Dagur - 26.03.1991, Side 12
iS^-töíéítW1- t>rfð)udágú> 26. maí-s 1991
íþróttir
Iiverpool tók Derby í kennslustund
- Arsenal missti efsta sætið - Derby og Sunderland á leið í 2. deild
Ian Rush, Liverpool, setur boltann í mark Derby án þess að Peter Shilton og Trevor Hebberd komi vörnum við.
A laugardag var leikin heii
umferð í bæði 1. og 2. deild á
Englandi, enginn sunnudags-
Ieikur eins og o.ftast í vetur
vegna landsleikja sem verða í
vikunni. Og það urðu mörg
óvænt úrslit í báðum deildun-
um eins og vænta má nú þegar
fallbaráttan og baráttan um
efstu sætin fer á fulla ferð.
Vegna mjög slæmra hlustunar-
skilyrða á laugardag getur
umfjöllun um leikina því mið-
ur ekki orðið nægilega góð, en
hér eru helstu punktarnir úr
þessum leikjum.
Liverpool heimsótti neðsta lið-
ið Derby og éins og lokatölur
gefa til kynna er Liverpool nú
aftur komið á fulla ferð í átt til
meistaratignar. 7:1 sigur á útivelli
er stærsti sigur Liverpool á Derby
frá upphafi og liðið lék mjög vel.
En Derby gerði þeim sigurinn
auðveldan, liðið lék mjög illa og
landsliðsmiðvörðurinn Mark
Wright átti afleitan leik. Hvað
eftir annað léku þeir John
Barnes, Peter Beardsley og sér-
staklega Ian Rush hann grátt.
Það var Wright sem kom Liver-
pool á bragðið er hann hindraði
Rush á 7. mín. og Jan Molby
skoraði úr vítaspyrnunni,
skömmu síðar slapp Wright með
skrekkinn er hann braut á BarneS
í teignum, en dómarinn sleppti
að dæma víti. Dean Saunders
jafnaði síðan fyrir Derby úr víta-
✓
Urslit
1. deild
Chelsea-Southampton 0:2
Coventry-Manchester City 3:1
Derby-Liverpool 1:7
Everton-Nottingham For. 0:0
Leeds Utd.-Crystal Palace 1:2
Manchester Utd.-Lufon 4:1
Norwich-Arsenal 0:0
Sunderland-Aston Villa 1:3
Tottenham-Q.P.R. 0:0
Wimblcdon-Sheffield Utd. 1:1
2. deild
Ipswich-Plymouth 3:1
Blackhum-Oldlmm 2:0
Bristol City-Wolves 1:1
Charlton-Port Vale 0:1
Hull City-West Ham 0:0
Middlesbrough-Watford 1:2
Notts County-Leicester 0:2
Oxford-Barnsley 2:0
Portsmouth-Newcastle 0:1
Sheffield Wed.-Bristol Rovers 2:1
Swindon-Brighton 1:3
W.B.A.-Milhvall 0:1
Úrslit í vikunni.
1. deild
Arsenal-Nottingham For. 1:1
2. deild
Port Vale-Ipswich 1:2
Bamsley-Portsmouth 4:0
Oldham-Hull City 1:2
Plymoulh-Sheffield Wed. 1:1
Watford-Blaackhum 0:3
Wolves-Notts County 0:2
Brighton-W.B.A. 2:0
Bristol Rovers-Swindon 2:1
Leicester-Charlton 1:2
Millwall-Middlesbrough 2:2
Wcst Ham-Bristol City 1:0
Evrópukcppnin síðari leikur.
Montpellier-Manchester Utd. 0:2
(Man. Utd. vann samanlagt 3:1).
spyrnu sem Ted McMinn fékk
dæmda á Mike Hooper markvörð
Liverpool. Saunders var eini
leikmaður Derby sem eitthvað
gerði af viti í leiknum, eldsnögg-
ur og sífellt á ferðinni, en hann
fékk lítinn stuðning frá félögum
sínum. Liverpool hafði öll tök á
leiknum og þeir Barnes og Rush
komu Liverpool í 3:1 forystu fyr-
ir hlé. í síðari hálfleik bætti Steve
Nicol við tveim mörkum fyrir
Liverpool og Ray Houghton og
Barnes sínu markinu hvor og
Liverpool hefur því endurheimt
efsta sætið í 1. deild.
Arsenal hóf daginn einu stigi
fyrir ofan Liverpool, en lauk
honum einu stigi á eftir. Liðið
varð að láta sér lynda markalaust
jafntefli á útivelli gegn Norwich.
Fyrr í vikunni gerði Arsenal 1:1
jafntefli á heimavelli gegn Nott-
ingham For. og liðið verður að
gera betur ef það ætlar sér meist-
aratitilinn í vor.
Crystal Palace gengur allt í
haginn og er nú aðeins fjórum
stigum á eftir Arsenal í þriðja
í vikunni varð ljóst að það verða
Crystal Palace og Everton sem
leiica til úrslita í Zenith-bikarnum
sunnudaginn 7. apríl á Wembley.
í þessari keppni taka þátt 1. og
2. deildarliðin, en að þessu sinni
slepptu Liverpool, Arsenal, Tott-
enham, Aston Villa og Manch-
ester Utd. þó þátttöku.
Crystal Palace sigraði Norwich
í undanúrslitum, liðin gerðu 1:1
jafntefli í Norwich, en Palace
sigraði síðan 2:0 heima á þriðju-
dag með mörkum Ian Wright og
Mark Bright. Everton lék gegn
Leeds Utd. í hinum undanúrslit-
sæti. Liðið sigraði Leeds Utd. 2:1
á útivelli á laugardag. Ian Wright
náði forystunni fyrir Palace á 11.
mín., en Gary Speed jafnaði fyrir
Leeds Utd. 6 mín. fyrir hlé.
Gegn gangi leiksins náði síðan
John Salako að skora sigurmark
Palace á síðustu mín. leiksins.
Sigur Palace kom ekki mjög á
óvart þar sem þetta var fjórði
leikur Leeds Utd. í vikunni, liðið
lék gegn Arsenal sl. sunnudag og
síðan tvo leiki í Zenith bikarnum
gegn Everton á þriðjudag og
fimmtudag og möguleikar liðsins
á þriðja sætinu og hugsanlegri
þátttöku í Evrópukeppni næsta
vetur fara minnkandi.
Manchester Utd. fylgdi eftir
glæsilegum sigri sínum gegn
Montpellier í vikunni með örugg-
um 4:1 sigri á Luton. Miðvörður-
inn Steve Bruce sem skoraði úr
vítaspyrnu gegn Montpellier
skoraði tvö fyrstu mörk Utd.
gegn Luton. Undir lok leiksins
bættu þeir Mark Robins og Brian
McClair við tveim skallamörkum
unum og voru báðir leikirmr í
síðustu viku, á þriðjudag og
fimmtudag.
í fyrri leiknum á Elland Road
varð 3:3 jafntefli og skoraði Lee
Chapman tvö mörk fyrir Leeds
Utd., en Tony Cottee jafnaði fyr-
ir Everton 15 mín. fyrir leikslok.
í framlengingu var Everton
sterkara, og þeir John Ebbrell og
Cottee bættu tveim mörkum við
fyrir lið sitt. Pað var hins vegar
Neville Southall sem átti mestan
þátt í sigri Everton með frábærri
markvörslu hvað eftir annað.
Þ.L.A.
fyrir Utd., en eina mark Luton
gerði David Preece.
Það varð markalaust í leik
Tottenham og Q.P.R. og vand-
ræði Tottenham eru bæði utan
vallar sem innan. Framkvæmda-
stjóri Tottenham Terry Venables
er ásamt öðrum að reyna að
kaupa meirihluta í félaginu sem
er mjög illa statt fjárhagslega, en
bankastjórar segja að samningar
við Venables hafi siglt í strand.
Sjónvarpið sýndi leik Sunderland
gegn Aston Villa þar sem Villa
vann dýrmætan 3:1 sigur og gerði
með því stöðu Sunderland erfiða
í fallbaráttunni. Tony Cascarino
skoraði tvö af mörkum Villa, en
skot hans í síðara markinu fór þó
Fjölgað
í 1. deild
Nú þegar líða fer á seinni hlutann
í ensku knattspyrnunni þetta
leiktímabil er ekki úr vegi að líta
á breytingar sem gera á í vor.
Ákveðið hefur verið að fjölga í
1. deild úr 20 liðum í 22. Tvö
neðstu liðin falla í 2. deild, þrjú
efstu lið 2. deildar fara beint upp
og eitt af næstu fjórum liðum sem
leika úrslitakeppni um sætið.
Sama form verður haft milli 2. og
3. deildar, tvö lið niður í 3. deild
og fjögur upp úr 3. deild þar af
eitt eftir fjögurra liða auka-
keppni. En það er örðuvísi milli
3. og 4. deildar, þrjú lið falla nið-
ur í 4. deild, en fjögur lið fara
beint upp í 3. deild og það
fimmta eftir aukakeppni sem
þýðir að lið í áttunda sæti í 4.
deild gæti farið upp í 3. deild.
Að lokum má geta þess að
ekkert lið fellur úr deildakeppn-
inni í vor, en sigurvegari í keppni
utandeildaliðanna fer upp í 4.
deild og fjölgar því liðum í deild-
unum fjórum úr 92 í 93 næsta
leiktímabil. Þ.L.A.
af Paul Bracewell í netið. David
Platt gerði þriðja mark Villa á 76.
mín., en áður hafði Peter Daven-
port lagað stöðuna fyrir Sunder-
land.
Southampton vann mikilvægan
sigur gegn Chelsea 2:0 á útivelli
og skoruðu þeir Alan Shearer og
Matthew Le Tissier úr vítaspyrnu
mörk Southampton.
Sigur Coventry gegn Manch-
ester City var einnig dýrmætur
fyrir Coventry í fallbaráttunni.
Mörk Coventry skoruðu þeir
Cyrille Regis, Micky Gynn og
Kevin Gallacher, en eina mark
City kom frá Clive Allen.
Everton gerði markalaust jafn-
tefli á heimavelli gegn liði Nott-
ingham For. í leik sem ekki skipti
miklu máli.
En Sheffield Utd. heldur áfram
að hala inn stig, liðið gerði góða
ferð til London og sótti stig í
hendur Wimbledon. Alan Cork
náði forystu fyrir Wimbledon, en
Brian Deane náði síðan að jafna
fyrir Sheffield Utd. úr víta-
spyrnu.
2. deild
Mikið var um óvænt úrslit í 2..
deild um helgina, en þar hafa
verið leiknar tvær umferðir í viku
að undanförnu. Oldham og West
Ham eru efst og jöfn, en Sheffield
Wed. er í þriðja sætinu og þessi
sæti gefa 1. deildarsæti á næsta
ári.
Samkvæmt stöðunni í dag
myndu Brighton, Middlesbrough,
Millwall og Bristol City leika
úrslitakeppni um eitt laust sæti í
l.deild. r Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Liverpool 29 19- 6- 4 59:25 63
Arsenal 29 18-10- 1 51:13 62
Crystal Palace 30 17- 7- 6 41:33 58
Leeds Utd. 28 13- 7- 8 41:30 46
Manehestcr Utd. 30 11-10- 8 45:34 45
Wimbledon 29 10-12- 7 43:35 42
Manchester City 29 11- 9- 9 41:40 42
Tottenham 28 10-10- 8 39:36 40
Chelsea 30 11- 7-12 42:48 40
Norwich 28 11- 5-12 33:42 38
Everton 29 10- 7-12 36:34 37
Nottingham For. 29 8-11-10 41:39 35
Sheffield Utd. 30 10- 5-15 27:44 35
Aston Villa 28 8-10-10 34:33 34
Coventry 30 9- 7-14 31:36 34
Southampton 30 9- 6-15 45:54 33
Q.P.R. 29 8- 8-13 33:44 32
Luton 31 9- 5-17 36:52 32
Sunderland 30 6- 8-16 31:46 26
Derby 28 4- 8-1626:55 20
2. deild
Oldham 35 20- 9- 6 67:40 69
West Ham 35 19-12- 4 47:23 69
Sheffield Wed. 34 17-14- 3 62:35 65
Brighton 35 17- 6-12 55:54 57
Middlesbrough 36 16- 8-12 55:39 56
Millwall 36 15-11-10 53:39 56
Bristol City 36 16- 6-14 54:51 54
Notts County 34 15-10- 9 51:46 52
Barnsley 33 13-10-10 49:34 49
Wolves 36 11-16- 9 51:47 49
Newcastle 34 12-12-10 35:36 48
Bristol Rovers 38 12-11-14 47:49 47
Ipswich 34 11-13-10 45:50 46
Óxford 36 10-15-11 57:59 45
Charlton 36 11-12-13 45:46 45
Port Vale 36 12- 8-16 46:52 44
Plymouth 36 9-13-14 43:55 41
Blackburn 36 11- 7-18 39:50 40
Swindon 36 9-13-14 47:52 40
Leicester 36 11- 6-19 48:69 39
Portsmouth 37 9-10-18 42:60 37
W.B.A. 37 8-11-18 40:49 35
Hull City 36 8-11-17 47:71 35
Watford 36 6-13-17 32:51 31
C. Palace og Everton á
Wembley í Zenith-bikamum