Dagur - 16.03.1991, Side 9
Laugardagur 16. mars 1991 - DÁGUR - 9
Eftir langa og stranga yfirferð á öllum þeim gífur-
lega fjölda smásagna sem barst í smásagna-
keppnina BABÚ-BABÚ, tókst okkur að velja þá
sögu sem okkur þótti standa upp úr í yngri
flokknum. Þetta er sagan Haust eftir unga valkyrju
á Flatatungu í Skagafirði, Sigríði Gunnarsdóttur.
Sigríður er 15 ára gömul (bráðum 16) og stundar
nám í Varmahlíðarskóla.
Við hringdum í hana og ræddum við hana um
smásöguna, bækur og margt fleira.
í dómnefnd fyrir BABÚ-BABÚ sátu umsjónar-
menn UNGLINGASÍÐUNNAR ásamt Stefáni
Þór Sæmundssyni. Bókaútgáfan Skjaldborg gaf
glæsileg bókaverðlaun og færum við Skjaldborg
okkar bestu þakkir fyrir liðlegheitin.
Það sem mér
dettur í hug!
- Hvernig datt þér í hug að
senda þessa sögu í samkeppnina?
Sigríður: hetta var nú bara til-
viljun. Ég sá auglýsinguna og
skrifaði svo söguna í hvelli - svo
pældi ég ekkert meira í þessu.
- Samdirðu þá söguna sérstak-
lega fyrir keppnina:
Sigríður: Já!
- Semurðu mikið af sögum?
Sigríður: Nei, ég get nú ekki
sagt það. Pað kemur þó fyrir
svona öðru hvoru.
- En ljóð?
Sigríður: Ekki mikið!
- Hvernig sögur skrifarðu?
Sigríður: Eg skrifa bara um
það sem mér dettur í hug.
- Eru þetta eins konar vanga-
veltur sem þú skrifar niður?
Sigríður: Já, það má segja það.
- Hvernig fékkstu hugmyndina
að „Haust“?
Sigríður: Ég er ekki viss. Hún
kom bara allt í einu.
- Færðu einhverjar hugmyndir
úr bókum?
Sigríður: Nei!
- Lestu mikið?
Sigríður: Já, töluvert svona
miðað við krakka á mínum aldri.
- Hvernig bækur lestu?
Sigríður: Ég les allt frá íslend-
ingasögunum niður í Morgan
Kane.
- Er til mikið af bókum heima
hjá þér?
Sigríður: Já, þó nokkuð.
- Heldurðu að þú hafir dæmi-
gerðan bókmenntasmekk fyrir
venjulegan íslenskan sveitaungl-
ing?
Sigríður: Nei, ég held ekki.
Vinir mínir lesa nú eins lítið og
þeir geta nema þá dæmigerðar
unglingabækur, sem eru einu
bækurnar sem ég get hreinlega
ékki hugsað mér að lesa.
- Eru bækur áhugamál þitt?
Sigríður: Já, það má segja það!
- Hvaða önnur áhugamál hefur
þú?
Sigríður: Pað er nú svo margt.
Ég hef þó ekki áhuga á íþróttum
eða neinu slíku.
- Er mikið skrifað af sögum í
Varmahlíðarskóla?
Sigríður: Já, það er náttúru-
lega skrifað í íslenskutímum. Þar
þurfum við að skila sögum öðru
hvoru.
- Finnst þér vera mikið hvatt til
skrifta í skólanum?
Sigríður: Já, svolítið!
- Finnst þér vera mikið um sam-
keppnir sem þú getur tekið þátt
í?
Sigríður: Nei, ekki ntikið!
- Myndirðu taka þátt í svona
samkeppni fyrir alla aldurshópa?
Sigríður: Já, alveg eins, ef það
lægi þannig á mér.
- Ætlarðu að skrifa mikið í fram-
tíðinni?
Sigríður: Nei, ég stefni ekki á
að verða rithöfundur eða neitt
þannig.
- Er fjölskyldan þín eitthvað
hneigð til bóka eða skrifta?
Sigríður: Já, ég ntyndi segja
það. Foreldrar mínir lesa tölu-
vert.
- Heldurður að það skipti ein-
hverju máli?
Sigríður: Já, maður verður allt-
af fyrir áhrifum frá fjölskyldunni
og því hvetur þetta mann til
lesturs.
- Um hvað er „Haust“?
Sigríður: Ég veit nú eiginlega
ekki um hvað hún fjallar. Þetta
er svona „júróvisjón-saga“ eða
samkeppnissaga, skrifuð með
samkeppni í huga. Yfirleitt skrifa
ég allt öðruvísi sögur en þetta.
Hún er svolítið væmin!
- Hvernig er að búa á Flata-
tungu?
Sigríður: Ég hef nú engan
samanburð! Ég hef alltaf búið
hér og finnst það alveg ágætt.
- Er þetta alvöru sveitabær með
kindum og kúm?
Sigríður: Við höfum engar
kindur sem er, en við erum með
hesta og kýr.
- Hjálparðu þá til á bænum?
Sigríður: Já, ég geri það!
- Finnst þér þú fara á mis við
eitthvað með því að búa í sveit?
Sigríður: Nei, maður sér bara
myndböndin seinna!
- Eru krakkar sem alast upp í
sveit öðruvísi en þau sent alast
upp í þéttbýli?
Sigríður: Já, það er töluverður
munur ef þú berð saman sveita-
krakka og krakka úr Reykjavík.
Krakkar í sveit fara rniklu fyrr að
vinna og kunna þá frekar að
standa á eigin fótum. Ahugamál-
in eru líka öðruvísi. Ég hef t.d.
engan áhuga á því sem sumir
krakkar í Reykjavík hafa áhuga
á, eins og „freestyle" tískusýn-
ingum og svoleiðis. Krakkar í
þéttbýli verða fyrir meiri áhrifum
frá tískusveiflum og sækja meira
í það að vera eins. Mér finnst
krakkar í sveit vera sjálfstæðari í
hugsun.
- Er ekkert erfitt að hitta vini
sína þegar rnaður býr í sveit?
Sigríður: Nei, nei, ekkert svo.
Ég hitti þá kannski sjaldnar en
lengur í hvert skipti.
- Hvað ætlarðu að gera eftir að
þú hefur lokið grunnskólanámi?
Sigríður: Ég er nú ekki með
það á hreinu ennþá. Ég reikna
jafnvel með því að fara í MA og
er búin að sækja um þar. Ég færi
þá líklega á félagsfræði- eða
málabraut, því ég er laus við all-
an áhuga á raungreinum.
- Einhver fleyg orð að lokum?
Sigríður: Nei, það er ekki hægt
að vera skáldlegur þegar beðið er
um það.
HAUST
eftir Sigríði Gunnarsdóttur:
Verðlaunasagan í yngri aldurshóp smásagnasamkeppninnar BABÚ-BABÚ
Fuglarnir eru flognir eitthvað burt, þangað sem vetrar-
kuldinn nær ekki til þeirra. Laufin liggja á jörðinni en
örvæntingarfull trén teygja naktar greinar til himins.
Út undan mér sé ég mann frá bænum sópa saman
laufblöðum. Allt í einu kemur vindhviða og þeytir
haugnum í loft upp. Ég heyri manninn tuldra formæl-
ingar fyrir munni sér. Hann þarf að byrja upp á nýtt.
Gömul kona kemur kjagandi eftir stígnum. Hún held-
ur á blómvendi. Kannski liggur maðurinn hennar sálugi
einhvers staðar í þessum kirkjugarði? Sú gamla silast
nærri hljóðlaust framhjá mér, hægum markvissum
skrefum. Hún lítur út fyrir að vera mjög gömul. Ábyggi-
lega áttræð. Hvernig ætli sé að vera svona gamall?
Ég átti vin þegar ég var lítill. Vin sem dó. Við vorum
ekki nema sjö ára þegar hann drukknaði. Ég tók það
nærri mér. Eg fer alltaf öðru hvoru aö leiðinu hans.
Þangað til að ég varð tólf ára táraðist ég í hvert skipti.
Kom ekki upp orði, tárin runnu niður kinnarnar, féllu
svo til jarðar og hurfu. Inn í eilífðina. í seinni tíð er ég
farinn að tala við vin minn heitinn eins og maðurinn við
mann, segja honum allt sem ég vil að hann viti.
Kannski er ég biluð en mér finnst eins og hann heyri allt
sem ég segi.
Ég vil ekki deyja. Líkurnar eru ekki miklar í bili en ég
er samt hrædd.
Það er svo mikið af gömlu fólki sem býður dauðans.
Fólk eins og amma á Elliheimilinu. Hún virðist alltaf
ánægð. Prjónar ullarsokka og spilar vist við hina gaml-
ingjana alla daga. Nema þegar hún fær ellilífeyrinn. Þá
fer hún út og kaupir sér heilu bunkana af skafmiðum.
Það gefur henni svo mikið að styrkja góð málefni og
spennan við að skafa...
Ég hætti að hugsa um ömmu gömlu og geng af stað.
Gamla konan var farin jafn hljóðlega og hún kom. Einu
vegsummerkin um komu hennar eru blómin sem hún
skildi eftir undir krossinum.
Maðurinn var hættur að berjast við laufið. Kannski er
álíka vonlaust að vilja ekki deyja og sópa laufblöðum í
roki.
UMSJÓN: KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR OG HJÖRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR