Dagur - 26.03.1991, Side 8

Dagur - 26.03.1991, Side 8
8— DAGtJR— Þriðjudagur 26. mars 1991 Náttúrulækningafélag Akureyrar: Heflsulindin Kjarnalundur Kjarnalundur. „Aðalfundur N.L.F.A. fyrir árið 1990 var haldinn í fundarsal Kjarnalundar fimmtud. 14. mars sl. Stjórn félagsins skipa nú: Aslaug Kristjánsdóttir, formað- ur; Vilhjálmur Ingi Árnason, varaform.; Erna Indriðadóttir, ritari; Jón Kristinsson, gjaldkeri; Rannveig Guðnadóttir, meðstj. Reikningar ársins 1990 sýna, að á árinu var framkvæmt í Kjarnalundi fyrir um 11 millj. króna, og eins og jafnan áður var framkvæmt fyrir allt það fjármagn, er félaginu áskotnaðist og hafði yfir að ráða á árinu. 300 milljónir Byggingu Kjarnalundar við Kjarnaskóg á Akureyri, sem N.L.F.A. hratt af stað 1978, með bjartsýnina í farteskinu, hefur þokast fram jafnt og þétt, allt til þessa. Þessi 2500 fermetra bygging, sem reiknað er með að kosti um 270 millj. kr., auk bún- aðar um 30 millj. kr. hefur nú miðað það áleiðis, að um 2/3 hlutar verksins eru nú að baki, svo nú stendur þessi reisulega bygging, að verðmæti um 180 millj. króna, og bíður áframhald- andi framkvæmda, skuldlaus og án allra fjárhagslegra kvaða. - fréttir af aðalfundi Á brattann að sækja Það er því enn á brattann að sækja, og kallar ennþá á sam- stöðu og samtakamátt. Skera þarf upp herör, að hver dugi nú sem best hann má. Bæjarstjórn Akureyrar hefur á fundi sínum 19. mars sl. lýst yfir góðum vilja til samstarfs og stuðnings, og samþykkt að ábyrgjast 12 millj. kr. lán svo framkvæmdir geti haldið áfram af fullum krafti meðan fjárhagsdæmið er skoðað áfram og leitað fleiri stuðnings- aðila, og þá ekki hvað síst góðs stuðnings ríkisvaldsins sem og alls almennings, félaga, sjóða og annara fjársterkra fyrirtækja víðsvegar um land, því Kjarna- lundur mun standa opinn lands- mönnum öllum, er þangað vilja leita, og þurfa að sækja sér lífs- fyllingu og meinabót. Árið 1992 Heilbrigðismálaráðuneytið hefur með bréfi 22. feb. sl., undirritað af heilbrigðisráðherra Guðmundi Bjarnasyni, og ráðuneytisstjóra Páli Sigurðssyni, ítrekað fyrri staðfestingar um að Kjarna- lundur fái rekstrarleyfi, og dag- gjöld til rekstrar á árinu 1992. Góð fyrirheit Þetta eru nú góð fyrirheit, sem eflir bjartsýni þeirra, er lengi hafa séð í hillingum þessa HEILSULIND iðandi af lífi, og í fullum rekstri, þar sem tugir starfsmanna vinna, og sinna margvíslegum þörfum 50 dvalar- gesta, sem þar njóta hvíldar og nauðsynlegrar þjálfunar um 4-6 vikna skeið, hverju sinni. Þetta er draumurinn, sem senn kann að rætast. En fyrst þarf að byggja En þessi draumur verður ekki að veruleika fyrr en að meðgöngu- tíma liðnum, og fæðingahríðir eru um garð gengnar. Fyrst þarf að Ijúka byggingu hússins, það er sú staðreynd, sem við blasir, eigi draumurinn að rætast. Því er samstaða svo mikilsverð. Því verða nú allir að leggjast á eitt, leggja fram sinn skerf, eftir atvik- um minni eða stærri. Og víst er að þegar þessi HEILSULIND stendur fullbúin, og opnar sínar víðu dyr fyrir þeim mörgu þurf- andi, sem nú bíða, þá gleðjast allir sem þar eiga velmótaða steina, sem prýða þessa glæstu byggingu, og minnast þá orða skáldsins: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman“. Með þeim hvatningarorðum viljum við fagna sigri - sem fyrst.“ Jón Kristinsson, gjaldkeri N.L.F.A., Hjallalundi 18,304. 600 Akureyri, Sími: 96-23639. Á ofangreint heimilisfang má senda framlög til Kjarnalundar, sem eru þakk- samlega móttekin. tónlist Lok kammermúsíkviku Kammermúsíkviku Tónlistar- skólans á Akureyri lauk með tón- leikum í Akureyrarkirkju og safnaðarheimili kirkjunnar 23. mars. Á þessum tónleikum komu nemendur fram í ýmiss konar samspili og einleik undir stjórn kennara sinna og/eða í samvinnu við þá. Tónleikarnir voru afar fjöl- breyttir. Leikið var á mjög mörg þeirra hljóðfæra, sem kennt er á við tónlistarskólann. Sem dæmi má nefna. að tveir nemendur, Dagný Pétursdóttir og Helga Kvam, léku einleik á orgel Akur- eyrarkirkju og Helgi Þ. Svavars- son lék einleiksfantasíu fyrir horn. Þá komu fram þverflautu- sextett, básúnukvartett, trompetakvartett, tríó og kvart- ett saxafóna, fiðlutríó og ýmsar samraðanir þessara og annarra hljóðfæra. Þá var verkefnavalið ekki síður fjölbreytt. Flutt voru verk eftir höfunda, frá því á 17. öld og fram til samtíma okkar. Verkin voru líka af ýmsum gerðum allt frá háklassískum verkum í dægurlög nýliðinna ára. Opnunartími kjörbúða KEA um páskana Skírdagur Miðvikudag Fimmtudag Laugardag Mánudag 27.mars 28.mars 29.mars 1. apríl KEA Hrísalundur. 9.00-20.00 10.00-14.00 KEA Sunnuhlíð... 9.00-20.00 10.00-20.00 KEA Byggðavegur. 9.00-20.00 10.00-20.00 10.00-20.00 10.00-20.00 KEA Brekkugata.. 9.00-18.00 KEA Nettó....... 10.00-18.30 10.00-14.00 Þessi mikla fjölbreytni gerði tónleikana enn ánægjulegri en ella hefði orðið. Gleðilegt er líka að sjá og heyra, að kennarar og stjórnendur Tónlistarskólans á Akureyri setja sig ekki á svo háa hesta, að þeir geti ekki nálgast þá tónlist, sem einna tíðust er í samtíð okkar og flestir leggja eyru við. Yfirleitt var frammistaða nemendanna hvort heldur einna eða í samleik með kennurum sín- um í allgóðu lagi. Nokkur munur var þó á frammistöðunni. Við slíku er að búast og kemur margt til, svo sem það, hve langt nem- endurnir eru komnir f námi sínu, náttúruleg geta þeirra og vitan- lega það, hve erfið þau stykki eru í flutningi, sem tekin hafa verið til meðferðar. Flutningur flautusextetts á tríói eftir J. Haydn undir stjórn Inga Vaclavs Alfreðssonar, var áheyrilegur, fjörlegur og talsvert öruggur. Þá var flutningur tríós fiðlu, flautu og gítars á „Bréf- dúett“ úr óperunni „Brúðkaup Fígarós" eftir W. A. Mozart verulega snotur. Styrktarhlutföll hljóðfæranna voru þó ekki þau, sem æskilegust hefðu verið og má þar líklega að nokkru leyti um kenna uppröðun hljóðfæraleikar- anna. Básúnukvartett undir stjórn Michaels A. Jacques flutti Her- mannakvartett úr Faust eftir C. F. Gounod. Flutningurinn var öruggur og músíkalskur. Þetta atriði og saxafónatríó og kvartett, sem bæði voru undir stjórn Christophers A. Thorn- tons og fluttu annars vegar „Bach Goes to Sea“ eftir Paul A. Taylor og hins vegar „Ballad of the Good Life“ úr „Túskildings- óperunni“ eftir Kurt Weil í útsetningu Johns Harlp, skáru sig úr fyrir öryggi, lipurð og skemmtilega túlkun. í þessum verkum hafði greinilega verið unnið af fullri alvöru og með tals- vert há markmið fyrir augum. Tónleikarnir voru vel sóttir og góður rómur gerður að frammi- stöðu nemendanna. Það er ljóst, að margt er vel gert við Tónlistar- skólann á Akureyri og gott til þess að vita, að þar eru á meðal kennaranna hæfir menn; karlar og konur, sem setja markið hátt og gæða nemendur sína vilja til þess að reyna að ná því. Einungis slík vinnubrögð, þar sem ögun og marksækni fara saman, eru væn- leg til þess hvort heldur að halda við og auka veg skólans á heima- velli og út á við eða gefa nemend- um, sem halda til framhaldsnáms að lokinni veru í Tónlistar- skólanum á Akureyri, það vega- nesti, sem getur orðið þeim grundvöllur til þess að byggja á framtíðarferil sinn á sviði tónlist- arinnar. Haukur Ágústsson. Karlakórinn Heimir: Söngskeirantauir um páskana - fjölbreytt skemmtidagskrá Karlakórinn Hcimir í Skaga- firði gengst fyrir árlegum Heimiskvöldum um páskana. í dag syngur kórinn í Höfðaborg á Hofsósi en á laugardag verð- ur söngskemmtun í Miðgarði. Fjölbreytt söngdagskrá verður flutt og einnig verða veitingar á borðum. Söngstjóri kórsins er Stefán Gíslason og undirleikarar eru hjónin Richard og Jacklin Slimm. Á söngskránni verður fjölbreytt lagaval, einsögur og tvísöngur kórfélaga. í hléum verður létt skemmti- dagskrá sem kórfélagar hafa sett saman. Konur kórfélaga sjá um veitingar sem verða á boðstóin- um. Að sögn Þorvaldar G. Óskars- sonar formanns Heimis er dag- skráin vönduð og verður enginn svikinn af skemmtuninni. kg

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.