Dagur - 11.04.1991, Síða 1

Dagur - 11.04.1991, Síða 1
74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 11. apríl 1991 68. tölubiað Álitsgerð sjömannanefndar um hagræðingu og uppstokkun í mjólkuriðnaði: Hægt að spara 220 milljómr með því að leggja niður 5 mjólkurbú - menn verða að horfa til byggðamunsturs og markaðarins, segir mjólkusamlagsstjórinn á Húsavík Nefnd sem landbúnaðarráð- herra skipaði fyrir rúmu ári til þess að fara ofan í saumana á hagræðingu og breytingu á skipulagi mjólkuriðnaðarins telur að afkastageta hans sé langt umfram þarfír og ná megi fram 165-220 milljóna sparnaði með því að leggja niður 3-5 mjólkurbú í landinu. Hins veg- ar gerir hún ekki tillögur um hvaða mjólkurbú beri að leggja niður. Þá telur nefndin að ná megi fram auknum sparnaði í rekstri með aukinni verkaskiptingu rnilli mjólkur- búa. Til þess þurfi þó sterkari yfírstjórn í mjólkuriðnaðinum og ýmsar skipulagsbreytingar. Þessari sjö manna nefnd, sem Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar stýrði, var falið að endurskoða tillögur svonefndrar Afurðastöðvanefnd- ar frá því í ágúst 1989 um hag- ræðingu í rekstri mjólkuriðnað- arins með fækkun mjólkurbúa. Nefndinni var og falið að meta auk rekstrarfræðilegra atriða, áhrif mjólkuriðnaðarins á afkomu byggðarlaga. I niðurstöðum skýrslu nefndar- innar, sem landbúnaðarráðherra fékk í hendurnar á dögunum, segir að mjólkuriðnaðurinn hafi sterka stöðu um þessar mundir, en umhverfi hans mótist mjög af lögum og reglugerðum ríkis- Margrétin EA: Margrétin EA kom til heima- hafnar í gærmorgun, en skip- ið hefur verið að rækjuveið- um frá áramótum. Nk. sunnudag heldur skipið til veiða á bolfíski, en dágóð þorskvciði hefur verið að undanförnu á togslóð fyrir Suðvesturlandi. Að sögn Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Margrétinni EA, þá gekk rækjuveiðin vel. Aflinn er orðinn 550 tonn, sem er með betra móti. Fimmtán nianna áhöfn hefur verið á skipinu frá áramótum, en nú verður fjölgað um átta og önnur vinnslulína sett í skipið. „Við höldum til veiða nk. sunnudag. Togararnir hafa ver- ið að fá góðan þorsk-, ufsa- og karfaafla. Útlitið er gott og grálúðutíminn fer í hönd,“ sagði Sturla Einarsson, skip- stjóri. ój Atvinnulausum á Akureyri fækkar: Flestir úr röðum verkafólks Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri horfir betur í atvinnumálum. Færri eru á atvinnuleysisskrá en oft áður og listinn styttist því nær sem dregur vori. Um síðastliðin mánaðamót voru 216 á skrá yfir atvinnu- lausa, 137 karlar og 79 konur. Um mánaðamótin febrúar/mars var þessi tala 239, þannig að batinn er nokkur. Flestir atvinnulausra korna úr röðum verkafólks, en þó eru 15 iðnað- armenn atvinnulausir og 6 sjómenn. Á sama tíma í fyrra voru 40 iðnaðarmenn á atvinnu- leysisskrá og þá var tala atvinnulausra 308. ój Flugfélag Norðurlands: Ánægja með nvju vélina „Reynslan af þessari vél er ágæt. Ég held að farþegum líki vel við vélina og hún hef- ur reynst vel og þrátt fyrir að reynslutíminn sé ekki langur hefur sýnt sig að hún getur komist af við þær aðstæður sem hér eru,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Norður- lands, aðspurður um reynsl- una af nýjustu vél féiagsins. Sigurður segir að hingað til hafi vélinni fyrst og fremst verið flogið til staða þar sem eru mal- bikaðar brautir en hún hafi einnig verið reynd á malar- brautum, t.d. á Húsavík og Egilsstöðum. „Þar virðist hún geta athafnað sig án vandræða,“ sagði Sigurður. Alla útreikninga unt flug- hraða segir Sigurður standast og ekkert bendi til annars en vélin ætli að verða félaginu hagkvæm í rekstri. JÓH valdsins. Ástæða sé til að óttast að rekstrarumhverfi iðnaðarins geti versnað á komandi árum vegna aukins innflutnings á unn- um mjólkurvörum og sam- keppnisvörum þeirra og dregið verði úr almennum stuðningi við mjólkurframleiðsluna. Vegna þessa telur nefndin nauðsyn á mikilli hagræðingu í mjólkuriðn- aðinum og hún náist ekki fram nema með róttækum skipulags- breytingum. f skýrslunni segir að nefndin sé þeirrar skoðunar að heppilegasta leiðin að því marki sé að stofna eitt félag með samruna allra mjólkurbúa landsins. Takist ekki að stofna eitt félag sé næsti kost- ur að efla Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og fá þeim félags- skap víðtækari völd til stjórnun- ar. Við eflingu Samtakanna yrði að tryggja mjólkurframleiðend- um meiri áhrif í stjórn þeirra en nú er. Hlífar Karlsson, mjólkursam- lagsstjóri á Húsavík, sagðist í gær geta tekið undir sumt af því sem nefndin legði til í umræddri skýrslu. Til dæmis væri staðreynd að umframafkastageta mjólkur- iðnaðarins væri fyrir hendi. „En menn verða að horfa á þetta í víðara samhengi. Það er ekki sama hvar mjólkurbúin eru lögð niður ef til dæmis er horft til byggðarmunsturs og markaðar- ins,“ sagði Hlífar. Umræðu um fækkun mjólkur- búa hefur skotið upp á yfirborðið annað slagið og meðal annars hefur mjólkursamlag KÞ á Húsa- vík verið nefnt í því sambandi. Forsvarsmenn þess hafa ætíð mótmælt því harðlega að leggja það niður og bent á þungt vægi þess í atvinnulífinu á Húsavík. „Við viljum líka benda á að við höfum ekki verið á þessum verð- miðlunarspena. Á núvirði höfum við skilað líklega um 200 milljón- um króna í verðmiðlunina en höfum fengið um 20 milljónir. Ef við hefðum ráðstafað þessum 200 milljónum hefðum við getað borgað hærra verð og selt neyt- endum mjólkina á lægra verði,“ sagði Hlífar. óþh Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Það kallast forréttindi að njóta þæginda mcðan aðrir strita. Mynd: Golli Umboðsskrifstofa bæjarfógeta- embættisins á Dalvík: Afgreiðsla tollskjala í fyrsta skipti í dag flýtir verulega fyrir tollafgreiðslu fyrirtækja á Dalvík í dag verður byrjað að afgreiða tollskjöl hjá umboðsskrifstofu bæjarfógetaembættisins á Dalvík. Þessi afgreiðsla er bundin við fyrirtæki sem stunda rekstur á Dalvík. Jafnframt er þessi afgreiðsla bundin við þau fyrirtæki sem hafa heimild til einfaldari tollmeðferð- ar en það eru þau fyrirtæki sem sýnt hafa fram á góða meðferð tollskjala, hafa svokallaða ET- heimild. Þessi breyting þýðir að fyrir- tækjaeigendur á Dalvík geta nú komið með tollskjöl á umboðs- skrifstofuna á Dalvík, greitt og fengið heimild fyrir afhendingu vöru þegar í stað. Við þetta minnkar til muna umstang þess- ara aðila til að leysa vörur úr tolli en hafa má í huga að Dalvíkur- höfn gegnir æ stærra hlutverki sem vöruflutningahöfn. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er þetta gert vegna þrýstings heimamanna á Dalvík en þetta er fyrsta umboðsskrifstofa hér á svæðinu sem fær heimild til toll- afgreiðslu skjala. JÓH Skagaijörður: Heyfengur bænda með betra móti Forðagæslumenn í Skagafírði eru vel á veg komnir með vor- skoðun á heyjum og bústofni bænda. Heyfengur er víðast góður og mun betri en á síð- asta ári. Nægt hey er til í ölium hreppum þó einstaka bændur séu tæpir með hey. Vegna milds tíðarfars hefur þurft að gefa útigangshrossum minna í vetur heldur en oft áður. Þær upplýsingar fengust hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar að afskipti hefur þurft að hafa af færri bændum en oft áður vegna heyleysis og lélegrar fóðrunar. Þó eru vissir bæir orðnir tæpir með hey og eru það gjarnan sömu bæirnir ár eftir ár. Ráðunautar Búnaðarsam- bandsins hafa haft eftirlit með þeim bæjum síðan í haust og hef- ur það borið árangur. Ástand hrossa er í góðu lagi en minna hefur þurft að gefa þeim en oft áður. Síðasti vetur var sérstak- lega erfiður hvað hrossin varðaði og víða gekk fóðrun útigangs- hrossa erfiðlega vegna slæms tíð- arfars. „Heyfengur er mun betri en í fyrra og heyleysi mjög lítið. Sveitarstjórnir sjá um að koma heyi til þeirra sem eru heytæpir. Hross eru vel á sig komin og má þakka það góðu tíðarfari,“ sagði Víkingur Gunnarsson ráðunaut- ur. kg

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.