Dagur - 26.03.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 26. mars 1991
tMinning:
Bjöm Ólason
Hrísey
Fæddur 14. ágúst 1912 - Dáinn 18. mars 1991
Og dauðinn þig ieiddi í hðll sína heim
þar sem hvelfingin víð og blí
reis úr húmi hnígandi nælur
með hækkandi dagyiir brá.
Par stigu draumar þíns liðna iífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bænþín var orðin
að blómum við fótskör hans.
Hann tók þig í fang sér og himnamir hófu
í hjarta þér fagnandi söng.
Og sólkeríi daganna svifu þar
um sál þlna í tónanna þröng.
En þú varst sem bamið, er beygir kné
til bænar í fyrsta sinn.
Pað á enginn orð nógu auðmjúk til,
en andvarpar: Faðir minn.
Tómas Guðmundsson.
„M skalt ekki hryggjast þegar þú
skilur við vin þinn, því að það, sem
þér þykir vænst um í fari hans, getur
orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins
og fjallgöngumaður sér fjallið best af
sléttunni".
Þessi orð skáldsins Kahlil Gibran
leituðu á huga minn eftir andlát
tengdaföður míns Björns Ólasonar,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 18. mars sl., þegar ég sett-
ist niður og hugsaði til liðinna daga
og fór að velta því fyrir mér hvað
væri minnisstæðast og hvað ég mat
mest í fari hans.
Björn Ólason fæddist í Hrísey 14.
ágúst 1912. Hann ólst upp í foreldra-
húsum á Selaklöpp fyrstu æviárin, en
sex ára gamall varð hann fyrir þeirri
þungbæru reynslu að missa móður
sína. Eftir það tóku amma hans og
afi, Guðrún Jónsdóttir og Björn
Jörundsson, við uppeldinu ásamt
föður hans og sem betur fer var þetta
á tímum hinnar samhentu stórfjöl-
skyldu þar sem þrír til fjórir ættliðir
bjuggu undir sama þaki og mynduðu
eina heild. Vafalaust hefur það verið
ungum dreng mikill styrkur á erfið-
um tímum því fermingarárið missti
hann einnig föður sinn. En þrátt fyrir
þessi áföll liðu árin við nám, leik og
störf í takt við aðstæður og tíðarand-
ann.
Árið 1933 var grunnurinn lagður
að mestu lífshamingju tengdapabba
þegar ung stúlka kom frá Grímsey og
hóf störf í Hrísey hjá Birni Jörunds-
syni. Á næstu árum kynntust tengda-
foreldrar mínir og þau kynni leiddu
til giftingar þeirra 21. nóvember 1940
sem markaði upphafið að 50 ára
löngu og farsælu hjónabandi eins og
m.a. mátti sjá á gullbrúðkaupsdegi
þeirra si. haust.
Björn og Sigfríður hófu búskap
sinn á Selaklöpp og áttu þar heimili
alla tíð síðan. Þau eignuðust 3 börn.
Þau eru: Óli Friðbjörn, kvæntur
Veru Sigurðardóttur, Jónheiður, gift
Sigmari Jörgenssyni og Pálína Dag-
björt gift Valtý Sigurbjarnarsyni. Þá
ólu þau upp frá tíu ára aldri Óskar
Frímannsson, systurson Sigfríðar.
Barnabörnin eru níu og barnabarna-
börnin fjögur.
Framan af ævi tók tengdafaðir
minn þátt í útgerð og fiskvinnslu afa
sínsr en síðar stóð hann fyrir eigin
atvinnurekstri, bæði með Garðari
bróður sínum og einnig í félagi við
fleiri. Eftir að tengdapabbi hætti eig-
in atvinnurekstri hóf hann störf sem
síldarmatsmaður og fiskmatsmaður.
Síðustu ár starfsævinnar vann hann í
frystihúsi K.E.A. í Hrtsey.
Oft sagði hann mér sögur af ferð-
um sínum vítt og breitt um landið og
ég hygg að þeir séu fáir útgerðarstað-
irnir á íslandi sem hann kom ekki til
á þessum árum. Síldarárin eru sveip-
uð vissum ævintýraljóma í atvinnu-
sögu íslendinga og Björn hafði
gaman af að minnast þeirra. Þetta
voru ár mikillar vinnu og mikilla
ferðalaga hjá honum, stundum við
erfiðar aðstæður, en þarna var hann í
miðri hringiðu tekju- og gjaldeyris-
öflunar þjóðfélagsins og kynntist
fjölda mætra manna.
Miklar fjarvistir Björns frá heimilinu
á þessum árum lögðu auknar skyldur
á herðar Sigfríði konu hans sem af
miklum dugnaði annaðist heimilið
auk þess sem hún vann einnig lengst
af utan þess. Það hlýtur að hafa verið
Birni mikil stoð að vita heimilishald-
ið í föstum skorðum og öruggum
höndum Sigfríðar sinnar.
Nú er jarðvistin á enda og að
leiðarlokum vil ég þakka tengda-
pabba fyrir samfylgdina. Segja má að
hún hafi byrjað á þorrablóti í Hrísey
1974 þegar mér sem gesti var lánað
sæti tilheyrandi Selarklapparfólki.
Sumarið eftir kom ég í fyrstu opin-
beru heimsóknina á Selaklöpp. Þar
var mér tekið af mikilli kurteisi og
ljúfmennsku. Ári síðar var ég form-
lega orðinn einn af fjölskyldunni
þegar við Pálína giftum okkur. Alla
tíð síðan höfum við átt gott athvarf á
Selaklöpp og með auknum kynnum í
áranna rás hefur vinskapurinn orðið
traustari og djúpstæðari. Og í sætinu
sit ég sem fastast.
Ég minnist dásamlegra ára í Hrís-
ey þegar við hjónin bjuggum þar
ásamt elstu drengjunum á árunum
1976 til 1978 og ég minnisí ómetan-
legs stuðnings í lok námsáranna 1978
til 1980. Fyrir hugskotssjónum er
stórkostleg veisla sem Sigfríður og
Björn héldu á Selaklöpp þegar
tengdapabbi varð sjötugur. Hún var
táknræn fyrir höfðingskap þeirra
beggja. Ég minnist einnig fjölskyldu-
og gleðifundar í Laufahlíð í Reykja-
hverfi í skjóli heiðurshjónanna í
Bláhvammi á 75 ára afmæli Björns.
Alls þessa er ánægjulegt að minn-
ast en trúlega sakna ég þó mest hinna
rólegri og hljóðari stunda heima í
stofunni á Selaklöpp þar sem tengda-
pabbi sat í stól sínum eða hvíldist í
sófanum. Ýmist töluðum við saman
eða þögðum saman. Hvort tveggja
var jafn notalegt.
Fyrir þremur árum kenndi Björn
sér meins sem reyndist illkynja. Éftir
skurðaðgerð náði hann bærilegri
heilsu en fleiri meinvörp áttu eftir að
finnast sem síðar leiddu til andláts
hans. Með hjálp af tækni nútímans
og mikilli þekkingu frábærra starfs-
manna í heilbrigðisþjónustunni hafa
á síðustu árum gefist stundir sem
annarst hefði verið tvísýnt um og fyr-
ir það vil ég þakka. Meðal þeirra
stunda er gullbrúðkaup tengdafor-
eldra minna 21. nóvember sl. sem
var þeim báðum mikil ánægjustund í
hópi vina og ættingja.
Nú hefur dauðinn aöskilið okkur
um stundarsakir enda er það óum-
flýjanlegur þáttur tilverunnar. En þó
að vissulega fylgi því sorg og söknuð-
ur þá vega góðar minningar miklu
þyngra, „Því hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið", svo aftur sé
vitnað til skáldsins Kahlil Gibran.
Um leið og ég kveð tengdaföður
minn og ber honum bestu kveðju til
afa frá sonum mínum, Bjarka, Birni
og Kára votta ég Sigfríði tengdamóð-
ur minni og aðstandendum öllum
dýpstu samúð mína og bið þeim öll-
um Guðs blessunar.
Valtýr Sigurbjarnarson.
„Sorgin er gríma gleðinnar. Og
lindin sem er uppspretta gleðinnar
var oft full af tárum. Og hvernig
ætti það öðruvísi að vera. Þeim
mun dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns þeim mun meirigleði
getur það rúmað“.
K.G.
Elsku pabbi.
Um leið og við fylgjum þér síðasta
spölinn langar okkur að rifja upp og
þakka glaðar og góðar stundir sem
við áttum með þér.
Við munum hvað var mikil tilhlökk-
un hjá okkur krökkunum að fá þig
heim eftir langa útiveru, þegar þú varst
í síldarmatinu, enda brást þú aldrei.
Alltaf dróstu eitthvað fallegt upp úr
töskunum til að gleðja okkur. Éftir
að við eltumst og vitkuðumst lærðum
við ekki bara að þekkja þig sem föð-
ur heldur og kæran vin sem alltaf var
hægt að ræða við. Alltaf varstu til-
búinn að hlusta og reyna að gefa
okkur góð ráð.
Margs er að minnast eins og t.d. að
gleðjast með þér á góðum stundum.
Þú varst hrókur alls fagnaðar og
mikill höfðingi heim að sækja. Þú
hélst Hríseyingum veglegar veislur á
tugaafmælum þínum og naust þess
vel enda mikill og góður Hríseying-
ur, fæddur þar og vildir hvergi annars
staðar búa en á bernskuheimilinu
Selaklöpp og þar áttum við börnin
alltaf skjól.
Fyrir þrem árum fékkstu illvígan
sjúkdóm sem þú fékkst þó bót á um
stundarsakir en fyrir einu ári tók
meinið sig upp aftur. Þú barðist eins
og hetja í gegnum miklar þjáningar
og raunir og þér tókst alltaf að kom-
ast heim í eyjuna þína milli þess sem
þú varst á sjúkrahúsi. Þú náðir meira
að segja að gleðjast með góðum vin-
um á gullbrúðkaupsdeginum ykkar
mömmu.
En að lokum varðstu að láta undan
sjúkdómnum eftir stutta en erfiða
legu. Nú ferðu síðustu ferðina þína
út í eyju og þaðan ferðu ekki oftar
nema þá þangað sem við viljum trúa,
og þú trúðir svo einlæglega, að allir
fari að lokum og svo sannarlega von-
um við að þú hafir rétt fyrir þér.
Kæri vinur. Við fengum notið þín
lengi og fyrir það erum við þakklát.
Bestu þakkir fyrir allt og allt.
Börnin þín,
Óli, Heiða og Palla.
n Minning:
T Siguijón Hjörleifsson
Dalvík
Fæddur 13. maí 1910 - Dáinn 11. mars 1991
Og geiglausum huga ég held til móts
við haustið, sem allra bíður.
Og sefandi harmljóð hins helga fljóts
úr húminu til mín líður.
Eins veit ég og finn að það fylgir mér
um firð hinna bláu vega,
er hníg ég eitt síðkvöld að hjarta þér,
ó, haustfagra ættjörð mi'ns trega.
T.G.
Laugardaginn 23. mars var til
moldar borinn frá Dalvíkurkirkju
föðurbróðir minn, Sigurjón
Hjörleifsson, sem lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri eft-
ir langa og harða baráttu við erf-
iðan sjúkdóm. Baráttuna háði
hann af mikilli þrautseigju. Mig
langar til að minnast hans með
örfáum orðum nú þegar hann er
lagður til hinstu hvílu.
Sigurjón var fæddur að
Knappsstöðum í Fljótum, sonur
hjónanna Rósu Jóhannsdóttur og
Hjörleifs Jóhannssonar, sem alls
eignuðust 14 börn, en nokkur
þeirra dóu á unga aldri. Þrjú
þeirra lifa bróður sinn. Rósa og
Hjörleifur fluttu frá Knappsstöð-
um að Gullbringu í Svarfaðardal
er Sigurjón var 12 ára gamall.
Lífsbaráttan var hörð á þessum
tímum, og því fór hann snemma
að vinna fyrir sér, og fyrstu árin
var hann í kaupavinnu í Svarfað-
ardal. Um tíma stundaði hann
einnig sjóinn. Lögreglumaður á
Dalvík var hann til margra ára,
en síðustu starfsárin vann hann
hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga
hf.
21. desember 1941 kvæntist
hann Sigurbjörgu Pálsdóttur,
sem ættuð var frá Bakkagerði í
Borgarfirði eystra. Þau bjuggu
allan sinn búskap á Dalvík að
undanskildum árunum 1952 til
1957 er þau bjuggu að Sauðanesi
í Dalvíkurhreppi, sem þá var
nyrsti bær hreppsins, skammt
sunnan Ólafsfjarðarmúla. Eftir-
lifandi sonur þeirra er Valur
Hólm, vélfræðingur við Laxár-
virkjun. Kona hans er Fjóla Stef-
ánsdóttir frá Akureyri, hótel-
stjóri á Húsavík. Þau eiga tvær
dætur; Margréti Hólm en maður
hennar er Sigurður Böðvarsson
frá Gautlöndum í Mývatnssveit
og Svanhildur Hóm. Barn Mar-
grétar og Sigurðar er Ragnhildur.
Sigurbjörg lést 1. júní 1983 eftir
margra ára sjúkdómsbaráttu.
Allt fram til hinstu stundar ann-
aðist Sigurjón konu sína í veik-
indum hennar af slíkri alúð og
umhyggju, að okkur sem til
þekktu mun seint gleymast.
Sigurjón naut mjög samskipta
við náttúruna, sérstaklega þau ár
sem hann bjó að Sauðanesi.
Hann var mikill dýravinur, og
annaðist skepnur sínar af kunn-
áttu og kostgæfni, sérstaklega þó
hesta sína, en hestamennskan
veitti honum margar ánægju-
stundir. í bernsku var ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að dvelja þrjú
sumur á Sauðanesi hjá þeim
hjónum og hef ég alla tíð verið
þakklát fyrir þann tíma. Þar batst
ég þeim hjónum sterkum bönd-
um sem aldrei rofnuðu.
Margar góðar minningar á ég
frá þessum tíma og minnist ég
sérstaklega kyrrðarinnar og
hinna björtu sumarkvölda um há-
sláttinn þegar allir lögðust á eitt
við að koma heyinu í hlöðu. Ég
minnist þessa fallega manns taka
rösklega til hendi við hin ýmsu
bústörf við aðbúnað og tæki sem
nútímabóndinn þekkir aðeins af
afspurn.
Glettin og skemmtileg tilsvör
fékk ég oft frá honum sem annars
var fremur fámáll að eðlisfari,
en hæverska var honum í blóð
borin.
Lífsgöngu góðs drengs er
lokið, Guð blessi minningu hans.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Sigurbjörg Gestsdóttir.
Til fermingargjafa
★ Ajungilak svefnpokar ★ Vango bakpokar ★ Flugustangir
★ Vango svefnpokar Daiwa ★ Kasthjól
★ Karrimor bakpokar ★ Kaststangir ★ Fluguhjól
Ath! Opið laugard. 30. marskl.10-16
• •
111EYFJORÐ
HJALTEYRARGÖTU 4 SÍMI 96-22275