Dagur


Dagur - 16.03.1991, Qupperneq 2

Dagur - 16.03.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991 fréftir Tillögur um valddreifmgu í heilbrigðis- og tryggingamálum: Yflrstjómin færð til héraðslækna og heilbrigðisráða Nýlega samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að stofnaðar verði sérstakar heil- brigðis- og tryggingaskrifstofur í öllum kjördæmum landsins á næstu fjórum árum. Kjarninn í þessum tillögum er að stuðla að valddreifingu í heilbrigðis- og tryggingakerfinu með því að færa ákvörðunarvaldið út til landshlutanna. Samtök sveitarfélaga hafa undanfarin ár beitt sér fyrir vald- dreifingu með ýmsum hætti, en markmiðið hefur verið að efla sjálfstæði og ábyrgð landshlut- anna í eigin málum, til mótvægis við höfuðborgina. Starfshópur landshlutasamtaka sveitarfélaga hefur undanfarna mánuði unnið að valddreifingartillögum í héil- brigðis- og tryggingamálum. Askell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, er einn þeirra sem voru í starfshópnum. Hann segir að tillögurnar hafi komið fram áður en Alþingi ályktaði um málið. Þær eru á þá leið að heilbrigðismálaráð lækn- ishéraðanna verði skipuð sveit- arstjórnarmönnum og kosin af samtökum sveitarfélaga í hverju læknishéraði. Héraðslæknar eiga, ásamt heilbrigðisráðum, að hafa yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamála með höndum. Gert er ráð fyrir að í hverju kjör- dæmi verði til staðar öll almenn sérfræðiþjónusta og nauðsynleg- ar heilbrigðisstofnanir, eftir því sem aðstæður og íbúafjöldi leyfa. Þá er gert ráð fyrir því að hjá heilbrigðis- og tryggingamálaskrif- stofunum í hverju læknishéraði verði umdæmisþjónusta frá almannatryggingum, þar sem bótaþegar geti fengið fulla þjón- ustu, ásamt mati á bótarétti, en í dag verður að sækja slíkt mat til Reykjavíkur. Héraðslæknar eiga að veita skrifstofunum forstöðu. Áskell segir mikilvægt að sér- stakar ráðstafanir verði gerðar til að jafna kostnað þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjón- ustu innan sama héraðs, þannig að allir íbúar héraða sitji við sama borð kostnaðarlega séð. Heilbrigðismálaráðin eiga að gera áætlanir um niðurröðun verkefna í hverju héraði, tillögur um fjárveitingar og skipta fjár- veitingum milli verkefna, sam- ræma starfshætti í heilbrigðismál- um innan héraðs og hafa samráð um samstarf sjúkrahúsa. Kjör vígslubiskups fyrir Norðurland mun fara fram undir lok þessa mánaðar. Þor- björn Hlynur Árnason, bisk- upsritari, segir að unnið sé að því að ganga frá kjörskrá og hún verði lögum samkvæmt að liggja frammi i tíu daga áður en kosning fer fram. „Það er búið að gefa út reglu- gerð, sem þurfti að setja sérstak- lega vegna þessa biskupskjörs. í lögum um starfsmenn þjóðkirkj- unnar, sem voru samþykkt í fyrra, er gert ráð fyrir að vígslubiskup sé kosinn samkvæmt lögum um bisk- upskjör og reglugerðin er til nán- ari skýringa á þeim,“ sagði Þorbjörn. Kjörskrá mun liggja frammi á biskupsstofu og hjá próföstum í Verkefni umdæmisþjónustu á sviði tryggingamála eru þessi helst: Að veita fyrirgreiðslu í líf- eyris- og sjúkratryggingamálum, að örorkumat fari fram í heima- héraði og að annast umsýsluþjón- ustu heima í héraði fyrir Trygg- Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar-, og Þingeyjarprófast- dæmum. Allir þjónandi prestar á Norðurlandi eru í kjöri, en svo að notuð séu orð þekkts stjórnmála- manns eru sumir meira í kjöri en aðrir. Þannig hefur Bolli Gústavs- son í Laufási gefið það út opinber- lega í samtali við Dag að hann sækist eftir kjöri. Rétt til að kjósa vígslubiskup hafa allir prestar á Norðurlandi, sex leikmenn, þar af einn úr hverju af áðurnefndum fjórum prófastdæmum, og tveir kirkju- þingsmenn (fulltrúar Norður- landskjördæmis eystra og vestra). Auk þess hafa biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason og fráfarandi vígslubiskup, sr. Sigurður Guð- mundsson, kosningarétt. ingastofnun ríkisins á ýmsum sviðum, m.a. fyrir lífeyrissjóði. Að lokum er lagt til að trygg- ingaráð feli heilbrigðismálaráð- um héraðanna að afgreiða þau mál sem tryggingaráð annast nú. EHB Lögum samkvæmt þarf vígslu- biskup að hafa að lágmarki helm- ing greiddra atkvæða á bak við sig. Náist ekki fram hreinn meiri- hluti í fyrstu umferð verður að endurtaka kosninguna og er þá kosið á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fá í fyrstu umferð. „Mér þykir ekki ótrúlegt að kosning geti hafist fyrir mánaða- mót. Gert er ráð fyrir því að kjörskrá liggi frammi í tíu daga áður en kosning hefst. Kosning fer þannig fram að sendir eru atkvæðaseðlar til þeirra sem eru á kjörskrá og þeir hafa síðan ákveð- inn frest til þess að senda þá til baka. Ef endurtaka þarf kosning- una lengir það tímann um helming,“ sagði Þorbjörn Hlynur. Hann sagði að atkvæði yrðu talin á biskupsstofu. óþh Flugleiðir: Fiugmenn boða sólahrings verkfaU Vígslubiskupskjör: Gert ráð fyrir að kosning hefjist fynr mánaðamót - unnið að því að ganga frá kjörskrá á biskupsstofu Bókun minnihluta framleiðslunefndar Stéttarsambands bænda: Lengja þarf aðlögunartíma sauðíjárframleiðslu um 1 ár - minnihluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu búvörusamningsins Eins og fram kom í Degi í gær Félag íslenskra atvinnuflug- manna (FÍ A) hefur boðaö sóla- hrings verkfall hjá Flugleiðum frá miðnætti aðfaranótt 29. mars. Jafnframt var boðað munnlega að fleiri aðgerðir af þessum toga myndu fylgja. Samningar flugmanna runnu út í apríl 1990 og þeir eru nú eini hópur launþega með lausa samn- inga. Um 30 fundir hafa verið haldnir um nýjan kjarasamning, en samkomulag hefur ekki tekist. Nýkjörin stjórn FÍA hefur kynnt forráðamönnum Flugleiða Leikar eru nú farnir að æsast í 15 mínútna stigamótum Skák- félags Akureyrar en teflt er um peningaverðlaun. Nú er lokið Siglufjörður: Skákþing Norð- lendinga hafið Skákþing Norðlendinga var sett að Hótel Höfn á Siglufirðí í gær og verður teflt um helg- ina. Þinginu lýkur með hrað- skákmóti á sunnudaginn. Hjá Skákfélagi Akureyrar fengust þær upplýsingar að 8 keppendur innan raða félagsins myndu keppa í opnum flokki á Skákþingi Norðlendinga og einnig skákmenn úr Eyjafirði. í yngri flokkum munu 16 félagar í SA taka þátt í mótinu á Siglufirði. Þátttakendur í Skákþingi Norðlendinga munu væntanlega koma víða af Norðurlandi og er búist við skemmtilegri keppni. SS hugmyndir um kjarabætur til handa flugmönnum. Samanlagt yrðu þær ígildi meira en 80% íaunahækkunar. Flugleiðir telja að það sé fjarstæðukennt að íhuga samninga á þessum nótum. Þegar þessar hugmyndir komu fram var Flugleiðum sú ein leið fær að fara fram á það við Vinnuveitendasamband íslands að það vísaði deilunni til ríkis- sáttasemjara. Á fimmtudaginn var árangurslaus fundur hjá ríkis- sáttasemjara og í framhaldi af honum barst verkfallsboðun. ój þremur mótum af fjórum og Ijóst að þrír skákmenn munu berjast um verðlaunasætin. Úrslit í þriðja 15 mínútna stigamótinu sem haldið var um síðustu helgi urðu þau að Kári Elíson skaust skyndilega í fremstu röð á ný og sigraði. Hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Arnar Þorsteinsson fékk reyndar 6 vinninga einnig en Kári hreppti fyrsta sætið á stigum. Þriðji varð Hraðskákmót Akureyrar I yngri flokkum var haldið um síðustu helgi. í flokki 13-15 ára sigraði Þórleifur Karlsson og í flokki 12 ára og yngri sigraði Finar Jón Gunnarsson. Lítum þá nánar á úrslitin. Þór- leifur Karlsson hafði nokkra yfir- burði í flokki 13-15 ára og fékk 9 vinninga af 10 mögulegum. í 2. sæti varð Páll Þórsson með 6 vinninga og í 3. sæti Helgi Gunn- samþykkti mikill meinhluti Sigurjón Sigurbjörnsson með vinning. Staðan í stigakeppninni fyrir lokamótið er sú að Arnar Þor- steinsson hefur komið sér þægi- lega fyrir á toppnum með 24 stig. Gylfi Þórhallsson er með 18 stig og Sigurjón Sigurbjörnsson 17. Þessir þrír skera sig nokkuð úr og munu eflaust raða sér í verð- launasætin þrjú. Síðasta mótið verður haldið í apríl. SS arsson með 4VL í flokki 12 ára og yngri sigraði Einar Jón Gunnarsson með glæsibrag og fékk hann ÍOV^ vinn- ing af 11 mögulegum. Halldór Ingi Kárason kom næstur með 9 vinninga og Bárður H. Sigurðs- son varð þriðji með 8'/2 vinning. Birna Baldursdóttir varð efst stúlkna með 6 vinninga, en drengir og stúlkur tefldu í sama flokki. SS fundarmanna á fulltrúafundi Stéttarsambands bænda ný- undirritaðan búvörusamning. Þó greiddu tveir fundarmanna samningnum mótatkvæði og fimmtán sátu hjá. Meðal þeirra sem sátu hjá voru fimm menn í minnihluta fram- leiðslunefndar, Stefán Á. Jónsson, Georg Jón Jónsson, Guðbjartur Gunnarsson, Gunnar Sæmundsson og Þorsteinn Vig- fússon. Þeir skiluðu eftirfarandi séráliti um búvörusamninginn: „í búvörusamningi þeim sem hér er til afgreiðslu eru ýmis ákvæði sem eftir er að staðfesta með breytingum á núgildandi lögum og þær breytingar verða ekki gerðar fyrr en á næsta Alþingi. Þá þurfa lagfæringar að vera gerðar að teknu tilliti til mikilvægis hinna dreifðu byggða. Aðeins það atriði að hefja frjáls uppkaup fullvirðisréttar 1. maí nk. mun fá lagastuðning á þessu þingi með fjárframlögum á lánsfjárlögum. Þetta er jákvætt og tímabært atriði, en tilboðið um uppkaup fullvirðisréttar þarf að standa með sömu kjörum til 1. september 1992. í búvörusamningnum er gert ráð fyrir 2% verðlækkun til bænda á grundvallarverði sauð- fjárafurða í haust þrátt fyrir önn- ur ákvæði í núgildandi búvöru- lögum. Engin trygging er fyrir því að þessi verðlækkun til bænda skili sér til neytenda. Þá er skattaleg meðferð á sölu fullvirðisréttar ekki ljós. Frjáls viðskipti með fram- leiðslurétt sauðfjárafurða eru ótímabær fyrr en markmiðum samningsins um uppkaup á hverju svæði er náð. Lengja þarf aðlögunartíma sauðfjárfram- leiðslunnar um 1 ár eða til 1. september 1993. Það ætti að gefa möguleika á að ná allri nauðsyn- legri fækkun með frjálsum upp- kaupum, þannig að engin þörf verði á flatri skerðingu fram- leiðsluréttar. í ljósi framangreindra atriða sitjum við hjá við afgreiðslu búvörusamningsins.“ óþh ÐAGl'R Akureyri S 96-24222 Norðlenskt dagblað KA-heimilið: Kaffihlaðborð Júdódeildar Júdódeild KA verður með kaffi- hlaðborð í KA-heimilinu á morg- un sunnudag frá kl. 14-17. Boðið verður upp á góðar veit- ingar á vægu verði. Eru allir KA- menn og aðrir velunnarar félags- ins hvattir til að líta við í KA- heimilinu og gæða sér á góðum veitingum um leið og þeir styrkja gott málefni. skák i Stigamót Skákfélags Akureyrar: Amar með forvstu Hraðskákmót Akureyrar: Úrslit í yngri flokkum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.