-
virkjun ásamt eiginmanni sínum,
Val Sigurjónssyni, vélfræðingi.
„Ég hef alltaf verið svolítið
veik fyrir hótelum. Pegar ég var
unglingur og vinkonurnar voru
að fara að vinna á sjúkrahúsinu
eða í síld þá plantaði ég mér niðri
á hóteli. Ég vann á Hótel KEA
og eitt sumar á Hótel Tryggva-
skála á Selfossi, sem var gamalt
og ákaflega sjarmerandi hótel.
Síðan hef ég mest unnið við
verslunar- og skrifstofustörf,
fyrst á Akureyri en eftir að ég
fluttist austur vann ég í sex ár við
Gljúfrabú. Fyrir fimm árum fór
ég að vinna í móttökunni hér á
hótelinu, þá var Pétur Snæ-
björnsson hótelstjóri en eftir að
Pétur hætti fyrir rúmlega tveimur
árum tókum við Frímann við
rekstri hótelsins í eitt ár. Síðast-
liðið ár hef ég síðan unnið á
skattstofunni."
Hef sjaldan orðið
veðurteppt
- Þú hefur sem sagt starfað á
Húsavík á sjötta ár, 32 km frá
heimili þínu. Finnst þér ekkert
erfitt að keyra svona langt til
vinnu?
„Ég hef sjaldan orðið veður-
teppt og þetta vefst ekki svo fyrir
mér meðan á því stendur, en ég
finn á vorin að ég er afskaplega
þreytt þegar vetrarakstrinum
Íýkur. Pað er visst álag að keyra á
milli, og það alltaf ein, og auðvit-
að verð ég langþreytt á því. En í
rauninni hefur þetta gengið ákaf-
lega vel og ég hef verið mjög
heppin í mínum milliferðum, oft
í misjöfnum veðrum og ég er að
koma seint heim á kvöldin og
jafnvel þegar langt er komið fram
á nótt.
Ég er kannski ekki lengur á
leiðinni en margir þeir sem
stunda vinnu á Reykjavíkursvæð-
inu, en aftur á móti er ég alltaf
ein og stundum mæti ég ekki
neinum á allri leiðinni þegar ég er
á ferðinni á óvenjulegum tíma.
Ég er hvorki með síma eða tal-
stöð í bílnum en ég hringi oft í
manninn minn og segi að ég sé að
leggja af stað. Læt vita af mér ef
ég tel að þetta sé eitthvað
tvísýnt."
- Þú segir að hótelin hafi alltaf
togað. Hvað er svona heillandi
við hótel?
„Flestir sem vinna á hóteli, eða
slíkum stöðum, verða fyrir þess-
um áhrifum. Það er eitthvað
heillandi við þetta, alltaf eitthvað
að gerast og þú veist aldrei hvað
dagurinn á eftir að bera í skauti
sér. Ef þú ert þannig gerð að þú
hafir gaman af að umgangast fólk
þá er þetta ákaflega skemmtilegt
því þú hittir marga. Það vill oft
Fjóla Stefánsdóttir hótclstjóri á
Hótel Húsavík.
verða góður vinnumórall hjá
starfsfólki á svona stöðum, þann-
ig að fólk verður oft dálítið náið.
Þegar ég byrjaði að vinna á
hótelinu núna aftur, eftir árshlé,
sagðist ég rétt hafa verið byrjuð
að ná þessu úr blóðinu."
Glæsilegasta hótel á lands-
byggðinni fyrir 20 árum
Það var rekstarnefnd hótelsins
sem fór þess á leit við Fjólu að
hún tæki að sér stöðu hótelstjóra.
„Þetta er ákaflega mikil vinna
og á margan hátt er erfitt að búa
langt í burtu. Þú hleypur ekkert
til á mínútunni ef eitthvað er að,
og þegar þig langar að vera
heima hjá þér þá getur þú ekki
droppað inn til að fylgjast með
hérna, eins og ef þú byggir í
bænum.“
- Segðu mér frá Hótel Húsa-
vík.
„Þetta er mjög mikilvægur
þjónustustaður, ekki aðeins fyrir
ferðamenn sem eru hér mest yfir
sumarmánuðina, heldur fyrir
þetta svæði og fyrir bæinn. Ég
vona að bæjarbúar noti sér að
koma hér á hótelið og þá þjón-
ustu sem hér er til staðar, en
hlaupi ekki endilega eitthvað
annað. Mér finnst þó bæjarbúar
vera byrjaðir að koma hingað
aftur, en á tímabili hefðu þeir
mátt gera meira af því að láta sjá
sig.
Þegar hótelið var tekið í notk-
un fyrir tæpum tuttugu árum var
það glæsilegasta hótel utan
höfuðborgarsvæðisins. Þó ekki sé
lengra liðið eru breytingar örar
og reksturinn hefur oft verið erf-
iður, svo ekki hefur verið fjár-
magn til staðar til að breyta eins
miklu og gerðar eru kröfur til í
dag. Sumir hafa sagt við mig að á
móti komi að hér sé heimilislegt
og gott andrúmsloft. Ef til vill
stafar þetta af því hvað starfs-
fólkið gefur mikið af sér.
Á hótelinu eru 33 tveggja
manna herbergi auk góðrar
aðstöðu til fundahalda. Við höf-
um haft Félagsheimili Húsavíkur
á leigu síðustu árin og getum
boðið gestum aðstöðu í misstór-
um sölum. Yfir sumartímann
erum við alltaf með eitthvað af
herbergjum úti í bæ sem hafa oft
bjargað okkur, þannig að við
höfum geta tekið tvo hópa í einu.
Við erum nefnilega með of fá
herbergi á hótelinu til að geta
hýst fólk úr tveimur rútum.
Svona mikil aðsókn nær þó yfir
allt of stuttan tíma úr árinu, því
miður, kannski ekki nema tvo
mánúði og það er stuttur tími fyr-
ir rekstur á ársgrundvelli."
Held ekki að hægt sé að
gera alla skapaða hluti
- Hver er staðan í dag, hefur
reksturinn ekki gengið vel
undanfarið?
„Jú, það má segja að hann hafi
gengið vel síðastliðin tvö ár. Við
höfum reynt að fara ekki út í
neitt sem er mikil áhætta, og fyrir
vikið verðum við kannski ekki
eins skemmtileg útávið. Auðvit-
að er það gott ef svona fyrirtæki
getur verið svolítið menningar-
legt útávið, en það kostar pen-
inga. Við höfum ekki haft afgang
til neinna stórkostlegra breytinga
og þá verður að velja eða hafna.
Það er aukning á landsvísu á
ýmiskonar ráðstefnum og
fundum. Menn eru farnir að sjá
það, að ef fólk allsstaðar að af
landinu er boðað á ráðstefnur í
Reykjavík, helst illa á fólkinu því
það þarf að gera svo margt í
bænum. Notfæra sér ýmsa þjón-
ustu í leiðinni meðan stoppað er í
höfuðborginni. Það er því oft
meiri vinnufriður að halda svona
ráðstefnur úti á landi, og það hef-
ur oft verið staðfest við mig af
þeim sem hingað koma.“
- Nú er starfrækt heimavist
fyrir Framhaldsskólann á Húsa-
vík á hótelinu. Hvernig samræm-
ist það hótelhaldi?
„Þetta er þriðji veturinn sem
heimavistin er starfrækt. í vetur
eru hér 11 nemendur, fleiri en
verið hafa áður. Út af fyrir sig
gengur þetta ágætlega en sam-
ræmist á margan hátt ekki hótel-
rekstri, eða það er mín skoðun.
Það er þó gott að geta nýtt hús-
næðið sem annars stæði ónotað á
þessum árstíma. Framhaldsskól-
inn hefur ekki verið það gælu-
yerkefni að hann hafi getað kom-
ið sér upp heimavistaraðstöðu,
sem þó væri örugglega mikil lyfti-
stöng fyrir skólann."
- Má vænta breytinga á Hótel
Húsavík með tilkomu nýs hótel-
stjóra?
„Hótelið hefur gengið í gegn
um ýmsar breytingar meðan ég
hef verið hér við störf og ég er
ekki sá nýgræðingur hér, að ég
haldi að hægt sé að gera alla
skapaða hluti. Auðvitað reynum
við að lífga uppá hótelið eins og
hægt er og ef reksturinn gengur
vel á að fara í endurnýjanir
innanhúss, m.a. á herbergjunum.
Ég hef í rauninni mestan áhuga
á því að við getum fengið fólkið
hér í kringum okkur á hótelið, að
það komi hér með sínar hug-
myndir og við getum spilað úr
þeim. Það er okkur algjör lífs-
nauðsyn að hafa fólkið hérna
með okkur.“ IM