Dagur - 27.03.1991, Síða 11

Dagur - 27.03.1991, Síða 11
Miðvikudagur 27. mars 1991 - DAGUR - 11 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Ástíangiim draugur Borgarbíó sýnir: Draug (Ghost). Leikstjóri: Jerry Zucker. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, Demi Moore og Whoopi Goldberg. Paramount Picture 1990. Draugurírm hefur malað aðstandendum sínum gull, svo mikið er víst. Petta er einföld kvikmynd, engar stórsenur íþyngja henni né heldur mikil fangbrögð eða fúlmennska. Hún er að vísu um flókið efni, nefni- lega glæpi, ást og líf eftir dauð- ann. Þráðurinn er þó aldrei margspunninn og prjónið er ein- falt. Samsæri vondu gæjanna er aldrei meira en smá krydd í til- veruna, jafnvel dauði aðal- hetjunnar er aukaatriði. Megin- styrkur Draugsins er ástarsagan, svolítið afbrigðileg reyndar þar sem elskhuginn er ekki lengur af þessum heimi en þó aldrei öfuguggaleg eða Ijót. Draugurínn er engin stórmynd, það mun fljótlega fenna í sporin hennar en sem afþreyingarmynd verður að setja hana framarlega á gæðalistann. Samleikur þeirra Patricks Swayze Demi Moore og Patrick Swayze; fallegt par í fallegri mynd. og Demi Moore er sannfærandi, þau ná að slá á strengi hjartans, ástarsagan lifnar í þeim og bók- staflega hertekur alla myndina. Draugurínn er þó aldrei væminn, Whoopi Goldberg sér um það. í hlutverki svikamiðilsins færir hún kímnina inn í söguþráðinn, athyglin beinist að fáránleika aðstæðnanna þar sem er aftur- genginn maður að blanda sér í málefni lifandi. Whoopi er hálf- gerður svarkur, mikil fyrir sér og hávær. Engum kemur það meira á óvart en henni þegar Swayze draugur byrjar að ónáða hana. Og það verð ég að segja að ætti ég að veita annarri hvorri þeirra tveggja, Whoopi eða Diane Ladd (Wild At Heart), Óskarsverðla- un þá myndi sú fyrrnefnda tvímælalaust verða fyrir valinu; hún er einfaldlega frábær í Draugnum og á vísast jafn stóran þátt í vinsældum myndarinnar og aðalleikararnir tveir. Lifandi orð „Á honum byggist djörfung vor. í trúnni á hann eigum vér örugg- an aðgang að Guði.“ (Efesus 3:12) Getur nokkur sagt: „Ég á öruggan aðgang að Guði“? Jú, það geta þeir sagt, sem trúa á Krist sem frelsara sinn. Hann hefir gjört það mögulegt með hjálpræðisverki sínu. „Hann vígði oss veginn, nýjan veg og lif- andi inn í gegnum fortjaldið." (Heb. 10:20). Pannig kemst post- ulinn að orði. Sá sem er í Kristi getur átt full- vissu um velþóknun Guðs. Allt byggist það á náðarverki Guðs. Drottinn Jesús veitir öllum þeim, sem trúa á hann, öruggan aðgang að Guðs náð og fyrirgefningu. „Fyrir hann höfum vér aðgang að þeirri náð, sem vér lifum í.“ (Róm. 5:2). í honum eigum við einnig aðgang að sérhverri blessun Guðs, aðgang að Guði í bæninni og við lestur orðs hans. Þetta á við um líðandi stund og einnig um alla eilífð. Syndin varnaði öllum mönnum aðgang að Guði, en Kristur kom til að nema á brott syndina. Syndin olli aðskilnaði, en Kristur kom til að brúa bilið. „Og hann kom og boðaði frið yður, sem fjarlægir voruð, og frið hinum, sem nálægir voru. Pví að fyrir hann eigum vér hvorir tveggja aðgang til föðurins í einum anda.“ (Efesus 2:17-18). Margir reyna að betrumbæta sig í þeim tilgangi að nálgast Guð. En sá, sem tekur á móti Kristi öðlast meira en einhverja endurbót, hann verður ný sköpun. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“ (2. Kor. 5:17). „Á honunt byggist djörfung vor.“ Trúarsannfæring og sálar- styrkur byggist á honum, sem okkur er óhætt að treysta. Það friðar hjörtun, veitir öryggi og fullvissu, að hann, sem hefir sigr- að dauðann, býður öllum þeim eilíft líf, sem vilja taka á móti því. Miskunn Guðs er hin raun- verulega ástæða fyrir því, að nokkur skuli eiga öruggan aðgang að Guði. Það er gæska Guðs, sem birtist í Kristi Jesú. Pessi „öruggi aðgangur að Guði“ stendur öllum til boða í dag. „Músíktilraunir Tónabæjar“ - skráning stendur yfir til 5. apríl Félagsmiðstöðin Tónabær í Reykjavík mun í apríl n.k. standa fyrir Músíktilraunum ’91. Tilraunir þessar eru nú orðnar árlegur viðburður í tónlistarlífi landsmanna og er þetta níunda skiptið sem þær eru haldnar. Músíktilraunir eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistar- menn til að koma á framfæri frumsömdu efni sínu og ef vel tekst til, að vinna með efni sitt í hljóðveri. Músíktilraunir eru opnar öll- um upprennandi hljómsveitum allstaðar að af landinu, ef þær telja sig nógu góðar til að taka þátt í hljómsveitakeppni af þessu tagi. Áðstandendur músíktil- rauna munu reyna að útvega afslátt á flugfari fyrir keppendur utan af landi. Músíktilraunir ’91 verða haldnar á fimmtudagskvöldum í apríl, eins og hér segir: 1. til- raunakvöld 11. apríl, 2. tilrauna- kvöld 18. apríl og 3. tilrauna- kvöld 25. apríl. Úrslitakvöldið verður föstudaginn 26. apríl. Á hverju þessara tilrauna- kvölda koma fram 5-7 hljóm- sveitir, og flytur hver þeirra fjög- ur frumsamin lög. Áhorfendur gefa síðan hljómsveitunum stig fyrir hvert lag. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar á hverju tilrauna- kvöldi keppa síðan til úrslita föstudaginn 26. apríl, þar sem sérstaklega skipuð dómnefnd sérfróðra manna munu velja sigurvegara Músíktilrauna ’91. Auk tilraunahljómsveita munu fjórar af þekktustu hljómsveitum landsins koma fram, sem gestir, bæði á tilraunakvöldum og á úrslitákvöldinu. Þær hljómsveitir sem hyggja á þáttöku í Múskíktilraunum ’91, geta skráð sig í félagsmiðstöðinni Tónabæ í síma 91-35935, fram til 5. apríl. t-------------------------------------------------------------------------------------------• ,. AKUREYRARB/ER Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga, sem fram eiga aö fara 20. apríl nk. liggurframmi á bæjarskrifstofun- um, Geislagötu 9, Akureyri alla virka daga frá 2. apríl til 19. apríl nk. Þó ekki á laugardögum. Á kjörskrá eru allir einstaklingar sem skráöir voru með lögheimili á Akureyri samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár hinn 1. mars 1991. Kærur við kjörskrána skulu hafa borist bæjarskrif- stofunni eigi síöar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl nk. Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Akureyri, 26. mars 1991, Bæjarstjóri. Enuerhægt að gera góð kaup Opið skírdag frá ld. 12-19 Lokað föstudaginn langa. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 30. mars Opið frá kl. 12.00-19.00 Nýir Mar koma daglega Sendum í póstkröfu Stéri B ókamarkaðurtnn Glerárgötu 32, sími 26438 Til fermingargjafa Tjöld, svefnpokar, bakpokar, Scarpa og Demón gönguskór, Protex og Goretex hlífðarfatnaður Ath! Opið laugard. 30. marskl.10-16 IIIEYFJÖRÐ HJALTEYRARGÖTU 4 SÍMI 96-22275

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.