Dagur - 27.03.1991, Síða 9

Dagur - 27.03.1991, Síða 9
Miðvikudagur 27. mars 1991 - DAGUR - 9 Akureyri: Veglegir Vetrarleikar hesta- manna heflast á skírdag hagstæðari dreifingu atvinnu- tækifæra. Nauðsynlegt að sameina sveitarfélög - hrepparígur óviðunandi Á hinum Norðurlöndunum hefur byggðastefnan þróast í þá átt að sveitarfélögin og millistig stjórn- sýslunnar eru sífellt að taka að sér fleiri verkefni og aukna ábyrgð á sviði atvinnu- og byggðamála. Undanfari þessarar þróunar var umfangsmikil sam- eining sveitarfélaga á sjöunda og áttunda áratugnum samhliða endurskipulagningu stjórnsýsl- unnar. Með þessu móti var lagð- ur grunnur að því að unnt yrði að fela heimaaðilum aukna ábyrgð á eigin málum. Á sama tíma og þessi þróun átti sér stað á meðal nágranna okkar hefur lítið sem ekkert verið hugað að þessum þætti á íslandi. Nefndin bendir á að sveitarmörk séu ekki aðeins þrándur í götu í stjórnsýslunni heldur hindri þau einnig að rætt sé um sameiningu fyrirtækja milli sveitarfélaga. Bent er á að hrepparígur hafi truflað starfsemi Atvinnutryggingasjóðs þar sem hugmyndir hafi verið uppi um endurskipulagningu og samein- ingu fyrirtækja. Meðal annars hafi þeirra sjónarmiða orðið vart hjá einstökum aðilum á lands- byggðinni að betra væri að missa fyrirtæki suður en yfir í næsta byggðarlag. Hafa verður meiri áhrif á byggðaþróun með almennri efnahagsstjórn en víðast annarsstaðar í skýrslu nefndarinnar segir að atvinnuráðgjöf hafi verið í lausu lofti síðast liðin fimm ár. Lög um iðnráðgjafa hafi runnið út 1985 án þess að önnur hafi verið sett og ekkert skipulag sé fyrir hendi um atvinnu- og þjónustusvæði fyrir landið. Nauðsynlegt sé að efla atvinnuráðgjöfina því lítil von sé til þess að einn atvinnu- ráðgjafi geti sinnt heilum lands- hluta svo vel fari. Af þeim ástæð- um leggur nefndin mikla áherslu á að sveitarfélög hafi í samráði við Byggðastofnun frumkvæði að stofnun atvinnuþróunarfélaga er ætlað verði að stuðla að nýsköp- un og alhliða atvinnuþróun á hverju starfssvæði. Einnig leggur nefndin tii að atvinnuþróunar- sjóðir verði efldir. í skýrslu Byggðastofnunar um endurmat byggðastefnu er lögð rík áhersla á að byggðasjónarmiða verði gætt í almennri efnahagsstjórn. Bent er á að íslendingar hafi sér- stöðu meðal sjálfstæðra Vestur- landaþjóða í byggðamálum sem felst meðal annars í því að mest- ur hluti útflutnings á verðmætum þjóðarinnar fer fram í hinum ýmsu framleiðslubyggðarlögum á landsbyggðinni þar sem atvinnu- líf er annars mjög einhæft. í Kanada og Noregi eru svæði sem svipar til hinnar íslensku lands- byggðar að ýmsu leyti en þar býr aðeins lítill hluti viðkomandi þjóðar, framleiðsla þeirra er ein- ungis brot af þjóðarframleiðsl- unni og nýtur auk þess opinberra styrkja. Bent er á að hinir 'ein- hæfu útgerðarstaðir á lands- byggðinni standi berskjaldaðir gagnvart sveiflum og þegar illa árar koma áhrif þess fram í tekjum, atvinnumöguleikum og íbúaþróun. I góðum árum séu hins vegar fá tækifæri til fjárfest- ingar í nýjum atvinnugreinum. Af þeim sökum telur nefndin að hafa verði meiri áhrif á byggða- þróun með almennri efnahags- stjórn á íslandi en víðast annars- staðar. ÞI Nk. fimmtudag 28. mars, á skírdag, efnir íþróttadeiid Léttis á Akureyri til Vetrar- leika hestamanna við Verk- menntaskólann á Akureyri. Dagskrá leikanna er mjög fjöl- breytt þar sem keppt verður í ýmsum greinum hestaíþrótta og jafnframt eru nokkur sýn- ingaratriði á dagskrá. Að sögn Svanbergs Þórðarson- ar þá eru þessir Vetrarleikar með svipuðu sniði og þeir Vetrarleik- ar sem ÍSÍ og Hestamannafélagið Léttir efndu til í fyrra. Dagskráin hefst á skírdag kl. 14,00 er hestamenn frá Akureyri ríða inn á mótssvæðið á gæðing- um sínum. Mikil gróska er í hestamennsku á Akureyri og margir gæðingar á landsvísu eru í eigu félagsmanna Léttis og félaga úr hestamannafélögunum við Eyjafjörð, sem dæmin sanna frá Landsmótum og öðrum stórmót- um hestamanna. Á skírdag verður dagskráin fjölbreytt og fjöldi sýningaratriða á dagskrá m.a. sýning unglinga, sýning á stóðhestum, konur sýna gæðinga og hryssur verða sýndar. Dagskrá skírdagsins lýkur með sölusýningu Félags hrossabænda og þar getur fólk örugglega nælt sér í hest eigi það ekki hest eða hesta fyrir eða vill bæta við hesta- eign sína. Laugardaginn 30. mars hefjast Vetrarleikarnir að nýju kl. 10,00 með töltkeppni í flokkum full- orðinna, barna, unglinga og ung- menna. Dagskrá laugardagsins er afar fjölbreytt og þar gefur að líta m.a. forvitnilegar ræktunarsýn- ingar frá Litla-Garði og Höskuldsstöðum í Eyjafirði. Mánudagurinn 1. apríl, sem er annar í páskum, verður síðasti dagur Vetrarleikanna og þá hefst dagskráin með fánareið kl. 13.00. Ræktunarsýningarnar frá Litla- Garði og Höskuldsstöðum verða endurteknar svo og sýningar á stóðhestum og hryssum. Keppt verður til úrslita í öllum keppnis- greinum og sýnd verður söðul- reið. Á laugardagskvöldið verður opið hús í félagsheimili Léttis í Skeifunni í Breiðholti, hvar hestamenn geta komið saman og rætt um áhugamál sitt hesta- mennsku undir léttum veigum. „Okkur hestamönnum er mik- ið kappsmál að sem flestir komi til Vetrarleikanna. Fjöldi kepp- enda er allnokkur og sýningar- atriðin eru fjölbreytt, góð og forvitnileg. íbúar Akureyrar og byggða Eyjafjarðar ættu að láta sjá sig á leikunum og fá þannig nasasjón af því sem er að gerast í íþróttamálum hestamanna jafn- framt sem að kynna sér ræktun- armál hrossa í Eyjafirði. íslenski hesturinn fer sigur- göngu um öll lönd og álfur og ég er viss um að hátíð sem þessi eflir til muna samheldni og félagsanda hestamanna um leið og hún er frábær skemmtun öllum þeim er ekki stunda hestamennsku,“ sagði Svanberg Þórðarson, for- maður íþróttadeildar Léttis. ój í kvöld, miðvikud. MANNAK0RN Fimmtud. tónleikar BLUES C0MPANIIÐ Laugardag opið til kl. 23.30 Pálmi, Maggi, Ellen, Eyþór, Biggi og Steini ásamt Ellen og Þorstein Páskadagur opnum kl. 18.00 fyrir matargesti Dansleikur eftir miðnætti MANNAK0R Annar dagur páska opið til kl. 01.00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.