Dagur - 16.03.1991, Side 19

Dagur - 16.03.1991, Side 19
Laugardagur 16. mars 1991 - DAGUR - 19 Eru memurnir að plata ullabjakkí ofan í okkur? Það er víst óhjákvæmilegt og eðlilegt þegar maður kemur á nýjar, áður ókunnar slóðir að bera þær saman við heimahaga sína. Margir hafa þá trú að allt sé afstætt í þessum heimi og óneit- anlega styður svona samanburð- ur þá kenningu. Ég vænti þess altjent að mér verði ekki láð þótt ég hafi oft og einatt látið hugann hvarfla heim á ísland þegar ég mætti ýmsum nýjungum hér. Það er nú svo að þótt mannskepnan sé ef til vill einatt sjálfri sér h'k inn við beinið hefir hún ýmsa mismunandi siði og lífsvenjur, jafnvel lífsviðhorf og er vandséð af hverju þessi mismunur ræðst. í síðasta bréfi var látið að því liggja að fjölmiðlar nútímans mótuðu mjög líf manna um þess- ar mundir og verður það ekki dregið til baka. En hvað er það einna helst sem einkennir nútímamenn - hér í Utah og heima á íslandi. Eins og áður hefir verið sagt virðist það mjög einkennandi fyr- ir fólk - altjent hér - að það dreg- ur mjög dám af því sem fram kemur í fjölmiðlum. Það er nú einu sinni svo að þetta þjóðfélag er neysluþjóðfélag að miklu leyti og neyslunni er að sjálfsögðu stýrt með auglýsingum, bæði beinum og óbeinum. Ekki held ég íslendingum þurfi að koma það mjög spánskt fyrir sjónir; hver man ekki fótanuddtækin hérna um árið, eða önnur uppþot vegna vellukkaðrar auglýsingaherferðar - helst í sjónvarpi. Einhverjar allra árangursrík- ustu auglýsingaherferðir sem farnar hafa verið (og eru enn farnar) eru þær sem snúast um heilsu manna. Hollustubrjálæð- ið, svo sem margir hafa nefnt það er kannski hvergi magnaðra en hér þar sem svo fjarskalega margir lifa á þann hátt sem mannskepn- an ein lifir, nefnilega í gersam- lega tilbúnu umhverfi og án veru- legra tengsla við ósnerta náttúru. Það er reyndar eðlilegt að menn hér um slóðir hafi áhyggjur af heilsufari sínu, lífslíkur nýfædds Ameríkubarns eru dálítið lakari en t.d. nýfædds barns á íslandi. Enda er það svo að hér er fjarskalega mikið gert að því að leiðbeina fólki um holla lífshætti. Mest er það á þann veg að fólki er sagt til um hvað það eigi eða eigi ekki að leggja sér til munns. í Sálminum um blómið segir frá því þegar Sobeggi afi var að reyna að kenna LilluHeggu um ullabjökk heimsins, til að henni gæti alltaf liðið vel af því hún hefði aldrei látið ofan í sig svodd- an óþverra. Manni kemur oft gamli maðurinn í hug hér og þó einkum þessi skelfilegu ullabjökk heimsins. Auðvitað þekkja íslendingar þetta líka, til að mynda kenningar um skaðsemi hangiketsins, mjólkurinnar, feita kjötsins, smjörsins, saltsins, litar- efna í mat og svo framvegis, sem ég endist ekki upp að telja. Ein- hvern veginn hefir mér samt fundist að þessi söngur hafi orkað þannig á marga Islendinga að þeir hafi gefist upp á því að snúa sér eftir því hvaðan þessi holl- ustuvindur blæs. Ég segi nú til dæmis fyrir mína parta að þegar var búið að stimpla óhollt (ef ekki banvænt) hér um bil allt sem mér þykir gott (ég man samt ekki eftir súru slátri) þá ákvað ég eins og maðurinn forðum að ég færi nú ekki að drepa mig úr hungri til að geta lifað fáeinum árum lengur. Og við það situr. En hér er þetla miklu þróaðra og vísindalegra. Hér er ekki ver- ið að skiptti um heilsufræði á tveggja mánaða fresti. Hér er búið að útnefna nokkur „súper“ ullabjökk sem eru orðin hluti af daglegu lífi manna, að minnsta kosti í auglýsingum og innkaup- um. Hér vita allir að fita er óholl og þess vegna borða menn bara mat sem er „fat-free“, nefnilega fitulaus. Svei mér ef beikonið sem tnenn rífa hér í sig með steiktu eggi er ekki líka fitulaust. Að minnsta kosti er það ábyggi- lega laust við það voðalega eitur- efni kólesteról sem ég inan aldrei hvað er kallað á íslensku. Vitn- eskjan um þessi ullabjökk er orð- in svona álíka algeng og sjálfsögð og til dæmis kenningin um að jörðin sé hnöttótt en ekki flöt. (Því trúa víst hérumbil allir nú orðið en mikið fannst mér þetta ólíklegt þegar ég var barn og horfði í kringum mig frammi í firði.) Hér eru heldur engin matvæli sett á markað án þess að auglýsa kyrfilega að þau séu með öllu laus við þessi hræðilegu eiturefni, fituna og kólesterólið. Það er nú gott fyrir neytendur; þeir þurfa þá ekki að vera hræddir um líf sitt þótt þeir seðji sárasta hungrið. Fleiri ullabjökk eru þekkt bæði hér og heima á íslandi. Heima man ég að sérlegt óorð var á ýms- um svonefndum E-efnum, ég man nú ekki af hverju og ég rugl- aðist líka alltaf í því númer hvað þessi vondu efni vóru. Kannski verð ég skammlífur vegna þess. Ég er ekki heldur alveg viss um af hverju þessi E-efni vóru stundum sett í mat, en vonandi hefir verið eitrað fyrir mig í góðum tilgangi. Mér finnst reyndar hálfpartinn að sumt af þessu hafi verið til að verja matvæli skemmdum, þótt þau væru látin óétin tímunum saman. Það er auðvitað lofsvert því mér finnst alltaf ljótt að henda mat. En kannski verður sumt góðgæti eitrað með tíman- um, maður veit auðvitað ekki. Hér hefi ég aldrei séð eða heyrt minnst á þessi E-efni (kannski stamar enginn hér?) en ég verð hálfpartinn ánægður þegar ég sá skrifað skýrum stöfum utan á brauðpokana hérna í búðinni okkar að í þessu brauði væru engin rotvarnarefni né annað til að villa heimildir á gömlu brauði. En það setti að mér ónotanleg- an grun þegar ég fann í gær tvær brauðsneiðar í poka sem höfðu misfarist bak við skúffu einhvern tíma fyrir jól. Ekki var þetta fyrir að sneiðarnar að tarna væru neitt ógnvekjandi, öðru nær. Þær vóru einmitt alveg eins og þær væru nýkomnar úr ofni bakarans. Hvernig getur staðið á þessu? Eru mennirnir sem merkja brauðið kannski bara að plata einhverju ullabjakki ofan í okkur sakleysingjana sem höfum lært að trúa flestu sem er á prenti og öllu sem er í sjónvarpinu? Eða gleymdist kannski að láta brauðið vita? Valdimar Gunnarsson. Frá Fósturskóla íslands Vegna inntöku í Fósturskóla íslands nú í vor, verður boðið upp á sérstakt könnunarpróf í íslensku, dönsku og ensku. Könnunarprófið er ætlað fólki 25 ára og eldra með reynslu af starfi með börnum en með ófullnægjandi formlega skólagöngu skv. lögum um inntökuskilyrði skólans. Prófið verður haldið um mánaðarmótin apríl/maí á eftirtöldum stöðum: Fósturskóla íslands í Reykjavík, Menntaskólanum á ísafirði, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum. Skráning í síma: 91-83866 og 91-83816 daglega kl. 14.00-15.30. Skráningarfestur til 22. mars nk. Umsækjendur fá síðan sendar upplýsingar um fyrir- komulag prófa ásamt sýnishornum af lesefni, sem er sambærilegt því efni sem lagt verður fyrir í prófun- um. Skolastjóri. spurning vikunnor Þorsteinn Svanlaugsson: Sjálfstæðisflokkurinn, Kvenna- listinn og Alþýðuflokkurinn munu mynda ríkisstjórn að kosningum loknum. Ég set þó stórt spurningamerki við Kvennalistann, því mér sýnist að hann sé á leiðinni út úr stjórnmálunum. Davíð veröur næsti forsætisráðherra. Vernharður Jonsson: Ég vona að þetta verði svipað. Davíð nær ekki fylgi. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar á þeim breytingum sem gerðar voru á forustuliði flokksins. Hrefna Torfadóttir: Eg vil sjá sömu ríkisstjórn áfram og þá stefnu i gengis- og vaxtamálum sem hun hefur barist fyrir Viðar Gunnarsson: Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta og því fer hann í samstarf við Framsókn- arflokkinn. Þannig verðurokkur best borgið og Davíð veröur forsætisráðherra. Júlíus Björnsson: Best gæti ég trúað að ríkis- stjórn verði mynduð á sömu nótum. íslenska þjóðin er fast- heldin og Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki þeim árangri sem búist er við. Hverjir standa að væntanlegri ríkisstjórn að kosningum loknum?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.