Dagur - 26.03.1991, Side 5

Dagur - 26.03.1991, Side 5
Þriðjudagur 26. mars 1991 - DAGUR - 5 Slefán Örn Ingvarsson, Bjarni Sigurjónsson, Yigfús Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Illugason og Jóhannes Einarsson. Leikfélag Húsavíkur: Dandalaveður Jónasar Ámasonar - verkið sýnt í fyrsta sinn nk. miðvikudag Leikfélag Húsavíkur frumsýnir nýtt leikrit eftir Jónas Árna- son, Dandalaveður, miðviku- daginn 27. mars kl. 20.30. Þetta er jafnframt frumflutn- ingur verksins og því Ijóst að sýning Leikfélags Húsavíkur mun vekja mikla athygli, en nýtt verk eftir Jónas hefur ekki verið sýnt um árabil. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson. I samtali við Dag sagði Sigurð- ur að Jónas hefði unnið Dandala- veður upp úr einþáttungnum Drottins dýrðar koppalogn, en fyrir þá sem ekki vita þýðir dand- alaveður einfaldlega gott veður og hefur því svipaða merkingu og koppalogn. „Sennilega stendur ekki mikið af Koppalogninu eftir en Jónas nýtti grindina úr þessum einþátt- ungi, jók við hana og endur- bætti,“ sagði Sigurður. Dandalaveður er sjötta leikrit- ið eftir Jónas Árnason sem Leik- félag Húsavíkur tekur til sýninga en þess má geta að í nýlegri könnun kemur fram að Jónas er vinsælasti leikritahöfundurinn hjá áhugaleikfélögum hér á landi og eru taldar yfir 70 uppfærslur á verkuin hans hjá áhugaleikfélög- um. Jónas mun koma á frumsýn- inguna á Húsavík. Kennslukonan vill duflið burt - Um hvað fjallar þetta verk, Sigurður? „Það fjallar um líf fólks á Málmey, sem er eyja við íslands strendur en gæti verið hvar sem er, eða einhvers staðar norðaust- ur í Atlantshafi eins og höfundur Jóhannes Einarsson, Sigurður Illugason og Stefán Örn Ingvarsson. segir. Á þessari eyju er mikil samkennd með fólki og allir vita allt um alla. Þarna er prestur sem er kannski eins mikill mótoristi eins og prestur. Kennslukona kemur í þorpið og hún uppgötvar það að sá sem hefur verið gerður að heiðursborgara Málmeyjar hefur dregið til sín alls konar dót og hlaðið því upp en í þessu dóti leynist tundurdufl. Það er kannski allt í lagi með tundurduflið þarna í fjörunni meðan dandalaveðrið helst en strax og bregður til hins verra er hætt við að duflið springi. Kennslukonan berst fyrir því að koma duflinu úr þessari fjöru, burt með hernaðartól af eynni.“ - Þannig að duflið getur haft táknræna merkingu. „Já, það gæti verið táknrænt, eitthvað óæskilegt sem þarf að losna við. Um þetta fjallar verkið í stórum dráttum en við sjáum líka þverskurð af mannlífinu á eynni, s.s. oddvita, hreppstjóra, óðalsbónda sem ræður mestu, fulltrúa kvenfélagsins og fleiri. Að sumu leyti er þetta nost- algía, aftur hvarf til áratugarins 1920-30.“ - Og miðast uppfærslan þá við það tímabil? „Já, hún miðast við það, eftir því sem hægt er á þessu leiksviði okkar. Þetta er realismi,“ sagði Sigurður. Fjölmargir þátttakendur Sigurður sagði að æfingar hefðu gengið vel. Dandalaveður er fjöl- menn sýning, 15 leikendur og fjöldi aðstoðarfólks. Við skulum líta á hverjir hafa eytt frístundum sínum í leikhúsinu að undan- förnu fyrir utan leikstjórann. Um leiksviðið sjá þeir Svein- björn Magnússon, Sigurður Sig- urðsson og Einar Halldór Einars- son. Lýsing er í höndum þeirra Jóns Árnkelssonar og Ragnars Emilssonar. Persónur og leikendur eru: Kennslukona: Ása Gísladóttir. Prestur: Þorkell Björnsson. Rak- el sterka: Hrefna Jónsdóttir. Oddviti: Sigurður Illugason. Hreppstjóri: Bjarni Sigurjóns- son. Óðalsbóndi: Stefán Örn Ingvarsson. Sara vatnsberi: Guðný Þorgeirsdóttir. Sammi „allt í lagi“: Jóhannes G. Einars- son. Nói hreppsnefndarskrifari: Vigfús Sigurðsson. Rut: Regína Sigurðardóttir. Maja Iitla: Guð- rún Stefánsdóttir. Marta: Arna Stefánsdóttir. Silla: Guðrún Magnúsdóttir. Þá eru ótaldar allar þær konur sem vinna við búninga, förðun og hárgreiðslu, en þær eru: Steinunn Ásgeirsdóttir, Hjördís Bjarna- dóttir, Herdís Birgisdóttir, Björg Sigurðardóttir, Dómhildur Ánt- onsdóttir, Ingunn Indriðadóttir, Ásdís Skarphéðinsdóttir, Frið- rika Guðjónsdóttir og Hildur Baldvinsdótiir. Hvíslari er Berg- þóra Höskuldsdóttir. Aldrei hefur skort fólk til starfa hjá Leikfélagi Húsavíkur enda er þetta öflugt áhugaleikfé- lag sem getið hefur sér gott orð og bíða menn nú spenntir eftir frumsýningunni. SS Firma- og einmenningskeppni Bridgefélags Akureyrar verður haldin þriðjudaginn 26. mars, að Hamri, félagsheimili Þórs. Allt spilafalk i" komið' Stjórn Britigefélags Akureyrar. Viðtalstímar Frambjóðendur okkar, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Guðlaug Björnsdóttir verða til viðtals: Þriðjudaginn 26. mars: Ólafsfjörður, í Tjarnarborg, kl. 21.00-23.00. Miðvikudaginn 27. mars: Húsabakka í Svarfaðardal kl. 20.30-22.00. Frambjóðendur okkar, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, Guðmundur Stefánsson og Daníel Árnason verða til viðtals: Miðvikudaginn 27. mars: Ljósvetningabúð kl. 20.30-22.30. Athugið að gerð verður grein fyrir búvörusamningnum. Framsóknarflokkurinn. Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1991 Stjórn Brunabótafélags íslands veitir ein- staklingum heiðurslaun samkvæmt reglum, sem settar voru árið 1982 í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sér- stökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglurnar sem gilda um heiðurslaunin og veitingu þeirra, fást á skrifstofu B.í. að Ármúla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veit- ingu heiðurslaunanna 1991 þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. apríl 1991. BRumnðimÉuiG Isuhds

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.