Dagur - 16.03.1991, Page 8

Dagur - 16.03.1991, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 16. mars 1991 Keppnisstjóri Bridgefélag Akureyrar auglýsir eftir keppnis- stjóra fyrir næsta keppnistímabil, þ.e. 15. sept. ’91 til maíloka ’92. Starf keppnisstjóra felst í eftirfarandi: 1. Keppnisstjórn (þekking á bridgelögunum nauðsynleg). 2. Tölvuvinnsla í mótum. 3. Reglugerðir fyrir mót. Spilað er á þriðjudagskvöldum að Hamri. Tilboð sendist í pósthólf 428, 602 Akureyri, fyrir 1. apríl 1991. Nánari upplýsingar veittar í síma 96-24624. Stjórn Bridgefélags Akureyrar. 1 of erlendum vetfvangi i Mikið um hjátrú í Frakklandi Svo virðist sem Frakkar séu á góðri leið með að snúa baki við hefðbundnum trúarbrögðum og skynsemishyggju, sem lengi hef- ur haft mikil tök á þjóðinni. Þess í stað trúa nú fleiri og fleiri á stjörnuspeki, galdra, dul- skynjun og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri, ef marka má nýjustu kannanir. Trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri og stjörnuspeki er samkvæmt þessum könnunum útbreiddust meðal fólks á aldrinum 18 til 24 Framsoknarvist — spilakvöld — Fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30 Framsólmarfloklmpinn í Norðurlandskjördæmi eystra efnir til Framsóknarvistar samtímis á eftirtöldum stöðum: Árskógur: Ávarp: Daníel Árnason Laugarborg: Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir Akureyri, í Félagsborg (salur starfsmanna Álafoss): Ávarp: Guðmundur Bjarnason Breiðamýri: Ávarp: Jóhannes Geir Sigurgeirsson Húsavík, í Félagsheimilinu: Ávarp: Guðmundur Stefánsson Skúlagarður: Ávarp: Guðmundur Stefánsson Verðlaun: Ferðavinningur að verðmæti kr. 80.000,- með Samvinnuferðum/Landsýn fyrir besta árangur einstaklings. Auk þess verða veitt kvöldverðlaun á bverjum stað fyrir bestu frammistöðu karla og kvenna. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn Guömundur Bjarnason Valgeröur Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Guömundur Stefánsson Daniel Árnason ara. Stúdentar, skólanemendur, kennarar og verslunarfólk virðist helst aðhyllast þessi nýju trúar- brögð, en efasemdir eru mest áberandi meðal bænda og iðnað- armanna. Hvernig sem á því stendur, eru áhangendur og stuðningsmenn hægriöfgaflokks Jean-Marie Le Pen ákafastir f hinni nýju trú. í Frakklandi eru innan við 36 þúsund kaþólskir prestar, en yfir 40 þúsund manns vinna fyrir sér sem stjörnuspekingar. Þegar stór fyrirtæki þurfa að ráða fólk til starfa, leita þau aðstoðar stjörnuspekinga, rit- handarfræðinga eða þeirra, sem spá fyrir mönnum út frá fæð- ingardögum. Eitt leiðandi fyrir- tæki í tölvuiðnaðinum ræður fölk því aðeins, að það hafi staðist prófun með kínverskum tarot- spilum, segir í tímaritinu L’Evénement de Jeudi. (Faktu 1(1/9». - Þ.J.) Propan kælir betur en freon Breskir vísindamenn halda því nú fram, að propan geti komið í stað freons til kælingar í kæli- skápum og minniháttar kæliklef- um. Freon er ein þeirra gasteg- unda, sem eyðileggja ósonlagið í háloftunum, en propan cr nátt- úrulegt efni og veldur ekki mengun. Til þessa hefur vandamálið verið það, að propan er mjög eldfimt. Þess vegna verður t.d. aö ganga þannig frá rafmagnsrofum vegna lýsingar í kæliskápum, að þeir geti ekki valdið sprengingu, ef leki myndast inni í skápunum. Kæliskápur, scm notar propan, hefur nú verið tekinn í notkun í tækniskóla í London. Reynslan af honum sýnir, að propan er áhrifameira til kælingar en freon. Næsta verkefni vísindamann- anna er að kanná livað gerist, ef kviknar í húsi þar scm er kæli- skápur með 300 grömmum af propan. (Fakta 10/90. - Þ.J.) Hörgull á efni í smokka Notkun smokka hefur farið ntjög vaxandi að undanförnu, en á sama tíma er minnkandi framboð á náttúrulegu gúmmíi. Framleiðendur smokka eru því farnir að svipast um eftir öðru efni í smokkana. Svo kann að fara, að efni, sem til þessa hefur helst verið notað í golfkúlur, verði fyrir valinu. Efni þetta heitir balata og er unnið úr hitabeltistrénu Mimusops balata af Sapotaceae-ætt, en þekktasta tegund þeirrar ættar er tyggi- gúmmítréð Achras sapota. Balata er hart efni, orðið til úr viðarkvoðu meðal annars, en nú hafa vísindamenn fundið efni, sem gera balata mýkra og auð- veldara til úrvinnslu. Einnig hafa fundist aðferðir til að blanda balata með efnum, sem gera það sterkara og teygjanlegra. (Fakta 10/90. - P.J.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.