Dagur - 26.03.1991, Page 20

Dagur - 26.03.1991, Page 20
I n Akureyri, þriðjudagur 26. mars 1991 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta ^PedíSmyndir Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna: Birgir og Frosti í efstu sætum - grjótharðir stærðfræðihausar í Menntaskólanum á Akureyri Nemendur í Menntaskólan- um á Akureyri riðu akfeitum hesti frá úrslitalotunni í stærðfræðikeppni framhalds- skólanema 1990-91 sem fram fór í Reykjavík sl. laugardag. Birgir Örn Arnarson sigraði í keppninni og Frosti Péturs- son varð í öðru sæti, en þeir eru báðir í 4. bekk Mennta- skólans á Akureyri. Birgir sigraði með glæsibrag og Frosti kom skammt á eftir. Tveir aðrir nemendur í MA urðu í hópi efstu manna. Stefán Jónsson lenti í 7. sæti og Aðal- steinn Arnarson í 9.-12. sæti. Þeir eru báðir í 2. bekk. Fimmt- án efstu keppendunum verður boðið að taka þátt í norrænu stærðfræðikeppninni sem haldin verður í skólum keppenda 10. apríl nk. í undankeppninni leiddu alls 442 nemendur úr 20 skólum saman hesta sína en þátttakend- ur í úrslitakeppninni voru 30 talsins og er óhætt að segja að nemendur MA hafi sett mark sitt á þá keppni. Birgir og Frosti fengu peningaverðlaun fyrir árangur sinn og þeir munu væntanlega taka þátt í Ólympíuleikum í stærðfræðiþrautum sem haldnir verða í Svíþjóð næsta sumar. Þeir tóku reyndar báðir þátt í síðustu Ólympíuleikum sem haldnir voru í Kína sl. sumar og þar náði Frosti besta árangri sem íslendingur hefur náð í keppninni. SS Birgir Örn Arnarson sigraði í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema með glæsibrag og Frosti Pétursson varð í öðru sæti. Tveir aðrir nemendur í Menntaskólanum á Akureyri urðu meðal efstu manna. Mynd: Goiii 200 milljónir króna til rækjuvinnslustöðva í landinu: Rækjan á borði stjómar Byggðastofiumar - álit ráðherranefndar um Qárhagslega stöðu rækjuvinnslunnar tilbúið öðru hvoru megin við páskahelgina A fundi í stjórn Byggðastofn- unar í dag er gert ráð fyrir að rætt verði um hvernig staðið verði að ráðstöfun 200 millj- óna króna til rækjuverk- smiðja í landinu, en Alþingi samþykkti á síðustu starfsdög- um þingsins að hlaupa undir bagga í rekstri þeirra. Byggða- stofnun hefur verið falið að fjalla um rekstrarvanda rækju- verksmiðjanna og ákveða með hvaða hætti þessum 200 millj- ónum verði ráðstafað. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, sagðist í gær ekki getað tjáð sig um hvern- ig tekið yrði á vanda rækjuvinnsl- unnar, en væntanlega myndi mál- ið bera á góma á stjórnarfundi Byggðastofnunar í dag. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, skipaði nefnd, sem hóf störf í síðasta mánuði, til þess að fara ofan í saumana á rekstr- arvanda rækjuvinnslunnar í land- inu. I nefndinni eiga sæti Arndís Steinþórsdóttir í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Ásgeir Daníelsson frá Þjóðhagsstofnun og Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda. í erindisbréfi nefndarmanna segir að hlutverk nefndarinnar sé að „kanna fjárhagslega stöðu rækjuvinnslu og meta framtíðar- horfur í ljósi líklegra breytinga á markaðsaðstæðum í heiminum." Arndís Steinþórsdóttir sagði í samtali við Dag að nefndinni væri ekki ætlað að meta fjárhagslega Langidalur: Harður árekstur um helgina Harður árekstur varð við bæinn Fagranes í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu um helgina. Fólksbíll og jeppi skulu saman og er fólksbíllinn gjörónýtur og jeppinn mikið skemmdur. Ökumaður jeppans og farþegar og ökumaður fólks- bflsins slösuðust lítilsháttar. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaður fólksbílsins missti stjórn á honum í krapi og fór yfir á akrein jeppans með fyrrnefnd- um afleiðingum. Að sögn lög- reglu á Blönduósi mátti þakka fyrir að ekki urðu alvarlegri slys á mönnum en raun varð á. Árekstur varð á Skagaströnd sl. föstudag. Vörubifreið ók á aðra kyrrstæða vöiubifreið. Til- drög óhappsins voru svipuð og í Langadalnum. Ökumaður vöru- bílsins missti stjórn á honum í krapi og hafnaði á kyrrstæðu bif- reiðinni. Báðir vörubílarnir skemmdust en þó ekki alvarlega. Að sögn lögreglu á Blönduósi var þar mikið hvassviðri í gær en ekki er vitað um óhöpp af völdum þess. kg stöðu einstakra rækjuvinnslu- stöðva í landinu, en þær eru 23 að tölu. Hún sagðist eiga von á því að nefndin myndi skila álits- gerð til ráðherra öðru hvoru megin við páskahelgina. óþh Kaupfélag Húnvetninga: Hagnaður af rekstri síðasta árs - verulegur rekstrar- bati milli ára Afkoma Kaupfélags Húnvetn- inga og dótturfyrirtækja batn- aði til muna milli ára. Rekstur Kaupfélags Húnvetninga, Sölu- félags Austur-Húnvetninga, Vél- smiðju Blönduóss og Hótel Blönduós skilaði rúmlega 20 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Undanfarin ár hefur Kaup- félagið tapað á rekstri en sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri hefur afkoman batnað mikið. Árið 1989 var tap samvinnufyr- irtækjanna um þrettán milljónir króna. Rekstrarbatinn er því um þrjátíu og þrjár milljónir milli ára. Verslun Kaupfélagsins bætti rekstur sinn mikið milli ára en nokkurt tap hefur verið á henni. Að sögn Guðsteins Einarsson- ar kaupfélagsstjóra er rekstrar- batinn fyrst og fremst að þakka bættum ytri skilyrðum og stöðug- leika í efnahagsmálum. Einnig hafa hagræðingaraðgerðir í rekstri skilað sér. „Bættur rekstur á síðasta ári er spor í rétta átt frá tapi undanfarin ár. En við verðum að stefna að því að gera mun betur á þessu ári,“ sagði Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri. Endanlegt uppgjör verður til- búið fljótlega en nú liggur ein- ungis bráðabirgðauppgjör fyrir. kg Ekkert Grundarflarðarsamkomulag í smíðum á Húsavík: Rætt um hærra Mverð til sjómanna - segir Kári Árnór Kárason hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur „Staðhæfíngar í frétt á frétta- síðum DV um sl. hclgi, um að Verkalýðsfélag Húsavíkur sé í viðræðum við fiskvinnslufyrir- tæki á Húsavík um launahækk- anir til handa fískvinnslufólki eru ekki réttar. Allt sem stend- ur í blaðinu er rakalaust bull,“ sagði Kári Arnór Kárason, hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Kári sagði hins vegar, að Verkalýðsfélag Húsavíkur stæði í viðræðum við Fiskiðjusamlag Húsavíkur um hærra fiskverð til sjómanna. Þar væri verið að ræða málin á svipuðum grunni og á Akureyri, því togaramenn hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með fiskverð. „Vissulega getum við tekið undir þær kröfur, að fiskvinnslu- fólk fái hlutdeild í orðnum bata fiskvinnslunnar. Mikil framleiðni- Kári setti strik í reikningiim Flug gekk heldur brösuglega í gær vegna ókyrrðar í lofti. Flugleiðum tókst að fljúga milli Akureyrar og Reykjavík- ur í gærmorgun en fíug lá niðri um miðjan dag í gær. I gær- kvöld komu síðan tvær vélar frá Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hamlaði ísing og ókyrrð í lofti flugi í gær. Veðrið gerði mönnum víðar lífið leitt en í háloftunum. Hlák- an gerði vegagerðarmönnum erf- itt fyrir bæði á Norðurlandi eystra og vestra. Ræsi stífluðust og stöðuvötn mynduðust. Ekki var þó vitað um verulegar vega- skemmdir af þessum sökum. óþh aukning hefur orðið í fiskvinnsl- unni síðastliðin 2-3 ár og það er ekki óeðlilegt að hluti hennar skili sér til fólksins, en við erum bundnir af samningum og eigum ekki gott með að hreyfa málum. Ekkert Grundarfjarðarsam- komulag er í smíðum á Húsavík og verður ekki,“ sagði Kári Arn- ór Kárason. ój Kristján Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri íshafs hf.: Krafan um hærra fiskverð verður leyst farsællega - Kolbeinsey ÞH seldi 147 tonn í Þýskalandi síðastliðinn föstudag ísfísktogarinn Kolbeinsey ÞH frá Húsavík seldi síðastliðinn föstudag 147 tonn í Þýska- landi. Uppistaða aflans var karfí auk grálúðu og ufsa. Að sögn Kristjáns Ásgeirsson- ar framkvæmdastjóra íshafs hf. sem gerir togarann út, þá var sal- an allgóð eða um 16 milljónir króna. Eitt hundrað og fjórtán krónur fengust íyrir hvert kíló af karfa og meðalverðið á kíló fyrir farminn voru 107 krónur. „Kolbeinsey ÞH landar svo til öllum afla á Húsavík. Ein sigling er gerð á ári og í fyrra var siglt með 185,5 tonn sem mjög gott verð fékkst fyrir. Jafnframt seld- um við einn gám beint til útlanda. Af 3100 tonnum sem við lönduð- um á Húsavík á sl. ári var þorsk- ur 2200 tonn og ýsa 100 tonn, sem gaf sjómönnum allgóðan hlut. í dag hafa togarasjómenn á Kol- beinsey sagt upp störfum og krefjast hærra fiskverðs. Það mál verður leyst farsællega. Slík mál leysast fljótt þá er menn setjast niður og ræða málin,“ sagði Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.