Dagur - 26.03.1991, Side 13
Þriðjudagur 26. mar&1991— DAGUR - 13'
Nýju fötin keisarans
- hugleiðingar um sandkassaleik bæjarstjórnar Akureyrar
Það er nú svo, að grín og gam-
anmál eru talin lengja lífið. Sam-
kvæmt því ættu Akureyringar að
ná hærri meðalaldri heldur en
aðrir landsmenn. Sérstaklega
þeir, sem fylgjast með vinnu-
brögðum ráðamanna hér í bæ.
Hringlandahátturinn er með
ólíkindum.
Sem dæmi má nefna, að á sín-
um tíma ákvað bæjarstjórn
Akureyrar að gefa Akureyrarbæ
í afmælisgjöf á 125 ára afmælinu,
stækkun Amtsbókasafnsins. Allir
urðu voða glaðir. Allir, sem með
málum fylgjast, vita að Amts-
þókasafnsbyggingin er fyrir löngu
orðin of lítil. Efnt var til sam-
keppni um teiknun og hönnun
stækkunar bókasafnsins og valið
úr það sem mönnum fannst álit-
legast. Mun láta nærri að í þetta
séu farnar 17 milljónir króna.
En nú kom babb í bátinn. Eins
og gengur hjá börnum að leik í
sandkassa, verða þau leið á leikn-
um þegar kastalabyggingin er
komin nokkuð áleiðis. Einn
segir: „Nú nenni ég þessu ekki
lengur. Nú skulum við byggja
fjárhús.“ Síðan er byrjað á fjár-
húsunum. En viti menn. I ljós
kemur að ekki er til nógur sandur
í fjárhúsbygginguna. Síðan
standa kastalinn og fjárhúsin
hálfkláruð, vegna skammsýni
blessaðra barnanna, sem ekki sáu
fyrir, að efnið yrði ekki nóg í
hvoru tveggja. Börnum er hægt
að fyrirgefa sökum vanþroska
þeirra og reynsluleysis. En full-
orðið fólk sem 'hagar sér á þenn-
an hátt, hvað skal segja um það?
Óneitanlega minnir þetta á
vinnuaðferðir háttvirtrar bæjar- I
Árni Valur Viggósson.
stjórnar. Nú er rætt um að hætta
við stækkun Amtsbókasafnsins,
verk sem nú þegar er búið að
leggja umtalsverða fjármuni í.
Verk sem hefði komið öllum
bæjarbúum til góða. Og vegna
heimtufrekju nokkurra svokall-
aðra listamanna, virðist eiga að
fara að sóa fé skattborgaranna í
kaup á gömlum afdönkuðum
húsum við Kaupvangstræti, til
þess að þessir listamenn geti
þjónað þar sinni lund. Er furða
þó að við spyrjum: Hvers vegna
eigum við að borga brúsann? Af
hverju fjármagna þessir lista-
menn ekki sína starfsemi sjálfir?
Er það eðlilegt að þeir fái að
leika sér með fé skattborgaranna
á þennan hátt?
Akureyringar verða að gera
sér grein fyrir því, að bærinn hef-
ir úr litlu að spila og nauðsynlegt
er, að fara vel og skynsamlega
með það fé, sem til ráðstöfunar
er. Meiri sómi væri að því, að
klára verkin og halda við þeim
verðmætum, sem við höfum þeg-
ar eignast og reyna að hreinsa
bæinn og fegra, í stað þess að
kasta hundruðum milljóna (sem
ekki eru til) í skýjaborgir örfárra
manna. Ef slík vinnubrögð verða
látin viðgangast í framtíðinni, er
hætt við því, að Akureyri missi
orðstír sinn, sem einn fegursti
bær landsins.
Nær væri að háttvirt bæjar-
stjórn, ef hún vill endilega kaupa
þessi hús, stuðlaði að því að
þarna yrði komið upp léttum iðn-
aði í einhverri mynd. Iðnaði, sem
gæfi eitthvað af sér og skaffaði
bæjarbúum atvinnu. Afrakstur-
inn af því mætti svo nota til þess
að klára eitthvað af þeim verk-
efnum, sem ráðist hefir verið í á
undanförnum árum. Má þar
nefna íþróttahöllina, Sundlaug-
ina í Glerárhverfi, hressa uppá
miðbæinn, fegra Strandgötuna,
gera fínt í kringum Glerána, og
margt annað mætti telja, sem er
meira almenningi til heilla heldur
Listagil.
Mér dettur oft í hug sagan um
nýju fötin keisarans, þegar hátt-
virta bæjarstjórn ber á góma.
Verkin, sem háttvirt bæjarstjórn
lætur framkvæma á kjörtímabil-
inu gætu á líkingamáli verið
skrautflíkurnar sem hún kiæðist,
í skrúðgöngunni við næstu bæjar-
stjórnarkosningar. Ljótt væri ef
eitthvert blessuð barnið, sem á
skrúðgöngunar horfði, kvæði
uppúr með það, að háttvirt
bæjarstjórn væri í eintómum
hálfkláruðum flíkum, eða jafnvel
ekki í neinu.
Árni Valur Viggósson.
Höfundur er Akureyringur.
Til leigu
vélsagir
Verk sf.
vidhaldsþjónusta
Bakkahlíð 15
Sími 25141 eftir kl. 18.00
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum eignum fer
fram á eignunum sjálfum,
á neðangreindum tíma:
Hafnarstræti 88, efri hæð að
norðan, þingl. eigandi Stefán Sig-
urðsson, miðvikud. 3. apríl 1991, kl.
15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Fjárheimtan hf., Sigríður Thorlacius
hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar.
Kaldbaksgata F og G hlutar ( skála,
Akureyri, þingl. eigandi Bílasalan
hf., miðvikudaginn 3. apríl 1991, kl.
14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, Björn Jónsson hdl.,
Ólafur Gústafsson hrl., innheimtu-
maður ríkissjóðs og Ólafur Birgir
Árnason hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
f
%
• ENDURUNNINN
pappír
• TELEFAXPAPPIR
. ÁÆTLUNARBLOÐ
. ÁÆTLUNARBLOÐ
fyrir SUMARLEYFI
• SKÝRSLUBLOKKIR
'.sérsSnpapw
| . HVERS KYNS
SÉRPRENTUN
DAGSPRENT
STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI
StMAR 24222 & 24166
STARFSMANNAFELAG
AKUREYRARBÆJAR
Aðalfundur STAK
verður haldinn á Hótel KEA miðvikudaginn 17. apríl
kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á BSRB þing.
3) Önnur mál.
Auglýst er eftir framboðslistum. Rétt til að bera fram
lista hefur hver fullgildur félagsmaður og skal listinn
studdur af minnst 20 félagsmönnum.
Listinn ásamt tillögum um lagabreytingar þurfa að
berast stjórn 14 dögum fyrir aðalfund.
Kaffiveitingar verða á staðnum. Stjórnin.
Vidskiptavinir
vinsamlega
athugið!
Frá og með 2. apríl verður
lögð niður móttaka á tómum
dósum og flöskum.
HAGKAUP
Akureyri
Nýja Smiðjan
ér opin alla virka daga
í hádeginu og öll kvöld
★
Um páskana verður Smiðjan
opin öll kvöld
Bjóðum leikhúsmafseðil, kvöld- og
sérréttamatseðil.
íf
Baufinn verður opinn
alla páskadagana
frá kl. 10.00-22.00.
V____________________________>
f
„RAŒ '91"
verður haldin í Hlíðarfjalli
norðan Skíðastaða
dagana 29. og 30 mars.
Föstudagur 29. mars kl. 11.00 - Spyrnukeppni (1/8 míla)
Laugardagur 30. mars kl. 11.00 - Brautarkeppni.
- Klifurkeppni ef aðstæður leyfa.
Verðlaunaafhending fer fram í skemmtistaðnum Strætinu á laugardagskvöld
Væntanlegir keppendur skrái sig í síma
96-22840 eða 96-21705 fyrir
miðvikudaginn 27. mars.
Bílaval h.f.
skidoo
söluumboð
Bílaklúbbur
Akureyrar
PC9LRRI5
umboðið