Dagur - 26.03.1991, Side 2

Dagur - 26.03.1991, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 26. mars 1991 Slys á börnum a aldrinum 0-14 ara: íslendingar á toppnum á Norðurlöndum - fræðslufyrirlestrar og námskeið á Norðurlandi varðandi slys á börnum íslendingar njóta þess vafa- sama heiðurs að vera á toppn- um á Norðurlöndum í slysum á börnum á aldrinum 0-14 ára. Bæði er um að ræða slys inni á heimilum sem utan þeirra. Þessum málum hefur í vaxandi mæli verið gefinn gaumur hér á landi. Einkum hefur Herdís Stoorgárd, hjúkrunar- fræðingur og starfsmaður Slysavarnafélags íslands, beint sjónum að þeim. Hún verður á næstu dögum með fyrirlestra og námskeið á Norðurlandi um ýmislegt er lýtur að slysum á börnum. „í þessum fyrirlestrum greini ég meðal annars frá helstu áverk- um sem börnin hljóta og hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir þá. Ég hef kynnt mér þessi mál sl. þrjú ár og óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið í ljós,“ sagði Herdís í samtali við Dag. Herdís segir að slys inni á heimilunum séu algengust á aldrinum 0-4 ára. Á aldrinum 5- 14 ára fjölgar slysunum úti við. Þau eru af margvíslegum toga, umferðarslys, slys við leik á skólalóðum, íþróttaslys o.s.frv. Hvað varðar slys inni á heimil- um segir Herdís að brunar séu hvað algengastir. Börnin fá yfir sig brennandi heitt hitaveituvatn, heitt kaffi o.s.frv. Herdís segir að slys inni á heimilum séu algengari en fólk geri sér grein fyrir. Þetta séu slys sem aldrei fari hátt í umræðunni og komist ekki í dagblöðin. Hún nefnir sem dæmi að eitranir hverskonar geti verið stórhættu- legar. „Börn borða t.d. sígarettu- stubba, uppþvottalög og annað slíkt. Vert er að vekja athygli á því að þvottaefni fyrir uppþvotta- vélar getur verið stórhættulegt. í þvottaefninu er mjög sterkt efni og setji börn sem samsvarar einni teskeið af því upp í sig geta þau brennt sig mjög illa í munninum og vélindanu og hlotið varanleg- an skaða,“ segir Herdfs. „Foreldrar eru farnir að hugsa meira um þessi mál en þeir gerðu. Hins vegar hefur ekkert dregið úr slysunum. Við erum langhæst á Norðurlöndum í slysa- tíðni á börnum. Slys, sem segja má að megi rekja til gáleysis, eru algengust. í flestum tilfellum hefði mátt koma í veg fyrir þau eða að minnsta kosti draga úr áverkum,“ bætti hún við. Herdís mun halda fjölmarga fyrirlestra og námskeið á Norðurlandi um þessi mál á næstu dögum á vegum kvenna- deilda Slysavarnafélags íslands. Til stóð að fyrsti fyrirlesturinn yrði á Dalvík í gærkvöld, en seinnipartinn í gær stefndi í að þyrfti að aflýsa honum vegna þess að ekki reyndist unnt að fljúga milli Ákureyrar og Reykjavíkur. Ætlunin er að gera aðra tilraun á Dalvík annað kvöld. I kvöld verður Herdís með námskeið um þessi mál á Húsa- fréttir vík. Þriðjudagskvöldið 2. apríl heldur hún fyrirlestur í Ólafs- firði, miðvikudagskvöldið 3. apríl liggur leiðin til Siglufjarðar, fimmtudaginn 4. apríl verður Herdís með fyrirlestur á Akur- eyri og í Hrísey föstudagskvöldið 5. apríl. Helgina 6. og 7. verður Herdís síðan með námskeið á Dalvík á vegum Heilsugæslustöðvarinnar þar. óþh Skíðasvæðið í Siglu^arðarskarði: Svæðinu lokað á laugar- dag vegna snjóflóðahættu Ályktun hreppsnefndar Hvammstangahrepps: Hvammstangi fái í það minnsta 25% af innfjarðarrækjukvótanum Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps fjallaði á fundi sínum nýlega um skiptingu kvóta á innfjarðarrækju í Húnaflóa. í framhaldi af því var eftirfar- andi ályktun samþykkt sam- hljóða á fundinum. „Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps skorar á alþingismenn og sjávarútvegsráðuneyti að leið- rétta milli staða þá óréttlátu skiptingu á innfjarðarrækjuafla úr Húnaflóa sem viðgengist hefur allt of lengi. Hvammstangi hefur innfjarð- arrækjumiðin í Húnaflóa við bæjardyrnar enda gera allir inn- fjarðarrækjubátar við austan- verðan Húnaflóa út frá Hvamms- tanga á innfjarðarrækjuvertíð- inni, þar sem allri rækjunni er landað og síðan ekið á bílum til einstakra staða. Af landfræðilegum ástæðum hefur reynst mjög langsótt á bol- fiskmið út með Ströndum eða norður með Skaga og endur- speglar lítill bolfiskkvóti rækju- bátanna mjög vel hversu erfitt hefur verið að sækja á þau mið á svo litlum bátum. Upphafleg skipting á innfjarð- arrækjunni var sem hér segir: Ljósritunarvélar Konica U-Bix Hvammstangi 25% Skagaströnd 25% Hólmavík og Drangsnes 50% Síðan þegar Blönduós kemur inn í veiðarnar skipti sjávar- útvegsráðuneytið heildarkvóta þannig: Hvammstangi 18% Blönduós 10% Skagaströnd 22% Hólmavík og Drangsnes 50% Þar með voru 70% af afla Blönduóss tekin frá Hvamms- tanga. Þessu til viðbótar var Á laugardaginn afhenti Sjó- mannafélag Eyjafjarðar björg- unarsveit Slysavarnafélagsins á Dalvík 100.000 krónur að gjöf til eflingar starfsemi sveitar- innar en hún er ein sú öflug- asta við Eyjafjörð, ef ekki á Norðurlandi. Launavísitalan: Hækkun um 0,1% mllll mánaða Hagstofan hefur reiknað launavísitölu fyrir marsmánuð 1991 miðað við meðallaun í febrúar sl. Er vísitalan 120,3 stig eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.632 stig í apríl 1991. umframúthlutun til eins báts sem gerður var út frá Djúpuvík og skiptist afli hans jafnt á milli verksmiðjanna á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi bátur er í dag gerður út frá Skagaströnd og inni í heildar- kvóta Skagastrandar. í ljósi legu Hvammstanga að rækjumiðum og öðru framan- sögðu er það skýlaus krafa Hvammstangahrepps að úthlutun á innfjarðarrækjukvóta verði a.m.k. 25% til Hvammstanga." Að sögn Konráðs Alfreðssonar formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar barst félaginu erindi frá björgunarsveitinni um stuðn- ing við sveitina en hún stendur í húsakaupum. Erindinu var vel tekið og ákvað stjórn félagsins að gefa 100.000 krónur. Er það hæsta fjárhæð sem félagið hefur gefið í einu til björgunarmála. Guðmundur Ingvarsson for- maður björgunarsveitarinnar veitti gjöfinni viðtöku og sagði að hún kæmi í góðar þarfir. Slysa- varnadeildirnar þrjár á Dalvík tóku nýlega í notkun nýja bæki- stöð sem kostaði 5,3 milljónir króna. Á móti kom söluverð Jón- ínubúðar sem Leikfélag Dalvíkur keypti í janúar fyrir ríflega tvær milljónir. En hér er um mikla fjárfestingu að ræða því auk kaupverðsins þurftu félagar að leggja í mikla vinnu og talsverð- an kostnað við að breyta fyrrver- andi hjólbarðaverkstæði í tækja- geymslu og félagsaðstöðu. „Allur stuðningur er kærkominn því meðan við stöndum í þessum Skíðasvæði Siglfírðinga í Siglu- fjarðarskarði var lokað sl. laugardag vegna snjóflóða- hættu. A sunnudaginn var opið og fjöldi Siglfirðinga nutu útivistar í góðu veðri og skíða- færið var sem best er á kosið. Að sögn Kristjáns Möllers á Siglufirði, þá lokaði Almanna- varnanefnd Siglufjarðar skíða- svæðinu í Siglufjarðarskarði vegna ótta við að krakkaríaéru út fyrir hefðbundnar skíðaleiðir. Snjóflóð hafði fallið utar í hlíð- inni, en engin hætta var talin á snjóflóði á svæðinu sjálfu. „Nægur snjór er í Skarðinu. Á hálfum sólahring snjóaði það mikið að skíðamenn geta skíðað í Siglufjarðarskarði langt fram á vor. Á svæðinu eru tvær lyftur, samtals 2 kílómetrar, og aðstað- an góð. Á sunnudaginn voru fjárfestingum býr starfsemin við fjársvelti," sagði Guðmundur. Björgunarsveitin hélt upp á 40 ára afmæli sitt í marsbyrjun. Mun lengra er síðan slysavarnastarf hófst á Dalvík því karla- og kvennadeildirnar eiga stutt í að geta haldið upp á sextugsafmæli sín. -ÞH Menningarmálanefnd Norður- landaráðs kemur saman til fundar á Akureyri þann 7. ágúst í sumar. Snjólaug Ólafs- dóttir, starfsmaður á skrifstofu Norðurlandaráðs í Reykjavik, segir að nefndin haldi árlegan fund utan höfuðborga Norður- landanna og Akureyri hafi orð- ið fyrir valinu í ár. Á vegum Norðurlandaráðs margir á skíðum og 20 ungmenni eru á Akureyri, sem þátttakend- ur í Unglingameistaramóti Islands á skíðurn," sagði Kristján Möller. ój Frystihús Hofsóss: Endurbætur á aðstoðu starfsmanna Nú fara fram endurbætur á húsnæði Frystihúss Hofsóss. Fiskiðja Sauðárkróks er að láta breyta starfsmannaað- stöðu en Fiskiðjan hf. keypti frystihúsið eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Verið er að bæta alla aðstöðu starfs- fólks m.a. kaffistofu og hrein- lætisaðstöðu. Starfsmenn Frystihúss Hofsóss vinna nú í frystihúsi Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki. Um fimmtán starfsmenn frá Hofsósi munu vinna á Sauðárkróki fram að páskum. Viðgerðirnar eru nokkuð kostnaðarsamar en ekki liggur ljóst fyrir hversu dýrar þær verða í krónum talið. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra. Fiskiðjunnar hf. er ætlunin að breytingunum ljúki um páskana og vinna hefjist á Hofsósi fljót- lega eftir páska. Næg vinna er í frystihúsi Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki, þrátt fyrir fjölgun starfsfólks. kg starfa fjölmargar nefndir sem koma reglulega saman til funda. Slíkir nefndarfundir hafa oft verið haldnir á Akureyri, enda aðstaða þar mjög góð til funda- og ráð- stefnuhalds. Snjólaug segir að hér sé um að ræða um 25 manna hóp, þar af eru 13 nefndarmenn. Fyrir íslands hönd situr Jón Kristjánsson, alþingismaður, í menningarmála- nefnd. óþh Dalvík: Björgunarsveitinni berst gjöf frá Sjómannafélaginu Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: Fundur á Akureyri í sumar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.